Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJðRNMÁL Þriðjudagur 1. marz 1977 b!SXu>*' EIN- Fréttir af loðnuveið- Fréttir um mikla loönuveiöi eru vissulega ánægjulegar. Gifurleg- um fjármunum er skóflaö upp Ur hafinu á skömmum tlma. Menn, sem ekki áttu bót fyrir rassinn á sér I gær, eru forríkir I dag. Há- setahlutur skiptir hundruöum þiisunda og jafnvel milljónum króna. Hver er þá hlutur skip- stjóra, stýrimanns og vélstjóra? Loönuveiöin er gullgrafarævin- týri okkar tslendinga, rétt eins og sfldveiöarnar voru. En hvaöa áhrif hafa þessi herjans miklu umskipti í peningamálum lftils hóps i þjóöfélaginu? Fréttir um mikla loönuveiöi eru beinllnis veröbólguhvetjandi. Almenning- ur telur aö meö þessum veiöum safnist sllkur auöur I þjóöarbUiö, aö nU séu allir okkar efnahags- öröugleikar Ur sögunni. Fréttir um mikinn afla og aflaverömæti á þessum veiöum eru beinllnis hættulegar og gefa alranga mynd af ástandinu I þjóömálunum. Þaö fer hins vegar ekki á milli mála aö sala á loönumjöli og lýsi bætir nokkuö Ur en bjargar engu. Fréttirnar veröa hvati hverskon- ar eyöslu. Margir telja, aö svo mikiö fjármagn komi nU I um- ferö, aö hreyfing komist á alla verzlun, öll viöskipti. Þaö er einnig staöreynd aö loönuvertlöin hefur áhrif á bllamarkaö og IbUöasölu. En þarna kemur oft gamli huröarásinn til sögunnar. Menn reisa sér hann um öxl I von um betri tíö meö blóm I haga. Þetta veröa oft falsvonir; menn gleyma þvl, aö fjármagnsveltan kemur aöeins örfáum til góöa I byrjun, þótt öll þjóöin njóti aflans slöar meir. Margur sjómaöurinn hefur og fariö flatt á skjótfengnum loönu- gróöa. í trausti þess aö önnur jafngóö og jafnvel betri vertíö komi aö ári er fjármunum eytt og skatturinn gleymist. Aö ári stendur rýtingur I baki. Fréttir af mikilli veiöi og afla- verömæti hvetja til eyöslu. Fjöl- margir treysta þvi, aö batinn veröi slíkur aö óhætt sé aö fjár- festa verulega, þótt ekki séu fyrir hendi f jármunir til aögreiöa meö. Þetta muni koma I þvi peninga- flóöi, sem loönuvertlöin hljóti aö beina I allra vasa. í þessu felst mikill misskilningur, sem mörg- um hefur reynzt þungbær. Af þessum sökum sakaöi ekki aö draga Ur fréttaflutningi af loönuveiöum. Raunverulega snerta fréttirnar ekki beinllnis aöra en nánustu aöstandendur sjómannanna sem á bátunum eru. Þeir sem ekki eiga beinna hagsmuna aö gæta, fyllast mikilli bjartsýni á llfiö og tilveruna og telja, aö nU sé skUtan aö komast á réttan kjöl. Þessi trU magnast eftir aö hafa hlustaö á fréttirnar dag eftir dag i margar vikur. A1 menningur fjárfestir I bflum og jafnvel IbUöum I þeirri trU, aö nU muni peninga geymslur bank anna opnast upp á gátt og aö þaö veröi auöveldur leikur aö fó eitt- hvaö af öllum þeim peningum, sem fyrir loönuafuröir fást. Af þessum ástæöum má renna stoöum undir þær fullyröingar, aö fréttir af mok-loönuveiöi séu veröbólguhvetjandi. Styrkið neyðarvamir RAUÐA KROSS ÍSLANOS DÁLKURINN alþýðu' blaðiö Gtgefa.idi: Alþýöuflokkurinn. ; Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er I Slöumúla IX, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Mikil og góð áhrif Islenzkrar iðnkynningar Þau ánægjulegu tíðindi voru sögð í síðustu viku, að árangur íslenzkrar iðnkynningar eftir sex mánuði væri meðal ann- ars sá, að sala á tiltekn- um íslenzkum vöru teg- undum hefði aukizt um sex af hundraði. Þessi herferð til kynningar á íslenzkum iðnvarningi hefur tekizt vel og vakið mikla athygli. (slenzkur iðnaður hef ur átt erfitt uppdráttar. Stjórnvöld hafa rekið hann á vergang og haldið honum í f jársvelti. Þó er iðnaðinum ætlað að taka við mestum hluta þess vinnuafls, sem bætist við hér á landi á næstu árum og áratugum. Þá hefur verið landlæg vantrú á íslenzkum iðnaði og f ramleiðsluvörum hans. Neytendur hafa fundið þessum vöruteg- undum flest til foráttu og borið þær saman við erlendan varning. Sú falstrú hefur átt hér hljómgrunn, að sé varn- ingurinn erlendur, hljóti hann að vera góður. Inn- kaupaferðir Islendinga til Bretlands eru frægar, og yfirleitt það kaupæði, sem grípur um sig meðal (slendinga á erlendri grund. Á þessu er nú smátt og smátt að verða breyting. Trúin á íslenzka fram- leiðslu hefur aukizt. Fá- um karlmönnum dettur til dæmis í hug að kaupa föt erlendis. Svo langt hafa framleiðendur karl- mannafatnaðar náð, að efni og gæði bera af hinu erlenda. Þannig er um fjölmarga fleiri þætti islenzka iðnaðarins. Almenningur hefur einnig gert sér grein f yrir því, að með því að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur, er tryggð atvinna fjölda manna og gjaldeyrir er sparaður. Það vaktj athygli í könnun, sem íslenzk iðnkynning lét gera, að mikil fjölgun varð í hópi þeirra karla og kvenna, sem nefndu þjóðhollustu, atvinnu og gjaldeyirsparnað, ástæð- una fyrir þvf að þau keyptu íslenzkar vörur fremur en erlendar. Vonandi verður árangur Islenzkrar iðn- kynningar sá, að það verði hverjum manni eðlilegt að velja íslenzkar vörur fremur en erlend- ar. En þetta gerir um leið þá kröfu til atvinnugrein- arinnar, að hún vandi framleiðslu sína eftir föngum. Islenzkur iðnað- sem þau hafa hneppt vinnugreina, sem islenzk- ur á vafalaust mikla hann í.—„Hollt er heima ar geta talizt, en ekki að framtíð fyrir sér, ef hvað" og islendingum vera með hugann of stjórnvöld leysa hann úr ber að stuðla að bundinn við stóriðju- þeim fjármagnsfjötrum, framgangi þeirra at- áform. Skíðaíþróttin og tollarnir Áhugi á skíðaiðkun hér á landi hefur vaxið mjög allra síðustu ár. Ástæðan er meðal annars sú, að öll aðstaða hefur verið bætt mjög með skíðalyftum og snjótroðurum. Þó er margt ógert í þeim efn- um, eins og sannazt hef ur síðustu helgar, þegar gíf- urlegur fjöldi skíðamanna hefur safn- azt á flesta skíðastaði landsins. Skíðaíþróttin er bæði góð skemmtun og holl hreyfing og útivera. Það þarf því að stuðla að því, að sem flestir geti notið þessarar íþróttar. Það verður bezt gert á þann hátt að gera öllum kleift að eignast skíðabúnað. Með kaupum á miklu magni í senn hefur inn- flytjendum tekizt að lækka nokkuð verð á skíðabúnaði, en það er ekki nóg. Tollar á skíðum, bind- ingum og stöfum eru 50 af hundraði, og ofan á það bætist 18% vörugjald og söluskattur, sem allt rennur í ríkissjóð. Þannig hækkar þessi búnaður upp úr öllu valdi, og segja má með nokkrum rétti, að eins og sakir standa, sé skíðaíþróttin aðeins fyrir þá efnameiri. — Til sam- anburðar má geta þess, að aðeins 15% tollur er á veiðistöngum og öðrum útbúnaði til stangveiða. Þessar álögur ríkis- sjóðs mætti afsaka að einhverju leyti, ef framlög til skíðaíþróttar- innar og uppbyggingar skíðastaða, væru í réttu hlutfalli við tekjur ríkis- sjóðs af innflutningi skíðaútbúnaðar. Því fer þó víðsfjarri. Til dæmis hefur sáralitlu fé verið v varið til endurbóta á miðstöð vetraríþrótt- anna, Akureyri, en langt er síðan að Hlíðarfjall var valið sem miðstöð þessarar íþróttagreinar. — (þróttamenn í þingliði flokkanna á Alþingi þyrftu að knýja fram breytingu á þessum mál- um. —ÁB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.