Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 25 DV Utreikningar vaxtabóta Fréttir Útreikningar vaxtabóta í sinni einibldustu og líklega algengustu mynd gæti litið svona út: Hjón sem höfðu samtals þrjár milljónir i tekj- ur á árinu greiddu samkvæmt vaxtablaði kr. 320.000 í vaxtagjöld. Vaxtabætur reiknast þá þannig: Vaxtagjöld ársins 320.000. Frá dragast 6% af tekjum, 180.000. Vaxtabætur 140.000. Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna og verða því kr. 70.000 hjá hvoru. Vaxtagjöld, sem notuð eru til að reikna út vaxtabætur, geta aldrei orðið hærri en 7% af eftirstöðvum íbúðarskuldanna. Ef hjónin í dæm- inu hefðu skuldað kr. 4.000.000 í árs- lok hefðu vaxtabætur reiknast af 7% af þeirri fjárhæð eða kr. 28.000 í stað vaxtagjaldanna. Þá er einnig þak á vaxtagjöldum sem vaxtabætur reiknast af, þannig geta vaxtagjöld mest orðið kr. 411.209 hjá einhleypingi, kr. 539.830 hjá einstæðu foreldri og kr. 668.450 hjá hjónum. Hjá þeim sem hafa vaxtatekjur dragast þær frá vaxta- gjöldunum áður en vaxtabætur eru reiknaðar. Skerðing vegna eigna Þegar búið er að reikna vaxtabæt- ur samkvæmt tekjum og vaxtagjöld- um kemur til skerðingar vegna eigna af heildareign að frádregnum skuldum fer yflr tiltekin mörk. Hjá hjónum og sambúðarfólki byrja vaxtabætur að skerðast við nettó- eign kr. 5.127.077 og falla niður við kr. 8.203.323. Hjá einhleypingum og Þeir sem vilja frádrátt á móti dag- peningum þurfa að fylla út eyðu- blaðið Dagpeningar RSK 3.11 og skila með framtali sínu. Dagpeningar: Kostnaður dreginn frá Heimilt er að draga kostnað vegna ferðar sem farin er á vegum launagreiðanda frá dagpeningum. Fjárhæðin verður þó að vera innan þeirra marka sem fram koma í skattmati ríkisskattstjóra. Einnig verða að liggja fyrir gögn um tilefni ferðar, fjölda dvalardaga og fjárhæð dagpeninga. Þeir sem vilja frádrátt á móti dagpeningum þurfa að fylla út eyðublaðið Dagpeningar RSK-3.11 og skila með framtali sínu. Fullir almennir dagpeningar dragast frá vegna dvalar erlendis sé dvalist skemur en þrjár vikur á sama stað. Leyfilegur frádráttur breytist sé dvöl lengri en þrjár vik- ur en þá er heimilt að færa fulla dagpeninga til frádráttar fyrstu vik- una. Eftir það lækkar fjárhæðin og verður sú sama og dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlits- starfa. -em einstæðum foreldrum byrja vaxta- 3.092.937 og falla niður við 4.948.699. mest orðið kr. 14.903 hjá einhleyp- eldri og kr. 233.015 hjá hjónum og bætur að skeröast við nettóeign kr. Vaxtabætur í álagningu 1996 geta ingi, kr. 181.212 hjá einstæðu for- sambúðarfólki. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. februar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit afframtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.