Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 21 Skattar Raðgreiðslur Visa Sumir dreifa kreditkorta- reikningnum sínum yfir allt árið. Jólareikningar kreditkorthafa Visa og Eurocards, sem koma til greiðslu um mánaðamótin, eru 12% hærri en á sama tíma í fyrra. Út- tektirnar nema 6,5 milljörðum króna samanborið við 5,8 milljarða í fyrra. Greiðsludreifing bankanna „Þetta hjálpar fólki mikið þvi margir eru í vandræðum með sveifl- ur í greiðslum," segir segir Geir Þórðarsson, sérfræðingur í mark- aðsdeild íslandsbanka. Sumir halda 'að þeir missi tökin á eigin íjármálutn ef bankarnir taka við þeim. Aðrir vilja hafa reikninga hjá sér og raða þeim í forgangsröð. Geir segir að fólk sem raðar reikn- ingunum sinum eftir forgangsröð hafi ekki tök á fjármálum sínum. Hann segir miklu hetra að skipu- leggja fjármálin með þessum hætti og borga alltaf sömu upphæðina mánaðarlega. í íslandsbanka er ár- gjaldið 1.200 krónur og 120 krónur á mánuði, samtals 2.640. „Þegar fólk er komið í vandræði reýnum við að hjálpa því með því að skipuleggja fjármálin í heild,“ segir Geir. Toppunum dreift „Ágætt er að hafa á greiðsludreif- ingu húsnæðisreikninga, námslán og aðra reikninga sem ekki koma mánaðarlega því fólk passar sig ekki alltaf á að taka tillit til þeirra,“ segir segir Halldóra Traustadóttir, markaðsfulltrúi í Búnaðarbanka. Þegar fólk hefur skilað fóstum út- gjöldum sem það vill hafa í greiðslu- dreifingu, reiknar ráðgjafinn út hversu há upphæð er yfir árið og jafnar út greiðslunum. Hjá Búnað- arbankanum kostar 1.200 krónur að stofna greiðsludreifingu og 250 krónur á mánuði, samtals 4.200 krónur. Skuldavextir eru 9,6%. Lárus Sigurðsson, deildarstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur, segist gera greiðsluáætlun fyrir fólk. Viðskipta- vinurinn greiðir þá sömu upphæð- ina mánaðarlega til bankans og bankinn sér um að greiða útgjöldin á réttum tíma. „Sérstakur reikningur er stofnað- ur fyrir dreifinguna. Hann fer stundum í mínus þá mánuði þegar útgjöldin eru mikil. Þá greiðast yfir- dráttarvextir sem eru 13,95% í dag. Ef reikningurinn er í plús eru hærri vextir af innstæðunni eða sömu vextir og af óbundinni sparileið sem er núna 3,05%. Stofngjaldið er 1.000 krónur og síðan kostar 200 krónur á mánuði.,“ segir Lárus Sigurðsson. Edvard Ragnarsson, hjá markaðs- deild Landshankans segir jafnar greiðslur vera mjög vinsælar og við- skiptavinir Landsbankans séu hissa á því að eiga loksins afgang. „Bankinn tekur toppanna en það jafnast út á ársgrundvelli. Kostnað- urinn er 2.900 krónur á ári en einnig þarf að greiða fyrir færslu- gjöld.. Þetta er mjög viðtæk þjón- usta og er alltaf að vera vinsælli og vinsælli. Gluggapósturinn kemur þá til okkar,“ segir Edvard. Bæði greiðslukortafyrirtækin Visa og Eurocard bjóða viðskipta- vinum sínum að deúa greiðslum á kreditkortareikningunum niður á sex mánuði. Upphaflega var þetta hugsað til þess að bjarga fólki út úr greiðsluerfiðleikum. Þessi skipting er talin koma sér vel fyrir fólk eftir jól og sumarfrí þegar reikningarnir eru hvað stærstir. Samkvæmt upp- lýsingum frá Visa og Eurocard er mikið um að fólk noti sér þessa þjónustu bankanna. Fleiri skipta reikningunum sínum eftir að hægt var að dreifa greiðslum í sex mán- uði. Hjá Visa verður einn þriðji upp- og Euro hæðarinnar að greiðast út og hinum greiðslunum er dreift á fimm mán- uði. Hægt er að skipta greiðslum á kortinu tvisvar á ári. Þegar kortið skiptist í svona marga mánuði er viðkomandi alltaf búinn að eyða vissum hluta heimildarinnar í hverjum mánuði. Heimildin hækk- ar ekki þó búið sé að eyöa vissum hluta hennar. Hægt er að vera með mánaðargreiðslur á Visa og Eurocard allt árið. Hægt er að skipta greiðslum í allt að sex mánuði hjá Eurocard eins og hjá Visa. Þar verður korthafi að greiða einn sjötta af upphæðinni þegar greiðslunum er dreift. Ef reikningnum er skipt í sex hluta er hægt að skipta reikningnum tvisvar á ári. Kortið þarf að vera í skilum og aðalreglan er sú að aldrei eru tvær skiptingar í gangi í einu. Vext- ir eru 15,4% og 150 krónur er kostn- aður á hverja afborgun hjá Eurocard. Vextir eru 15,15% á ári hjá Visa. -em HÆRRI LAUN - með Frjálsa lífeyrissjóðnum eftir að þú hœttir að vinna Nú er einyrkjum heimilt að gjaldfœra framlag atvinnu- rekenda í Frjálsa Ufeyrissjóðnum DÆMI 1 HEILOAREIGIM MiQAÐ VIQ 15.000 KR.GREIOSLU Á MÁNUQI 40.000.000 35.000.000 30.000.000 25.000.000 20.000.000 15.000.000 10.000.000 5.000.000 0- jdi 11 1111 5 10 15 20 25 30 35 40 45 □ÆMI S HVERNIG ÁVAXTAST EIN MILLJÓM MEQ TÍMA 14.000.000 12.000.000 10.000.000 8.000.000 6.000.000 4.000.000 2.000.000 _ 1 1 1 ifllilt 5 10 15 20 25 30 35 40 45 Þvi jyrr sem þú byrjar að greiða iFrjálsa lífeyrissjóðinn því betra. Tíminn vinnur með þér og margfaldarframlag þitt. Frjálsi lífeyrissjóðuririn er hugsaður jyrirþá sem ekki eru skyldaðir til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði og þá sem gera kröfu um hœrri lífeyri en fœst úr almennum sjóðum. DÆMI 1 Þú borgar 15.000 kr. á mánuði í 35 ár. Þá átt þú 20,6 milljónir í lok timabilsins. Efgert er ráð jyrir útborgun á 15 árum gera það 172.104 kr. á mánuði miðað við 6,0% raunávöxtun. DÆMI a Þú greiðir 1 milljón í Frjálsa lífeyrissjóðinn núna. Þá áttþú 5 milljónir eftir tœp 28 ár en 13,7 milljónir eftir 45 ár miðað við 6,0% raunávöxtun. KOSTIR FRJÁLSA LÍPEVRISSJÓOSIMS * Sjóðurinn er þin eign. Þú rœður iðgjaldinu. * 90% af framlagi þínu er frádráttarbœrt frá skatti. Þú getur valið tiyggingar að vild. "■ 9% nafnávöxtun. ‘ Deildaskiptingframundan. * Lífeyrissjóðslán. .4 FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - ííi aðnjóia Ufsins LAUGAVEGI 170 • SfMI 56 19 700 FRJÁLSI LlFEYRISSJdÐURINN ER VIÐURKENNDUR LÍFEYRISSJÚÐUR f LJli.dIllllcl ( VÚRSLU FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.