Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 19 Skattar Leiðir til lækkunar skatta Húsnæðissparnaðar- reikningar Hægt er að lækka skatta með því að legga inn á húsnæðissparnaðar- reikninga hjá bönkum og sparisjóð- um. Um er að ræða ákveðna há- marks- og lágmarksfjárhæð. Tíu prósent af innleggi ársins 1995 koma til lækkunar skattsins. Árið 1996 er síðasta árið sem innlegg á húsnæð- issparnaðarreikninga skapa rétt til skattaafsláttar. Hlutabréfafrádráttur færður Færa má frádrátt vegna hluta- bréfakaupa milli ára ef keypt hefur verið meira en sem hægt er að nýta á kaupári. Fram til ársins 1994 átti þetta þó einungis við ef keypt voru ný hlutabréf við hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða við stofnun á nýju hlutafélagi. En frá og með árinu 1995 má færa öll umframkaup milli ára, hafi hlutafélagið fengið stað- festingu. Framtal hjóna Hjón fá sameiginlegt skattafram- tal en á giftingarári geta þau valiö hvort þau vilji telja fram saman eða sitt í hvoru lagi fram að giftingar- degi en sem hjón frá þeim degf til ársloka. Sambúðarfólk Fólk sem á sameiginlegt lögheim- ili og býr saman getur látið skatt- leggja sig sem hjón ef það á bam saman, konan er þunguð eða ef sam- búð hefur varað samfellt í eitt ár. Fái þau sitt hvort ffamtalið eru börn á heimili þeirra árituð á fram- tal konunnar, hvort sem hún er móðir þeirra eða ekki. Andlát maka Á andlátsári annars hjóna er heimilt að telja fram tekjur sínar og látins maka eins og um hjón sé að ræða allt árið. Persónuafsláttur hins látna reiknast í níu mánuði frá og með andlátsmánuði. Eftirlifandi maki getur einnig skilað sérframtali frá andlátsdegi maka til áramóta. Nauðsynlegt er þá að skila sameig- inlegu framtali fram að andlátsdegi. Eignir í árslok Skuldabréf og önnur verðbréf skal telja til eignar á nafnverði. Þar við bætast áfallnir vextir og verð- bætur á höfuðstól sem miðast við vísitölu í janúar. Séu verðbréf önn- ur en hlutabréf skráð á opinberu kaupþingi verða þau að teljast til eignar á kaupþingsverði síðasta kaupþingsdags fyrir lok reiknings- árs. Skuldir í árslok Kvittun fyrir síðustu afborgun á árinu þarf að liggja fyrir til þess að Breytingar og nýbygging: Sundurliðun nauðsynleg Þeir sem eru að byggja ný hús- næði, viðbyggingar eða lagfæra gömul, breyta og endurbæta fas- teignir verða að fylla út Hús- byggingarskýrslu til þess að láta fylgja með framtalinu. Nauðsyn- legt er að sundurliða kostnað á árinu og endurmeta kostnað fyrra árs. Á eyðublaðinu þarf að gera grein fyrir eigin vinnu, gjafavinnu og skiptivinnu. Eigin vinna er tilgreind á sérstökum stað ef hún er unnin utan vinnu- tíma. Einnig þarf að færa inn vinnu við húsbyggingu sem ekki telst til íbúðarhúsnæðis eins og sumarbústaði og fleira. Á bak- hlið húsbygginaskýrslunnar eru fjárhæðir sem hafðar eru til við- miðunar við mat á eigin vinnu. -em hægt sé að reikna út eftirstöðvar verðtryggðra skulda í árslok 1995. Eftirstöðvar með áfóllnum verðbót- um eru margfaldaðar með margfóld- unarstuðli sem gildir fyrir þann gjalddagamánuð. Ef aðeins koma fram eftirstöðvar án áfallinna verð- bóta eftir greiðslu er sú fjárhæð margfolduð með vísitölu fyrir janú- ar 1996 og deilt með vísitölu lán- tökumánaðarins. Lækkun skatta Hægt er að sækja um lækkun á tekjuskattsstofni og lækkun á eigna- skattsstofni. Hægt er að sækja um lækkun, til dæmis vegna veikinda, slyss, ellihrumleika og andláts maka. Fáist tekjuskattsstofn lækk- aður lækkar útsvarsstofn um sömu ijárhæð. Umsókn um lækkun skal skila á sérstöku eyðublaði. Þau er hægt að fá hjá skattstjórum og um- boðsmönnum þeirra úti á landi og einnig í bönkum og sparisjóðum á Reykjavíkursvæðinu. Einnig þarf að merkja við á bls. 1. á skattfram- talinu í reit 30 i 5. kafla. Eignatjón og tap á kröf- um Hafi maður orðið fyrir verulegu eignatjóni sem ekki hefur fengist bætt er hægt að sækja um lækkun. Einnig ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki tengjast atvinnurekstri hans. -em Skuldabréf og önnur verðbréf skal telja til eignar á nafnverði. Eigendur spariskírteina ríkissjóðs athugiðl Leggðu inn gamla spariskírteinið ...og fdðu margþœttan kaupbœti Fáðu þér spariskírteini ríkissjóðs með gullnum kaupbæti: r 5 » 1. Alltaf innleysanleg - enginn fastur gjalddagi. 2. Stöðug ávöxtun - 7,0% raunávöxtun sl. 5 ár. 3. Auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna. 4. Engin fyrirhöfn - ekkert umstang. 5. Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. 6. Sérfræðingar sjá um ávöxtun. 7. Eignarskattsfrjáls. 8. 100% ábyrgð ríkissjóðs. SJÓÐUR 5 HJÁ VÍB c. 10% A. Spariskirteini rikissjóðs + * B. Óverótryggð rikisverðbréf C. Húsbréf B. 25% A. 65% Sjóöur 5 hjó VIB FORYSTAI FJARM vLUM! VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi lslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.