Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 24
32 4 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 DV Ungur veiöimaður Snemma beygist krókurinn til þess sem veröa vili segir máltækiö og staö- reyndirnar líka. ■ ■ ■ ■ GAS-Naglabyssur Pulsal 700P Á ! ilnl PÚOÍA 700P fsaisiiaaa***, ..-jíéé Pulsa 700P Hentar vel til að festa blikkleiðara fyrir gifsveggi Pulsa 700E Einnig fyrir Rafvirkja ..það sem fagmaðurinn nntar! C v r> ArmúU 17, lOQ Reykjavtk Sfml: 533 Í334 fax-. 55Q 0499 www.isol.is Silungapollur í Ölfusi: Ævintýraferðir og ávallt nægur fiskur - bleikjur og silungur í boði Um hvítasunnuna var opnaður að nýju sá vinsæli veiðistaður, Sil- ungapollur, sem er sunnan undir Ingólfsfjalli. Þetta er þriðja sumar- ið sem veiðivatnið er opið. Hafa viðtökur verið góðar og gestum íjölgað jafnt og þétt á þessum tíma. Fiski er sleppt í vatnið einu sinni til tvisvar í viku og þess gætt að ávallt sé nægur fiskur í vatninu til að tryggja góða veiði. Aðallega er það regnbogasilungur sem er tvö til fjögur pund að þyngd sem býðst - og síðan bleikja sem vegur þrjú til níu pund. Veiðistaöur fjölskyldunnar Silimgapollur er að Þórustöðum í Ölfusi, það er um þrjú hundruð metra frá þjóðvegi eitt, beint nið- ur af malargryfjunum i Ingólfs- fjalli. „í vor hafa verið gerðar tölu- verðar endurbætur á bökkum Sil- ungapolls sem bæta aðgengi að vatninu. Silungapollur er veiði- staður fjölskyldunnar og mikið um að gamalreyndir veiðimenn komi með unga og upprennandi veiðimenn og kenni þeim réttu tökin við veiðar," segir Gunnar Sigurgeirsson, ljósmyndari á Sel- fossi, en hann er einn þeirra sem standa að Silungapolli. Gunnar segir að einnig sé tals- vert um að vanir fluguveiðimenn nýti sér svæðið og æfi köst við raunverulegar kringumstæður. „Enda er mun skemmtilegra að æfa köst í alvöru veiðivatni en á blettinum heima. Svo er orðið vin- sælt að koma við í Silungapolli til veiða í óvissu- og ævintýraferð- um. Enda skemmtileg viðbót fyrir slíka hópa,“ bætir Gunnar við. Pollurinn á Netinu Fram að þjóðhátíðardeginum verður Silungapollur einungis opið um helgar frá kl. 10-18. Eftir 17. júní verður opið alla virka daga frá kl. 13-18 og einnig um helgar. Allar upplýsingar fást á vefsíðu Silungapolls og er slóðin: www.silungapollur.is. -sbs Á bökkum vatnsins Vinsælt er hjá allri fjölskyldunni aö koma og veiöa í Silungapolli. Og ávallt er fiskurinn nægur. Kravitz fellur fyrir fyrirsætu Bandaríski popparinn Lenny Kravitz hefur fetað í fótspor ótal- margra manna í svipaðri stöðu og trúlofast ungri og fallegri fyrirsætu sem er sautján árum yngri en hann sjálfur. Sú lukkulega, eða það skul- um við að minnsta kosti vona, heit- ir Adriana Lima og er brasilísk. Eins og vænta mátti af Lenny karlinum var hann ekkert að tvinóna við hlutina þvi skötuhjúin opinberuðu trúlofunina aðeins tveimur mánuðum eftir að þau hitt- ust fyrst. Brúðkaupsdagurinn hefur ekki verið ákveðinn, enda flas sos- um aldrei verið til fagnaðar vestur í Ameríku, þegar hjónaböndin eru annars vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.