Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 16
TF-SYN komin í gagnið Fór í sitt fyrsta landhelgisflug á laugardaginn Hin nýja flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-SYN, fór i sitt fyrsta landhelgisf lug s.l. laugardag og var frétta- mönnum boðið að fara þessa ferð með vélinni. Að sögn Péturs Sigurðs- sonar forstjóra Gæzlunn- ar er þessi nýja vél að flestu leyti betri og full- komnari en hin eldri vél af sömu gerð, TF-SIF. Flugþolið er meira, hrað- inn meiri og tækjabúnað- ur betri og fullkomnari, þótt ekki sé hann allur kominn i vélina enn. Á laugardaginn var flogið suðvestur út á Reykjaneshrygginn, það- an austur að Hjörleifs- höfða, þar sem varðskip- ið Týr fékk blaðasend- ingu úr flugvélinni. Síðan var flogið meðfram landi til Reykjavíkur og ,,kom- ið við" í Bláfjöllunum á leiðinni. Myndin hér að ofan er tekin þegar flogið var yfir Mýrdalssand á leið- inni til baka og er birt í þeirri von að lesendur þekki kennileiti. —hm Gengur seint með byggingu félagsheimilis á Hólmavík: Höfum heldur kosið að búa betur að atvinnuvegum staðarins — segir oddviti Hólmavíkur Það vakti nokkra athygli þeirra er á hlýddu, er einn ibúi Hólmavikur sagði í útvarpsþættinum Hver er i simanum siðastliðinn sunnudag frá byggingu félags- heimilis i Hólmavik. Kvað hann grunn að húsinu hafa verið reistan fyrir allmörg- um árum, en siðan ekkert verið aðhafzt. Af þessu tilefni rædd- um við stuttlega við oddvita Hólmavikur i gær. - — Það er rétt, eins og fram kom i þættinum á sunnudag, aB grunnur að félagsheimili var reistur hér fyrir mörgum, mörgum árum, sagði hann. Siöan hefur ekkert veriö gert. Við höfum frekar kosið að búa betur að atvinnuvegum staö- arins. Við höfðum um það tvennt aövelja fyrir nokkrum árum, annars vegar að byggja félagsheimili og hins vegar hafskipabryggju. Þaö var mjög skynsamleg ákvörðun þá, að ákveða heldur byggingu hafskipabryggjunnar, sagði oddviti Hólmavikur. Hölmvíkingar hafa notazt við nýbyggingu skólahúss, til samkomuhalds, en þar er að sögn kunnugra mjög fullkom- inn leikfimi- og iþróttasalur. — Þetta er auövitaö allt I kollinum á okkur og I bigerð, og þetta er draumur sem von- andi einhverntlma rætist. —AB Lítið lát á loðnuveiðinni: 30 bátar með 7000 lestir Sama lágmarksverð til 7. marz Um sjöleytið i gærkvöldi höfðu 30 bátar tilkynnt Loönunefnd um áfla það sem af var sólarhringn- um, samtais 7000 tonn. Heildaraflinn á vertlðinni var þá orðinn rúm 370 þúsund tonn.en til samanburöar má geta þess, að á loðnuvertiöinni 1974, sem var metvertið, höfðu veiðzt þennan sama dag 336 þúsund lestir af loðnu. Aðal loðnuveiöisvæðin voru i gær austur af Vestmannaeyjum og við Ingólfshöfða og hefur veðr- ið á veiðisvæöunum verið gott undanfariö. Verölagsráö ákvað I gær, aö lágmarksverö á loðnu til fryst- ingar skuli vera óbreytt, 26 krón- ur frá 1. marz til klukkan 24:00 þann 7. marz. — GEK ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 alþýðu blaölö Tekið eftir: Að Jón G. Sólnes hefur komizt fim- lega undan þvl að ræöa Kröflumáliö á málefnaleg- an hátt i blöðunum. Hann hefur látiö Ragnari Arnalds eftir aö deila við gagnrýnendur. Jón vissi sem var, aö Ragnar myndi komast i rökþrot. Og einmitt það hefur gerzt. 1 deilum sinum við Björn Friðfinnsson og Hjörleif Guttormsson hefur Ragnar nær eingöngu stuðzt við fúkyrði og látið öll rök lönd og leið. Klókur er Jón G. Lesið: 1 Stúdentablaðinu undir fyrirsögninni: „Þrátt fyrir skert námslán. Hiö ljúfa llf hefur sinn gang”. Siðan kemur: „Þrátt fyrir það, að lán dragist virðast stúdentar, allavega hluti þeirra, hafa nóg aö bita og brenna. í þessari viku eru auglýstar ekki færri en þrjár stórhátiöir meðal stúdenta. Tvær þeirra eru haldnar á vegum deildar- félaga, en sú þriðja er á vegum Stúdentaráðs og veröur i salarkynnum Félagsstofnunar n.k. föstu- dagskvöld”. Tekiö eftir: 1 grein I siðasta Þjóöólfier sagt, að byggöin á bökkum Þjórsár sé I hættu vegna vatnsmiðlunar á hálendinu. í viðtali við Harald Einarsson, bónda á Urriðafossi, kemur fram, að við Þjórsá hafi skapazt vandamál, sem leysa veröi á viðunandi hátt, ef byggð eigi að haldast og blómgast á bökkum Þjórsár á kom- andi árum. Tekið eftir: Aö fljótt ætlar að gleymast embættisveit- ingin hjá Sölu varnarliös- eigna. Þaö er líka stað- reynd, að stjórnmála- mennirnir treysta á gleymskuna, enda hefur hún oft komiö þeim að góö- um notum. En svona embættisveitingum má enginn gleyma. Þær veröa að hafa gildi viðvörunar fyrir aðra. Heyrt: Að skipstjórar á aflahæstu loðnubátunum, séu komnir með 5 til 8 milljónir króna i hlut. Þetta er gáfulegt á sama tfma og veriö er að undirbúa samninga, þar sem krafan er sú, að lágmarkslaun skuli vera 100 þúsund krón- ur á mánuöi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.