Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 Tilvera DV Dagskrá Listahátíð- ar 21. og 22. maí Níu virkir dagar Má bjóða þér eitthvað annað? er örleikverk og myndlistargjörning- ur eftir Völu Þórsdóttur og Birtu Guðjónsdóttur sem fluttur verður kl. 17.05 i dag í matsalnum á Hótel Borg og útvarpað beint í Viðsjá á Rás 1. Leikstjóri er Ásdís Thorodd- sen. Orðin hjarta, augasteinn, skurðhnífur segja eitthvaö um ■a&í.r—rrrmrn innihaldið. Annað örleikrit verður flutt í einum af hitaveitutönkunum und- ir Perlunni á morgun, miðviku- daginn 22. maí, kl. 17.05. Það heit- ir þó engu örnafni heldur: Til að koma í veg fyrir misskilning ákvað mamma að best væri að þegja og er eftir Árna Ibsen og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Leik- stjóri er Harpa Arnardóttir og í kynningu segir að þetta sé verk fyrir karla og konur, slatta af leir- taui, fortíð, nútið, enduróm og Jim Reeves. Fyrir augu og eyru Dean Ferrell kontrabassaleikari flytur glettna efnisskrá með verk- um eftir sig og aðra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 12.30 í tengsl- um við myndlistarsýninguna Listamaðurinn á horninu. Á morgun, miðvikudag, verða tónleikar í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg á sama tima, þ.e. 12.30. Þá er það Eþos-strengja- kvartettinn, skipaður Auði Haf- steinsdóttur og Gretu Guðnadóttur fiðluleikurum, Guðmundi Krist- mundssyni víóluleikara og Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, sem flytur tvo strengjakvartetta eftir Stravinsky. Aðgangur er ókeypis að hvorum tveggja tón- leikunum. Týndar mömmur „Á góðum stað i sandinum liggja níu egg. Það er risaeðlu- mamman sem geymir þau ...“ Þannig hefst kynning á leiksýning- unni Týndar mömmur og talandi beinagrindur í bæklingi Listahá- Bára Lyngdal - með Týndar mömmur. tíðar. Þetta er sýning frá Pero-leik- húsinu í Stokkhólmi sem sýnd er í Gerðubergi kl. 15 í dag, sniðin fyr- ir böm á aldrinum þriggja til fimm ára. Höfundur og aðalleikari er Bára Lyngdal Magnúsdóttir. Leikstjóri er Peter Engkvist og sellóleikari Katrin Forsmo. June aftur Síðari tónleikar sópransöngkon- unnar June Anderson verða í Há- skólabíói annað kvöld kl. 20. Hún hefur sungið í helstu tónlistarhús- um veraldar með öllum virtustu söngvurum heims, m.a. Pavarotti, Carreras, Domingo og Kristjáni Jóhannssyni. Fornbílaklúbburinn í B&L-húsinu: Eðalvagnar á afmælissýningu Fjölmargir lögðu leið sína í sýning- arsal Bifreiða og landbúnaðarvéla um helgina á sýningu Fombílaklúbbsins sem fagnar 25 ára afmæli í ár. Þama voru margar gamlar glæsikerrur samankomnar og greinilega ófá hand- tökin búin að eiga sér stað til að koma þeim í það horf sem þær em í. Elsta bifreiðin á sýningunni var frá 1919. Hluti sýningarinnar var á göt- um borgarinnar. Þar fóru menn í skipulögðum röðum um hin ýmsu hverfi og þeyttu lúðra og vöktu mikla athygli. Formaður Fombílaklúbbsins er Öm Sigurðsson. -Gun. DVJHYNDIR GUN. Gamli kagginn Árni G. Sigurösson, flugstjóri og bílainnflytjandi, og bróöir hans Anton nutu þess aö skoöa gömlu bílana, ásamt Önnu, dóttur Antons. Hér eru þau viö Ford Galaxy 500 XL módel 62, 8 cylindra kagga, meö 375 hestafla vél. Eig- andinn er Guömundur Þór Ármannsson. Vlö Dýrlingsbílinn Emil Sigurbjörnsson flutti þennan eðalvagn meö sér frá Ameríku þar sem hann var notaöur sem statisti í Dýrlingsmyndunum vinsælu meö Roger More. Þetta er Volvo P 1800, 68 módelið, sá eini sinnar tegundar sem hér á landi er ökufær. Bíógagnrýni Sntárabíó/Regnboginn/Laugarásbíó/Sambíóin - Star Wars Episode H: Attack of the Ciones Vocal Sampling sló í gegn á Broadway: Raddir og rytmi Ævintýri í vandræðum Æ Tvær taktfastar Þær kunnu aö meta kúbversku tónlist- ina, söngkonumar Ragga Gísla og /s- geröur Júníusdóttir. Þeir komu, sáu og sigruðu á Broadway, Kúbverjamir sex sem mynda sveitina Vocal Sampling. Þrenna tónleika héldu þeir um helgina og heilluðu landann. Eng- in hljóðfæri voru þó með í för heldur voru það raddir sveitarinn- ar og rytmi sem mynduðu tónlist- ina. Þessir herramenn hafa verið kallaðir arftakar Buena Vista en tónlist þeirra er nútímaleg út- færsla á kúbverskri tónlistarhefð. -Gun. Ánægð með kvöldið Theodóra Þorsteinsdóttir og Ólafur Viggósson voru meöal gesta í Broadway á laugardagskvöldiö. Aðalpersónumar Anakin Skywalker (Hayden Christensen), Padmé (Natalie Portman) og Obi- Wan Kenobi (Ewan McGregor). Fyrsti hlutinn í Stjömustríðssögu George Lucasar, The Phantom Menace, oOi vonbrigðum hjá aðdáendum Stjömustríðsmyndanna. Þótti hún standa fyrstu þremur myndunum nokkuð að baki hvað varðar ævintýra- ljóma og það þrátt fyrir að tækninni hefði fleygt fram og myndin væri í heildina stórkostlegt sjónarspil. Söku- dólgurinn fannst að mati margra í líki fúrðuverunnar Jar Jar. Og satt best að segja vom það mistök hjá Lucas að gefa Jar Jar mikið rými á kostnað annarra persóna. Þessi skýring á því af hverju The Phantom Menace heppnaðist ekki var þó aldrei sannfærandi og hún verð- ur enn ótrúverðugri eftir að hafa séð annan hlutann, Attack of the Clones, sem er að vísu betri en The Phantom Menace en stendur klassíkinni að baki. Til að fmna ástæðuna fyrir því að George Lucas ætlar ekki að takast að fylgja eftir vinsælustu framhaldskvik- myndaseríu allra tíma má til að mynda leita í persónum sögunnar og sjá hvemig hann leitast við að koma teng- ingu á milli hluta I, II og m og IV, V og VI. Hann er bundinn af því hvað verð- ur um persónur hans og það er sérstak- lega áberandi í Attack of the Clones hvemig hann verður að búa áhorfand- ann undir það hvað verður um Anakin Skywalker. Stundum er þetta hálfvand- ræðalegt þar sem Anakin er jú önnur af tveimur hetjum myndarinnar. Svo er það annað sem uppgötvast við að horfa á Attack of the Clones. Það er að Anakin Skywalker, Obi-Wan Kenobi og Padmé eru ekki eins spennandi karakterar og Luke Skywalker, Han Solo og Leia. Hvort það eru leikaramir eða það að eldri persónumar vom mun betur skrifaðar inn í atburðarásina skal látið ósagt en víst er að útgeislun- in er ekki sú sama. Attack of the Clones gerist níu árum á eftir The Phantom Menace. Anakin Skywalker (Hayden Christensen) hefur stækkað og er talinn sá Jedi sem á eftir að ná hvað lengst. Hann hefúr mikla hæfileika sem hann er að rækta undir stjóm Obi-Wan Kenobi (Ewan McGregor). Anakin er hrokafúllt ung- menni sem lætur ekki vel að stjóm að mati Kenobis. Þá er hann ástfanginn upp fyrir haus af þingmanninum Padmé (Natalie Portman) sem hann á að vemda. Eins og áður hefur verið sagt þá verður Anakin að hafa skapbresti svo hann í framtíðinni verði sannfærandi sem Darth Vater. Það birtist meðai ann- ars í því að hann drepur ættflokk i heilu lagi, ættflokk sem hafði drepið móður hans. Það er sem sagt stutt í þráðinn hjá piltinum. Hann er samt í þessari mynd hetjan og saman beijast Anakin og Obi- Wan Kenobi ásamt öðmm Jedum og hinum snjalla Yoda gegn hinu illa sem ætlar sér að ná tökum á Lýðveldinu. Sagan sjálf er skemmtileg. Þetta er tilkomumikið ævintýri sem lýtur lög- málum tækninnar og þegar á heildina er litið þá er myndin stórfenglegt sjón- arspil þegar kemur að hópatriðum. Ástardúettinn, Anakin og Padmé, draga þó um of úr keyrslunni. Lucas slær þar á mýkri strengi en hann hef- ur áöur gert í Stjömustríðsmyndunum og þar sem varla er hægt að segja að það gneisti á milli Haydens Christen- sen og Natalie Portman þá hefur þessi tilraun hans að mestu mistekist. Það er í raun ekki mikið hægt að segja um frammistöðu aðalleikaranna nema að þeir ná ekki skapa sterkar persónur. Hayden Christensen er ný- liði sem auðsjáanlega skortir reynslu. Natalie Portman þarf aðeins að vera falleg, sem hún er, og Ewan McGregor nær aldrei að vera sannfærandi ofur- hetja. Vel er skipað í aukahlutverkin þar sem vert er að nefna Samuel L. Jackson og Christopher Lee sem báðir eru ábúðarmiklir. Eftirminnilegasta persóna myndarinnar er Yoda og má segja að Yoda sé sterkasta tengingin við klassíkina. Þriðji hlutinn er eftir og þar verður stoppað i götin. Og þar sem Attack of the Clones endar á stríðsástandi í Lýð- veldinu þá má búast við miklum hama- gangi og er aldrei að vita nema George Lucas nái farsælum endi um leið og hann tengfr myndaflokkana. Hilmar Karlsson Leikstjórí: George Lucas. Handrit: George Lucas og Jonathan Hales. Kvikmyndataka: David Tattersall. Tónlist: John Williams. Aóal- hlutverk: Ewan McGregor, Natalie Portman, Hayden Christensen, Samuel L. Jackson, Christopher Lee og Temuera Morrison.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.