Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995 Spumingin Hvernig svararöu í símann? Sindri Páll Sigurðsson, 12 ára: Ég segi já eða halló. Kristný Pálmadóttir, afgreiðsiukona með húsmóðurstarfi: Yfirleitt með halló. Dagmar Magnúsdóttir deildarstjóri: Bara með Dagmar. Ragnheiður Linda, í MA-námi í sál- fræði í Bandaríkjunum: Svara með því að segja nafnið mitt. Kristján Vemharðsson bifvélavirki: Segi bara halló. Lesendur dv Verkfallsöldur rísa og hníga: Stöðugleiki eðahvað? Flestir verja launakröfur láglaunafólksins innan ASI, meira að segja sam- tök vinnuveitenda, segir bréfritari m.a. Kristinn Gunnarsson skrifar: Það er langt síðan jafnmörg laun- þegafélög hafa boðað verkfall og nú. Ýmist boða verkfall eða eru í verk- falli, og önnur sem síðan boða sam- úðarverkfall. Það virðist sem allir séu komnir í verkfallsskóna. Margir spyija: Hvað er það sem veldur þessu? Var ekki búið að gera kjara- samning við flest launþegafélögin? Og var ekki næstum búið að útiloka að verkfallsalda risi á ný? Er ekki vor í huga launafólks? - Er ekki stöð- ugleiki í efnahagslífinu eða hvaö? Getur hugsast að menn séu að gera út á efnahagsbatann? Og vel á minnst: hvar er hann þá, þessi efna- hagsbati? Ég hef ekki séð hann, og er þó í fullu fjöri og virkur í þjóðfé- laginu. Ég fæ bara ósköp svipuð laun og ég hef fengið síðustu 3 eða 4 árin. Ég tek hins vegar eftir því að ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað í verði; matvara, bensín, og margir þjón- ustuliðir. Maður getur svo sem verið án þeirra sumra, en maður lætur nú gera við skóna, klippa sig, smyija bílinn og kaupa á hann orkugjafann. - Þetta hefur allt hækkað nýlega. Stööugleikinn var boðaður af nýj- um stjómvöldum og áreiðanlega hef- ur hugur fylgt máh, því það er ekki fýsilegt fyrir nokkra ríkisstjóm að sitja í spennu óróleika og þjóðampp- lausnar. En getur hugsast aö lausa- tök hins opinbera í fjármálum ógni hinum boðaða stöðugleika? Er hugs- anlegt að síendurteknar lántökur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum og út- Árni Guðmundsson skrifar: Nýlega var undirritaður sam- starfssamningur milli Almanna- vamanefndar Reykjavíkur, Björgun- arsveitar Ingólfs, Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík, hjálpar- sveita skáta og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins um að koma á form- legu samstarfi milli aðilanna. Þessar sveitir bjóða allar fram vissan fjölda sjálfboðaliða til starfa þegar þurfa þykir, t.d. varðandi miklar náttúra- hamfarir. Sigurður Magnússon skrifar: Fólki fara nú senn að leiðast fréttir um stækkun á álverinu, hvað þá fréttir af nýju álveri. En í frétt í Sjón- varpinu sl. mánudagskvöld sagði einmitt að nú væri það ekki spuming um hvort heldur hvenær ráðist yrði í framkvæmdir við byggingu álvers á Keilisnesi. Hinir erlendu forsvarsmenn í ál- bransanum segja sem er að ekki verði farið út í neinar framkvæmdir hér á landi fyrr en álverðiö hækki verulega frá því sem nú er. Ræður álverð enda miklu, líkt og gerist með verð á annarri framleiðslu. boð spariskírteina séu stór þáttur þenslunnar í vaxtamálum? Svarið er já, og það er engin furða þótt laun- þegar uni ekki glaðir við sitt. Era hinir almennu launþegar ekki einfaldlega að reyna að krafsa í bakk- ann með kröfum sínum? Kröfum sem þó veröur að játa að oft era óbilgjarn- ar, t.d. hjá þeim hópum sem þegar hafa meira en gengur og gerist á al- mennum vinnumarkaði (sbr. sjó- menn og sbr. starfsmenn Álversins). Og eru menn ekki líka að líta til framtíðarinnar, ævikvöldsins, þar sem eru lífeyrissjóðimir? Lífeyrissjóðir þrífast á vöxtum, en þjóðin krefst vaxtalækkunar. Hvem- ig fer þetta saman? Hagsmunir hinna Þetta er áreiðanlega í fullu sam- ræmi við óskir almennings á þéttbýl- issvæðunum hér á suðvesturhomi landsins. - Það hefur verið næsta óhugsandi að ætla fámennum hópum að annast um slasaða eða aðra sem lenda kunna í þeim náttúruhamfór- um sem við ávallt stöndum frammi fyrir og við vitum að geta dunið yfir hér sem annars staðar í heiminum. Nú er bara að bíða og sjá hvað verð- ur úr samhæfingunni. Allir íbúar þessa þéttbýlissvæðis era áreiðan- Eg held þó að annað liggi að baki áhugaleysi hinna erlendu fyrirtækja um frekari framkvæmdir hér á landi - auðvitað hinn sífelldi órói á vinnu- markaðinum. Þessir menn fylgjast án efa grannt með hverri hreyfingu víðs vegar um heiminn á þeirra verk- sviði og þ. á m. vinnumarkaðinum í hinum ýmsu löndum. ettur einhveijum í hug að ekki sé litið til þess atriðis sem hvað mest er skuldugu fara ekki saman við þá hjá skuldlausu eða skuldlitlu eftirlauna- fólki. - Þama er komin veruleg ástæða fyrir sífelldum kjaradeilum og síðan verkfóllum. Flestir veija launakröfur láglaunafólksins innan ASÍ, og það hafa samtök vinnuveit- enda gert til þessa. En það eru há- launahópamir, þrýstihópar sérhags- munanna sem hafa skorið upp herör gegn stöðugleikanum. Nú verður ekki hjá því komist aö stjómvöld skerist í leikinn, sýni hvað í þeim býr meö því að taka á íjármálum hins opinbera og leiða þjóðina út úr ógöngum og ófamaði sem augljós- lega leiðir til hruns og þjóðargjald- þrots meö óbreyttum lausatökum. lega tilbúnir að taka við leiðbeining- um og jafnvel taka þátt í aUsherjar undirbúningi fyrir þá vá sem orðið getur. Það er ekki nema sjálfsagt að leggja umtalsvert fé til þessa undir- búnings og láta á það reyna hve langt íbúamir vilja ganga í þátttöku í við- líka undirbúningi. Ekkert nema skipulag og þekking hvers og eins á því sem honum ber að gera getur bjargað því sem bjargað verður ef og þegar vá ber að. - Þarna er þarft verkefni og óumdeilanlegt. um vert til að halda framleiöslunni gangandi? Virinuaflsins. Það er dýrt að stöðva framleiðslu verksmiðju í fullum gangi, ekki síst þegar slík verksmiðja eða fyrirtæki starfar allan sólarhringinn. - Hvaða mönnum með fullu viti dettur í hug að fjárfesta í verksmiðju fyrir tugmfiljónir doUara, ef ekki hundrað miUjóna, þar sem vinnuórói er shkur sem hér á landi? Liggur þetta ekki í augum uppi? Eggert skrífar: HM á íslandi er nú lokið og ef einhveijir hafa haldið að með keppnisdögunum lyki þessu end- anlega þá er það misskilningur. Við eigum nefirilega eftir að greiða tapið á leikunum. Fram- kvæmdasijóri keppninnar heldur þvi að vísu fram að við lands- menn höfum fengið ýmislegt í okkar hlut vegna þess eins að keppnin var haldin hér á landi. Það hefur þó enginn óskað eftir viðbótargreiðslum í formi skatt- lagningar eða ríkisútgjalda vegna HM á íslandi. Ég vona bara að aðstandendur keppninnar finni sjálfir úrlausnir ef tapið verður umtalsvert. Eyverji skrifar: Likamsárásir hafa verið nokk- uð tíðar hér í Eyjum að undan- fómu. Þær eru fólskulegri en þær sem við höfum átt að venjast og viðgengist hafa gegnum tíðina milli slagsmálahunda. Nú era það verulegar meiðingar og er áfengi eöa önnur vimuefrii undir- rótin að sagt er. En þessu gátum við búist við. Bæjarsálfræðingur- inn okkar var búinn að sjá þetta fyrir í vetur. Fólk ætti eftir að fá útrás fyrir kvíða og spennu und- angengins vetrar. Áfóll á loðnu- vertíð, fjárhagserfiöleikar, verk- fóll, kosningar og kvótakerfi, allt yki þetta á óstööugleikann. - Sál- fræðingnum hefur sannarlega ratast satt orð á munn. Auðvitaðsjúkra- H.jP.K. skrifar: Á ráðherra að sjá um rekstur sjúkrahúsanna? Hefur ekki verið ákveðið fjármagn á fjárlögum til aö reka þau? Auðvitaö era það stjórnir sjúkrahúsanna sem eru ábyrgar fýrir rekstrinum. Tíl hvers era þær annars? Að sækja fé í ríkissjóð gegnum ráðherra? Aldeilis ekki. Hjálmar hrrngdi: Nú eru hlutafélög hér sem óðast að hverfa frá alvöru einkavæð- ingu og gerast föl almenningi. Þannig eru nú eigendur eins stór- fyrirtækisins í höfuðborginni, hveijir á fætur öðrum, að selja sig frá þátttöku fyrir drjúgan skilding til þeirra sem eftir siija. Síðan er almenningi boðin þátt- taka þvi nú er tíminn fyrir hann aö fjárfesta! - En er nú hægt að ætlast til að almenningur kaupi hlutabréf sem Iofa ekki betra gengi en svo að fyrram sfjórnend- ur og eigendur telja sig hólpna aö losna við þau? HandboHiog ieíðaraskriff Gísli hringdi: Nú er handboltaleik á heims- vísu á íslandi lokið að sinni. Mik- ill er léttirinn fyrir suma að geta nú gengið aö daglegum fréttum í blöðum og fjósvakamiölum um líöandi stund, líkt og fyrir HM- mótið. í dagblöðum hafa birst einn eða fleíri leiðarar um hand- boltann, svo og í þeim fáu lands- málablöðum sem menn annars nenna að gefa út yfir sumartím- ann. Mér finnst satt að segja leiöaraskrif í dagblööum um handboíta vera fremur þunnur þrettándi fyrir slik „þjóðmála- frík“ sem við, íslenskir blaðales- endui', eram. - Blaöaleiöarar veröa aö vera bitastæðir. Björgunarlið á þéttbýlissvæðinu Hverjum dettur álver í hug?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.