Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 14
14 DV MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tvö slœm mál Á síðustu klukkustundunum áður en þingmenn fóru í sumarfrí samþykktu þeir tvö frumvörp að lögum. Hvorug lagasetningin verður landi og þjóð til hagsældar og hvorug er líkleg til að skapa aukna sátt í þjóðfélaginu - þvert á móti ganga lögin gegn jafnræðisreglum og skapa aukinn mismun milli atvinnugreina. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók því miður þá ákvörðim að leggja fram tillögu um að veita deCODE genetics, móðurfyrirtæki íslenskrar erfðagreining- ar, 20 milljarða ríkisábyrgð vegna láns til að fjármagna nýja starfsemi á sviði lyflaþróunar. Frumvarp sem heimilar rík- isstjóminni að veita þessa ábyrgð var samþykkt á þingi. Þar með hefur gamall draugur verið vakinn upp, eins og bent hefur verið á hér í leiðurum DV. Með ríkisábyrgð er verið að stíga mörg skref aftur til gamalla tíma þegar ríkið tók fullan þátt i atvinnurekstri. Ríkisábyrgð á skuldum einka- fyrirtækis er ekkert annað en óbein ríkisvæðing einka- rekstrar. Talsmenn þess að veita deCODE ríkisábyrgð rugla saman góðum vilja til að skapa hér svigrúm fyrir framsækin fyrir- tæki til að eflast og dafna og raunverulegu hlutverki ríkis- ins. Ríkið á ekki að hafa annað hlutverk en að skapa þann ramma og frjóa jarðveg sem nauðsynlegur er fyrirtækjum - ríkið á ekki með beinum né óbeinum hætti að taka á sig áhættu af rekstri einkafyrirtækja. Og forráðamenn einka- fyrirtækja geta ekki ætlast til annars. Ríkisábyrgð á skuldum eins fyrirtækis gengur gegn öfl- um hugmyndum marma um jafnræðisreglu borgaranna. Ný lög um veiðileyfagjald - auðlindaskatt - á sjávarútveg- inn eru sama marki brennd og ríkisábyrgð á lánum einka- fyrirtækis. Þar er byggt á sömu hugmyndafræði um óeðlileg afskipti ríkisins af atvinnulífinu og aukinn hlut í efnahags- lífinu. Lögin um veiðileyfagjaldið tryggja ríkinu stærri sneið af kökunni sem landsmenn allir taka þátt í að baka og stærsti hluti sneiðarinnar verður tekirm af landsbyggðinni. Og það er blekking að halda því fram að slíkt skapi aukna sátt í þjóðfélaginu. Þegar fram líða stundir munu dreifbýl- ingar vakna upp af vondum draumi. Þeir sem fagna veiði- leyfagjaldinu geta talið sjálfum sér trú um að upptaka „hóf- legs“ gjalds horfi til framfara, en þeir misskilja eðli aflrar skattheimtu. Þegar fram líða stundir verður hófsemdin græðginni að bráð. Fyrir stjórnmálamenn verður auðveld- ast að auka skattheimtu af þessu tagi frekar en hækka aðra skatta. Það er því sérkennilegt að forystumenn annarra atvinnu- greina skuli sumir hverjir fagna aukinni skattheimtu á at- vinnulífið. Framganga nokkurra talsmanna hagsmunaaðila í atvinnulífinu síðustu ár hefur vakið athygli. Þeir hafa ver- ið í hópi þeirra sem harðast hafa barist fyrir veiði- leyfagjaldi. Krafturinn sem farið hefur í baráttuna vekur at- hygli. Þegar þeir sem telja sig til varðmanna atvinnulífsins og einkaframtaksins halda því fram að aukin skattheimta á eina atvinnugrein stuðli að auknu jafnrétti veldur það áhyggjum. Forystumenn íslenskra útgerðarmanna hafa hins vegar ekki haldið skynsamlega á málum undanfarin ár í viðleitni sinni að koma í veg fyrir veiðileyfaskattinn en um leið að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þeir hafa gefið eft- ir á öllum sviðum. Afleiðingin er sú að fáar atvinnugreinar búa við meiri þvinganir og hömlur en sjávarútvegurinn. Þannig býr íslenskur sjávarútvegur við meiri dulda skatt- heimtu en aðrar atviimugreinar. Veiðileyfaskatturinn bæt- ist aðeins þar við en því hafa fæstir áhyggjur af nema þá út- gerðarmennirnir sjálfir. Óli Bjöm Kárason Rekum lögfræöinginn Mikael Torfason rithöfundur Lögfræðingurinn minn heitir Ragnar Að- alsteinsson og um dag- inn stóð hann fyrir rétti og sagði kvikmynd Hrannar Sveinsdóttur bijóta löghelgi einkalífs keppenda í Ungfrú ís- land punktur is. En hún tók sjálfa sig upp á vídeó meðan hún var að taka þátt í þessari keppni á sínum tíma og klippti saman í bíómynd með bróður sínum, Áma, sem er kvik- myndageiðarmaður eins og hún. Það sem mér þykir sorglegast er að lög- fræðingurinn okkar í Rithöfundasam- bandinu - sem ætti að vera þama til að verja okkur fyrir meðal annars svona árásum - skuli taka þátt í að fá lögbann á kvikmyndina. Endurminningar bannaðar Ef Ragnar Aðalsteinsson ætti að vera samkvæmur sjálfúm sér myndi hann fara í mál við mann sem skrif- aði endurminningar sínar og fram- kvæmdi með því það óréttlæti að níð- ast á einkalífi samferðamanna sinna. Því það er það sem rithöfúndar gera gjarnan og hann er lög- fræðingur þeirra. Ætli næsta mál hjá Ragnari, sem hefur virst vera ötuil baráttumaður þegar hann grípur eitthvað í sig, sé ekki að fá lögbann á end- urminningar rithöfundanna sem hann á að verja? Því hver er eiginlegur munur þess að festa minningar í orð eða mynd? Hvaö vakir fyrir Ragnari? Þetta mál í kringum kvik- myndina I skóm drekans er fyrir ofan minn skilning. Mér er þannig séð al- veg sama hvort Ungfrú ísland punkt- ur is hafi eitthvað að fela eða að stelp- umar sem tóku þátt í henni skammist sín svona mikið fyrir það. Slíkt skipt- ir mig engu máli. Það sem skiptir mig máli er að ég greiði félagsgjöld til Rit- höfundasambands íslands, meðal ann- ars vegna þess að ég vil njóta lög- fræðiaðstoðar, en ég vil ekki fá hana frá manni sem hefúr þá skoðun að banna eigi endurminningar. Hefði hann fengið aö ráða ... Þess vegna krefst ég þess að Ragn- „Það sem mér þykir sorglegast er að lögfræðingurinn okkar í Rithöfundasambandinu - sem œtti að vera þama til að verja okkurfyrir meðal annars svona árásum - skuli taka þátt í að fá lögbann á kvikmynd- ina. “ - Ragnar Aðalsteinsson hrl. Pólitískt gerræði Pólitískt gerræði í Ríkisútvarpinu, sem sagt er vera sameign allra lands- manna, á sér langa og leiðigjama sögu. Sennilega á gerræðið ríkastan þátt í hningnun þess á liðnum árum. Þegar horfið var að því ráði að láta dygga varðhunda stjómmálaflokk- anna hafa eftirlit með dagskrárliðum, var lagt inná óheiilabraut sem ekki sér fyrir endann á. Svo langt var gengið, að ritstjórar stjómarblaðanna gegndu formennsku í útvarpsráði áratugum saman, og þarf engan að undra hvaöa áhrif það hafði. Þá þótti sjálfsagt að banna þætti sem ekki féllu að stefnu ríkjandi stjómvalda, til dæmis fróðlega þætti sem þeir Magnús Torfi Ólafsson og Ólafur Ragnar Grímsson stóðu að. Jafnvel kom eittsinn til umræðu í ráðinu að láta Ólaf Jónsson ritstjóra hætta við bókmenntaþátt sinn, afþví hann hafði farið hörðum orðum um leikrit eftir Matthías Johannessen. Önnur ráð og virkari Ritstjórar sitja góðu heilli ekki lengur í ráðinu, enda hefur það látið Sigurður A. Magnússon rithöfundur Útvarpsráð fundar. - „Ritstjórar sitja góðu heilli ekki lengur í ráðinu, enda hefur það látið minna til sín taka en áður, þó enn velgi varðhundamir stólana. Gripið hefur verið til annarra og virkari ráða. “ minna til sín taka en áður, þó enn velgi varðhundam- ir stólana. Gripið hefur verið til annarra og virkari ráða. Nú koma ráðherram- ir sjálftr ásamt léttadrengj- um sínum beint að málum stofnunarinnar. Þannig sendi Davíð Oddsson þá- verandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni, bréf sem leiddi til þess að Arthúri Björgvini Bollasyni var bolað frá stofnuninni. Dav- íð skarst líka í leikinn þeg- ar fóstbróöir hans, Hrafn Gunnlaugs- son, hafði sannanlega brotið allar reglur með skefjalausum fjáraustri í eigin þágu. Þeir sem hafa óskerta sjón sjá í hendi sér að Ríkisútvarpið er með ráðningum yfirmanna hinna ýmsu deilda á góðri leið með að verða úti- bú Sjálfstæðisflokksins. Svo er þó lukkunni fyrir að þakka að margir þáttagerðarmenn í útvarpinu eru fyrsta flokks og verða ekki hraktir burt vegna almennra vinsælda sem skósveinar flokksins fá ekki rönd við reist. En má ekki með góðum rökum kalla sjónvarpið (að fréttastofunni frátalinni) Bláskjá einsog Össur Skarphéðisson hefur gert? Sá lúmski grunur læðist óneitan- lega að manni að meðferðin á Ríkis- útvarpinu sé útreiknað plott til að koma því í hendur einkaaðila fyrir spottprís. Áætlanir um að gera það að hlutafélagi kynnu að vera fyrsta skref í þá átt, og þá má þjóðin biðja hamingjuna að hjálpa sér! Hræða ekki sporin? Hvað um ömurlegan famað Pósts & síma? Og hvemig Spurt og svarað Hvað stendur upp úr efitir þingveturinn? hafa einkastöðvamar plum- að sig á fjölmiðlamarkaðn- um? Vægast sagt hörmu- lega. Yfirklór óknyttapeyja Siguður G. Tómasson, einhver vinsælasti útvarps- maður landsins, hefúr ný- lega upplýst hvemig hann var hrakinn frá Ríkisút- varpinu. Einsog vant er þeg- ar framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, Kjartan Gunnarsson, kemur fram í fjölmiðlum, verður boðskapurinn með einhverjum ankannalegum hætti gráthlægilegur. Tilraun hans til að hvítþvo flokkinn af pólitísku gerræði orkar á mann einsog yfir- klór óknyttapeyja. Hann þykist ekki kannast við að Sjálfstæðisflokkurinn þoli ekki umbúðalausar skoðanir, ef þær ganga í berhögg við afturhald og sérdrægni. Ótalin dæmi sanna að svo sé, ef menn nenntu að rifja upp það sem á undan er gengið. Að fyrirmynd flokkanna sem stjórnuðu Austur-Evrópu framtil 1989, er aðferð Sjálfstæðisflokksins ofureinfaldlega sú að koma sínum mönnum fyrir hvarvetna í stjóm- kerfi og menningarstofnunum með þeim einbeitta ásetningi að móta samfélagið í mynd óprúttinnar sér- hyggju og mannskemmandi sam- keppni, þarsem þeir ríku verða rík- ari og þeir snauðu snauðari, en það sem sameina kynni alla þjóðina, einsog Ríkisútvarpiö gæti og ætti að gera, er gert tortryggilegt og helst látið éta það sem úti frýs. Sigurður A. Magnússon ar Aðalsteinsson verði rekinn. Við verðum að reka hann. Við getum ekki haft svona lögfræðing. Ef hann fengi að ráða hefði síðasta jólabóka- flóð verið einkennilegt. Báðar bæk- umar sem fengu Bókmenntaverð- laun íslands hefðu líklega ekki feng- ið að vera í pökkunum í fýrra. Maður getur ekki séð að Ragnar Aðalsteinsson hefði leyft Hallgrími Helgasyni að nota HaÚdór Laxness sem fýrirmynd að Höfundi íslands og Sigríði Dúnu að skrifa ævisögu Bjargar. Þar er gengið nærri einka- lífi Bjargar, að henni látinni meira að segja, og samferðafólk hennar nýtur ekki einu sinni nafnleyndar. Og ætli Laxness hefði fengið að skrifa Heimsljós í friði fyrir Ragn- ari? Það sér hver heilvita maður að svona mann verður að stöðva og það er til skammar að stjóm Rithöfunda- sambandsins sé ekki þegar búin að því. Við eigum að vemda okkur fyr- ir svona mönnum og bjóðast til að hjálpa aðstandendum heimildar- myndarinnar í skóm drekans. Rekið manninn, dakk fyrir. Mikael Torfason Ummæli Hinn þrífætti stóll „í huga okkar bemm við mynd af okkur sjálfum. Þá mynd köllum við sjálfsmynd. Til að geta verið í ham- ingjusömu sambandi við ástvin sinn er mikilvægt að hafa sterka sjálfs- mynd og góða sjálfsvirðingu. Oft er sagt að gott samband grundvallist á hinum þrífætta stól. Fætur stólsins standa fyrir ást, traust og virðingu. Ef einn fóturinn brotnar getur stóll- inn ekki lengur staðið uppréttur. Þannig getur ekkert samband blómstrað ef ekki em til staðar þessir þrír grundvallarþættir. Sú virðing sem aðrir sýna okkur skap- ast að miklu leyti af þeirri virðingu sem við berum fyrir sjálfum okkur og sjálfsmynd okkar. Sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér hlýtur sjaldnast virðingu annarra." Sigríöur Hulda í grein á Femin.is Rykið dustað af átakastílnum „Sameiginlegt ávarp verkalýðs- hreyfmgarinnar virt- ist þannig eiga lítið skylt við þann ábyrga málflutning sem verkalýðshreyf- ingin hefur viðhaft á undanfomum árum. Einhverjum virðist því enn flnnast 1. mai gefa tilefni til að dusta rykið af gömlum átakastil. Innstæðulítil og gamaldags gífuryrði um örbirgð og neyð eru hins vegar ekki viðeig- andi lýsing á því þjóðfélagi sem við búum í þar sem kjörin em betri en nokkm sinni fyrr, kaupmáttur i sögulegu hámarki og fuÚ atvinna ríkjandi." Hannes G. Sigurösson á vef Samtaka atvinnulífsins Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar: Pirringur milli stjómarflokka „Þetta var þriðji veturinn minn á þingi og sá fyrsti þar sem ég skynjaði pirring milli stjómarflokkanna. Ýmis stórmál urðu til að skapa þennan núning, svo sem spillingin í sam- bandi við Þjóðmenningarhúsið, mislukkuð einkavæðing Simans og Þjóðhagsstofnun. Sam- þykkt virkjunarleyfis fyrir austan er stórmál og sömuleiðis ný byggðaáætlun. Og sömuleiðis var samþykkt ríkisábyrgð til handa deCODE, það er í mínum huga byggðamál; enda getur lyfjaþró- unarfyrirtæki á vegum fyrirtækisins vissulega orðið til að styrkja byggð á íslandi i samkeppn- inni viö útlönd." Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokks: Þörf á að endur- skoða vinnulag „Þetta hefur verið stutt þing, þar sem mörg stór mál hafa ver- ið tekin til umfjöllunar og af- greiðslu. Einnig eru mér ofarlega í huga langar og síendurteknar ræður sumra þingmanna stjómarandstöðu, sem eiga i raun litið skylt við málefnalega umræðu. Þetta hefur verið málþóf. Því er tímabært að þingið taki nú vinnulag sitt til endurskoðunar, bæði hvað varðar ræðutíma en einnig hvað varðar þann tímafrest sem ríkisstjómin hefur til að leggja fram mál. Vinnulagið á þinginu get- ur verið skilvirkara án þess að það komi að neinu leyti niður á lýðræði.“ Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstœðisflokks: Farsœlir stjómendur „Mér finnst nærtækt að neftia þau mál sem ég hef kom- ið að sem formaður landbúnað- amefndar Alþingis. Þar má meðal annars nefna grænmetismál og frestun á gæðastýringu í sauð- fjárrækt. Þá hefur einnig verið ákveðið að taka samninginn við sauðfjárbændur upp, sem skipt- ir miklu máli fyrir afkomu þeirra. Annað sem mér finnst rétt að nefna er sú ánægjulega stað- reynd að í efhahagslífmu hefur okkur tekist að halda okkur innan rauðu strikanna, meðal ann- ars fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins sem hefur lagt sitt af mörkum. Sú staðreynd segir okkur að far- sælir menn stýra landsmálunum.“ Sverrir Hermannsson, þingmaður Frjáislynda flokksins: Æðibunugangur og vœngjábusl „Upp úr stendur hin fráleita tillögugerð um áhyrgð íslenska ríkisins til handa gjaldþrota fyrirtæki, deCODE. Auðvitað er sama uppi á teningnum varðandi stjóm fiskveiða og þá land- eyðingarstefnu sem hún hefur í för með sér. Og gripdeildir auðmanna þjóðfélagsins í skjóli ráö- stjómar. Þessi æðibunugangur og vængjabusl varðandi álver á Reyðarfirði sem rann út í sand- inn. Þar á að reyna að halda áfram sýndar- mennskunni fram að næstu kosningum því Halldór og Valgerður ætla bæði áfram væntan- lega að vera í framboði fyrir austan. Álversbusl er tilgangur þeirra með öllu spilverkinu." ||| Alþingl var frestað á föstudag eftlr stífa lokatörn. Fjölmörg mál voru samþykkt eða tekin til umQöllunar á þingi í vetur, en hvað finnst þingmönnum standa upp úr? Skoðun Slettirekur í kosningaslag Mesta óðagot atvinnulífs- ins er þegar alþingismenn þurfa að haska af lagabálk- um í fljótræði vegna þess að þeir þurfa að taka sér frí úr vinnunni til að sinna öðrum málefnum en lög- gjafarstarfi. Þegar líður að lokum starfstímans og fríin nálgast æsist leikurinn í málstofunni og mikill tími fer í að þvarga um hvort verið sé að beita málþófi eða sinna nauðsynlegum þingstörfum. En það kvað gera litið til þótt nokkrir tugir mála séu afgreiddir í tímaþröng og ofboði því sagt er að búið sé að vinna svo vel að þeim áður í nefndum og i sam- ráði við hagsmunahópa. Þegar þingfundum var frestað fyr- ir eöa um helgina var ástæðan sögð sú að sveitarstjómarkosningar væru að nálgast. En hvað þingmenn þurfa að vasast í kosningahasar sveitar- stjómarmanna er leikmönnum úti í bæ hulin ráðgáta. Það sýnir ekki mikið traust á frambjóðendum til bæjarstjóma og borgarstjórnar að láta þá ekki eina um að kljást hver við annan til þess aö ná sæti í hreppsnefndinni, án utanaðkomandi afskipta þingmanna. Fráleitt er að afgreiða vandmeð- farin þingmál og umdeild í einum spreng á næturfundum vegna þess eins að eftir tæpan mánuð á að ganga til kosninga sem þingmenn ættu að hafa sem minnst afskipti af. Þeirra vettvangur er allt annar og þeir eru ekki kosnir til að sletta sér fram í málefni sem öðmm er ætlað að leysa. Himnalag Það er ekki nýtt að agnúast sé út í þingmenn fyrir seinagang og slugs yfir þingtímann og síðan hraðferð í síðari umræðum og afgreiðslu á endaspretti þegar allt er komið í blóðspreng. Það undarlega er að þaö eru aldrei aðrir en stjómarandstað- an sem finna að svona vinnubrögð- um og skiptir þá ekki máli hver hún er hverju sinni. En á milli segja allir þingmenn að þeir vinni afskaplega vel og samviskusamlega og að allt þinghaldið sé í himnalagi, enda í höndum hinna fæmstu manna og kvenna. Allt er þetta gott og blessað og sannleikanum samkvæmt og efast enginn um að kjömir full- trúar á löggjafarsamkund- unni geri sitt besta til heilla landi og lýð. Gallinn er að- eins sá að það sem sumir kalla þjóðþrifaverk telja aðrir að séu afrek þjóðníð- inga, svo sem virkjanir og rikisábyrgðir og fleira og fleira. Enda er nokk sama hvort þrasað er um málefn- in lengur eða skemur; það breytir litlu um útkomuna. Stjómarfrumvörp em sam- þykkt og þingmannafrum- vörp felld en einstaka þingsályktun- artillögur ná fram að ganga og eru þar með orðin marklaus plögg. í rauninni skiptir litlu máli hvort frumvörp verða að lögum í einni kippu fyrir frídaga þingmanna eða hvort endanleg afgreiðsla þeirra dreifist yfir lengri tíma. Stjómarráð- ið ræður hvort sem er hvaöa frum- vörp verða að lögum og hvaða mál- efni lenda í glatkistunni, um skeið að minnsta kosti. Fánýt rök Hitt er erfiðara að skilja hvers vegna sveitarstjómarkosningar eftir nokkrar vikur koma í veg fyrir að hægt sé að sinna störfum á Alþingi á eðlilegan og yfirvegaðan hátt. Yfir- leitt em það sömu stjómmálaflokk- amir sem bjóða fram í sveitarstjóm- ir og standa að framboðum tÚ Al- þingis. Þó er allur gangur á því og áherslur misjafnar eins og raun ber vitni. Erfitt er að koma auga á afsökun þingmanna fyrir því að taka sér frí úr vinnunni þótt einhveijir samflokks- manna séu að vasast í kosningum. Þeir sem á annað borð þurfa að taka þátt í kosningabaráttunni hætta á þingi og jafnvel í ríkisstjórn á meðan á slagnum stendur, eins og Björn Bjarnason gerir. Hann er eini kjörni þingmaðurinn sem hefur gilda afsök- un til að taka sér leyfi frá þingstörf- um vegna komandi kosninga. Þingmenn hafa leyfi til að ákveða vinnutíma sinn sjálfir og enginn bannar þeim að taka sér löng og góð frí þegar þeim hentar. En fánýt rök era fyrir því að leggja niður þingstörf i margar vikur vegna þess að kjósa á í hreppsnefndir í mánaðarlok. Svo má líka telja vafasamt að þeir sem heyja kosningaslag i sínum sveit- arstjórnum kæri sig yfirleitt nokkuð um að alþingismenn séu eins og hverjar aðrar slettirekur í herbúðum þeirra. Þeirra vegna era þingmenn best komnir við störf sín á Alþingi. Enda era þeir kosnir til þess en ekki til að skipta sér af kosningabaráttu sem þeim kemur ekkert við. Þingmenn hafa leyfi til að ákveða vinnutíma sinn sjálfir og enginn bannar þeim að taka sér löng og góð frí þegar þeim hentar. Fánýt rök em þó fyrir því að leggja niður þingstörf í margar vikur vegna þess að l kjósa á í hreppsnefndir í mánaðarlok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.