Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 8
GUÐMUNDUR Á. BJÖRNSSON Tímamót - ísland lýðveldi 17. júní 1944 Sem elfan errennurí farveginn foma, vort fullveldi er aftur í söguna skráð. Fyrir komandi tímanna kynslóð óboma, kappsamir höfum vér baráttu háð. Að ísland er leyst undan erlendum viðjum, íslenzka þjóðin því fagnar í dag. I auðmýkt og lotning vér einhuga biðjum, að örlögin snúi oss flestu í hag. Sjálfstæðið skapar oss fræknleik og frama, frjálsræði þráum vér gullinu meir. Hver ánauð á þegnunum athafnir lama en aldregi þjóðfrelsis hugsjónin deyr. Hvatningarorð gegnum aldimar óma, áfram til dáða, er takmarkið glæst. Nú tímamót björt yfír landinu Ijóma, loks hefur draumur Jóns forseta ræst. Eins æviskeið hefst, — þegar annars er runnið, allt lífíð er sköpunarmættinum háð. Eitt verkefni bíður — þá annað er unnið, frá örófí heims er til þróunar sáð. Hin torskildu vísindi tímana móta, á tækninnar sviði vér þjótum um braut. En veljum það nýtt, sem oss verður til bóta, því vandinn er mikill í samkeppnis-þraut. Eyjan vor sólbjarta, fjölskrúðug, fögur, með fossanna straumkraft og hveranna glóð. Hún á sér fræknleika, sagnir og sögur, söngva og frægustu bragjöfra ljóð. Hið íslenzka mál er að orðgnótt og kynngi, ein auðgasta tunga, vér geymum það bezt. Og vér eigum fmmkvöð að Pjóðræðis-þingi, þeim stjómarfars gmndvelli unnum vér mest. En landið var blómlegra, fegurra, frjórra, er frumbyggða-nemamir reistu hér bú, því eldheitar kalla til átaka stórra, þau umbótarstörfín er bíða vor nú. Vér yrkjum út skóga í holtum og hlíðum, unz hríslumar gnæfa við háfjalla brún. Vom húsakost bætum og hafskipin smíðum, en heimalönd ræktum í akra og tún. Vor æska hún lifír í vonanna draumi, að vinna til frama í sigmm og dáð. Á orkuna reynir í örlagastraumi, unz verður því hugsjóna takmarki náð. Ef manndómi hnignar fer menning í dróma, en menntunarlífíð er þjóðinni hollt. Vom háskóla reisum í veldi og blóma, hann verði oss metnaður, gleði og stolt. Hinn íslenzki svanni með ljúfhuga lyndi, Oft landinu færir þann dýrasta arf. Af friði og mildi, ástsæld og yndi, er unnið hið þögula mæðranna starf. Og hugdirfð í þjóðlífíð græðismenn grópa, en gróðurlandsbændurnir iðni og dug. Þeim letjandi tungum sem hugdeigar hrópa, hrakspám og æðm sé vísað á bug. Nú heimsveldin skjálfa við herfjötra-helsi, þar hatrið og drottnunin ráða í dag. En vér unnum einingu friði og frelsi, í framtíð að treysta vort sambræðralag. Um tímamót þessi nú á okkur kalla, þær örvandi hvatir, að marka þau spor, til farsældar íslandi eilífð um alla, það eflist og blómgist, sem gróandi vor. Við sambandsþjóð vora er sameining rofín, það sízt er af misklíð hún löngu er máð. En styrkjum að friður sé alþjóða ofínn og unnum því frelsi er höfum vér náð. Þeir íslenzkir frömuðir mannkosta mætra, merki vort beri um framandi lönd. En sambúð og afkomu sona og dætra, signi og varðveiti almættis hönd. Höfundurinn, f. 1896, d. 1968, var bóndi í Görðum á Álftanesi. Hann orti Ijóðið 1944, en það hefur aldrei áður verið birt. Narkolepsía sjúkdómur af óþekktum orsökum Rúm öld er nú liðin, síðan franski læknirinn Gelineau lýsti narko- lepsíu, sem sjálfstæðum sjúk- dómi. Hér er um sjaldgæfan sjúk- dóm að ræða, sem í flestum tilvikum er arfgengur, en getur þó einnig komið fram eftir höfuðáverka, heilaæxli og heilabólgu. Enda þótt orsök sjúkdómsins sé enn ókunn, er ijóst að sá hluti heilans, sem stjórnar svefni og vöku, starfar ekki sem skyldi. EINKENNI: 1. Helzta einkenni sjúkdómsins er óeðli- lega mikil svefnþörf (hypersomni), annað hvort sem stöðugur höfgi eða svefnköst, sem varað geta í u.þ.b. 15-60 mínútur. Þessi ómótstæðilega svefnþörf getur komið fram hvenær sem er, t.d. meðan á máltíð stendur, við vinnu, í prófi eða í miðjum samræðum. 2. Annað einkenni er skyndilegur missir vöðvastyrks í þverrákóttum vöðvum (katap- leksia), sem oftast á sér stað samfara geð- brigðum, s.s. hlátri, reiði, eftirvæntingu eða miklum vonbrigðum. Köst þessi geta verið breytileg að styrkleika. Stundum ná þau aðeins til vöðva í andliti eða hálsi, þannig að sjúklingurinn getur ekki haldið höfðinu uppréttu. Oft missir hann það sem hann heldur á, kiknar í hnjáliðum eða dettur jafnvel. Til að verjast slíkum köstum, reyna margir að bæla eðlileg viðbrögð, s.s. gleði, reiði og vonbrigði. Af þessum sökum getur þeim reynzt erfitt að njóta lífsins sem skyldi. Samskipti við annað fólk verða stirð- ari og oftar en ekki er þeim álasað fyrir sinnuleysi. 3. Svefnlömun getur gert vart við sig, þegar sjúklingurinn er í þann veginn að sofna eða vakna. Hann getur þá ekki hreyft sig, þótt hann skynji, það sem fram fer í kringum hann. Má þá segja, að líkaminn sofi en heilinn sé vakandi. 4. Sumir úpplifa ofskynjanir (hypnogog- isk hallucination) samfara svefnlömun og er það líkast því að dreyma, en vera þó vakandi. Flestir skynja slíkt, sem óþægiiega martröð, enda getur sjúklingnum reynzt örðugt að gera sér ljóst, hvort um ofskynj- im eða draum var að ræða. Það eru þessi fjögur einkenni, sem dæmi- gerð eru fyrir sjúkdóminn. Óeðlilega mikil svefnþörf er alltaf til staðar. Skyndilegur missir vöðvastyrks í 40-50% tilvika, svefnlömun í 20-50% tilfella en ofskynjanir aðeins í 10-15% tilvika. Stór hluti sjúlding- anna hefur mjög slitróttan nætursvefn og á það sinn þátt í því sleni, sem hrjáir sjúkl- ingana á daginn. Ástandi þeirra, er sjúk- dóminn hafa, hefur verið líkt við ástand heilbrigðra einstaklinga, sem ekkert hafa sofið í tvo sólarhringa. Sjálfkrafa athöfn (automatismi) sést stundum hjá narkolepsíusjúklingnum. Þar er um að ræða athöfn, sem framkvæmd er í vöku, en er þó aðeins að litlu eða engu leyti viijastýrð. Meðferð Engin lækning er til við þessum sjúk- dómi, en ýmis örvandi lyf hafa reynzt vel, til að fækka svefnköstunum. Þótt undarlegt megi virðast, er þolmyndun gegn þessum lyflum nær óþekkt meðal narkolepsíusjúkl- inga. Astæðan er talin vera boðefnaskortur í heilanum. Þeir geta því notað sama skammt af lyfjunum, árum saman, án þess að hafa tilhneigingu, til að auka hann. Nokk- ur hinna svokölluðu þríhringlaga geðdeyfð- arlyfja hafa verið notuð með góðun árangri gegn skyndilegum missi vöðvastyrks. Narkolepsía er sjúkdómur, sem oftast varir ævilangt. Algengast er, að hann geri fyrst vart við sig við 15-20 ára aldur. Óeðli- lega mikil svefnþörf er fyrsta einkennið, en hin þrjú koma ekki í ljós, fyrr en 3-10 árum síðar. Það dregst því oft árum sam- an, að sjúklingurinn fái rétta sjúkdóms- greiningu. Þeir, sem ekki þekkja til þessa sjúk- dóms, eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þeirri örorku, er hann veldur. Auk þess mæta sjúklingamir oft miklu skiln- ingsleysi í þjóðfélaginu. Þeir fá gjarnan þann stimpil, að þeir séu latir, sljóir og framtakslausir. Þessi misskilningur á fyrst og fremst rætur að rekja til þess, hve sjald- gæfur og lítt þekktur sjúkdómurinn er, en tíðni hans liggur á bilinu 0,5-1,0 prómill. Benda má á, að svefn narkolepsíusjúklinga er ekki frábrugðinn svefni annarra, að öðru leyti en því, að hann gerir vart við sig á röngum tíma sólarhringsins. Skyndilegur missir vöðvastyrks kemur einnig fyrir hjá heilbrigðum einstaklingum, meðan þeir sofa draumsvefni, en þeir, sem hafa narkolepsíu, upplifa þetta jafnframt í vöku. Með réttri meðferð og auknum skilningi á eðli sjúkdómsins, má til muna bæta líðan þeirra, er hafa narkolepsíu. Heimildir: Sehutz H., Pharmazie in unserer Zeit 19,65-72 (1990). Wildschiedtz G.: Narkolepsi. Hefti ótg. af Dansk Nar- kolepsiforening. Höfundur er lyf]afræðingur [ Danmörku. Helztu einkenni sjúkdómsins eru óeðlilega mikil svefnþörf, eða skammtíma svefnköst, sem geta komið hvenær sem er. Eftir STEFÁN NICLAS STEFÁNSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.