Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 8
1 RA UÐASKRIÐA íAðaldal. tbúðarhúsið var byggt árið 1926. Til hægri: Friðfinnur Sigurðsson á 100 ára afmæli sínu. Myndin birtistmeð viðtali viðhann í Morgunblaðinu 18.júlí, 1965. -130 ára minning F riðfinnur í Rauðuskriðu Reyndi mátt og manndóm við margra átta bylji, eyddi þráttum, efldi frið einlægur sáttavilji. Iþessum vísuorðum sem þeir Egill Jónasson og Steingrímur Baldvinsson sendu Friðfinni Sigurðssyni, bónda í Rauðuskriðu í Aðaldal, þegar hann varð 100 ára, má lesa nokkra mannlýsingu og greina eiginleika sem ríkir voru í eðli Friðfinns. Friðfinnur Sigurðsson fæddist á Hóli í Köldukinn, S.-Þing., 16, júlí 1865. Foreldr- ar hans voru Sigurður Sigurðsson og Helga Jónasdóttir frá Björgum í Kinn. Bræður Friðfmns voru Kristján á Halldórsstöðum og Sigurður á Landamóti, lengi hreppstjóri ,í Ljósavatnshreppi, og Þórir, sem dó um tvítugt. Systumar vom tvær: Sigríður sem bjó á Halldórsstöðum alla ævi og Karitas, sem ung lézt af barnsförum. Friðfinnur hóf búskap á Halldórsstöðum í Kinn 23 ára á hörðu vori og við lítil efni. Áhöfnin var í byijun 25 kindur, ein kýr og einn hestur. Með mikilli ráðdeild, sem löngum þótti einkenna Friðfinn, svo og fyrirhyggju stækkaði bú hans smám saman og komst í 230 fjár, 4 kýr og 6 hross þeg- ar flest var. Skipaði Friðfínnur sér í röð virtustu bænda í héraðinu. Friðfinnur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Sigurbjarnardóttir, fóstur- dóttir Áma Magnússonar, stórbónda í Rauðuskriðu í Aðaldælahreppi. Árni Magn- ússon átti mörg fósturböm og skipti jörð- inni milli þeirra. Einn hlutann fékk Guðný. Hófu Friðfinnur og Guðný búskap í Rauðu- skriðu árið 1897. Smám saman keypti Frið- finnur aðra hluta jarðarinnar og eignaðist hana alla að lokum. í viðtali við Friðfínn, þegar hann varð 100 ára, er haft eftir honum: “Ég reyndi alltaf um mína daga að skulda engum. Eina skuldin, sem ég man eftir, var lánið sem ég fékk hjá Stefáni Guðjohnsen, kaup- manni. Það var þegar ég keypti þann hluta af jörðinni, sem ég átti ekki í upphafi. Ég fékk lánaðar 500 kr. Þegar ég spurði Guðjohnsen hvaða tryggingu ég ætti að gefa honum vildi hann enga, og þetta var ekki einu sinni skriflegt. En ég gat borgað þetta áður en umsaminn tími var liðinn." Sýnir þessi frásögn vel hvílíks trausts Frið- finnur naut, ekki aðeins þá heldur og alla tíð. Guðný, kona Friðfinns, dó árið 1900 eftir fárra ára sambúð þeirra hjóna. Þau eignuðust 3 börn. Þóra dóttir þeirra féll frá rúmlega tvítug en tveir synir, Árni og Sigurður, urðu bændur í Rauðuskriðu og bjuggu þar í tvíbýli. Þeir voru kvæntir systrum, Kristjánsdætrum, frá Bergsstöð- um í Aðaldal, Árni Guðnýju og Sigurður Huldu. Er Guðný nú ein á lífi þeirra fjög- urra og dvelst á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Seinni kona Friðfinns var Guðrún Bjarnardóttir frá Vestari- Krókum í Fnjóskadal. Til hennar leitaði Friðfinnur er Guðný féll frá. Þau giftust síðan og eign- uðust dreng, er skírður var Björn. Hann dó úr kíghósta u.þ.b. ársgamall árið 1903. Eina dóttur áttu þau, Guðnýju, er síðar varð húsfreyja í Fagranesi í Aðaldal, Guðný er enn á lífi háöldruð og dvelur hjá syni sínum og tengdadóttur í Fagranesi. Guð- rún, seinni kona Friðfinns, dó árið 1949. Friðfinnur naut engrar skólamenntunar um dagana. Bróðir hans kenndi honum að lesa og skrifa. En Friðfinnur var búinn góðri greind og naut þeirrar menntunar sem gott heimili og lífsins skóli hafði að bjóða og reyndist honum dijúgt veganesti um dagana. Það var álit margra þeirra er Friðfinni kynntust að hann væri greindur, hagsýnn, nýtinn, vinnusamur, gætinn, úr- ræðagóður, ýtinn án þess að vera frekur og kæmi sínum málum fram þótt hægt færi. Öllum vildi hann gott gera. Það gat naumast hjá því farið að manni gæddum slíkum eðliskostum yrðu falin trúnaðar- störf í þágu almennings. Friðfinnur var einn af stofnendum Spari- sjóðs Kinnunga og öflugur stuðningsmaður hans til dauðadags. Sat lengi í hreppsnefnd Aðaldælahrepps, úttektar- og virðingar- maður, við vegagerð og verkstjórn, deildar- stjóri Kaupfélags Þingeyinga, í sóknar- nefnd og formaður hennar um skeið, sátta- semjari, einn af stofnendum Rjómabús Þin- geyinga og Búnaðarfélags Aðaldæla. Tveim stofnunum unni Friðfinnur fremur öðrum, Kaupfélagi Þingeyinga og Spari- sjóði Kinnunga. Á kreppuárunum eftir 1930 komst Kaupfélag Þingeyinga í mikinn vanda sökum verslunarskulda félags- manna. Átti Friðfinnur einn hæsta stofn- sjóð hjá félaginu. Hann og ýmsir rosknir menn töldu að með stofnsjóðnum væru þeir að safna sér tryggingu til elliáranna. Friðfmnur þótti nokkuð fastur á fé en í vandræðum félagsins bauð hann að láta af hendi stofnsjóð sinn, vildu aðrir gera hið sama. Fordæmi Friðfínns varð kaupfé- laginu ómetanlegt. Oft var Friðfinni falið fjárhald ómynd- ugra og þótti vel gefast sökum samvisku- semi hans og fjármálahygginda. Geymdi hann stundum um 50 sparisjóðsbækur skjólstæðinga sinna sem áttu innistæður í Sparisjóði Kinnunga. Ekki voru þó háar upphæðir alls staðar. Margir einstaklingar áttu athvarf í Rauðuskriðu hjá þeim hjónum Friðfinni og Guðrúnu og dvöldu þar árum saman og vel að þeim hlúð. Friðfinnur var stór maður og þrekvax- inn. Bóngóður, hollráður og greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa. Hann sagði eitt sinn í viðtali að honum hefði snemma runnið til rifja fátækt foreldra sinna og ásett sér að komast í álnir og verða aflögu- fær svo að hann gæti liðsinnt öðrum. Marg- ir leituðu til hans í erfiðleikum og ógjarnan lét hann menn fara tómhenta heim sem til hans sóttu. Friðfinni búnaðist vel í Rauðuskriðu. Jörðin var slétt af náttúrunnar hendi og auðveld til nýtingar. Hann bætti jörðina að húsum og ræktun og hafði hinar bestu nytjar af búi sínu. Aldrei varð hann hey- laus og gat stundum miðlað öðrum heyi í vorharðindum eins og árið 1920 þegar hann gat hjálpað sveitungum sínum um 160 vættir. Árið 1930 var Jónas Jónsson frá Hriflu dóms- og kirkjumálaráðherra. Hafði hann ákveðið að leggja niður Grenjaðarstaðar- prestakall og vildi ekki auglýsa prestakall- ið laust til umsóknar þegar sr. Helgi Hjálm- arsson hvarf þaðan braut. Undu mörg sóknarbörn illa þessari ákvörðun Jónasar og gekk þar harðast fram fyrir skjöldu Friðfmnur í Rauðuskriðu. Varð þessi and- staða til þess að Jónas lét undan síga og auglýsti prestakallið og um það sótti sr. Þorgrímur Sigurðsson og hlaut hann lög- mæta kosningu. En ljóst var að Jónas ætlaði sér ekki að veita prestakallið því hann lét byggja alla parta Grenjaðarstaðar- jarðar og þegar prestshjónin komu norður að Grenjaðarstað var ekkert rými fyrir þau á staðnum þar sem bærinn var setinn fólki. Fóru prestshjónin því til Húsavíkur og dvöldu hjá sr. Knúti Arngrímssyni meðan verið var að rýma til á prestssetrinu Gren- jaðarstað. Voru losaðar handa þeim tvær stofur sem þau fluttu í en ekkert höfðu þau eldstæði. Ekki veitti Jónas prestakallið að heldur og liðu nokkrir mánuðir og var sr. Þorgrímur tekinn að ókyrrast. Varð þá að ráði að sóknarnefndir fólu Friðfinni að fara suður til Reykjavíkur ög fá Jónas til að veita prestakallið og greiða úr húsnæðis- málum prestsins. Með Friðfinni fór og sr. Þorgrímur. Hafði Friðfinnur aldrei komið til Reykja- víkur en átti þar náinn frænda og vin, Sig- urð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra, sem reyndist Friðfinni betri en enginn í þeim reipdrætti sem nú hófst með Friðfinni og ráðherra. Gekk Friðfinnur á fund Tryggva Þórhallssonar, forsætisráðherra, til að leita eftir hans liðsinni. Mun Tryggvi hafa lagst á sveif me'ð Friðfinni. Leið nokkur tími og varð talsvert þóf. Jónas hugðist mæða Friðfinn svo að hann hyrfi norður án þess að koma erindi sínu fram. En þetta fór á annan veg. Með seiglu og ýtni Friðfinns og tilstyrk góðra manna fór svo að lokum að bóndinn hafði sitt fram og ráðherra veitti sr. Þorgrími prestakallið og greiddi úr húsnæðismálum hans. Frá þessu segir Eftir SIGURJÓN JÓHANN- ESSON FRIÐFINNUR og fyrri kona hans, Guðný Sigurbjarnar- dóttir, ásamt sonum þeirra, Árna og Sigurði, sem báðir urðu síðar bændur í Rauðuskriðu. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.