Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 16
— Hvernig tókst þér svo að sigra þetta allt og vinna fyrir ykkar framfæri? — Það er nú erfitt að svara þvi. En einhvern veginn tókst þetta. Fyrsta greiðslan var erfiðust. En þar komu til fri- merkjapeningarnir og eitthvað kom til viðbótar fyrir sild, sem seldist fyrir vestan og áttu að vera fæðispeningar frá Asgeiri til okkar. En með timanum lét ég laga til, málaði og smiðaði. Mér var hjálpað sem sumt, annað gerði ég sjálf. barna urðu fjórar rúmgóðar stofur, eftir þeirra tima mæli- kvarða og svo gott eldhús. Fósturbörnin og raunar min eldri kvöddu nú með árun- um, og við urðum færri og færri. Nú, ég fór að selja fæði. Hafði eina stofuna fyrir borð- stofu. Mest voru það skólapiltar úr Kennaraskólanum, iðn- aöarmenn og fólk, sem var um tima i bænum, sem keypti máltiðir hjá mér. Og eitt get ég sagt þér. Ég var ekki að- gangshörö með greiðslur, en vildi þó hafa allt á hreinu. Mörgum varð ég að lána um lengri tima. En yfirleitt var þetta áreiðanlegt fólk. Þaö var talið sjálfsagt að standa i skilum. Skuldagreiðsla varð að ganga fyrir öllum augna- bliksóskum. Fólk kunni að spara og neita sér um margt, sem ekki væri gert nú. Svo fór ég að taka að mér sjúklinga, sem urðu að biða kannski timum saman eftir sjúkrahúsvist eða rannsókn. bað varö ein stofan min spitali. Og þar voru oftast þrir menn eða þrjár konur eftir atvikum, sem ég sá um að öllu leyti. Hann Helgi minn blessaður á Vifilsstöðum gæti sagt þér frá þvi, hvernig þetta gekk. Fyrir hann hafði ég marga. Sumir voru viku eða hálfan mánuð, aðrir vikum saman. Sjúkrahúsin sáu um greiðslur. Það voru öruggar viðskipta- stofnanir. Þetta hófst nú reyndar með þvi, að ein fósturdóttir mín veiktist og Magnús Pétursson, bæjarlæknir, sem þá var nefndur, kom til hennar. Hann sá, hvernig að henni var búið og um hana sinnt, og færði seinna i tal við mig, hvort ég gæti tekið fólk i stofuna. Þörfin var brýn fyrir einhvers konar aðstoð i alls konar vanda þá. Og satt að segja þurfti ég lika að hafa eitthvaö upp úr húsnæðinu. Annar var ekki höfuðstóllinn. En erfitt var þetta og hættulegt eins og þú skilur. En allt fór þó vel. Og bezt var, að margir af sjúklingunum minum þurftu aldrei á sjúkrahús. Þeir voru komnir til heilsu, eða á góðan bataveg, þegar loks opnaðist pláss handa þeim á einhverj- um spitalanum. En þetta var erfitt. Nætur og daga varð ég auðvitað að vera til hjálpar, ef á þurfti að halda, auk þess að sjá um að allt væri i röð og reglu. Þvottarnir voru erfiðir þá. Og meginskilyrði var takmarkalaust hreinlæti bæði i svefn- stofu og matstofu. — Nú — svo var ég sjálf með sjúkling. Fyrir utan ýmis- legt, sem ekki verður sagt, má geta þess, að litli drengurinn minn, sem fæddist i vandræðum og húsnæðisleysi á flækingi fyrstu áranna i Reykjavik, var alltaf veikur og varð að meðhöndlast sem óskurnaðegg. Fór t.d. aldrei i barnaskóla meö öðrum börnum. Hann varð að fá alla fræðslu heima. Vildi til, að ekki vant- aöi hann gáfurnar.Þaueru öll mjög vel gáfuð min börn. Það var faðir þeirra lika. Hann var bráðgáfaöur maður. Og þau eru lik honum i mörgu. Enginn af þeim var samt eins vel gefinn og eldri sonur minn. Ég man mitt stolt, þegar hann var i Menntaskólanum og keppti einu sinni i einhverri reiknings- eða stærðfræðiþraut við sjálfan reikningskenn- arann Ólaf Danielsson, þennan fræga. Og skólabræður hans sögöu við mig, að kennarinn hefði sagt: „Eiginlega sigraði Asgeir”, en svo var hann kallaður i Menntaskólanum. Allur bekkurinn var hreykinn af honum. — Og mig dreymdi fagra drauma um framtið hans. En þeir rættust fáir. Það er önnur saga. — Þú starfáöir mikið að byggingu eða stofnun sjúkra- jiússins eða sjúkraheimilisins Hvitabandsins, Þorbjörg. Var það ekki? Einu sinni var fósturfaðir minn, Sæmundur Guðmundsson frá Kvigindisfirði, einn af sjúklingunum i stofunni þinni á Skólavörðustig 46. Hann sagði okkur það. — Jú, ég hafði alltaf ákaflega mikinn áhuga á öllum likn- ar- og hjúkrunarmálum. En Hvitabandið, sem eru liknar- samtök, var stofnað 1895, þótt húsbygging kæmi ekki tii sög- unnar fyrri en áratugum siðar. Þetta voru úrvalskonur, sem þar störfuðu. Frú Sigur- björg Þorláksdóttir var forstöðukonan i samtökum þessum árum saman og svo voru þær Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólafia Jóhannsdóttir þarna að verki, sem sagt frægustu konur i liknarmálum bæjarins, og ætti þó ekki að gleyma Guðrúnu Lárusdóttur, sem siðar varð þingmaður. Þú getur þvi nærri, að það var ekki litil upphefð fyrir mig, fátæka, nafnlausa konu vestan af fjörðum, sem þar að auki hafði al- izt þar upp á sveit, að komast i stjórn Hvitabandsins með þessum miklu ágætismanneskjum. En einmitt af þvi, að ég var af öðru sauðahúsi, var ég stundum raunsærri um svartan veruleika sárrar reynslu en þær. Og það kom sér oft vel, einkum viðvikjandi húsbygg- ingunni og til útvegunar á öllum tækjum, húsgögnum, borð- búnaði, sængurfatnaði og þess háttar. Ja, þarna var nú margt um að hugsa. Og ég var þarna á næstu grösum, aðeins um þvera götuna að fara. En mistök- in, og þau voru mörg, var að velja þennan stað fyrir húsið. Allt varð að sprengja i grunninum, Það varð bæði dýrt og erfitt. Annars er þetta efni i heila bók og allt annan kapitula. En upp komst húsið okkar, vigt og til starfa tekið, og enn er þarna að aumum hlynnt. Samt er það mikið annað en ætl- að var og óskað I fyrstu. Þó er gaman að hafa verið meö i svona starfsemi, þótt ekki sé neitt upp úr þvi að hafa annað en starfsgleðina, sigra og ósigra stundarinnar. Það sem unnið er af heilum hug og heitu hjarta veröur alltaf ein- hverjum til gæfu og blessunar. En ekki slzt starfsmannin- um sjálfum. Það er I raun og veru hamingjan á vegi manns. Hitt allt, óskirnar, draumarnir, hrynur fyrr en varir og verður ekki annað en hjóm og hégómi. Það máttu segja sem speki ni- ræðrar konu. — En hvernig lauk svo veru þinni á Skólavörðustíg 46, Þorbjörg? — Ég veit nú varla hvað segja skal. Þú manst, ég hafði loforð mannsins mins um að láta mig og þessa eign mina i friði. Og satt að segja gerði hann þetta, jafnvel betur en ég þorði að vona. Hann kom sjaldan, en ég frétti um hann — margt og mikið, sem hér verður ekki sagt. Við vorum I raun og veru alveg skilin, en samt vorum við enn þá hjón aö iandslögum. Aldrei voru illindi okkar á milli. Til þess var ég of stolt og heit, og hann of fjarlægur, hugsunarlaus. Hvort- ugt er gott, en hefur þó sitt gildi. Og um skilnað, raunveru- legan skilnað var varla rætt. Þetta var svona, og timinn leið. Auðvitað vissi ég, að hann hafði ráð á öllu, sem ég hafði undir höndum, jafnvel þótt ég hefði unniö fyrir þvi og eign- azt það af eigin rammleik, og á löglegan hátt, þvi að við vor- um hjón, þótt hann væri ekki heima. Nú svo leið og beið. Og einu sinni um vor, seint um vor, þegar ég var búin aö vara 12 ár á „Stignum”, fer ég að veita þvi athygli, að ýmsir menn, sem ég þekkti ekkert eru að sniglast kringum húsið og komu jafnvel alveg inn á lóðina. Og svo fæ ég bréf, þar sem ég er beðin að mæta á skrifsto/u hjá fjármálamanni eða fésýslumanni, sem reyndar var nú vigður prestur, en ekki i starfi þá, þar eð búið sé að veðsetja húsið, sem ég búi i. Mig fór nú að gruna margt, en ekki vissi ég til, aö á húsinu hvildi neitt veð. Það mundi þvi sjálfsagt vera i veði fyrir Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.