Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 15
Húsiö lága nær á myndinni er Skólavöröustígur 46, sem Þorbjörg keypti en var siöan selt á uppboöi og kemur mjög viö sögu i æviviötali hennar. — Það varð aðeins kjallar/ að húsi, sem aldrei var byggt ofan á, og er enn. Var aðeins draumur hann svaraði þvi hlæjandi að varla yrði mér neitað um það enda væru þau ekki annað en einskisvert drasl. En hvað um það. Ég hirti frimerkin og gerði þau sem bezt úr garði. Fór siðan með þau til einhvers frimerkjasala, sem starfaði vist fyrir útlent firma. Nema ég fékk um þúsund krónur fyrir frimerkin. Þau voru i svo háu verði eftir striðið. Og nú lagði ég af stað frá einum heiðursmanninum til annars, lögfræðingar, fasteignasalar og fésýslumenn fengu mig daglega i heimsókn. Og þegar ég brá yfir mig sjalinu minu, sýndist ég ennþá fin frú. Og þeir tóku mér yfirleitt af kurteisi og ljúfmennsku, héldu sjálfsagt margir, að ég hefði fullar hendur fjár. En ég svipaðist satt að segja um eftir einhverju háif- köruðu húsnæði, sem selt yrði á nauðungaruppboði fyrir litið verð. Og loks bar mig að dyrum hja Jóhannesi bæjarfógeta, sem þá var hér fasteignasali og lögfræðingur, held ég, með meira. Og hann sagði mér frá kjallara á Skólavörðustig 46, sem þá taldist nærri i útjaðri bæjarins. Þarna væri eigandinn genginn frá öllu saman og kominn vestur i Stykkishólm. Reyndar væri farið að búa i þessum kjallara. En ef ég gæti komið fólkinu út, þá skyldi hann sjá, hvað unnt væri að gera. Ég sagðist geta borgað þúsund krónur, en um framhaldið yrðum við að semja. Þetta gekk allt saman, að sjálfsögðu mest fyrir góðvild hans, lipirð og hjálpsemi. En nú varð ég lika að semja i fyrsta sinni i fjármálum við eiginmanninn, að hann undanskildi þessa eign, ef ég næði henni, veðsetja hana ekki i sinu braski, heldur léti mig eina um þennan kjallara. Þetta gerði hann með handsali og efndi það lengi. Og Skólavörðustigur var lengi i minni eign og umsjá. En aldrei' var það og er ekki enn annað en kjallari undir húsi, sem aldrei urðu efni til að byggja, i raun og veru aldrei annað en draumur. En samt fannst mér mikill munur frá einu stof1 unni fyrir okkur öll á Lindargötunni. Og þó umfram allt, h'ér er ég frjáls. En hvernig átti ég nú að afla tekna til framfæris okkur öll- um og afborgana af húseigninni. 1 skilum skyldi ég standa. Ogaldrei þiggja neitt ,,af bænum”. Þetta tvennt var brenht inn i huga minn og áætlanir allar. Ég fann, að nú var svo komið, að ég varð að standa ein meðbörnin. Asgeir Ingimar var úr sögunni fyrir mig. Fjár- lægur var hann oftast og fjáröflunarleiðir þær sem hánn ræddi um, mér framandi, vinir hans mér ógeðfelldir. . . Leiðir okkar hlutu að skilja alveg og það mjög bráðlega . I þá daga voru hjónaskilnaðir ekki ræddir og ákveðnir eins hratt og ákveðið eins og nú er orðið. Þetta gerðist allt að mestu orðalitið, unz allt var búið og hjónin kannski hvort á sinu landshorninu. Sunnudagsblað Timans 447

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.