Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Meðalgöngumaður fangaskiptanna Wolfgang Vogel, austur-þýski lögmaðurinn sem hefur verið mið- depillinn í samningunum um fangaskiptin fyrirhuguðu í Berlín í næstu viku, hefur skapað sér einstakan sess í sögu samskipta austurs og vesturs. Hann hefur verið meðalgöngumaðurinn sem átt hefur traust sovéskra embættis- manna og vestrænna jafnt. Kurteis fram í fingurgóma, grá- hærður og kunnur að fíkni sinni í klukkur og Mercedes Benz-bifreið- ir sem hann felur þó að baki fræði- mannslegu yfirbragði. Þar undir dylst líka staðfestan og sjálfeörygg- ið sem þó annað veifið skín í gegn án þess að nokkur leggi honum það til hroka. Samdi um skiptin á U-2flugmanninum Vogel komst fyrst í sviðsljósið 1962 þegar hann samdi um skiptin á sovéska njósnaranum Rudolf Abel fyrir bandaríska flugmanninn Gary Powers. Það voru fanga- skipti, sem komust á forsíður allra blaða, þótt aðdragandi þeirra, sem spannaði margra mánaða prútt, hefði farið mjög lágt. Þeir samning- ar höfðu allir verið að tjaldabaki og höfðu útheimt diplómatíska lip- urð og gott úthald í pólitískt þref. Verkin sanna það að Vogel nýtur áhrifa bæði í Austur-Berlín og í Moskvu og meira en ætla mætti af venjulegum lögfræðingi. Enda kemur hann stundum viðtalendum sínum mjög á óvart með innsæi sínu í málin og baktjaldavitneskju. - Hann svarar ekki öðrum fyrir gerðir sínar en Erich Honecker, en er hans sérstaki ráðgjafi í svoköll- uðum „mannúðarmálum". Samdi um frelsi 20 þúsund pólitískra fanga Hann hafði milligöngu í samn- ingunum um 20 þúsund pólitíska fanga, sem leyft var að fara vestur fyrir jámtjaldið, og um að leyfa að sameinast aftur fjölskyldum sem höfðu splundrast við klofningu Þýskalands. Um síðustu jól annað- ist Vogel að Hans-Joachim Tiedge, fyrrum gagnnjósnaforingi V-Þýskalands, sem strauk austur i fyrrasumar, fengi að hitta dætur sínar í Austur-Berlín. Hann hefur leyst, frá lögfræðiskrifstofu sinni í A-Berlín, fjöldann af vandamálum einstaklinga og öðrum málum sem hafa stappað nærri milliríkjadeil- um. - Árið 1984 sá hann til þess að fjöldi A-Þjóðverja, sem búið hafði um sig í vestur-þýskum sendi- ráðum hér og þar í A-Evrópu, fengi að flytjast vestur yfir jámtjaldið. Fyrir pólitísku fangana hafði Bonnstjómin greitt milljónir marka í beinharðri valútu til yfir- valda A-Þýskalands. Sumir vildu þá gagnrýna Vogel fyrir hlutdeild- ina í þeirri verslun með fólk og sorgir þess. Hann ber slíkt af sér og segist vera eins og hver annar heiðarlegur miðlari sem aðstoði fólk er lent hafi í hringiðu stjóm- mála austurs og vesturs á eftir- stríðsárunum. Annt um sítt góða nafn Vogel hefur látið sér mjög annt um álit sitt út á við og gerir sér Fangaskipti við eitt hliðið á Berlínarmúrnum. ljóst hve mikilvægt það er stöðu hans að njóta trausts bæði vestan tjalds sem austan. Því höfðaði hann meiðyrðamál á hendur mann- réttindasamtökum nokkrum í Frankfurt sem fullyrt höfðu að hann væri háttsettur foringi í leyniþjónustu A-Þýskalands og knúði þau til þess að taka orð sín aftur. , Vogel nýtur augljóslega hlunn- inda forréttindastéttarinnar aust- antjalds. Svo sem eins og óskerts ferðafrelsis til Vesturlanda og lúxuskjara á óðali sínu við stöðu- vatn eitt rétt utan við Austur- Berlín. - Hann átti í vetur sextugs- afmæli og var þá sóttur heim af öllum háttsettum embættismönn- um og diplómötum. Vogel er fædd- ur 30. október í Wilhelmsthal sem hefur frá lokum heimsstyrjaldar- innar heyrt til Póllandi. Hann þjónaði í hernum á styrj- aldarárunum en nam síðan lög við háskólana í Jena og Leipzig áður en hann hóf störf hjá dómsmála- ráðuneytinu. Þar hætti hann störf- um 1953 og hóf sjálfstæðan rekstur málflutningsstofu. Augljóst metn- aðarleysi hans í hinum pólitíska klifurstiga hefur átt sinn þátt í að efla traust frammámanna þar eystra í hans garð. Umsjón: Hannes Heimisson ogGuðmundur Pétursson Mótmæli við forsetahöllina í Manila. Þúsundir ganga fylktu liði með líkan af atkvæðakassa með eftirlíkingum Marcosar og Reagans. Á kassanum stendur „Innsigli einræðisherra Filippseyja". Stjórnarandstæðingar óttast mjög kosningasvik á morgun. sem forseta og æðsta yfirmann heraflans er hægt væri að sýna fram á beint samband hennar við fylkingar kommúnista. „Aquino á sér vísan beinan og óbeinan stuðning margs konar undirróðursafla," svaraði Ramos en vildi ekki ræða ásakanir sínar frekar. Marcos forseti hefur frá byrjun kosningabaráttunnar sakað mót- frambjóðanda sinn um bandalag við kommúnista er háð hafa blóð- uga baráttu vió stjórnarher Marc- osar á annan áratug. Aquino hefur vísað öllum þessum ásökunum for- setans á bug. Hinn rúmlega fimmtugi leiðtogi stjómarandstöðunnar og samein- ingarafl eftir að eiginmaður henn- ar, Benito Aquino, var myrtur árið 1983 hefur farið varlega í allar yfirlýsingar sem talið er að reitt geti herinn til reiði. Hún hefur opinberlega farið þess á leit við yfirmenn hersins að þeir sýni hlut- leysi í kosningunum og virði niður- stöðu ' þeirra. Auk þess hefur Aquino reynt að afla sér stuðnings ýmissa yfirmanna hersins er lent hafa upp á kanti við forsetann eða yfirmenn sína í æðstu stöðum. Bandarískur kosningaáróður Marcos, sem ekki hefur áður komist í hann svo krappan á tutt- ugu ára ferli sínum sem þjóðarleið- togi, hefur gefið fyrirheit um að hann muni gera sitt besta til að auðvelda á allan hátt valdaskiptin fari svo að hann bíði ósigur í kosn- ingunum. Ýmsir fréttaskýrendur óttast að svo verði ekki. Benda þeir á langvinna reiði fylgismanna Marcosar í valdastöðum vegna hatramms kosningaáróðurs gegn forsetanum erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem umfjöllun fjölmiðla um kosningarnar hefur yfirleitt verið Marcosi nokkuð í óhag. Valdamönnum í Manila svíð- ur þessi andstaða í Bandaríkjunum nokkuð sárt því stjórnvöld í Washington hafa ó 20 ára stjóm- artíð Marcosar verið helsti og traustasti bandamaður Filippseyja. Andstæðingar forsetans ásaka fylgismenn hans um að hafa í undirbúningi stórkostleg kosn- ingasvik á kjördag. Nú hafa verið fengnir 44 erlendir eftirlitsmenn frá 19 ríkjum til að fylgjast með fram- gangi mála á kjördag og er þeim ætlað að gefa skýrslu um allt meint kosningasvindl. Það eru fleiri en forsetaframbjóð- endurnir tveir sem eiga allt sitt undir hagstæðum úrslitum á kjör- dag. Fylgismenn Marcosar innan hersins og opinberra stofnana, sem hreiðrað hafa um sig í ríkiskerfinu á 20 árum, eru óneitanlega hræddir um sinn hag. Flestir þeirra koma til með að standa uppi atvinnulaus- ir eftir kosningar ef þeirra maður tapar. Ríkisstjórn Aquino væri að auki vís til þess að efha til allsherjar rannsóknar á morði Benito Aquino á Manilaflugvelli 1983. Þar yrði þeim, er sekir yrðu fundnir, engin miskunn sýnd. Óttast hefnd Marcosar Margir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar óttast herför Marcosar gegn sér ef honum tekst að halda í völdin eftir hina hörðu kosninga- baráttu sem lýkur á morgun. Stuðningsmenn Aquino óttast að forsetinn kunni að grípa til hers og hefndaraðgerða undir yfirskini götuóeirða og ímyndaðra árása kommúnista ef hann sigrar á morg- un. Þeir óttast ennfremur að þá verði andstæðingunum engin mis- kunn sýnd. Yfirmenn hersins létu hafa eftir sér í vikunni að yfir 300 skæruliðar kommúnista hefðu komið sér fyrir í höfuðborginni og myndu stofna til múgæsinga á kjördag til að trufla kosningamar. í skýrslu hers- ins segir ennfremur að kommúnist- ar hafi safnast saman í nágrenni borgarinnar Davao á eyjunni Mindanao, en þar hefur löngum verið róstusamt, og ætli kommún- istar sér að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum i miðri kosninga- talningu. Hefúr herinn aukið við- búnað sinn á þessum slóðum. Stjórnvöld segja að yfir 50 manns hafi fallið í óeirðum í landinu frá því kosningabaráttan hófst þar fyrir alvöru í desember síðastliðn- um. Skæruliðar kommúnista segjast ekki ætla að trufla gang kosninganna á morgun. Stjómarherinn varar aftur á móti við spellvirkjum kommúnista á kosningadag og verður með mikinn viðbúnað á morgun. Skoðanakannanir benda ein- dregið til þess að Marcos falli nú í valinn á stjórnmálasviðinu. Fréttaskýrendur eru aftur á móti ekki svo vissir um að áhrif Marcos- ar í stjóm landsins minnki mikið ef hann verður felldur í forseta- kjörinu. Herinn á bandi Marcosar f því sambandi er bent á 250 þúsund manna herafla landsins er hefur tögl og hagldir við að fram- Fidel Ramos yfirhershöfðingi sagði á fundi með blaðamönnum í Manila í gær að herinn myndi aldrei hleypa kommúnistum í valdastóla á Filippseyjum, í því sambandi skipti engu máli hver færi með sigur af hólmi í forseta- kosningunum. Þessi yfirlýsing þykir benda til ýmislegs. Aquino og „undirróðursöflin“ Ekki vildi hershöfðinginn svara spumingu blaðamanns um hvort herinn myndi sætta sig við Aquino Kosið á Filippseyjum á morgun: Marcos eða Aquino? Filippseyingar blása í kosninga- lúðra á morgun og kjósa sér for- seta. Hvort sem landsmenn fella einræðisherrann Marcos eða kjósa sér Corazon Aquino í æðsta emb- ætti þjóðarinnar er ljóst að kosn- ingamar verða sögulegar og brjóta blað í sögu Filippseyja. fylgja lögum og rétti undir yfir- stjórn voldugrar herforingjasam- steypu er löngum hefur verið afar hliðholl Marcosi. Spurningin er ekki hvort herforingjastéttin verð- ur Aquino óþægur ljár í þúfu held- ur hve óþæg hún verður undir nýjum forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.