Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 9
GUÐRÚN Bjarnardóttir, húsfreyja í Rauðuskriðu og seinni kona Friðf- inns. Hún heldur á Guðnýju, síðar húsfreyju í Fagranesi í Aðaldal sem enn er á lífi. Hjá þeim stendur stjúp- dóttir Guðrúnar, Þóra Karítas. í Árbók Þingeyinga 1993 og er byggt á viðtali við Friðfinn árið 1959 þegar hann var 94 ára og hugsun hans enn skýr og minnið trútt. Enn gekk Friðfinnur fram fyrir skjöldu þegar nýtt prestsseturshús var byggt úr steini á Grenjaðarstað árið 1936. Vildi prest- ur þá láta rífa gamla bæinn og jafna við jörðu. Var bærinn þá talinn einn mestur og veglegastur torfbæja sem stóðu fram á 20. öldina. Barðist Friðfinnur harðri baráttu fyrir því að Grenjaðarstaðarbær yrði varð- veittur. Árið 1958, 9. ,júlí var byggðasafn Þingeyinga opnað í gamla bænum. Við þá athöfn komst Jóhann Skaptason, sýslumað- ur Þingeyinga svo að orði: “Ég flyt þakkir öldungnum Friðfinni í Rauðuskriðu, sem fyrstur manna barðist fyrir þessu málefni, og Bændafélaginu sem síðar tók málið á sína arma og flutti það fram til sigurs að gera byggðasafn á Grenjaðarstað“. Friðfinnur var jafnan heilsugóður og gekk að erfiðisvinnu flesta daga fram á háan aldur. Þegar hann var 87 ára gam- all sat hann sem oftar aðalfund Kaupfélags Þingeyinga sem haldinn var í samkomuhús- inu á Húsavík. í fundarhléi var hann á Ieið niður stiga og var kominn í neðsta þrep þegar honum skrikaði fótur svo hann hlaut af mjaðmarbrot og sté ekki í fætur eftir það og lá rúmfastur þau 13 ár sem hann átti eftir ólifuð, 10 ár í Rauðuskriðu, umvafinn ástúð og umhyggju ástvina sinna. Æðrulaus og rólegur fylgdist hann með því sem var að gerast. Þrjú síðustu æviárin dvaldi Friðfinnur á sjúkrahúsinu á Húsavík. Á 100 -ára af- mæli hans var honum haldin veisla á sjúkrahúsinu og komu þangað vinir og vandamenn til að heilsa upp á öldung- innnn. Var honum þar margvíslegur sómi sýndur, m.a. gerður að heiðursfélaga Aðal- dælahrepps. Þá bárust honum og myndar- legar fjárhæðir að gjöf. Þær lét hann ganga til nýrrar sjúkrahússbyggingar á Húsavík. Annan dag hvítasunnu 1965 var sá er þessar línur ritar kvaddur að sjúkrabeði Friðfinns á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Þegar að rúmi hans kom voru augun aftur, sjón var þorrin, heyrn tekin að sljóvgast en hugsun furðu skýr og málið ljóst. Yfir ásjónunni hvíldi friður. Öldungurinn reis upp við dogg. Honum var dálítið niðri fyr- ir, heitt um hjartarætur. Kirkjan hans, Grenjaðarstaðarkirkja, var 100 ára á þessu ári eins og hann sjálfur og skyldi endurvígj- ast n.k. sunnudag eftir gagngerða viðgerð. Erindið var að biðja þess að frá honum yrði flutt kveðja við þá athöfn. Þetta var honum ekkert hégóma- heldur hjartans mál. Hann hafði barist fyrir tilvist kirkjunn- ar, og staðurinn verið honum hjartfólginn lengi. Vígsluhátíð kirkjunnar var haldin og kveðja flutt frá Friðfinni. Skömmu síðar var 100 ára afmæli Friðfinns. Þegar það var um garð gengið var eins og þróttur Friðfinns dvínaði þegar ekki var lengur að neinu sérstöku að keppa. Hann fékk hægt andlát 7. sept. 1965. Afkomendur Friðfinns eru nú liðlega eitt hundrað og efndu til niðjamóts í Sumar- búðum þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal 24. og 25. júní s.l. til að minnast 130 ára afmælis Friðfinns á þessu ári. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri á Húsavík. HRAFN A. HARÐARSON Blámi tímans sagðir: Ég get setið tímunum saman ein, með blómum og talað við eina Gleym-mér-ei og horft og hlustað á hana segja: Mundu mig, mundu mig. Með tár í augum þínum segir þú, aftur: Segðu mér eitthvað. Bara eitthvað. Hvernig þú heldur í orðin rígheldur eins og væru þau tágar í dimmum skógi og fyrir neðan dimmt djúpið gleymskunnar svo djúpt og svo dimmt og þú, svo hrædd við að falla. Segðu mér eitthvað. Gleym-mér-ei Ekki fölna, ekki sölna. Láttu orðin streyma tímunum saman - við tvö - Saman. Og orðin á milli okkar eins og fjarlægð stjarna máluð firðbláma tímans á gluggans gler, sem brotnar. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. PÉTUR STEFÁNSSON Hvar ertu Drottinn? Hún fæddist í heiminn sem fegursta rós, með framtíðarvonina bjarta. Hve unaðarsæla er lifandi Ijós, sem lýsir upp móður hjarta. Hún fæddist í landi, þar stundað er stríð, og stálshríðin glymur í eyra. Þar getur að líta þá grimmustu tíð, því göturnar baðast í dreyra. Hún fæddist í borg við byssanna gelt, sem blásaklaust mannfólkið hræðir. Við veinin sem berast frá húsunum hvellt, hjarta manns ósjálfrátt blæðir. Hún fæddist í hverfi sem hryllir hvern mann, svo hugur manns þjáist og stynur. Hvar ertu Drottinn sem heiminum ann, er hörmungin yfir dynur? Hún fæddist í húsi um hábjartan dag, í hverfi sem allir blóta. Þar hljómar í eyrum það hörmungarlag, er hermenn úr byssunum skjóta. Hún dó í því húsi í hörmungum þeim, sem hrjá mun mannkyn um aldir. Þar liggur hún núna í lífvana heim, og limirnir stirðir og kaldir. Höfundur er bensínafgreiðslumaður í Reykjavík. HAFLIÐI MAGNÚSSON Sefur þú, Irja? Sefur þú, Irja, í svefni þig dreymir um sigur og völd og auð. í hita leiksins er hætt við þú gleymir, að hugsjónin fædd er dauð. Því fyrr hefir verið færð í letur frásagna Ijós og skýr, að byltingin ætíð börn sín étur, búið er ævintýr. En lifðu þinn draum við dýrð og glaum, sof þú, Irja, því svefninn lofar sigrum í gegnum draum. En veistu það, Irja, hve völdin hafa verið mörgum til tjóns? Sumir náð því að'sigra og lafa frá sólar upprás til nóns. Öðrum tekist að tóra lengur, takmarki fáir náð. Illa forgengur illur fengur einhversstaðar er skráð. En lifðu þinn draum við dýrð og glaum. Sof þú Irja, því svefninn lofar sigrum í gegnum draum. Höfundurinn býr á Bíldudal. Ljóðið er úr ósýndum- söngleik: Irja, klukkan er fjögur. I Eitt bréf Hórazar - Ný þýðing BRÉFrómverska skáldsins Hórazar, er uppi vará árunum 65 til 8 f. Kr., eru varðveitt í tveimur bindum, hinu fyrra frá um 20 f. Kr. oghinu síðara, aðþvíer talið er, frá 14 f.Kr.. í fyrra bindinu eru nokkursígild vinarbréf, en hin eru einfaldlega heimspekilegar hug- leiðingar um lífið og bókmenntirnar. Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út 1864 fyrstu níu bréfin oghluta hins tíunda íþýð- ingu og með skýringum þeirra Gísla Magnússonar ogJóns Þorkelssonar. Átti Gísli bróður- partinn íþví verki. ÖII bréfin tuttugu komu út í einu lagi og án skýringa 1886, oghafðiJón Þorkelsson að mestu séð um þá útgáfu, þó með hliðsjón afþýðingu Gísla á seinni bréfunum, er til voru íhandriti við andlát hans 1878. Hér ernú freistað nýrrar þýðingar á ellefta bréfi Hórazar, því til Bullatíusar. Efniþess er hugleiðing og samanburður á lífinu heima á Ítalíu og á ýmsum stöðum, erfjarri liggja. Niðurstaðan ersú, að hamingju sína eigi menn mest undirsjálfum sérogþvíað vera huga síns ráðandi, á hveiju sem gengur. Menn þurfi ekki að leita langtyfir skammt til aðhöndla hamingjuna. Maðurinn er ætíð samur við sig, hvarsem hann verður staddur. Þeir sem yfir höfin fara, skipta um himin, en ekki hug. BRÉF HÓRAZAR TIL BULLATIUSAR, 11. BRÉF í BRÉFASAFNIHANS Hvað fannst þér, Bullatius, um Chios og þá frægu Lesbos? Eða hina fögru Samos? FINNBOGI GUÐMUNDSSON Og hvað þá um hina konunglegu Sardis Krösusar, um Smyrnu og Colophon? Hvort sem af þeim fer meira orð eða minna, mega þær sín víst ekki mikils í samanburði við Marzvöll og Tíberfljót? Þér er e.t.v. hugleiknari ein af borgum Attalasar? Eða lofsyngur þú Lebedus, leiður orðinn á ferð- um bæði á sjó og landi? Þú veizt, hver Lebedus er, smábær afskekktari en Gabii og Fidenae; en þar vildi ég þó eiga heima - gleyma mínum og vera þeim einnig gleymdur, og horfa álengdar úr landi á hamaganginn í Neptúnusi. En ekki vill sá, er ferðast frá Capua til Rómar regnvotur og staður auri, setjast um kyrrt í einhverri kránni, né mun sá, er kvefazt hefur, lofa svo arineld og böð, sem í þeim hefði hann höndlað til fulls hamingju- samlegt líf, né heldur munt þú, þótt hreppt hafir hvassan sunnanvind og barning á hafi úti, selja fyrir þær sakir skip þitt, þeg- ar þú hefur náð landi handan Eyjahafs. Rhodos og hin fagra Mytilene eru heil- brigðum manni sem þykkur feldur á sumar- degi eða mittisskýla í hríðarveðri, Tíber um vetur, eldur á arni í ágústmánuði. Því er manni það hægt í Róm, meðan hamingjan brosir við honum, að lofa Samos og Chios og Rhodos, þótt hann sitji fjarri. Því að hveija hamingjustund, sem guð gefur þér, skaltu grípa fegins hendi og treina þér ekki hið ljúfa til næsta árs, svo að þú get- ir sagt, hvar sem þú hefur alið manninn, að þú hafir lifað hamingjusömu lífi. Ef það er nú svo, að skynsemi og hygg- indi létti af okkur áhyggjum, en ekki sá staður, er rís í veldi sínu upp úr hinu víð- áttumikla hafi, þá skipta þeir, er_yfir hafið fara, um himin, en ekki hug. Hið önnum kafna iðjuleysi fær á okkur: Við reynum að njóta lífsins á siglingu eða í ökuferðum. Það sem þú leitar að, er hér, f Ulubrae, ef þér þá bregzt ekki hugarró. Finnbogi Guðmundsson þýddi. 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12.ÁGÚST1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.