Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 5
bili sem hann starfaði undir nafninu Útvegs- banki íslands hf. Hinn endurreisti banki var áfram í hluta- félagsformi, en nú átti ríkið meiri hluta fjár- ins, þannig að bankinn varð nú í raun ríkis- banki. Vilji Alþingis til þess að gera bankann að ríldsbanka var undirritaður með þvi að ákvæði voru sett inn í löggjöfina um endur- reisn Islandsbanka, þess efnis, að ákvæði þeirra laga um hlutafélög sem þá giltu um það að enginn hluthafa mætti fara með meira en 20% atkvæðisréttar ætti ekki við um Útvegsbankann. Þannig tryggði rík- isvaldið sér úrslitaáhrif á stjóm bankans og þá stefnu er hann fylgdi. Sama árið og Út- vegsbankinn tók til starfa var Búnaðarbank- inn stofnaður sem ríkisbanld. Þó að báðir þessir nýju bankar væru ríkisbankar, þá benda nöfn þau, er þeim voru valin til þess, að stefna stjórnvalda í lánamálum væri sú, að nýjar lánastofnanir skyldu sinna því hlut- verki að þjóna þörfum ákveðinnar atvinnu- greinar. Þessi stefna virðist hafa verið ríkj- andi allt fram á 9. áratug þessarar aldar og ekki veralegur ágreiningur um hana milli starfandi stjómmálaflokka. Þannig hafði rík- ið forgöngu um það, að stofnaður var Iðnað- arbanki, þar sem ríkið lagði fram nær helm- ing þess hlutafjár sem var stofnfé bankans. Laust eftir 1960 voru svo stofnaðir tveir einkabankar, Verslunarbanki og Samvinnu- banki, sem starfa skyldu í þágu verslunar- starfsemi. Um og upp úr 1970 fóru hinsveg- ar að heyrast raddir um það að skipan lána- markaðarins, að hafa margar lánastofnanir, sem hver sinnti sinni atvinnugrein, væri ekki hagkvæm. Sumar þessara lánastofnana væru alltof litlar til þess að um hagkvæman rekstur væri að ræða, en auk þess er auðs- ætt að það jók þá áhættu, sem fylgdi rekstri þessara stofnana að obbinn af lánveitingum þeirra skyldi vera í þágu einnar atvinnu- greinar. Ein af fyrstu tillögunum um samein- ingu banka sem fram komu um 1970 var tillaga um sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka og mun oftar en einu sinni hafa verið lagt fyrir Alþingi frumvarp þess efnis. En ekki varð þó af því. Það var fyrst með sameiningu Útvegsbankans og þriggja annarra banka árið 1990 að stigið var stórt skref í þessa átt svo sem nánar verður vikið að hér á eftir. Um svipað leyti var Samvinnu- bankinn sameinaður Landsbankanum þann- ig að viðskiptabönkum hafði fækkað úr sjö í þrjá. Eins og nafn það sem hinn endurreisti íslandsbanki ber með sér þá var honum ætlað mjög erfitt hlutverk í því bankakerfi sem byggt var upp á árunum 1930-60, þar sem hlutverk hans átti einkum að vera það að lána til sjávarútvegs, sem bæði hér á landi og viðast hvar annars staðai' þar sem hann er stundaður er mjög áhættusamur atvinnu- vegur. Þó að á því 60 ára tímabili sem hér um ræðir gengi vissulega á ýmsu og allmiklar sveiflur yrðu á afkomu bankans vegna sveiflna í afkomu útvegsins, þá tel ég að þeim sem bankanum stjómuðu á þessum tíma hafi furðuvel tekist að sigla hér á milli skers og báru. Skal þetta nú rakið í tímaröð í örstuttu máli. Kreppuárin 1930-39 voru erfið svo sem vænta mátti vegna erfiðrar afkomu sjávar- útvegsins á þeim tíma. Ágóði í prósentum af hlutafé vai- aldrei meiri en 6% og fór allt niður í hálft prósent. Þeim litla ágóða, sem um var að ræða, var nær óskiptum varið til afskrifta á töpum. Aldrei kom þó til þess á þessum tíma, að bankinn þyrfti að Ieita ásjár ríkisins vegna ábyrgðar þess á skuldbinding- um hans. Á heimsstyrjaldarárunum síðari batnaði hagur bankans mjög vegna góðrar afkomu í sjávarútveginum á þeim tíma. Þessi bætta afkoma kom m.a. fram í því að frá og með árinu 1943 var tekið að greiða hluthöfum arð, 4% á ári, og hélst svo allt til þess að bankanum var breytt úr hlutabanka í hrein- an ríkisbanka. Á árunum eftir stríð varð afkoma útvegs- ins sveiflukendari en áður svo sem vænta mátti. Var mikill samdráttur í sfldveiðum frá og með árinu 1945 útveginum mikið áfall. Bankanum tókst þó að forða sér frá því að verða fyrir meiriháttar töpum af þeim sök- um.. Með víðtækari bankalöggjöf, sem sett var af „vinstri" stjóra Hermanns Jónassonar er komst tfl valda eftir kosningar sumarið 1956, var Útvegsbankanum breytt frá því að vera rekinn með hlutabréfafyrirkomulagi í það að verða hreinn ríkisbanki. Þessi breyting var að því leyti aðallega formbreyting, að hlutafé er einkaaðilar áttu í bankanum nam aðeins 4%, enda mun ástæða breytingarinn- ar a.m.k. meðfram hafa verið sú, að rflds- stjórnin óskaði eftir að auka áhrif sín í stjóm bankans. Mikilvægasta breytingin, sem gerð var á bankakerfinu með löggöfinni 1957 var sú, að Landsbankanum var skipt í seðla- banka og viðskiptabanka sem voru hvor öðrum nokkum veginn óháðir. Með þessu var mjög stórt spor stágið í þá átt, að koma á fót sjálfstæðum seðlabanka. Undir árslok 1959 kom til valda hin svonefnda viðreisnar- stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem fór með völd um nær 12 ára skeið. Þegar á fyrsta starfsári rfldssijómarinnar var tekin upp ný stefna í efhahagsmálum í þeim tilgangi að koma á frjálsari viðskiptum, bæði inn á við og út á við. í sjávarútveginum varð sú breyting, að styrkir og útflutnings- bætur voru afnumdar, en tekjutap, sem af þessu leiddi fyrir útveginn, var bætt með gengisfellingu. Þó að þessar breytingar boðuðu heilbrigð- ari viðskipta- og atvinnuhætti, fór ekki hjá því hvað útveginn snerti, að þær juku áhætt- una, sem honum fylgdi miðað við styrkja- og uppbótakerfið, sem skapaði þrátt fyrir sína stóru galla, visst afkomuöryggi fyrir þá sem þess nutu. Á sjöunda áratugnum var afkoma sjávar- útvegsins góð, að undanteknum árunum 1968-69 þegar hann varð fyrir miklum áföll- um vegna hruns sfldveiðanna og lækkandi afiu-ðaverðs. Ágóði af rekstri bankans hafði verið 12-15% árin 1962-67, en 1968-69 hrap- ' aði hann niður í rúm 2%. 1970 varð svo aft- ur nokkur bati og árin 1971-73 voru hag- stæð. En í árslok 1973 hófst hin svonefnda olíukreppa. Ein afleiðing hennar hér á landi var frá árinu 1974 og fram á miðjan 9. ára- tuginn meiri verðbólga en verið hafði allt frá því á stríðsárunum. Til þess að koma í veg fyrir það að öll sparifjármyndun stöðvaðist af þessum sökum var 1979 heimilað með lögum að taka upp viðtæka verðtrygginu fjárskuldbindinga og kom það smám saman til framkvæmda næsta ár á eftir. Þetta af- stýrði hættunni á því að öll sparifjármyndun stöðvaðist, en varð auðvitað ekki að sama skapi hagstæð þeim sem lán þurftu að taka. Verðbólga er auðvitað að jafnaði óhagstæð útflutningsatvinnuvegunum því gengið lækk- ar að jafnaði ekki jafnört og innlendur kostn- aður hækkar. Áfkoma bankans var því lengstum erfið á þessu verðbólguskeiði frá 1974-1987. En nú komu aðrir örðugleikar til sögunnar sem reyndust bankanum enn erfið- ari í skauti en erfiðleikar sjávarútvegsins, en það var gjaldþrot Hafskips í árslok 1985. Leiddi það svo eins og kunnugt er til samein- ingar bankans við þrjá einkabanka ög tók hinn sameinaði banki upp hið gamla nafn fyrirrennara Útvegsbankans: Islandsbanki. Nýr Islandsbanki með nýju hlutverki Hér að framan hefir í stórum dráttum verið rakinn aðdragandinn að því að Útvegs- bankinn var sameinaður þremur einkabönk- um og breytt um leið úr ríkisbanka í einka- banka. En hvað vakti fyrir þeim stjómvöld- um er að þessari breytingu stóðu og hvað er framundan? Það var áfallið, sem Utvegs- bankinn varð fyrir vegna gjaldþrots Haf- skips í árslok 1985, sem hratt þeirri þróun af stað, sem til þessarar niðurstöðu leiddi. En það hefði verið hægt að fara aðrar leiðir til þess að leysa þann vanda sem af gjald- þroti Hafskips leiddi. Það hefði verið hægt að leggja fram fé úr ríkissjóði til þess að gera Útvegsbankanum kleift að starfa áfram sem sjálfstæðum rfldsbanka. En stjómmála- leg skilyrði fyrir því að fara þá leið munu ekki hafa verið fyrir hendi. Það hefði verið hægt að sameina Útvegsbankann öðrum hinna rfldsbankanna, Búnaðarbanka eða Landsbanka. Var það ekki ný hugmynd sam- anber það sem áður hefir verið sagt. En ákvörðun um það að fara þá leið að einka- væða Útvegsbankann með því að breyta honum í hlutafélag og selja síðan einkaaðil- um hlutabréfin var tekin þegar í ársbyrjun 1987, en þá var við völd undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar, rfldsstjóra er Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur stóðu að. Síðan var að máhnu unnið á þeim grundvelli að sameina Útvegsbankann einkabönkunum þremur er nefndir hafa verið með þeim árangri að hinn nýi Íslandsbanki var opnað- ur 3. janúar 1990. Tvær ríldsstjórnir höfðu verið við völd á þeim tíma sem mál þetta var til meðferðar auk þeirrar sem ákvörðun tók um einkavæðingu Útvegsbankans, en það voru rfldsstjóra Þorsteins Pálssonar, er við völd var frá júlí 1987 til september 1988 og „vinstri" stjóm Steingríms Hermanns- sonar er við völd var frá september 1988 þar til eftir kosningar í apríl 1991. Hvaða ályktanir má draga um stefiiu stjómmálaflokkanna og einstakra stjóm- málamanna af þessari þróun bankamálanna er erfitt að segja um, ekki síst þar sem all- ir þeir stjómmálaflokkar er nú eiga fulltrúa á Álþingi að undanteknum Kvennalistanum, voru við völd um lengri eða skemmri tíma meðan mál þetta var til meðferðar. Var það hugsað sem fyrsta skref í átt til þess að viðskiptabankamir verði iðnvæddir eða var núverandi skipan þessara mála með þremur viðskiptabönkum þar sem tveir stærstu bankamir urðu rfldsbankar talin hin æski- legasta frambúðarlausn? Afstaða einstaklinga og stjómmálasam- taka til þessa máls hlýtur að verða háð því öðru fremur, hvort þeir telja, að ffamleiðsla og dreifing vöru og þjónustu eigi að lúta lögmálum markaðarins, eða ákvörðun ein- hvers miðstjómarvalds, sem ákveði hvers- konar ffamleiðsla eigi að sitja í fyrirrúmi, hvaða framleiðsluaðferðum skuli beitt og hvemig dreifing vöm og þjónustu skuli skipulögð. Um það er tæpast ágreiningur nú, hvorki meðal sérfræðinga í efnahagsmál- um né stjómmálamanna að markaðsbúskap- urinn leiði til betri nýtingar framleiðslukraft- anna og meiri fullnægingar þarfa neytend- anna en miðstýrður haftabúskapur. Bæði þekking á þessum málum og reynslan af haftabúskapnum, ekki eingöngu í hinum sósíalísku löndum heldur einnig víða í hinum kapítalíska heimi, þar sem víðtækum höftum og skömmtunum hefir verið beitt um lengri eða skemmri tíma hafa leitt til síkrar niður- stöðu. Þetta sker þó ekki úr um það hvers- konar eignaréttarskipulag sé hið hagkvæm- asta. Einkavæðing og markaðsbúskapur er engan veginn það sama. Opinberi geirinn í íslensku hagkerfi er minni en annars staðar á Norðurlöndum, en samt er það varla vafa- mál að við búum við ófullnægjandi markað en þar gerist. Og fómm við 200-300 ár aftur í tímann þá vora framleiðslutækin að mest- öllu leyti í eign einstaklinga, en markaðsvið- skipti vora sáralítil, vegna hinna ófullkomnu samgangna á þeim tíma. Til þess að markað- urinn geti á fullnægjandi hátt þjónað þörfiun neytendanna þurfa að vera skilyrði fyrir virki-i samkeppni og einkavæðing ein út af fyrir sig tryggir það ekki. Sú kenning hefir líka komið fram og átti a.m.k. ffam að seinni heimsstyrjöld nokkra fylgi að fagna jafnvel meðal vinstri hagfræð- inga, að hægt væri að koma á markaðssósíal- isma, þar sem byggt væri á samkeppni milli fyrirtækja í eigu hins opinbera og gæti sú samkeppni jafnvel orðið virkari en sú sem rekin væri milli fyrirtækja í einkaeign. Nú mun yfirgnæfandi meirihluti hagfræð- inga hins vegar vera sammála um það að tæknileg og stjórnunarlega vandamál, sem við yrði að etja í hagkerfi er byggði á mark- aðssósíalisma geri shkt skipulag ófram- kvæmanlegt. Þeim, sem kynnu að vilja fræð- ast betur um þetta efni, má benda á ágæta grein eftir dr. Jónas Haralz, fv. bankastjóra Landsbankans, er hann skrifaði um þetta efni fyrir 10 árum síðan í Klemensarbók, greinasafni sem gefið var út til heiðurs Klem- ensi Tryggvasyni á sjötugsafmæli hans. En hvað á að einkavæða og hvað ekki til þess að neytendum verði sem best þjónað? Það sem ætti að skera úr um þetta er það hvort unnt sé með viðráðanlegum kostnaði að tryggja virka samkeppni á því fram- leiðslusviði sem um er að ræða. Hvað snertir framleiðslu venjulegs neyslu- vamings eða aðfanga til framleiðslu, ættu alltaf að vera skilyrði fyrir virkri sam- keppni, ef ekki era skilyrði fyrir henni vegna fámennis í því landi sem um ræðir, ætti oft- ast að mega bæta úr því með því að leyfa innflutning. Fáir munu hinsvegar telja, að æskilegt sé að einkavæða fyrirtæki eins og vatns- veitur, rafveitur, hitaveitur, hafnir og flug- velli. Þar er annað hvort óframkvæmanlegt eða alltof dýrt að koma einhvers konai’ sam- keppni á, þannig að hér verður reksturinn annnaðhvort beinlínis að vera í höndum hins opinbera eða undir ströngu opinbera eftirliti. En hvað um lánastarfsemi og peninga- markað, sem hér er til umræðu? Með tilliti til þess hve margir þeir aðilar era, sem bjóða fram lánsfé annars vegar og spyija eftir því hins vegar er ekki vafi á því að virk sam- keppni á þessu sviði er möguleg. En er hún nauðsynleg? Hér á landi má segja að sú stefna hafi allt frá upphafi bankastarfsemi verið ríkjandi, að hún ætti með öllu að vera á vegum opinberra aðila eða í nánustum tengslum við þá. Jafnvel íslandsbanki, sem var að nær öllu leyti í eigu hluthafa, var svo að segja algjörlega undir opinberri stjórn, þannig að í raun var hinn nýi íslandsbanki fyrsti einkabankinn sem eitthvert verulegt vægi hafði á peningamarkaðinum. Um það má auðvitað deila, hvort það hafi verið af því góða eða illa að hið opinbera var þannig nær öllu ráðandi í bankastarfseminni. En á það má benda, að hætt er við því að áhrif þess að flokkspólitísk sjónarmið ráða eðlilega meira í ríkisreknu en einkavæddu banka- kei’fi hafi neikvæð áhrif á hagvöxt og þjóðar- framleiðslu. Þeir sem komnir eru á minn aldur munu minnugir átakanna milli Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks um yfirráðin yfir atvinnutækjunum í ýmsum byggðarlög- um. Segjum að eina frystihúsið á staðnum hafi verið í eigu einstaklinga, sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum. Slíkt var óþolandi að dómi áhrifamanna Framsóknar- flokks á staðnum. Það mátti til að hjálpa kaupfélaginu til þess að eignast frystihús. Ef þetta eina frystihús var hins vegar í eign kaupfélags þar sem Framsóknarmenn vora ráðandi þá mátti til að styðja einkaframtak- ið til að koma upp öðru frystihúsi. En þá var gjaman svo komið að afkastagetan í fisk- verkuninni var orðin tvöföld á við það sem þörf var fyrir. Hér skal ekki farið nánar út í það að gera samanburð á einkarekstri og opinberuin. En það sem hér skiptir máli er það að í bankarekstri er valið milli þess að einka- væða reksturinn í heild eða hverfa aftur að þvi fyrirkomulagi sem hér hefir lengst af verið ríkjandi að öll slík starfsemi hefír ver- ið á vegum hins opinbera. Hugmyndir um það að skapa einhverskonar jafnræði milli opinberra og einkarekinna fyrirtækja þannig að þau geti keppt á jafnréttisgrandvelli, era óraunhæfar með öllu. Ráðstafanir sem gerð- ar hafi verið í þessa átt hér á landi svo sem nú, að gera ríkisfyrirtækjum að greiða skatta í rfldssjóð sem er ábyrgur fyrir því að slíkir skattar séu greiddir eru nánast broslegar, enda er mér ekki kunnugt um dæmi fyrir slíku í nágrannalöndum okkar þó vera megi að þau séu til. Ríkisrekið fyrirtæki hefir slíka yfirburð- aðstöðu gagnvart einkafyrirtæki að engin samkeppni á jafnréttisgrandvelli kemur þar til greina. Þetta er hvergi augljósara en í bankarekstri. Hver er t.d. aðstaða einka- banka til að keppa um sparifé viðskipta- banka, þar sem rfldð ábyrgist allt spariféð? Það er nauðsynlegt að stjómmálaflokkamir geri fyrir næstu kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara innan árs, skýra grein fyrir stefnu sinni þessu máli, sem verður einn mikflvægasti þáttur stefnumótunar í efnahagsmálum fyrir næstu ár. Höfundur er prófessor. Reykjavík á merkisárinu 1904. Hér sést að búið er að leggja grunninn að húsi ís■ landsbanka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9.JÚLÍ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.