Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 48 tbl. — 1977 — 58. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 VESTMANNAEYJAR VON A TVEIMUR RAFAAAGNS- TÚRBÍNUM ÚR LANDI Vestmannaeyjabær er um jþessar mundir meira og minna straumlaus, eftir að bátur sem var að hífa inn ankerið fyrir utan Eyjarnar, reif upp rafmagnskapalinn sem liggur milli lands og Eyja, með þeim afleiðingum að brest- ur kom i kapalinn. í gær voru miklar rekstrartruflanir hjá fiskvinnslu stöðvum og loðnubræðslum i Eyjum, en að sögn bæjarstjórans, er allt kapp lagt á að bjarga þeim verðmætum sem undir skemmd- um kunna að liggja á þessum stöðum. Sagöi Páll, aö unniö'væri aö þvi aö iltvega aukarafmagn til viöbótar þeim fjórum vara- aflsstöövum sem til staðar eru. Er von á tveimur túrbin- um frá landi, sem samtals framleiða um eitt og háift megawatt. Takist aö fá þetta aukarafmagn er komiö um 80% af þvi rafmagni sem kap- allinn flutti. Auk rafmagnstruflananna voru Vestmannaeyingar vatnslitlir i gær, vegna bilunar á vatnsleiöslunni milli lands og Eyja. Sagöist Páll vonast til aö leiöslan kæmist i lag i dag, en unniö væri af fullum krafti viö viögeröina. tþróttahúsiö og sundlaugin voru lokuö i gær og eftir há- degiö féll kennsla niöur i skól- unum, en hún hófst aftur klukkan 10 i morgun. Aöspuröur kvaöst Páll telja, aö ef heppnin væri meö þeim og héldist veöriö gott næstu daga, myndi taka um eina viku aö ljúka viögerö á rafmagnskaplinum. —GEK. Hér sést hvar krakkarniriirHlIðaskólanum eru að leggja af stað út i flugvélina á Reykjavikurflugvelli. Fjölfatlaðir nemendur Hlíðaskóla í heimsókn til Akureyrar Á laugardag fór hópur 14 fjölfatlaðra nemenda Hliðaskólans i Reykjavik i stutta heimsókn til Akureyr- ar. í fylgd með börnun- um voru foreldrar og kennarar og fékk hóp- urinn góða fyrir- greiðslu hjá Flugfélag- inu sem veitti mikinn afslátt af fargjaldi. Upprunalegu hugmyndina aö þessari ferö, átti Kristinn Guömundsson, starfsmaöur þjóöleikhússins, en hann hefur veriö mjög áhugasamur um málefni þessara barna. Dvaldist hópurinn á -Akureyri I blföskaparveöri og góöu yfir- læti fram aö kvöldmat, en þá var haldiö aftur til Reykjavikur. Þaö var Kiwanisklúbburinn á Akureyri sem skipulagöi feröa- lög hópsins þar nyröra og var boöiö upp á ýmsar velgerning- ar. 1 sklöahótelinu i Hliöarfjalli, var snæddur hádegisveröur í Með aðstoð góðra manna gekk þetta allt saman vel boöi bæjarstjórnarinnar og aö þvi loknu fariö I hringferö meö sklðalyftunni. Þá var fariö I leikhús og horft á sýningu Leik- félags Akureyrar á öskubusku. Feröin tókst i alla staöi mjög velog var mikil upplyfting fyrir börnin sem mörg hver hafa Htið feröazt um dagana. Eiga þeir sem aö henni stóöu þakkir skildar fyrir lofsvert framtak. —GEK Éinvígi þeirra Spasskýs og Horts lauk með jafntefli eftir 21 leik Vörur hækka enn Framleiösluráð landbún- aðarins hefur ákveöið frá og meö deginum I dag skuli verö á búf járafuröutm hækka um 5-7%. Astæburnar fyrir þessum veröhækkunum eru, ab sögn framleiösluráösins, launa- hækkanir frá þvi verö var siðast ákveöið. Sem dæmi um hiö nýja verð má nefna: aö tveggja litra mjólkurhyrna hækkar úr 148.- krónum i 158.- krón- ur. Einn litri af rjóma hækk- ar úr krónum 688.- i krónur 716,- Eitt kiló af smjöri hækkar úr krónum 1092 i krónur 1177.- Eitt klló af súpukjöti hækkar úr 720.- krónum i 753,- krónur. Aðrar landbúnaðarafuröir hækka i hlutfalli við þetta. —GEK/BJ BJtinMHIM RÉtstjórn Sföumúla II - Sfmi 8I8ÖÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.