Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 3
MfgBiTg ® IE13 ® |[ ®1) B E ® E H ® E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Orrustur urðu margar og mannskæðar í Skagafirði á Sturl- ungaöld. Nú hafa Sauðkrækingar fengið málarann Jóhannes Geir tii að mála fyrir Gagnfræðaskólann á Króknum myndir, m.a. af Víðinesbardaga, Haugsnesfundi, Hólabardaga, Flugumýrarbrennu og Örlygsstaðabardaga. Lesbókin hefiir litið á málverk Jóhannesar Geirs. 1930 leitaði íslandsbanki ásjár rfldsstjómar og Alþingis að veittar yrðu takmarkaðar ábyrgðir fyrir lánum sm gerðu bankanum kleift að halda starfsemi sinni áfram. Því var synjað og bankinn varð að loka. Um það fjallar síðari hluti greinar Ólafs Bjömssonar prófessors um Islandsbanka 90 ára. er hjarta Þýzkalands, segir greinarhöfundurinn Karl Helmut Kortsson, dýralæknir á Hellu, sem var á ferð um Saxland. Það er í suðausturhominu á sameinuðu Þýzkalandi og þar era stórfenglegar menningarborgir eins og Leipzig og Dresden. HAN SHAN Dagarnir líða Jóhann Hjálmarsson þýddi Ölvaðir látum við dagana líða, árin renna hjá. En í gröfínni, undir torfunni, sést aldrei dimmleitur morgunmáninn. Bein, hold — dreift, horfíð: sál þín er einmana fjúkandi lauf. Ég bryð mélin, les til einskis um dyggðina og veginn. Han Shan var fomkínverskt skáld frá níundu öld. Hann sneri baki við fjöl- skyldulífi, gerðist förumaður og settist að lokum að í nágrenni Kaldaljalls sem nafn hans merkir. Han Shan er talinn hafa náð mjög háum aldri og eftir hann liggja um 300 Ijóð, öll án heitis. Mörg þeirra þýddi Bretinn Arthur Wa- ley, þýðandi sem hafði áhrif á og mótaði hina svokölluðu ímagista, ekki síst höfuðskáldið Ezra Pound. Pýð. B B Reyklausir menn og bílar Sígldir era þeir nú orðnir fyrirlestr- arnir sem dr. Sigurður Nordal flutti um einlyndi og marglyndi á dögun- um. í innangsfyrirlestrinum fjallaði Sigurður um listina að lifa lífinu, þá list sem allt heilbrigt og gott fólk reynir að tileinka sér — en reynist flestum sífelld barátta við eigin takmarkanir og þær misvitra reglur sem samfélagið setur okkur til eftirbreytni. í þessum fyrirlestri getur Sigurður þess að hann hafi reynt að leita ráða í ritum um siðspeki — en leitað þar ullar í geitarhúsi enda siðspekingarnir sjaldnast haft útsýni yfir lögmál samfélagsins. Meira gagn telur Sigurður sig hafa haft af mönnum sem vildu kenna fólki „lífernislist" án tillits til siðferði- kerfa. Þessa menn kallar Sigurður að vísu skottulækna enda bækur þeirra, þótt margt sé þar viturlega mælkt, yfirfullar af vafasöm- um staðhæfingum um það á hvern hátt menn skuli lifa lífi sínu svo vel fari. Þessar bækur era e.k. reynsluvísindi, höfundur finnur fær- an veg fyrir sig og vili því setja vegvísa fyr- ir alla hina, fylg þú mér! Öll þekkjum við slíkar bækur. Þær era framleiddar um allan heim í milljónaeintök- um og langmest lesnar af óhamingjusömum og firrtum Vesturlandabúum sem þykir sem líf þeiira hafi steytt á skeri. Þessar bækur eru að því leyti holl lesning að þær flytja jákvætt og bjartsýnt lífsviðhorf: Vandi þinn er smávægilegur, kæri vin. Ég stóð eitt sinn í sömu sporam og þú og svona fór ég að og náði fótfestu og varð ríkur, frægur og ham- ingjusamur. Hér er uppskriftin! Að sönnu skal það viðurkennt að nú um stundir fjalla flestar slíkar bækur um þá lífsl- ist að sýnast ungur og fagur sem lengst, mjór og spengilegur fram eftir öllum aldri með það að höfuðmarkmiði að ijúka hérvist- ardögunum sem stælt og föngulegt lík. — En það er nú önnur saga. Eitt einkenni þessara lífslistarbóka er það að þar er einblínt á einn eiginleika manna og andstæðu hans en allt annað látið afskipta- laust. t.d.: a) Þeir sem era feitir/hinir sem era grannir. b) Þeir sem drekka sér til vansa/þeir sem era reglumenn á vín. c) Þeir sem „meikaða“/hinir sem ekki „meikaða." Þetta sjáum við gjama í umfjöllun blaða og tímarita um „fólk í fréttum". Þessu fólki er ánafnaður einn eiginleiki sem hamrað er á út í hið óendanlega, venjulega ekki sá eigin- leiki sem mestu máli skiptir heldur sá sem líkiegur er tfl að selja blaðið best. í slíkum fréttum fáum við án afláts að lesa um er- lenda leikara, söngvara, tískufólk og kónga og drottningar án þess að öðlast um fólkið nokkra vitneskju aðra en þá hvernig einum gengur að losna við aukakflóin, öðram við eiturlyfjafíkn sína o.s.frv. Sem dæmi má nefna leik- og söngkonuna Madonnu sem skv. fréttum stríðir alveg látlaust við at- hyglisverða brókarsótt meðan listar hennar er að engu getið. Nú um nokkurt skeið hefur talsvert mætt mig þessi árátta að magna svo upp einn löst manna að allir aðrir lestir sýnast hjóm eitt í samanburði við hann. Ég er að tala um reykingar. Ég hef vanist þvi um mína daga að allt almennilegt fólk sé smíðað af fjölda kosta og galla — svo tel ég um mig einnig. Einn er sá ljóður á ráði mínu að ég lærði ungur að reykja og gerði það síðan að íþrótt minni. Þessi mín takmörkun hefur nú um nokkurra ára skeið verið gerð að slíku skrímsli að allt annað fellur í skuggann. Aðrir gallar mínir njóta nú ekki sannmælis lengur og kostir mínir hverfa í reyk. Um mig verður fátt annað sagt utan: „Þórður þessi reykir.“ Þyk- ir mér það snautleg mannlýsing. Að hinu leytinu þætti mér þessi mannlýsing lítt bæri- legri: „Um Þórð þennan má segja að hann er reyklaus." Mér er nefnilega þannig farið að mér þykja reykingar heldur smávægilegur löstur miðað við ýmsa aðra sem óprýða mannskepnuna. Að sama skapi tel ég reykleysi léttvægan kost manna miðað við meginkosti. Nú skal það skýrt tekið fram að ég er ekki stoltur af reykingum mínum fremur en ýmsum öðram annmörkum mínum sem ég hef ekki komist hjá að verða var við. Auk þess er mér fyllflega ljóst að lesti mínum fylgir talsverð mengun auk óhreininda. Mér þykir bara alveg bráðhvínandi nauðsynlegt að fólk hafi eitthvað meira við sig en reykleys- ið sitt. Ég reyndi m.a.s. fyrir u.þ.b. einu ári að hætta að reykja og hélt það út í 74 daga og rúmlega 18 klst. Er af því hörmuleg saga. Mér reyndist sem sé ekki gefið að geta bætt ráð mitt að þessu leyti. Tfl að undirstrika enn frekar gæfu þeirra og óumdeilanlega yfirburði sem ekki reykja hafa þeir hinir sömu komið hugsjónum sínum á framfæri með margvíslegum hætti, t.d. með auglýsingum. Reyklausar íbúðir hófu fyrir skömmu innreið sína í íslenskt mál — og stundum sér maður reyklausa bfla aug- lýsta — sem þó hafa púströr. Reyklaus bfll er sá bfll sem aldrei hefur verið reykt í og ekki hef ég mannvit tfl að skflja hvað sá bíll hefur fram yfir aðra bfla. Ekki skortir heldur alls kyns slagorð og áróður tfl að minna okkur reyldngafólkið á löst okkar. Við reykjum ekki hér má víða sjá á veggjum og lýsir umtalsverðum hroka. Hverjir era þessir við? Telst ég ekki með ef ég er á slflcum stað? Víða hefur verið gripið til þess óyndis- úrræðis að stúka það fólk af sem reykir — gjarna í litlum og ljótum afkimum, t.d. í kaffi- og kennarastofijm. Þannig er nú svo komið að enginn mannlegur löstm- nýtur við- líkrar virðingar sem reykingar. Ég fullyrði að ég þekki fólk sem harla brýnt er að taki sig á í mörgu tilliti; það er einfaldlega galla- gripir. Þetta fólk á það til að mæta manni með talsverðu yfirlæti og segja lítilvirðandi: „Ertu enn að reykja, Þórður?“ og minnir á í leiðinni að það sjálft sé allt að því helgir menn. Sannarlega þætti mér brýnna að á sam- komustöðum manna væra miðar og áróðurs- gögn sem tækju á verri eiginleikum í fari manna í reykingum. í stað við reykjum ekki hér fyndist mér eðlilegra að stæði: Hér reyn- um við að vera skemmtileg, Hér sýnum við hvert öðru virðingu, Hér göngum við snyrti- lega til fara og ég gæti haldið áfram aftur á baksíðu þessarar Lesbókar að telja upp kosti mannanna sem mér þykja taka reykleysi fram. Kannski getum við séð fyrir okkur kaffi- stofur og viðlíka samkomustaði manna sem samsafn klefa þar sem hver löstur hefur sitt aðsetur. Þar mætti finna auk reykklefans leiðindagaurakró, hrokagikkjastíu, and- remmu- og táfylukvíar, vindbelgjaskúta o.fl. Það er ekki fógur framtíðarsýn. Ég minnist þess að ég las eitt sinn frásögn af barni einu sem gert var að skrifa ritgerð um lífslistina. Bamið þótti ekki líklegt til afreka á hinu andlega sviði en því lánaðist samt í stuttri og hnitmiðaðri ritsmíð að sjá lengra flestum siðferðispostulum vorra tíma. Ritgerð barnsins svarar öllum spurningum um listina að lifa: „Það er got að vera góur. Það er ljót að vera vondur. Nú er stflin búin.“ ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JÚLÍ1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.