Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 6. MAl 2002 DV Menning Að lifa eða ekki lifa Aðeins átta ár eru síðan Sumargestir eftir Gorkí voru síðast leiknir í Nemendaleikhúsinu í eftirminnilegri uppsetningu Kjartans Ragnars- sonar. En Guðjón Pedersen, leikstjóri nýrrar uppsetningar Nemendaleikhússins, segir að þetta sé gott verk fyrir upprennandi listamenn af því hvað það spyr ágengra spuminga. Orðræða leiksins ber svip af stað og stund þegar það var samið, en spumingar um tilgang lifs og listar falla ekki úr gildi. n IIIIIIMWHIill i' >i" Sennilega skiptir heldur engu máli hversu oft maður sér þetta leikrit. Það er svo heppið að vera nokkum veginn laust við söguþráð, en býður upp á endalausa möguleika í persónusköpun, sem ekki vom síður nýttir nú en fyrr, og textinn er til að smjatta á. Þar eru dásamlegar setningar - til dæmis að sönn ást sé eins og sólin á himn- um, enginn viti hvað heldur henni uppi - og dónaskapur eins og þegar talað er um Maríu Lvovnu lækni sem „dömu á seinna vormisseri"! Við erum í sumarbústaðalandi þar sem öllum leiðist og allir þrá að vera annars staðar. Á Nýja sviði Borgarleikhússins er breiddin notuð og mikil ferð á fólki fram og til baka og út af þvi á báðum endum. Gretar Reynisson sýnir miskunn- arlaust hvað þetta fólk fer illa með umhverfi sitt, hendir úrgangi hiröuleysislega rétt út fyrir stétt- ina. Hins vegar er það sjálft vel til haft, og bún- ingar vom glæsilegir og stílhreinir eins og vera ber. Þetta rímaði hvort tveggja vel við yfírbragð sýningarinnar sem var kalt og laust við þá fortíð- arþrá sem einkennir venjulega „búningaleikrit". Útskriftamemamir em ijónheppnir með gesta- leikara sína fjóra. Ólafur Darri Ólafsson var sterkur í hlutverki Sergeis Basofs málafærslu- manns, bæði sem auðmjúkur ástarþræll og karl- rembusvin. Segulstálið á sumargestina, Sjalímof rithöfund, leikur Ellert A. Ingimundarson frá- bærlega; þvílíkt skriðdýr sem opinberaði sig undir elegant yfirborðinu! Sigurður Karlsson gaf ríka frændanum Dvoétotsje einstaklega persónu- legan og eftirminnilegan svip, og Bjöm Ingi Hilmarsson var aumingjalegur Súslov verkfræð- ingur. Þau þrá öðruvísi líf Brynja V. Gísladóttir sem María Lvovna og Gísli Pétur Hinríksson sem Dúdakof. Unn'ur Ösp Stefánsdóttir er myndarleg í hlut- verki Varvöm, hinnar óhamingjusömu og ósnertanlegu konu Sergeis Basofs, en hún var of stíf á frumsýningu til að ná utan um þessa marg- slungnu persónu. Bróður Varvöm, Vlas, trúðinn meðal sumargestanna, lék Ólafúr Egill Egilsson og var líka nokkuð takmarkaður, náði þó að sýna mun á ytri persónu og innri manni, einkum í samskiptum við Maríu Lvovnu lækni sem Brynja Valdís Gísladóttir lék af öryggi. Systur Sergeis, skáldkonuna Kaleríu, lék Vig- dís Hrefna Pálsdóttir af innileik og mýkt og varð marktækt mótvægi við Sjalímof Ellerts. Tinna Hrafhsdóttir var fögur, freistandi og glötuð í hlutverki Júlíu, konu Súslovs. Tragíkómísku hjónin Kíríl Dúdakof og Olgu konu hans léku Gísli Pétur Hinriksson og Ambjörg Hlíf Valsdótt- ir af dásamlega tvíræðri innlifun. Loks lék ívar Öm Sverrisson lítið hlutverk Zamislofs ftúltrúa og elskhugá Júlíu svo eftir var tekið. Þetta er glimrandi skemmtileg sýning og væn- legur hópur sem fer nú úr skjóh skólans út í veruleika íslensks leikhúss, fólk sem hefur sýnt að það getur gleymt sér í öðrum veruleika, er óhrætt við svið og áhorfendur. Þeim er óskað góös gengis á komandi árum. Sifja Aðalsteinsdóttlr Nemendaleikhús Listaháskóla íslands sýnlr í Borgar- leikhúsinu: Sumargestir. Höfundur: Maxím Gorkí. Byggt á leikgerð eftir Botho Strauss og Peter Stein. Þýðing: Árni Bergmann. HIJ6Ö: Jakob Tryggvason. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Lelkstjórn: Guöjón Pedersen. Gagnrýnin frjáls Það er leitt - að ekki sé sagt átakan- legt - hvað alvörudagblöð heimsins ganga illa um þessar mundir. í stað blaða með unnar greinar sem hægt er að leita í aftur og aftur, ítarlegar og fróðlegar fréttaskýringar sem em svo nauðsynleg viðbót við sibyiju ljósvaka- fréttanna, gagnrýni um menningarvið- burði og efhismikil viðtöl koma nú víða um heim blöð kennd við neðan- jarðarlestir sem dreift er ókeypis eins og hagkaupsbæklingum og sem birta fréttir og skoðanir í mýflugumynd. Jafnvel hér þar sem engar lestir eru kemur út blað af þessu tagi - oft fróð- legt og skemmtilegt en umfram allt fljótlesið og fljóthent. RfJiDNBL'A'DEiTi Umsjónarmaður menningarsíðu DV hitti á dögunum kollega á stórblaði í Svíþjóð sem gefið er út í 400.000 eintök- um daglega en ber sig ekki vel samt. Menningarritstjóri þess gat þess í skemmtilegu samtali að það væri sér- stakur missir að gagnrýni um bækur og listviðburði í hinum nýju miðlum. Rökin sem hann neftidi voru þau að allir sem skrifuöu eða töluðu í fjöl- miðla væru undir hæl þess að vera „pólitískt réttsýnir" (ef það er viðun- andi þýðing á „politically correct") - nema þeir sem skrifuðu um menning- armál. Þar mætti maður hafa skoðanir og láta þær í Ijósi, burtséð frá því hver eða hvaða hópur ætti í hlut. Um listina gilda eigin lögmál. Þar þarf maður fyrst og fremst að passa sig á að hafa rök fyrir máli sínu, aðrir þurfa að passa sig punktur! Þetta stórblað birtir umsagnir um valdar bækur, valdar leiksýningar og valdar myndlistarsýningar, en íhugun- areftii er að þar er aldrei fjallað um tónlist. Engir tónleikar þykja svo merkilegir að um þá sé skrifuð gagn- rýni... Opið kl. 8-18 alla virka daga. án vsk. 32.039 kr. með vsk. 39.888 lu. i fylgir i kaupbæti ! j KEW Hobby Dynamic 7650 X-TRA Háþrýstivél án vsk. 10.352 kr. með vsk. 12.888 kr. KEW Hobby Active 2000 án vsk. 8.745 kr. með vsk. 10.888 WAP AERO 400 Ryk- og vatnssuga 5uh*. 4*4 9<?CC - fáju -m w-mkíÆmM Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarháisi 2 • 110 Reykjavík Simi 520 6666 Bréfasimi 520 6665 • sala@rv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.