Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995 nn Margir höfðu ekki erindi sem erfiði á fótboltavellinum í gær- kvöldf. Þurfum aö koma okkur niður á jörðina „Við verðum einhvem veginn að koma okkur niður á jörðina eftir þetta.“ ívar BJarklind, lelkmaður ÍBV, I DV eftir sigur gegn Val, 8-1. Uppskeran rýr „Menn borðust ekki en þegar þannig háttar verður uppskeran Uirimæli rýr eins og úrslit leiksins sýna.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, I DV. Skipti um hugarfar „Láö mitt stóð sig vel, en það skipti um hugarfar í hálfleik." Ingi Björn Albertsson, þjálfarl Keflvik- Inga f DV. Aö ganga yfirjarð- sprengjusvæöi „Að setja upp leikrit með ungl- ingum er eins og að ganga yfir jarðsprengjusvæði." Margrét Jóhannsdóttir leikstjórl. Fljótleg sprengjuaöferö „Ef menn vilja sprengja ríkis- stjómina, þá er þetta ábyggflega fljótlegasta aðferðin." örn Pálsson í Alþýöublaðlnu um kvótahugmyndir á smábáta. Að framleiða þaö sem eng- inn vill kaupa „Það þýðir ekki að framleiða eitt- hvað sem enginn vill kaupa.“ Arl Teitsson um sauöfjárrækt i DV. Fjórtán lönd eíga þaó sameigin- legt aó kindur eru þar fleiri en fólkið sem þar býr. Kindaþjóðimar í heiminum eru fjórtán lönd þar sem kindur em muníjölmennari en mennirnir og er ísland þar á meðal. Samkvæmt tölum frá 1991 er ísland í þrettánda sæti og eru kindur sagðar 700.000 þúsund en eitthvað hefur þeim fækkað síð- an. Langefst er Ástralía þar sem um það bil 163 mifljónir kinda em á móti 18 milljónum íbúa. Annað suðurálfuland, Nýja-Sjáland, kemur næst, þar em kindur 57 milljónir á móti 3,4 milljónum íbúa. í þriðja sæti er svo Uruguay með 26 milljónir kinda og 3 millj- ónir íbúa. Einu Evrópulöndin sem em með fleiri kindur en íbúa Blessuð veröldin fyrir utan ísland em írland og Færeyjar. Heildartala yfir kindur í heiminum er: 1.209.920.000. Geitur fleiri en menn Fimm þjóðlönd geta státað af því að fleiri geitur em í landinu en manneskjur. Þar er fremst í flokki Sómalía, með 20 milljónir geita á móti 2,3 mifljónum íbúa. Hin löndin fjögur em Mongólía, Mauritania, Namibía og Djibouti. Heildarfjöldi geita í heiminum er 94.266.000. DV Áfram hlýtt sunnanlands I dag verður norðaustanátt á land- inu, fremur hæg í fyrstu en fer vax- andi. Síðdegis gengur vindur meira Veðrið í dag til austanáttar og í kvöld og nótt verður kominn suðaustan stinnings- kaldi um mestallt land, þó ekki vest- ast á landinu, þar verður áfram norð- austanátt. Suðaustan- og austan- lands veröur súld eða rigning, slydda eða súld á annesjum norðanlands en annarsstaðar úrkomulítið eða úr- komulaust. Sunnanlands og suðvest- anlands verður áfram hlýtt og hiti allt upp í 12 til 14 stig yfir hádaginn en norðan- og vestanlands verður áfram mun svalara, frá 4 stigum nið- ur í 2 stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 23.12 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí slydduél 2 Akurnes rigning 8 Bergsstaðir úrkoma 3 Bolungarvík skýjað 0 Keflavíkurflugvöllur háífskýjað 6 Kirkjubæjarklaustur rigning 7 Raufarhöfn slydda 0 Reykjavík léttskýjað 4 Stórhöföi rigning 7 Bergen skýjað 12 Helsinki alskýjaö 13 Kaupmannahöfn hálfskýjað 11 Ósló léttskýjað 12 Stokkhólmur skýjað 8 Þórshöfn súld 7 Amsterdam þokumóða 14 Barcelona þokumóða 15 Berlín léttskýjað 14 Chicago heiðskírt 8 Feneyjar þoka 16 Frankfurt rigning 16 Glasgow skúr 11 Hamborg skýjað 15 London skýjað 12 LosAngeles heiðskírt 14 Lúxemborg skýjað 13 Madríd heiðskírt 10 Malaga skýjað 21 MaUorca þokumóða 16 Montreal heiðskírt 13 New York rigning 14 Nuuk þoka 1 Orlando heiðskírt 22 París þoka 11 ÓlafurB. Ólafsson, framkvæmdastjóri og foimaður VSÍ: „Eg hef áður verið í fonnennsku hjá VSÍ, það var 1985-1989, og hef verið í framkvæmdastjóm VSI í tíu ár þannig aö ég þekki vel innviöi hjá VSÍ og veit að hvetju ég geng. Þaö eru ávailt mörg verkefhi uppi á borði hjá VSÍ og þá er gott að hafa með sér góða menn í stjóm og gott starfslíð eins og raunin er,“ segir Ólafur B. Ólafsson sem ný- verið var kosinn formaður Vinnu- Maðurdagsins veitendasambands íslands á aðal- fundi sambandsíns. Ólafur, sem hefur roikla reynsiu af stjórnun, býr í Keflavík og er framkvæmda- stjóri útgerðarfyrirtækisins Mið- ness. Ólafur sagði að roeð for- mennsku sinni i VSÍ yrði talsvert um fúndahöld f Reykjavík en hans aðalstarf væri samt að stjóma út- gerðarfyrirtækínu sem er með rekstraraðstöðu í Sandgerði: „Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem er i útgerö og fiskvinnslu. Við höf- um tO margra ára verið stærsta og úr útgerðarfélagið á Suðumesjum þaö er reyndar runnið saman tveimur fyrirtækjum, Miðnesi og Keflavík hf. Við gerum út tvo tog- ara, tvo vertíöarbáta og eitt loðnu- skip sem nú er í sfldarsmugunni. Togaramir eru Ólafur Jónsson og Sveinn Jónsson, annar er íshústog- ari og hinn er orðinn frystitogari en honuro var breytt á vormánuð- um yfir í heilfrystingu og er sá núna í úthafskarfanum." Ólafur sagði að þeir væru fjórir bræðumir sem ættu þetta fyrir- tæki en hann hefur starfað við það síðan 1973. Um rekstur útgerðar- innar segi Ólafur: „Þetta er fyrst og fremst barátta við að aðlaga sig þeim aðstæðum að kvótinn hefur sífellt verið að minnka.“ Ólafur lauk prófl sem tæknifræð- ingur við tækniskóla í Mannheim í Þýskalandi árið 1969 og ári síðar útskrifaðist hann sem rekstrar- tæknifræðingur frá öðrum tækni- skóla í Pforzheim og starfaði síðan sem slíkur í tvö ár í Þýskalandi áður en hann var ráöinn fram- kværodasijóri Miðness. Eiginkona Ólafs er Hildur Guömundsdóttir og eiga þau eina dóttur sem er að nema fijúkrunarfræði. Ölafur sagöi um áhugamál aö hann heföi lítinn tima fyrir annaö en að standa í útgerðinni og sinna félagsmálum, sem hann heföi alltaf haft áhuga á. Ólafur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum og er hann meðal annars búinn að vera í sfjóm Sölu- miöstöðvarinnar síðan 1976. Myndgátan Lausngátunr. 1225: „EG- TEK ALLA OCr BREVTÍ LÖGUri þC/KRA ./' EV#»Oft- Sólarupprás á morgun: 3.37 Síðdegisflóð i Reykjavík: 16.53 Árdegisflóð á morgun: 5.12 Heimild: Almanak Háskólans Á miðvikudag var opnuð sýn- ingin ísland og hafið í sýningar- salnum í Hafiiarhúsinu við Tryggvagötu. Á sýningunni er í máli og myndum fiaflað um sigl- ingar og sjósókn íslendinga og sýndir veröa munir af Þjóöminja- safni og Sjóminjasafni, meðal annars síðasti sexæringurinn sem smiöaður var i Engey árið 1912, veiðarfæri, verkfæri og áhöld, sjóklæði úr skinni, líkön afbátum, skútum og skipum, tog- aravírklippur og fallbyssa. Þá veröur til sýnis sjófarið Halakotsbáturinn, tveggja manna far af Vatnsleysuströnd. Sérsýning um lífríki hafsins verður fyrir yngstu kynslóðina. Sýningin verður opin alla daga kl. 13-17 til áramóta. Skák Ulf Andersson hinn sænski er með allra öruggustu skákmönnum. í þessari stöðu hafði honum þó sést yfir sterkan leik enska stórmeistarans Michael Adams sem hafði svart. Teflt á stórmeistaramóti í Ter Apel í mars. 21. - Ha3! Eftir þennan sterka leik kemst hvítur ekki hjá liðstapi. 22. Rel Ef 22. Hd3 Hxd3 23. Dxd3 Rxc5 og peð fellur. Eftir 22. - Rd4 23. Hxd4 Bxdl 24. Dxdl exd4 tókst Andersson ekki að bjarga tafl- •uu Jón L. Árnason Bridge ♦ G1093 V Á65 ♦ D109753 ♦ 8 V 1082 ♦ ÁG86 + ÁKG74 N V A S * ÁKD6 ¥ DG9743 + D85 * 7542 V K ♦ K42 + 109632 Suður Vestur Norður Austur Zmudzin. Stansby Balicki Martel Pass 1« Pass 1» Pass 2f Pass 4é Pass 4 G Pass 5 G Pass 6+ Pass 7V Pass Pass Dobl P/h A HM í sveitakeppni árið 1994, keppninni um Rosenblum bikarinn, mættust sveitir Póllands og Bandaríkjanna í úrslitaleikn- um. Bandarikjamennimir unnu leikinn með 141 impa gegn 110 en átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrstu spilum úrshta- leiksins. í spili 11 tókst þeim hið ótrú- lega, að fara í alslemmu í hjarta þar sem tvo hæstu vantaði í litnum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, suður gjafari og allir utan hættu: Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi Martel ákvað að reyna að lýsa hendi sinni með stökki i fjóra tígla, sem sýndu slemmuáhuga og stuttlit í tigli. Stansby hefði getað slegið af en ákvað að spyrja um ása á fjórum gröndum. Fimm grönd sýndu einn ás og eyðu í tígli og þá sá Stansby að hann var kominn í vand- , ræði. Hann ákvað að stinga upp á 6 lauf- ' um sem lokasamningi í þeirri von að vömin tæki ekki hjartaslagi í upphafi og hann gæti hent hjörtum í spaðaslagi. En r Martel var ekki með á nótunum, tók 6 laufa sögnina sem alslemmutilraun og stökk í 7 hjörtu. Bahcki Lightner-doblaði til að biðja um laufútspil og fékk það. En ( í öðrum slag tók hann hjartaásinn, felldi þannig kóng félaga og Bandaríkjamenn- imir sluppu tvo niður í þessum ógæfu- lega samningi. Fjögur hjörtu voru spiluð á hinu borðinu og Pólverjamir græddu 13 impa. Ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.