Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 1
M O R G U L A Ð S Stofnuð 1 9 25 25. tbl. 9. JÚLÍ1994 —69. árg. Flugumýrarbrenna. Bærinn logar en til hægri sést Hallur Gissurarson, sem hafði Kolbeinn ungi ýtir úr vör frá Selvík á Skaga til fundar við Þórð kakala úti á Húna- verið að gifta sig, dreginn dauðvona á húð út í kirkju. flóa. Upphækkaður pallur lengst til hægri á aðalskipinu var nefndur kastali. Þungi mikilla herja Norður í Skagafirði blasir við vettvangur mestu og mannskæðustu átaka sem orðið hafa í ís- landssögunni. Þegar ekið er frá Varmahlíð og áleiðis til Akureyrar er örskammt yfir Héraðs- vötnin og að Haugsnesi skammt frá Djúpa- Haugsnesfundur - mannskæðasta orrusta íslandssögunnar- íþann veginn að hefjast. Mannskæðustu orrustur Sturlungaaldar voru háðar í Skagafirði. Nú hafa Sauðkrækingar fengið Jóhannes Geir listmálara til að túlka þessa atburði í myndum. Þær verða til frambúðar á Króknum og sýndar sérstaklega í Listasafni Sauðárkróks í sumar. dalsá, þar sem Haugsnesbardagi var háður. Þegai- áfram er haldið inn með Blönduhlíð- inni, sést uppí gerðið við Örlygsstaði þai- sem stórorrusta átti sér stað. Sé haldið í hina áttina, norður til Hóla, liggur leiðin framhjá Flugumýri, þar sem margir fórust þegar átti að brenna inni Gissur Þorvalds- son. Og norðar, í Víðinesi í Hjaltadal, varð einnig vettvangur mannskæðrar orrustu. Öll voru þessi átök pólitík síns tíma og und- anfari þess að íslendingar misstu sjálfstæði sitt. Þessai'a atburða er nú minnst á Sauðár- króki með því að bæjaryfirvöld hafa fengið málara sem fæddur er og uppalinn á staðn- um, Jóhannes Geir, til að festa á léreft hug- renningar sínar um þessa atburði. I þessu framtaki þeirra Sauðkrækinga felst meiri menningarlegur metnaður en almennt er hægt að segja að sé til hjá bæjarfélögum. Myndröðin verður í sumar til sýnis í Lista- safni Sauðárkróks, en fær síðan fastan samastað í gagnfræðaskólanum og er á þann hátt ætlað að halda lifandi minningunni um þessa atburði hjá þeim sem eiga að erfa landið. íslenzkir myndlistarmenn fá afar sjaldan, eða næstum aldrei, verkefni af þessu tagi. Frumkvæði eins og hjá Sauðkrækingum vantar, en auk þess er viss tegða hjá mynd- listarmönnum sjálfum, því leynt og Ijóst hefur verið alið á andúð á frásagnarlegri myndlist; ekki sízt í gagnrýni. Með módern- ismanum um mðja öldina var myndlist með frásagnarívafí fordæmd og hefur átt erfitt uppdráttar æ síðan. Upphaf orrustumyndanna á Króknum má rekja til þess, segir Jóhannes Geii-, að hann hafði málað eina slíka mynd um Haugsnes- fund. Þeir þekktu hana fyrir norðan og fengu lánaða á sýningu. í framhaldi af því pöntuðu þeir myndröð um Sturlungaaldarátök í Skagafirði og er ætlunin að ein slík verði í hverri skólastofu gagnfræðaskólans. Það var bæjarstjórinn, Snorri Björn Sigurðsson, sem átti hugmyndina, segir Jóhannes Greir. Ekki er um neinar yfirstærðir að ræða, sem ver- ið hafa í tízku í málverki síðustu ára, heldur eru stærstu myndimar í röðinni 140x95 sm. „Ég pældi i Sturlungu- og hafði reyndar oft lesið hana áður“, segir Jóhannes Geir, „síðast þegar ég vann bæði myndir og teikn- ingar um Örlygsstaðabardaga. Svo tók ég fyrir Haugsnesfund, Hólabardaga, Víðines- bardaga, Flugumýrarbrennu og þar að auki aðförina að Oddi Þórarinssyni í Geldinga- holti og skipaflotann þegar Kolbeinn ungi ýtir úr vör á leið í Flóabardaga. Ég þekkti vel frá gamalli tíð þessa orr- ustustaði, svo ég þurfti ekki að fara þangað SJÁNÆSTUSlÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.