Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 4
Gervigreindarkerfi geta slegið sérfræðinga út M agnús Sigurður er fæddur árið 1949. Hann er menntaður sálfræðingur frá Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur dvalið samtals 18 ár erlendis ýmist við nám eða störf á sínu sviði. Hann er að líkindum eini íslendingur- inn sem borið hefur prófessorstitil og starf- að sem slíkur við Parísarháskóla í Sorbonne í París (nánar tiltekið við þá sálfræðirann- sóknastofu sem fyrrum var stjórnað af Al- bert Binet). Á undanförnum 15 - 20 árum hefur Magnús einkum unnið að þróun atferl- isfræðilegs formgerðarlíkans og hugbúnað- ar, sem heitir THEME og er ætlað til að auðvelda atferlisrannsóknir. Rannsóknarstarf hans er viðurkennt víða um heim en þess ber að geta að hann hefur dvalist sl. 6 ár hérlendis og á þeim tíma starfað í beinum tengslum við erlenda há- skóla í ýmsum Evrópulöndum auk þess að sjá um námskeið á sínu sérsviði í Háskóla ísíands. Magnús er fæddur og uppalinn í miðbæn- um, sonur Magnúsar G. Jónssonar sem var dósent í frönsku við Háskóla íslands og Jónu K. Magnúsdóttir en þau bjuggu á Tjamargötu 40 í Reykjavík. Hann býr nú þar ásamt konu sinni, Ágústu Sveinbjörns- dóttur, arkitekt hjá Borgarskipulagi Reykja- víkur og bömum þeirra". Rætt við Magnús S. Magnússon, forstöðu- mann Rannsóknarstofu um mannlegt atferli við H.í. og fyrrum prófessor við Sorbonne-háskólann í París, um þann þátt sem hann hefur átt í að þróa gervigreindarkerfi, um kosti þeirra og annmarka, svo og stöðu Háskóla íslands. Eftir AGUSTINU JÓNSDÓTTUR RANNSÓKNARSTÖRF Hvernig tengjast rannsóknir þínar gervi- greind? „Ég hef þróað tölvunaraðferðir af gervi- greindarættum til atferlisrannsókna, það er til að leita að huldum endurteknum mynstr- um í atferli og samskiptum manna. Ég lít ekki á rannsóknir mínar sem gervigreindar- rannsóknir en kenningarnar og hugbúnað- inn THEME setti ég fyrst fram opinberlega á þingi, um gervigreind, sem haldið var í Uppsalaháskóla árið 1982. Sænsku gervi- greindarsamtökin voru reyndar stofnuð á þessu þingi. Aðferð mín byggir á samblandi af töl- fræði, svokölluðum ef...þá reglum og í ríkum mæli samkeppni milli fundinna mynstra sem MAGNÚS S. Magnússon, fyrrverandi prófessor við Sorbonne-háskólann í París. Það tók 16 mánuði að meta það hvort hann væri hæfur til að starfa hérlendis á mun lægra háskólastigi. Ljósm.-.Greinarhöf. verða fyllri og flóknari með hverri „kyn- slóð“. Þannig svara þau stöðugt betur, út frá sjónarmiði fræðilíkansins, til skipulags þess atferlis sem rannsakað er. Hugmynd- irnar að líkaninu eiga rætur að rekja til hátternisfræði, (atferlis)sálarfræði, málvís- inda og skynheildar-sálarfræði.“ Magnús skilgreinir greind sem hæfileik- ann til að leysa ýmis konar vandamál. Hann segir að tölvuforrit hafi gervigreind ef það geti leyst vandamál sem krefjast greindar séu þau leyst af mönnum. Hvort sem um greind eða gervigreind er að ræða þá sé átt við hæfni til að leysa verkefni sem krefj- ast nokkurrar vitsmunagetu hjá mönnum. Hver er munurinn á greind og gervi- greind? Hvers vegna er þörf á að nota tvö mismunandi heiti? „Það er gert til að undirstrika hve aðferð- ir tölvunnar geta verið frábrugðnar aðferð- um manna; að hugsanaferlið getur verið gjörólíkt þó að sama lausn finnist. MENN og dýr: „Ég varð einnig sannfærður um að munur á mönnum og dýrum væri miklu minni en yfirleitt var (og er) talið.“ Myndin: Kona og dýr í landslagi. Eftir Karl Einarsson Dunganon. Til hægri: í Skáktölvum er unnið með gervigreind og þar höfum við gott dæmi um árangur sem næst í afmörkuðu og vel skilgreindu verkefni. í örfáum orðum má segja að það gerist á tvennan hátt nú á tímum þegar tölvu er gefin gervigreind. Sá fyrri, sem telst nú hefðbundinn, byggir á svokölluðum ef...þá- reglum ásamt ýmsum upplýsingum. Gervi- greindarforriti er fengið vandamál eins og t.d. að tefla skák. Þá greinir forritið fyrst aðstæður í stöðunni t.d. hversu marga menn hver aðili hefur, hvaða menn eru valdaðir, hveijir eru í uppnámi, hvort hægt sé að skáka o.s.frv. Ut frá þeirri greiningu og ýmsum upplýsingum um þekktar stöður, ákvarða ef...þá- reglurnar hver næsti Ieikur forritsins á að vera. Þ.e.a.s „ef“ aðstæður í stöðu taflsins eru þessar „þá“ skal leikið svona eða á hinn veginn. í dag teljast skák- forrit með mögnuðustu tegundum gervi- greindarforrita af þessari tegund sem hér um ræðir“. Eru þessi forrit ekki vanmáttug að ein- hverju leyti? „Jú, segja má að þau séu það gagnvart illa skilgreindum vandamálum þar sem á illfýrirsjáanlegan hátt reynir á almenna skynsemi við nokkuð óljósar aðstæður. Það á oftast við þar sem taka þarf ákvarðanir út frá ónákvæmum og óöruggum upplýsing- um eins og dæmigert er fyrir daglegt líf og störf fólks. Gervigreindarkerfi af þessu tagi slá marga sérfræðinga út á ýmsum sviðum. Nýrri áhersla í þróun gervigreind- ar leitar fanga í þekkingu og hugmyndum varðandi starfsemi heilafruma og þeirra samtengdu kerfa sem þær mynda í heilum manna og dýra. Því er talað um gervitauga- net þegar kerfi eru sett upp í tölvum sem líkja eftir nokkrum eiginleikum taugafruma og tengingum á milli þeirra. Sérstakir eigin- leikar þessara kerfa, sem eru í öflugri þró- un, eru einmitt þeir hæfileikar að greina mynstur í óljósum upplýsingum og bregðast við þeim á réttan hátt. Einkennandi fyrir gervigreindarforrit af síðari gerðinni er að þau læra sjálf af dæmum sem þeim eru gefin, líkt og þegar manneskja lærir að greina á milli málverka eftir Kjarval og Picasso með því að sjá nokkrar myndir eft- ir hvorn. Hliðstætt er þegar við lærum að treysta fólki sem sýnir vissa tegund hegðun- ar. Kerfi af þessu tagi eru t.d. nú þegar n'otuð í sumum bönkum til að meta láns- hæfi einstaklinga og fyrirtækja. Hins vegar er óljóst hvaða þekking eða rök liggja að baki ráðlegginga slíkra kerfa og þau líkjast að því leyti meira tölfræði eða líkindafræði- legum aðferðum við lausn vandamála. Gervitauganetin leysa best verkefni sem eru skyld skynjun og ákvarðanatöku þar sem mönnum er ekki endilega ljóst hvernig þeir komast að niðurstöðunni; geta jafnvel alls ekki skýrt það. Þessi kerfi eiga hins vegar erfitt með flókna rökhugsun og jafn- vel reikning. Engum þarf að koma á óvart að nú eru til gervigreindarkerfi sem sam- tengja bæði þau fyrmefndu og jafnvel enn nýrri nálganir eins og þá sem tengist hinu svokallaða gervilífs-sviði, sem inniber heill- andi möguleika varðandi þróun gervigreind- H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.