Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 8
22 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 Skattar_________________________x>v Yfirsýn fjármála Fjármálahugbúnaður Heimilis- línu Búnaðarbankans, Hðmer, er ætlaður til þess að auðvelda við- skiptavinum áætlanagerð og yflrsýn fjármála. Hægt er að færa heimilis- bókhald og gera fjárhagsáætlanir langt fram i tímann. Einnig er hægt að reikna út greiðslubyrði mismun- Emandi lána og færa útreikning lána yfir i fjárhagsáætlunina. Að auki er hægt að reikna út ávöxtun mismun- andi sparireikninga og vinna fjár- hagsáætlun heima og koma með hana í bankann. Hægt er að fá út- fyllta fjárhagsáætlun í bankanum og opna í eigin tölvu. Notandinn þarf aðeins að skrá inn upphæðir og Hómer sér sjálfkrafa um útreikning- inn. Skuldir heimilanna fjórfaldast Miklar breytingar hafa orðið á fjármálum heimilanna á undanföm- um árum. Samkvæmt Ársskýslu Seðlabankans 1993 hafa umskipti odarðið á fjárhag margra heimila en þau má að einhverju leyti rekja til ákveðinna grundvallarbreytinga sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Þar má nefna verðtryggingu útlána, aukningu skulda, minnkandi kaup- mátt og versnandi atvinnuástand. Skuldir heimilanna hafa rúmlega fjórfaldast á rúmum áratug. Þær hafa aukist um 204 milljarða og voru orðnar um 267 milljarðar í lok ársins 1993. Það er um ein milljón króna á hvert mannsbam eða fjórar milljónir króna á fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali. Kaupmáttur minnkar Atvinnumöguleikar háfa minnk- að og atvinnuleysi aukist að sama skapi. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna var tæplega 20% lægri árið 1994 en árið 1987. Fyrir þá sem vilja koma betra lagi á fjármál heimilis- ins er gott að byrja á því að færa heimilisbókhald. Það veitir miklar upplýsingar um i hvað peningamir fara og veitir einnig gott aðhald. Markmið í fjármálum Mjög gagnlegt er að gera yfirlit um allar helstu skuldir og eignir fjölskyldunnar og skoða markmið hennar í fjármálum. Fyrir þá sem eiga erfitt með að ná endum saman er mjög gagnlegt að gera áætlun um tekjur heimilisins næstu tólf mán- uði. Fasta liði eins og lán, trygging- ar, síma- og rafmagnsreikninga er hægt að reikna út en hægt er að taka meðaltal af liðum sem sveifl- ast. Ekki má gleyma daglegum út- gjöldum. Hægt er að fá upplýsingar hjá Hagstofunni um meðalútgjöld sam- bærilegra fjölskyldna. Reiknað er með að útgjöld hjóna með tvö börn séu að meðaltali um 3,2 milljónir króna á ári eða um 266 þúsund kr. á Stuðst við fjármálahandbók Búnað- arbankans. mánuði. Ekki eru allir með svo háar ráðstöfunartekjur þannig að það fólk þarf að skera niður eyðslu sína. Reykingar og áfengi Reykingar og áfengi er eitt af því sem hægt er að skera niður ef fólk vill spara. Um 30,5% íslendinga á aldrinum 15-79 ára reykja daglega. Einn pakki af sígarettum kostar 267 krónur. Hjón sem bæði reykja pakka á dag eyða því 195.000 krón- um á ári í sígarettukaup. Þau þurfa að hafa 336.000 krónur í viðbótar- tekjur á ári til þess að greiöa fyrir sígaretturnar. Ef keypt er ein kippa af bjór á viku kostar það 52.000 krónur. Með- alverð léttvíns er 900 krónur og ein flaska á viku þýðir 47.000 krónur. Miðað við eina flösku af sterku víni á mánuði verða útgjöldin 26.000 krónur ef flaskan kostar í kringum 2.200 krónur. Samanlagt geta útgjöld vegna áfengiskaupa numið 125.000 krónum á ári. Hjón eða einstakling- ar þurfa að auka tekjur sínar um 215.000 krónur til að greiða fyrir áfengið. -em Vertu þinn eigin bankastjóri: Heimabankinn er þægilegri Það nýjasta í heimi bankanna er Heimabanki en þá sér fólk sjálft um að greiða sína reikninga í tölvu heimilisins. Þetta fyrirkomulag sparar tíma og fyrirhöfn auk þess sem það er þægilegt í notkun. Fyrir þá sem eiga tölvu og mótald er hæg- ur vandi að gerast sinn eigin banka- stjóri. Það er lítið sem fólk þarf að leggja á sig til þess að fá Heima- banka, Einkabanka eða Heimilis- banka en nöfnin eru misjöfn hjá bönkunum. Viðskiptavinir losna þá við þá fyrirhöfn að standa í biðröð í hverjum einasta mánuði til þess að borga reikningana. Búnaðarbank- inn, Sparisjóðimir, Landsbankinn og íslandsbanki bjóða allir við- skiptavinum sínum upp á þessa þjónustu. Eigið lykilorð I tölvu viðskiptavina bankanna er hægt að skoða stöðu á innláns- reikningum og fá yfirlit. Þar er einnig hægt að millifæra milli inn- lánsreikninga, greiða gíróseðla, greiða skuldabréf og víxla, reikna út greiðslubyrði lána. Að auki geta viðskiptavinir bankanna fengið upplýsingar um vísitölur og vexti. Öll kerfm veita aðgang að þjóðskrá og eru talin örugg fyrir hvers konar misnotkun. Hver notandi hefur sitt eigið lykilorð sem hann getur breytt að vild. Símakostnaður er ekki verulegur, kvöldtaxti fyrir einnar klukkustundar simtal er um það bil 26 krónur. í heimabanka sparisjóðanna er hægt að iesa fréttabréf og fá nýjustu fréttir úr sparisjóðnum og upplýs- ingar um sparisjóðina og þjónustu þeirra. Stofngjaldið í sparisjóðunum er 1000 krónur og árgjaldið er 950 krónur. Afsláttur af mótöldum Stofngjald í Heimabanka íslands- banka er 1.500 krónur og árgjaldið er 960 krónur. íslandsbanki hefur samið um afslátt af mótöldum. Eng- in gjöld eru tekin fyrir greiðslur, millifærslur og yfirlit í Heimabanka íslandsbanka. Fyrir viðskiptavini sem nota Heimabankann utan höf- uðborgarsvæðisins hefur verið sett upp grænt númer þannig að síma- kostnaður sé sá sami hvort sem Heimabankinn er notaður i Reykja- vík eða á Ákureyri. Prentað yfirlit Hægt er að prenta út úr Heima- bankanum yfirlit yfir framkvæmd- ar aðgerðir. Einnig geta notendur sent kvittun til móttakanda greiðslu eða á sjálfan sig. Einnig fylgir með Heimabankanum stimpill sem hægt er að nota til að stimpla gíróseðla sem greiddir hafa verið í Heima- bankanum. Til að setja upp Heima- banka íslandsbanka þarf Windows 3.1 á PC tölvu eða Windows 95. Macintosh útgáfa Heimabankans þarf System 7 eða nýrri útgáfu. Heimilisbanki Búnaðarbankans og Einkabanki Landsbankans hafa svipaða þjónustu og Heimabankar hinna bankanna. Stofngjaldið í Bún- aðarbankanum er 1950 krónur og árgjaldið er 1.200 krónur. Stofnun Einkabankans í Landsbankanum kostar 1900 krónur og árgjaldið er 950 krónur. -em Það er mjög auðvelt að gerast sinn eigin bankastjóri. Umtalsverð hækkun barnabótaauka Óskertur bamabótaauki hjóna er 93.164 krónur fyrir hvert bam en hjá einstæðum foreldrum 100.990 fyrir hvert bam. Bamabótaauki er tekju- og eignatengdur. Skerðing vegna tekna reiknast hjá hjónum og sambúðarfólki vegna tekna af samanlögðum tekjustofni umfram 1.141.042 og hjá einstæðum foreldmm af tekjustofni umfram 570.521. Bamabótaauki skerðist um 6% af tekjum umfram þessi mörk ef um eitt barn er að ræðá, 11% ef bömin eru þrjú eða fleiri. Dæmi um barnabótaauka Hjón með 3 böm og samanlagðan tekjustofn 2.500.000. Samanlagður tekjustofn 2.500.000 Skerðing v/tekna 1.141.042 - stofn til skerðingar 1.358.958 - skerðingarhlutfall 15% Skerðing vegna tekna 203.844 Óskertur bamabótaauki (3 x 93.164) 279.492 Skerðing vegna tekna 203.844 Bamabótaauki 75.648 Skerðing vegna eigna Þannig reiknaður bamabótaauki skerðist vegna eigna ef eignar- skattsstofn hjóna fer yfir 8.348.932 eða ef eignarskattstofh einstæðs for- eldris fer yfir kr. 6.262.219. Þá lækk- ar hann um 1,5% hjá hjónum og 3% hjá einstæðu foreldri af þeirri fjár- hæð sem umfram er. Reglum um útreikning barna- bótaauka hefur verið breytt þannig að skerðing vegna tekna er minni en áður var en óskertur bamabóta- auki er óbreyttur. Ef útreiknings- reglumar væru óbreyttar frá því í fyrra hefði útkoman i dæminu hér að ofan orðið kr. 36.843, sem þýðir að í þessu tilfelli hefur bamabóta- aukinn rúmlega tvöfaldast. Þá er ekki gert ráð fýrir að komi til skerð- ingar vegna eigna. Hækkunin frá því í fyrra verður því meiri sem bömin em fleiri. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.