Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 1
ORGUNBLAÐS StofnuÖ 1925 27. tbl. 12. ágúst 1995 — 70. árg. FRANSKA byltingin 1789. Eru einhver tengsl niilli pólitískra stórviðburða í Frakklandi og hins risastóra eldgoss á Islandi? LAKAGÍGAR: „Logandi standa í langri röð/ljósin á gígastjaka“, segir í Áföngum Jóns Helgasonar. Sá gígastjaki hefur verið til- komumikill, en skelfilegur, og olli kólnandi veðurfari og upp- skerubresti í Evrópu. Hörmungar og hugarfar afa náttúruhamfarir áhrif á samfélagsþróun? Hvaða áhrif hefur sambúð við óblíð náttúru- öfl og hamafarahætta á hugarfar, sálarlíf og hegðun manna? Af hverju eru Islendingar svo hjátrúarfullir sem raun ber vitni? Væru ís- Þessi grein íjallar um samspil hamfara og mannlífs. Snemma þóttu íslendingar svolítið sérkennilegir og þungir á bárunni og vel má vera að sambýlið við harðneskju náttúrunnar eigi þar drjúgan hlut að máli. Eftir EYJÓLF MAGNÚS- SON, PÉTUR HANNES ÓLAFSSON og VIGNI JÓNSSON. lendingar hinir sömu ef þeir bygg)u við blíð- ari aðstæður frá náttúrunnar hendi? Hafa náttúruhamfarir á Islandi breytt gangi mannkynssögunnar? Eru styrjaldir og ham- farir af mannavöldum á einhvern hátt sam- bærilegar náttúruhamförum? Hvernig eru viðbrögð fólks sem lendir í náttúruhamför- um og hvaða afleiðingar hafa slík áföll til langframa? Hvernig ber að haga viðbúnaði gagnvart hamförum og í hversu miklum mæli er hægt að búa fólk undir að takast á við slíkar uppákomur? Spurningum af þessu tagi hafa menn verið að velta fyrir sér í Menntaskólanum við Sund, í námsá- fanga þar sem ólíkar fræðigreinar leiða saman hesta sína og nálgast viðfangsefnin frá víðari sjónarhóli en hin hefðbundna fag- lega aðgreining býður upp á. ÍSLAND OG Náttúruhamfarir Hvernig er veðrið í dag? er spurning sem oft er á vörum landans. An þess að við ger- um okkur endilega meðvitað grein fyrir því er náttúran ofarlega í huga okkar íslend- inga. Hvers vegna? M.a. vegna þess að nátt- úruhamfarir eru óvenju tíðar hér landi. Veðr- ið á reyndar ekki eitt hlut að máli, en ekki aðeins hefut' afkoma þjóðarinnar verið mjög háð veðurfari, heldur hefur saga hennar ver- ið mörkuð stóráföllum sem því tengjast. Árið 1700 farast t.d. bátar með 156 mönnum á einum degi þegar ofviðri brestur á. Þá hefur Páll Bergþórsson veðurfræðingur fært rök fyrir því að átök Sturlungaaldar — og þar með endalok þjóðveldisins — megi að tals- verðu leyti rekja til kólnandi veðurfars yfir langan tíma, en slíkt telst til .hægfara nátt- úruhamfara". Eldgos, jökulhlaup, jarðskjálftar, hafís, skriðuföll og snjóflóð hafa líka tekið sinn toll. Nokkur dæmi: í Móðuharðindunum féll fimmtungur þjóðarinnar, hundrað manns misstu lífið í snjóflóðum á 17. öldinni, á 12. öld 'iétust 30 manns í Suðurlandsskjálfta, þrjátíu bæir fóru í eyði og á þriðja hundrað manns missti heimili sín þegar Óræfajökull gaus á 14. öld og áfram mætti lengi telja. Segja má að enginn staður á landinu sé alger- lega óhultur gagnvart ógn af hálfu náttúr- unnar. Sú staðreynd hefur án efa sett sitt mark á lundarfar landsmanna og lífsviðhorf. En hversu djúpstæð og varanleg eru áhrif hamfaranna, í hve miklum mæli hafa þær mótað íslenskt samfélag? Annálar greina stundum frá hamförunum sjálfum, en veita takmarkaðar upplýsingar um félagslegar af- leiðingar þeirra. Þar verður að geta í eyðurn- ar. Er Móðuharðindum Að Fullu Lokið? Sagt er að það hafi tekið Þjóðveija aldir fremur en áratugi að jafna sig andlega eftir hörmungar þijátíu ára stríðsins sem lauk 1648, en þá lét þriðjungur þjóðarinnar lífíð. Sé það rétt má spyija hvort Móðuharðindin, sem dundu yfír fyrir röskum 200 árum, sitji á einhvern hátt enn í okkur íslendingum? Sú spurning kann að virðast fjarstæðukennd, en ef að er gáð má vera að hún eigi rétt á sér. Erlendis hafa síðustu áratugi verið gerðar margháttaðar rannsóknir á félagslegum af- leiðingum náttúruhamfara og ein meginnið- urstaðan er sú að áfallið sem þeim fylgir, hugarvíl, spenna og kvíði geti búið með fólki ævilangt ef það fær ekki viðeigandi aðstoð og jafnvel smitast til afkomenda sem aldrei upplifðu þessar hamfarir sjálfir. Það er einn- ig rauður þráður í þessum rannsóknum að fátæk samfélög séu mun lengur að rétta úr kútnum en hin auðugri, ekki aðeins efnahags- lega, heldur líka félagslega og andlega. Vel stætt samfélag hefur miklu meiri möguleika til andlegrar og efnahagslegrar endurreisnar en fátækt samfélag. Þó að náttúruhamfarirn- ar sem slíkar séu sambærilegar er mannfall- ið að jafnaði mun meira í því síðarnefnda og afleiðinga hamfaranna sér þar miklu lengur stað, á meðan betur stæða samfélagið getur afmáð flest eða allt sem minnir á þær á til- tölulega skömmum tíma, a.m.k. á yfírborðinu. íslendingar voru sannárlega fátækir og vanmáttugir á tímum Móðuharðindanna og lengi eftir að þau voru um garð gengin og víst má telja að fylgifiskar náttúruhamfara á borð við félagsleg og sálræn vandamál hafa bæði verið langvinn og erfíð raun og sett sitt mark á afkomendurna. Gísli Gunn- arsson sagnfræðingur hefur reyndar talað um „Móðuharðindi af manna völdum" og skírskotar þá til þess að sjálfsköpuð fátækt og vanþróun hafi gert þjóðinni þetta áfall mun þungbærara en það hefði þurft að vera. Nú á dögum eru íslendingar tæknilega og efnahagslega betur búnir undir náttúruhamf- arir en margar aðrar þjóðir. Enn í dag hafa engar rannsóknir verið gerðar hér á landi á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.