Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 8
Um Kálfatjarnarkirkju á Vatns leysuströnd og presta þar A Vatnsleysuströndinni nær mitt á milli Vatnsleysu og þorpsins Voga stendur Kálfatjarnarkirkja. Hún var reist árið 1893 af merkisbóndanum Guðmundi Guðmundssyni i Landakoti. Er til greinagóð lýsing á vigslu kirkj- unnar. Mun hér á eftir verða rætt nokkuð um klerka þá er setið hafa Kálfatjörn og þar stuðzt við bók Árna Öla fræðimanns: Strönd og Vogar, er út kom hjá Menningarsjóði, áriö 1961. Arni fær sinar heimildir aftur á móti i Prestaævum Sighvats Gr. Borg- firðings, sem varðveittar eru i Lands- bókasafni. Lýsingin á vigslu kirkjunnar er fengin úr Isafold 17. júni 1893. I fyrstu munu hafa verið þrjár kirkjur á Vatnsleysuströnd, hálf- kirkjur i Kviguvogum (Vogum, þar er nú þorp) og Vatnsleysu, en aðalkirkja á Kálfatjörn. Háifkirkjur voru aflagöar um siðaskipti, en máldaga þeirra má enn finna. Sú sögn er til, að upphaflega hafi aðalkirkjan staðið á Bakka, er þá stóð fram við sjóinn. En fyrir þær sakir, að sjór braut þá mjöp land þar, var kirkjan flutt að Kál atjöx, A Kálfatjörn (sem til .orna hét Galmatjörn, sbr, sama nafn i Hrafna hreppi á jörð, sem nú er nefnd Kalmannstjörn) var Péturskirkja i kaþólskri tið. (Sjá Isl. fornbréfasafn VII. bindi). Þar segir,að kirkjan eigi heimaland allt og jarðirnar Bakka og Flekkuvik. Þá átti kirkjan talsverð rekaitök. Vilkinsmáldagi segir, að Kálfatjarnarkirkja hafi átt 7 kýr, 21 á, griðung þreveí -an og 3 hndr. i metfé. Torfkirkja var á Kálfatjörn allt fram til 1824, en þá var reist þar ný kirkja með torfveggjum og timbur- þaki. Munu sóknarmenn hafa unnið það til, að gefa timburþak á kirkjuna. svo þeir losnuðu við torfristu og flutning á torfi á þakið. En ekki reyndist þakið gott, þvi að innan skamms fór það að hripleka, og feygði innviði kirkjunnar að sunnanverðu. Arið 1844 var svo reist þar timbur- kirkja. Niu árum siðar átti hún rúmlega 173 rikisdali i sjóði, og 1853 var sá sjóður orðinn 292 rdl. Þegar 440 kirkjan var búin að standa i 20 ár þótti hún svo léleg orðin, að hún var ofan tekin og ný kirkja reist, á árunum 1863- 64. Sr. Stefán Thorarensen var þá prestur i sókninni og lét hann sér mjög annt um að kirkjan væri sem vönd uðust að allri smið. Útvegaði hann 800 dala lán til byggingarinnar úr spitala- sjóði Kaldaðarnesspitala til 20 ára með 7 og 1/2% vöxtum. En þessi kirkja varð ekki nema 30 ára gömul, en hún var rifin og ný reist, var það 1893. Var það timburkirkja, ein sú stærsta i sveit á Islandi, enda sóknar- menn um þetta leyti um 900 talsins og allmargir aðkomumenn um vetrar- vertiðir. Skal nú vikið að vigslu hinnar nýju kirkju og er frásögnin orðrétt tekin úr ísafóld vigsluárið: „Vigsla Kálfatjarnarkirkju fór fram næstliðinn sunnudag, 11. þ.m. (þ.e. júni), eins og getið var um i blaði þessu fyrir skemmstu, að til stæði. — Biskupinn framkvæmdi vigsluna (biskup var þá Hallgrimur Sveinsson), en honum til aðstoðar voru tveir prest- vigöir menn, sóknarpresturinn sira Árni Þorsteinsson og prestaskóla- kennarisira Þórhallur Bjarnason. Það stóð til, að fleiri vigðir menn yrðu þar viðstaddir, til að gjöra athöfnina þeim mun hátiðlegri, en það fórst fyrir sökum þess, að þessir menn voru bundnir embættisstörfum heima i sóknum sinum, er eigi máttu dragast. Vigsludaginn var veður gott og að mestu þurrt, þótt vætusamt væri dagana fyrir og á eftir,enda fjöl- menntu sóknarmenn mjög til kirkj- unnar þann dag, svo að hin nýbyggða kirkja, sem er allrúmgott hús, var svo full sem framast mátti verða, og urðu þó fáeinir að vera úti, sem eigi komust inn. Nokkrir utansóknarmenn voru þar viðstaddir. Fólkið var talið út úr kirkjunni og reyndist nálega 530 manns. Vigslan fór fram þvi nær alveg með sömu tiíhögun og lýst er i Isafold XVII., 102 (20. desbr. 1890), þar sem skýrt er frá vigslu Eyrarbakkakirkju. Daginn fyrir var hringt eina stund, eins og á undan hátiðum. Þegar sam- hringt var vigsludaginn, gekk biskupinn, prestarnir, sóknarnefndin og nokkrir menn aðrir i skrúðgöngu úr ibúðarhúsi prestsins út i kirkjuna, og báru biblíu, kaleik með patinu, hand- bók og sálmabók, sem allt var sett á altarið. Kirkjan var skrýdd ljósum sem á hátiöum. Þegar fólkið haföi skipað sér i öll sæti og á hvern blett, þar sem staðið varð, hófst guðs- þjónustan með þvi, að einn af sóknar- nefndarmönnum las inngangsbænina við kirkjuvigslu, þá var sunginn kirkjuvigslusámur, þá hélt biskupinn bigsluræðu frá altarinu og hafði fyrir texta 102. sálm. Dav. 16.722. vers. Að henni endaðri las hann og siðan prest- arnir upp nokkrar valdar ritningar- greinar, þvi næst framkvæmdi hann sjálfa vigsluna, lýsti blessun yfir húsinu og öllum hinum kirkjulegu athöfnum, er þar yrðu hafðar um hönd, með nokkrum sérstökum orðum um hverja þeirra fyrir sig. Loks afhenti hann kirkjuna presti og söfnuði og lyktaði með Faðir vor. Þá var sunginn sálmur og i honum gekk biskup til sætis i kórnum, en sóknar- presturinn fór fyrir altari og tónaði pistil og guðspjall, svo sem vant er, sté siðan i stólinn og hélt predikun út af guðspjallinu. Eftir prédikun fór fram söngur og tón, eins og venja er til. Stóð Öll guðsþjónustan yfir i 2 1/4 stund, fór hún vel og hátiðlega fram að öllu leyti. Söngnum stýrði organleikari kirkjunnar og lék á harmonium kirkjunnar. Kirkjan var prýdd grænum lyngsveigum og blómum eftir endilöngum ganginum beggja vegna og umhverfis i kórnum, og hafði sóknarnefndin staðið fyrir þvi. Kirkjan sjálf er um 16 álnir að lengd og 11 álnir á breidd, allhá, og með tveim gluggaröðum á hvorri hlið, fyrir framan hana er forkirkja með háum og fögrum turni upp af ferstrendum neðan frá grunni og nokkuð upp fyrir mæni kirkjunnar, upp úr bunguvöxnu þaki hennar gengur þá m jórri turn átt- strendur allhár og með ýmsu skrauti, enda er hann i toppmynduðu þaki, en stöng upp úr með stórri kúlu á og efst veðurvita. 011 hæð turnsins frá jörðu mun vera fullar 24—25 álnir. Austur úr Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.