Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 11
óskaði ég honum til hamingju. „Ég vona að þið verðið góðir vinir,” sagði hann. „Hún er svolitið hrædd við þig skilurðu, hún heldur að þú sért harðjaxl.” ,,Ég veit svei mér ekki, hvers vegna hún heldur það”, „Þér likar vel við hana er ekki svo? ” „Mjög vel.” „Hún hefur átt erfiða daga, veslings konan. Ég hefi svo mikla samúð með henni.” „Já”, sagði ég. Minna gat ég ekki sagt. Ég vissi.að hún var heimsk, og mér fannst hún vera með ráðabrugg. Min eigin vissa var, að hún væri mesta hörkutól. í fyrsta skipti, sem ég hitti hana þá spiluðum við á spil, og þegar við tvö spiluðum saman, þá spilaði hún tvisvar mjög illa. Ég tók þvi vel, en ég játa, að ef einhver hefði átt að tárast, þá var það ég, en ekki hún. Og seint um kvöldið, þegar hún hafði tapað heilmiklu fyrir mér, þá sagðist hún senda mér ávisun, sem hún aldrei gerði. Ég gat hugsað með mér, að það yrði ég, en ekki hún, sem bæri órólegan j svip, er við hittumst næst. Roger kynnti hana fyrir vinum sín- um. Hann gaf henni fagra skartgripi. Hann fór með hana um allar trissur. Það spurðist, að gifting þeirra færi fljótlega fram. Roger var mjög hamingjusamur. Hann var að gera góðverk, og samtimis að framkvæma það sem hann langaði mjög til. Það er óalgeng aðstaða,.og það er ekki undar- legt þó hann væri ofurlitið ánægðari með sjálfan sig, heldur en efni stóöu til. Þá gerðist það skyndilega, að hann hætti að elska. Ég veit ekki hvers vegna. Það getur varla verið af þvi, að hann hafði orðið þreyttur á viðræðum hennar, vegna þess aö hún átti aldrei neinar viðræður við hann. Ef til vill var það vegna þess, að hið dapurlega augnaráð haföi ei lengur nein áhrif á hann. Augu hans höfðu opnazt,og hann var aftur orðinn hinn varkári heims- maöur, sem hann hafði veriö. Hann varð þess fyllilega áskynja, að Ruth Barlow hafði ákveðiö að giftast hon- um, og hann sór þess eið með sjálfum sér, að ekkert gæti fengið sig til að giftast Ruth Barlow. En hann var i vandræðum. Núna, þegar augu hans höfðu opnazt, þá sá hann greinilega, hvers konar kvenmann hann átti i höggi við, og hann varð þess áskynja, að ef hann bæði hana um aö fá að losna, þá myndi hún (á sinn þokkafulla hátt) láta hann borga dýru veröi sinar særðu tilfinningar. Auk þess er það ávallt erfitt fyrir karlmann að yfir- gefa kvenmann. Fólki finnst, að hann hafi komið illa fram. Roger sagði engum frá leyndar- málinu. Hann gaf það hvorki i skyn með orðum né látbragði, að til- finningar hans gagnvart Ruth Barlow hefðu breytzt. Hann gaf gaum að ósk- um hennar, hann bauð henni til mið- degisverða i matsöluhúsum, þau fóru saman i leikhús, hann sendi henni blóm, hann var tillitssamur og aðlaðandi. Þau höfðu ákveðið að giftast, strax og þau hefðu fengið hús, sem hentaði þeim, vegna þess að hann bjó i verzlunarhúsnæði, og hún i her- bergi, búnu húsgögnum, og þau fóru af staö i leit að ókjósanlegu húsi. Umboðsmaðurinn sendi Roger boð um hvað skoða skyldi, og hann tók Ruth með sér, til að skoða nokkur hús, en það var mjög erfitt að finna nokkuð, sem hæfði þeim algjörlega. Roger snéri sér til fleiri umboðsmanna. Þau skoðuðu hús eftir hús. Þau skoðuðu þau vandlega, skoðuðu þau frá kjöllurum úpp á rishæðir. Þau voru ýmist of stór, eða of litil, stundum ekki nógu miðsvæðis, og stundum of, stundum voru þau of dýr, og stundum þurftu þau of mikillar lagfæringar viö, stundum var óþefur i þeim. Og stundum var loftið i þeim of hreint, stundum voru þau of dimm og stund- um of köld. Roger fann ávallt einhvern galla, sem gerði húsið ónothæft. Auðvitað var erfitt að gera honum til hæfis, hann gæti ekki afborið að bjóða elskunni sinni að búa i ööru en full- komnu húsi, og slikt hús yrði að finna Leit að húsnæði er þreytandi og leiðin- leg og bráðlega byrjaði Ruth aö verða leiö á þessu. Roger bað hana að hafa þolinmæði, húsið, sem þau voru að leita að væri áreiðanlega til, og ef þau hefðu svolitla þolinmæði, myndu þau finna það. Þau skoðuðu hundruðir húsa, þau klöngruðust upp þúsundir þrepa, þau grannskoðuðu ótal eldhús. Ruth var örmagna og missti oftar en einu sinni stjórn á skapi sinu. „Ef þú finnur ekki hús bráðlega, sagði hún, þá verð ég að endurskoða afstöðu mina. Þú sérð þaö sjálfur, að ef það gengur svona áfram, þá munum við ekki giftast fyrr en eftir mörg ár.” „Segðu þetta ekki,” svaraði hann, „ég bið þig að vera þolinmóöa. Ég hefi fengið nýjan lista frá umboðs- mönnum, sem ég hefi ekki skoðað. Það eru að minnsta kosti sextiu hús á þeim. Þau fóru enn einu sinni af stað i leit. Þau skoðuðu fleiri og fleiri hús. Arum saman skoðuðu þau hús. Ruth gerðist þögul og full fyrirlitningar, hin viðkvæmu fögru augu hennar tóku á sig yfirbragð, sem var næstum skuggalegt. Það eru takmörk fyrir mannlegu þoli. Ungfrú Barlow hafði þolinmæði á við engil, en að lokum gerði hún uppreisn. „Viltu giftast mér, eða ekki?” spurði hún hann. Það var óvenjuleg harðneskja i röddinni, en það hafði ekki áhrif á hið prúðmannlega svar hans. „Auðvitað ætla ég að giftast þér. Við giftum okkur strax og við höfum fundið hús. Meðal annarra orða, ég hefi einmitt frétt dálitið, sem ætti að verða okkur til góðs.” „Mér liður ekki nógu vel enn, til þess að fara að skoða fleiri hús.” „Veslingurinn, mér fannst þú lita þreytulega út.” Ruth Barlow fór i rúmið. Hún vildi ekki hitta Roger, og hann varð að láta sér nægja að hringja heim til hennar til þess að spyrja, hvernig henni liði og senda henni blóm. Hann var trúr, eins og ávallt. Sérhvern dag skrifaöi hann og sagði henni, að hann hefði frétt um annað hús, sem þau ættu að skoða. Vika leið, og þá tók hann á móti eftir- farandi bréfi: Roger: , Ég held.aö þu elskir mig ekki i raun og veru. Ég hefi fundið mann, sem vill sjá fyrir mér, og ég giftist honum i dag. Ruth Hann sendi svar sitt með sérstökum sendiboða. Ruth: Fréttir þinar gera mig sturlaðan. Ég mun aldrei komast yfir þetta, en hamingja þin er fyrst og fremst það, sem ég á að taka tillit til. Ég sendi þér með þessu bréfi sjö húsatilboð til athugunar, þau komu með póstinum i morgun, og ég er viss um, að meðal þeirra muntu finna hús, sem mun henta þér vel. Roger (BALDUR KRISTJANSSON, þýddi) Leiðrétting 1 kvæði Kristins Magnússonar „Óþekkti sjómaðurinn”, sem birtist i siðasta Sunnudagsblaði urðu nokkrar meinlegar prentvillur, sem höf. er beðinn velvirðingar á um leið og þær eru leiðréttar: Linan neðst i öðru erindi átti að vera: Að lokum við mig flóð og fjara” Onnur lina i þriðja erindi á að vera: „sorfið min bein — mörgum glatað”. Siðasta lina i fjórða erindi á að vera: „mannkostasyni— og haldi”. Og tvær siðustu linurnar I lokaerindi: „Salvador Dali — þá málaði mynd — i minningu ljóðið er skrifað”. Sunnudagsblað Tímans 443

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.