Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 23
35 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 DV Tilvera Myndgátan Krossgáta Lárétt: 1 lof, 4 hræðslu, 7 mas, 8 dreitill, 10 grind, 12 umboðssvæði, 13 kjáni, 14 peninga, 15 deila, 16 veiðidýr, 18 áforma, 21 steli, 22 stingur, 23 fengur. Lóðrétt: 1 dauði, 2 þrá, 3 samveruslit, 4 vögguljóð, 5 óvissa, 6 hrygning, 9 styrkir, 11 hyski, 16 bónda, 17 geislabaug, 19 gangur, 20 flýtir. Lausn neðst á síðunni. Hvltur á leik! Hann getur verið fastur fyrir, hann Karpov, og erfitt aö sækja að honum. Hér fórnar Shirov manni en hefur misst af einhverju í út- reikningunum og Karpov vinnur. En hér hefði Shirov liklega getað unniö með 25. Bxh6!, sem er mun betri kostur en sá sem hann valdi. Umsjón: Sævar Bjarnason En það er vandi að tefla vel. Skákin er harður skóli og ekki nóg að vera með unna stöðu - það verður að vinna líka! Hvítt: Alexei Shirov (2704) Svart: Anatoly Karpov (2690) Rússnesk vörn. Euro-símamótið Prag (4.3), 02.05. 2002 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 Rc6 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Bf5 11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. Hel dxc4 14. Bxc4 Bd6 15. Ha2 Dd7 16. Rg5 Ra5 17. Bd3 b5 18. Df3 Bg6 19. Hae2 Rc4 20. a4 a6 21. h4 h6 22. Re4 Hae8 23. h5 Bh7 24. axb5 axb5 (Stöðumyndin) 25. RfB+ gxf6 26. Bxh6 Hxe2 27. Hxe2 Bxd3 28. Dxd3 He8 29. g3 Hxe2 30. Dxe2 De6 31. Df3 Kh7 32. Bf4 f5 33. Bxd6 Rxd6 34. Ddl De4 35. Dd2 f4 36. gxf4 Rf5 37. Da2 Kg7 38. Da6 Rh4 39. Kfl Dd3+ 40. Kgl Df3. 0-1. Á undanfornum árum hefur ung- um spilurum hérlendis fækkað og hafa menn eðlilega af þvl miklar áhyggjur. Sama þróun hefur átt sér stað'Víða erlendis og eru menn ekki á eitt sáttir um ástæður þessa. Ung- lingastarf í bridge var lengi mjög öfl- ugt í Danmörku en þeir hafa ekki far- ið varhluta af þessari þróun. Þó sjá þeir nokkurt ljós 1 myrkrinu þvi á 4 ÁG6 %>83 ♦ 109 * DG8753 NORÐUR AUSTUR SUÐUR VESTUR 1V pass 14 24 2+ 34 3+ 4* 4 4 p/h Anne Mette og Kristian sátu í NS og enduðu í fjórum spöðum. Flest pörin enduðu i fjórum hjörtum (sem fór a.m.k. einn niður) eöa fimm tíglum sem tssmsmm Umsjón: ísak Öm Sigurðsson dögunum var haldið bridgemót í Dan- mörku fyrir 18 ára og yngri. Dönum tókst að skrapa saman í 26 para tvi- menning og þótti gott. Sigurvegarar voru Anne Mette Shaltz og Kristian Bröndum. Anne Metta er dóttir landsliðshjónanna Dorthe og Peter Shaltz. Skoðum hér eitt spil þar sem Anne og Kristian fengu hreinan topp. Norður gjafari og NS á hættu: stóðu en þau voru eina parið sem end- aði í 4 spöðum. Útspil vesturs var hjarta sem Kristian drap á ás í blind- um. Kristian réöst strax á trompiö og spilaði spaðadrottningunni úr blindum. Vestur fékk slaginn á ásinn og spilaði áfram hjarta á kóng blinds og laufi hent heima. Spaðaníuna drap austur á kónginn og spilaði hjartadrottningu. Sagnhafi trompaði á spaða- fimmuna og fékk að eiga þann slag. Nú var eitt tromp eftir á öllum höndum en Kristian þurfti að trompa eitt lauf i blindum til þess aö eiga möguleika. Síðan kom tíg- ull á kóng og spaðatíunni spilað. Vestur var inni á gosann en fleiri urðu slagir varnarinnar ekki. Talan fyrir 4 spaða var 620, sem var betri en fékkst fýrir að spila fimm tigla (600). tsb oz ‘ji; 61 ‘ai? l\ ‘enq 91 ‘qjqs n ‘JIIJ3 6 ‘;o3 9 ‘iJ9 S ‘eiæSeujeq ; ‘jnomqiiis g ‘qso z ‘faq I :;;ajooq 'IUe 8Z ‘Jnie ZZ ‘lldnj iz ‘epæ 81 ‘0?Jq 91 ‘2§e si ‘ejne ji ‘uou g; ‘uai zi ‘isu 01 ‘iqai 8 ‘jejqs l ‘g/aq p ‘sojq ; :wajeq Sigggrónar hendur og sig- ur heimsins Vestfirðingar eiga sóma skil- inn fyrir þá myndarlegu sýn- ingu Perlan Vestfirðir sem hald- in var í skrauthýsinu á Öskju- hlíð um helgina. Atorkufólk sem byggir annnes og ystu byggðir landsins fæst greinilega við býsna margt og vitnisburð um það mátti á sýningunni góöu sjá. Bókaútgáfa, sjávarrétta- framleiðsla, handverk og ferða- þjónusta voru meðal þess sem kynnt var - og er þá fátt eitt talið. Fyrir svo utan Vestfirð- inga sem komnir voru í bæinn; vinnulúnar húsmæður og dugn- aðarlega karla með stórar sigggrónar vinnulegar hendur. Þessu fólki er ekki fisjað saman. En þótt Perlan Vestfirðir hafi sýnt okkur að vestra er ekki sú ördeyða sem við stundum stönd- um í þeirri meiningunni að sé er grundvallarspurningum ósvarað. Ætla stjórnvöld að búa þessum landsfjórðungi sem og öðum útkjálkum landsins þau skilyrði að fýsilegt verði þar að búa og byggja. Stjórnvaldsað- gerðir geta ýmsu breytt í þessu sambandi. önnur mikilvæg spurning er svo sú hvort búseta í fámennum byggðum við ysta haf sé valkost- ur sem freistar ungs fólks. Verða möguleikarnir - eðlis landshátta vegna - ekki alltaf svo fábreyttir að æskufólk sem er stútfullt af metnaði, hæfileik- um og atgervi hljóti að leita annað. Jafnvel leggja heiminn að fótum sér; því eins og Vest- firðingurinn Jón úr Vör sagði í ljóði sínu: Það sigrar enginn sinn fæðingarhrepp. Sandkorn Umsjón: Höröur Kristjánsson . Netfang: sandkorn@dv.is Helgi Pétursson, varaborg arfulltrúi í Reykjavík, er af baki dottinn. Það gerðist þegar hann varð fyrir því óláni að detta af baki þegar hann var í árlegum reiðtúr borgar- stjórnar Reykja- víkur á vegum Fáks í kringum Rauðavatn sl. þriðjudagskvöld. Farið var með hann á sjúkrahús til athugunar og reyndist hann ómeiddur. Helgi segir að hann hafi misst hestinn skyndi- lega á of mikinn hraöa og ekki tekist að halda í við hann með þessum af- leiðingum. „Ég er ails ekki vanur reiðmaður þannig að kannski hefur vankunnátta átt einhvern þátt í þessu. Það var einn f viðbót sem datt og marðist á hendi. En það er allt í lagi með alla og ég er við góða heilsu.“ Annar lítt vanur hestamað- ur spyr Sandkom af þessu tilefni hvort Helgi hafi ekki bara gleymt að huga að bremsubúnaði áður en lagt var af stað... Bullandi ágreiningur kom upp á yfirborðið í gær innan Framsókn- arflokksins vegna frumvarpsins um ríkisábyrgðina til handa deCODE. Sameiginlegur fundur stjórna Framsóknarfélag- anna og kjördæm- issambanda fram- sóknarmanna í Reykjavík hafði þá lýst yfir megnri andstöðu við fyrirhugaða ríkisábyrgð. Velta ýmsir fyrir sér framhaldi málsins í ljósi stöðu for- manns flokksins, Halldórs Ás- grimssonar, sem margsagður er vera á leiðinni að flytja sig um set í annað tveggja Reykjavíkurkjör- dæmanna. Reyndar þykir enn merkilegra að meirihluti þing- manna hygðist styðja ríkisábyrgð- ina þótt meirihluti þingmanna tali þannig manna á milli að þeir séu í raun ails ekki fylgjandi málinu. Virðist því sem vUji Daviðs Odds- sonar sé vilja flestra þingmanna yf- irsterkari. Framsóknarþingmenn sýnast þannig algjörlega hafa týnt áttum ef marka má viðbrögð Fram- sóknarfélaganna ... Þrátt fyrir ævintýralegan sigur íslendingaliðsins Stoke City á Cardiff City í undanúrslitum úrslitakeppni ensku 2. deildarinnar er staða Guð- jóns Þórðarsonar I þjáifara síður en svo örugg. Stoke City komst að vísu ; í úrslit þar sem það ; mætir öðru íslend- ingaliði, Brentford, á Þúsaldarleik- vanginum í Cardiff 11. maí næstkom- andi. Þykir þetta því ekki hvað síst góður sigur fyrir Guðjón. Frá kaupum íslensku fjárfestanna á félaginu 1999 hefur Stoke City aldrei verið nær því að tryggja sér sæti í ensku 1. deild- inni. Hins vegar gengu væntingar um skjótan frama liðsins undir stjórn Guðjóns ekki eftir. Sagt er að sumir íjárfestar séu orðnir svo pirraðir á málinu að jafnvel þótt Guðjóni takist hið ómögulega, þá eigi hann mjög undir högg að sækja varðandi áfram- haldandi stöðu... í blaðinu Fréttum í vest mannaeyjum má sjá að þar í bæ hafa menn verulegar áhyggjur af komandi sveitarstjórnarkosningum. Ekki er það vegna stöðu sveitarfélags eða erf- iðleika í sam- skiptum manna með ólíkar póli- tískar skoðan- ir. Það sem þykir slæmt á þeim bæ er að alvarlegur skortur virðist vera á deilumálum. Virðast menn hafa reynt að leita með logandi ljósi af mögulegum deilumálum miili flokk- anna í bænum en án árangurs. Þá þykir það einkenna þessa sérkenni- legu stöðu að enginn hafi séð sig knú- inn til að skrifa um bæjarpólitíkina í blaðið Fréttir á þessu ári, nema helst um samgöngumálin - sem allir virð- ast hins vegar sammála um ... Myndasögur & t Fyrirgefðu, héma er bara hasgt að leggja inn - þú verður að rara í út- tektargluggann. Framogtilbaka |til Hrossnoskj iMongólíu, I takk. " betta er svolítlð óvenjulegt en við ráðum við þaðU Gerum við tennis- spaða j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.