Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg em nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar em annaðhvort með 28(/0 nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbur.din með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefhda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni em reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mán^ðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. í>au eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afFöllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninura 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 -10.02. 1986 innlAnmeðsérkjörum sjAsérlista ilsf llli lifi liiiiiii innlAn óverðtryggd SPARISJÚÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 25,0 28.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25.0 25.0 6 mén.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsogn 32,0 34,6 32,0 31.0 33.3 SPARNAÐUR- LANSRÉ7TUR Spanö 3-5 mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23,0 25.0 25.0 innlAnsskírteini Sp. 6 mán. og m. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 Til 6 mánaöa 28.0 30.0 28,0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanaraikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLAN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 6 mán. uppsögn 2.0 3.5 1.5 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 2.0 3.5 1.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7,5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Dartskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útiAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvaxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 VHJSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.02) kgt 34.0 kge 32,5 kge kge k|l* 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kot 35.0 kge 33,5 kge kfi* 35.0 HLAUPAREIKNINGAR ÍFIRDRATTUn 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Aö 21/2 árí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.B 4.0 4.0 Lengri en 21 /2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEBSLll SJANEÐANMALS!) l)Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Amgrímur dregur sig út úr Air Arctic „Ég hef sótt um annað flugrekstrarleyfi” „Ég hef ákveðið að draga mig út úr Air Arctic. Ég hef sótt um annað flugrekstrarleyfi,“ sagði Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og annar af frEunkvæmdastjórum og stofnendum Air Arctic. Arngrímur vildi ekki skýra frá ástæðum ákvörðunar sinnar. „Ég býst við að Einar Frederiksen haldi áfram rekstri Air Arctic,“ sagði hann um framtíð félagsins. „Ég hyggst halda áfram á svipuð- um grundvelli og ég hef gert,“ sagði Amgrímur um sín áform. Hann hefur þó ekki enn stofnað félag um rekstur- inn. Air Arctic, sem þeir Amgrímur og Einar Frederiksen stofnuðu, hóf rekstur í júlímánuði síðastliðið sumar. Á tímabili hafði félagið þrjár leiguþotur í rekstri. Þessa dagana er Air Arctic með tvær þotur í verkefnum erlendis. Önnur flýgur með nautgripi milli Kanada og Brasilíu. Hin flýgur fyrir flugfélag Maldiveyja í Indlandshafi. -KMU •tlpHCfM! ;i| .mjttcnc kfLmdic ****** •***•• * Boeing 707-þota frá Air Arctic á Keflavíkurflugvelli fyrr í vetur. DV-myndGVA. Fasteignaverö: Útborgun lækkar en seklum eignum fækkar FASTEIGNAUERÐ Á EÖSTU VERÐLAGI ( Jan 1984=100 ) Fasteignaverð fór lækkandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, eða tímabilinu júlí til september. Sölu- verð íbúða hefur aldrei verið eins lágt og í lok þess tímabils, síðan í ársbyijun 1984, samkvæmt frétta- bréfi frá Fasteignamati ríkisins. Útborgun kaupverðs hefur auk þess lækkað, er nú að meðaltali 72% af heildarverði. Menn em famir að varast verðtryggðu lánin. Hlutfall þeirra núna er 9,5% af söluverði en var á svipuðum tíma í fyrra 10,1% af söluverði. Fasteignasalan virðist einnig hafa gengið treglega að undanförnu. í markaðskönnun fasteignamatsins fyrir tímabilið júlí til september 1985 komu talsvert færri eignir til út- reiknings en á sama tímabili í fyrra. -KB Þróun fasteignaverðs frá 4. ársfjórð- ungifoktóber til desember) 1984, mið- að við að í janúar 1984 hafi það verið á fasta verðlaginu 100. Línuritið sýnir nokkuð stöðuga lækkun fasteigna- verðs, var 115 á 4. ársfjórðungi 1984 og er komið niður í 93 á þriðja árs- fjórðungi 1985. Bók komin út um skreiðarvinnslu Handbókin „Skreiðarvinnsla" er komin út. Hún er ætluð fyrir verk- stjóra og framkvæmdastjóra í fisk- vinnslu, matsmenn og nemendur á fiskvinnslunámskeiðum svo og áhugasama einstaklinga. Útgefandi er Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Útgáfustjóri er Jónas Bjarnason. Bókin fæst hjá stofnuninni fyrir 1.100 krónur. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins vinnur að gerð handbóka fyrir hinar ýmsu greinar íslensks fisk- iðnaðar. Fyrsta ritið, um saltfisk- verkun, kom út fyrir tveimur árum. Rit um síldarsöltun er í miðjum klíðum. I undirbúningi eru rit um frystingu og ferskfiskmeðferð. Ennfremur er áformað að gefa út handbækur fyrir lagmetisfram- leiðslu, fiskimjölsframleiðslu og ýmsa sérvinnslu. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.