Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525, Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - flllGl VSiNGAP - ASKRIR - DREIFING 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMDRGNA FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995. 4 4 4 Gro Harlem til Svalbarða: U3* Neitar að ræða við íslenska fréttamenn Reynir Tiaustason, DV, Svalbarða; Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, kom í opinbera heimsókn til Svalbarða á miðviku- dag. Við komuna neitaði hún að ræða við íslenska fréttamenn þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þessi við- brögð norska forsætisráðherrans vöktu nokkra undrun þeirra norsku fréttamanna sem fylgdu henni á för * hennar og þóttu bera vitni þeirri spennu sem er í samskiptum íslands og Noregs vegna deilna um íiskveiði- mál. í gær skoðaði hún ásamt norsku fréttamönnunum kolanámu á Spitz- bergen og þar var sama upp á ten- ingnum og íslensku fréttamönnun- um var neitað um að fylgjast með för hennar. Heimsókn forsætisráðherrans er gerð í tilefni af 75 ára afmæli Sval- barðasáttmálans og hyggst hún dveljast á eyjunni þar til á morgun, laugardag. Svalbarðasamningurinn r verður 75 ára í ágúst nk. og þykir heimsóknin nú benda til þess að norsk stjórnvöld vilji undirstrika yf- irráðarétt sinn á eyjaklasanum og hafsvæðinu í kringum hann. íslensk- ir togarar eru væntanlegir í Barents- haíið á næstu vikum og þá verður væntaniega á ný tekist á um rétt þeirra til veiða á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða. Á gjörgæslu með hálsáverka Ungur maður liggur með alvarlega ^hálsáverka á gjörgæsludeild Borgar- ‘ spítala eftir að hann slasaðist í sund- lauginni í Úthlíð í Biskupstungum í fyrrakvöld. Tahð er að maðurinn hafi stungið sér til sunds í lauginni sem er í kringum metri á dýpt og slasast við það. Maðurinn var einn í lauginni þegar atvikið átti sér stað en félagar komu að honum meðvit- undarlitlum eftir slysið. Að sögn lækna á gjörgæslu er óljóst með bata- horfurmannsins. -pp Kýldi í gegnum rúðu Ölvaður maður var fluttur í sjúkra- hús í Vestmannaeyjum í nótt eftir að hann kýldi í gegnum tvær rúður /-~r\ heimahúsi. -pp LOKI Gróa vará næsta leiti! Sjávarutvegsfrumvarpið: Reyntaðnásam komulagi stjórnarflokkanna Hörð andstaða er við frumvai-p þingflokkur fljálfstæðisflokksms Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- afgreiddi frumvarpið óbreytt. ráðherra í þingflokkum beggja „Ef talað er um að afgreiða frum- stjórnarflokkanna. Samkvæmt varpið hratt þá verður ágreining- heimildum DV á í dag að reyna að urinn og slagurinn bara færður ná samkomulagi við þá þingmenn yfir í sjávarútvegsnefnd þingsins. sem harðast leggjast gegn frum- Viö erum nokkur sem getum ekki varpinu. Enda þótt ríkisstjórnin samþykkt greinina um að setja hafi riflegan meiröiluta á þingi þorskaflahámark á hvern króka- hika raenn við að leggja í slag út bát. Það þýðir í raun að verið er af frumvarpinu. að koma þedm inn í aflamarkskerf- Þótt þingflokkur Sjálfstæðis- ið,“ sagði Siv Priðleifsdóttir, þing- flokksins hafi afgreitt frumvarpið maður Framsóknarflokksins á frá sér er mikill ágreiningur innan Reykjanesi. hans um ákveðin atriði. ÐV hefur Þingflokkur Framsóknarflokks- heimildir fyrir því aö það hafi kom- ins afgreiddi ekki frumvarpíð um ið nokkrum þingmönnum Fram- breytingar á lögunum um stjórn sóknarflokksins mjög á óvart þegar fiskveiöa á fundi sínum á miðviku- dag vegna óánægju margra þing- manna flokksins með ákveðin atr- iöi í frumvarpinu. Þess í stað var hópur settur í aö fara yfir málið og reyna að ná samkomulagi. ,T>að var ákveðið að heimila ráð- herra að leggja frumvarpið fram. Þá lá fyrir andstaða tiltekinna þingmanna og aðrir voru með fyr- irvara við 2. grein frumvarpsins. Þetta hefur svo sem áður veriö gert fijá okkur. Jú, það má sjálfsagt líta þannig á að átökin séu bara færð yfir í sjávarútvegsnefndina," sagði Einar K. Guðfinnssons, alþingis- maður og harður andstæðingur 2. greinar frumvarpsins. Wsgffismmggmi ; í E*» &*-; _‘s;jr7 ■- f y < yyyyyx - - íbúðarhúsið Oddi við Nesveg á Seltjarnarnesi stórskemmdist í eldi síðdegis i gær. Erfiðlega gekk að komast að eldinum sökum hita sem myndaðist við brunann. Grunur leikur á að börn hafi komist inn í húsið eftir að eigandi þess yfirgaf það og þau kveikt eld í gáleysi. DV-mynd Antonio Otto Rabasca Veöriðámorgun: Kaltáfram nyrðra Gert er ráð fyrir noröaustlægri átt, kalda eða stinningskalda á landinu en áfram norðaustan- strekkingi á Vestfjörðum og við Breiðafiörð. Um landið austan- vert verður súld eða rigning og slydduél á annesjum norðvestan- lands. Á Suðvestur- og Vestur- landi verður skýjað með köflum en þurrt. Hitinn verður 1-6 stig um landið norðanvert en 7-13 stig syðra. Veðrið í dag er á bls. 36 SjómannaverkfaU: Milljarðar í húf i „Deilan er í höndum ríkissátta- semjara. Lausnin hlýtur að felast í því að útvegsmenn hreyfi sig í átt að okkar kröfum,“ segir Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bands íslands. Verkfall sjómanna hófst aðfaranótt fimmtudags eftir árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara undan- fama daga. Lætur nærri aö verkfall- ið nái til 5 þúsund sjómanna á skip- um sem eru yfir 12 tonn að stærð. Fundur hafði ekki verið boðaður í deilunni hjá ríkisáttasemjara í morg- un. Samúðarverkfall hefur verið boðað hjá sjómönnum á Vestfiörðum 11. og 15. júní næstkomandi. Verkfallið hef- ur viðtæk áhrif í landi og er búist við að um 5 þúsund manns í fisk- vinnslu verði án atvinnu í næstu viku. Dragist verkfallið á langinn er tahð að milljarðar króna muni fara forgörðum í töpuðu aflaverðmæti. Að sögn Sævars skilur mikið á milli sjómanna og útgerðarmanna. Til þessa hafi útgerðarmenn ekki fallist á kröfu sjómanna um að allur afli verði seldur með markaðsteng- ingu. Þá séu óleyst ýmis mál tengd sérkjörum og hafnarmálum. Það er einkum krafan um markaðstengingu sem útgerðarmenn setja fyrir sig. -kaa Kona dæmd í ársfangelsi: Staltæplega 200 eyrnalokkum Hæstiréttur dæmdi á miðvikudag Jóhönnu Rut Birgisdóttur, 24 ára, í árs fangelsi fyrir stórfellt innbrot í einbýlishús við Laugarásveg síðast- liðið vor auk annarra auðgunar- brota. Dómurinn sakfelldi hana fyrir aö hafa stohð 183 eymalokkum, 31 arm- bandi, 13 hálsfestum, 11 armbands- úrum, 12 hringum, 11 nælum, mynd- bandstæki, geislaspilara, töskum, skartgripaskríni og koníaksflösku. Mánuði fyrir innbrotið stal Jó- hanna silfurhring í skartgripaversl- un við Skólavörðustíg. Um sumariö stal hún síðan töskum, veskjum og buddum úr verslun í Hafnarfiröi en í þeim voru andvirði tæprar hálfrar milljónar króna í greiðslukortanót- um, 78 þúsund krónur í peningum og fleira. Jóhanna stal og falsaði síð- an fiölda tékka sem hún var einnig dæmd fyrir í þessu máli. Jóhanna hlaut annan árs fangelsis- dóm þann 21. júh 1994 og þá fyrir fiár- svik og skjalafals. Hún var úrskurö- uð í gæsluvarðhald síðastliöið haust og hefur verið í afplánun frá þeim tíma. -pp QFenner Reimar og reimskífur Vlowdsen SuAuiiandsbraut 10. S. 686499. 4 14 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.