Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eigum enn laust í ferðina 4. febrúar. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks hótelum, golfið leikið á góðum og fallegum völlum. Kannski fáum við að sjá íslensku strákana „brillera“ í lokaumferðum HM í handbolta 5. og 6. febrúar. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. UPPSELT REKTOR London School of Economics and Political Science, Sir Howard Davies, mun í dag halda er- indi á ráðstefnu Fjár- málaeftirlitsins sem nefnist Hvert stefnir íslenskur fjármála- markaður? Þróun fjármálaeftirlits og samkeppnishæfni fjármálamarkaðar. Sir Howard lauk M.A. námi í sagn- fræði og tungumálum frá Oxford og lauk M.Sc. námi í stjórn- unarfræðum frá Stanford árið 1980. Hann hefur starfað sem aðstoðar- bankastjóri Englandsbanka og sem formaður breska fjármálaeftirlits- ins. Evrópskir fjármálamarkaðir Efni fyrirlestrar Sir Howard Dav- ies verða evrópskir fjármálamarkað- ir. Í stuttu viðtali við Morgunblaðið sagði hann að á Lissabon-fundinum árið 2000 hefðu ráðamenn í ríkjum Evrópusambandsins sett stefnuna á að gera Evrópu fremsta meðal jafn- ingja í samkeppni efnahagssvæða í heiminum. Til þess að svo gæti orðið yrði að breyta Evrópu í einn stóran fjármálamarkað, líkt og í Bandaríkj- unum. Síðan fundurinn var haldinn hafa 42 nýjar reglugerðir verið sett- ar, að sögn Davies, allar með það að markmiði að samræma fjármálamarkaði í Evr- ópu. Of miklum tíma eytt í að setja reglur „Það eina sem þetta hefur skilað er afturför evrópskra fjármála- markaða. Þeir hafa ein- faldlega dregist aftur úr Bandaríkjunum. Ástæð- an er að mínu mati sú að of miklum tíma er eytt í að setja reglur í stað þess að framfylgja þeim,“ segir Sir Howard. Hann segir jafnframt að eitt af því sem hamli framvindu mála sé takmarkanir á yfirtökum yfir landamæri en slík bönn eru að hans sögn í gildi í mörgum Evrópuríkjum og nefnir hann sem dæmi Ítalíu auk Þýskalands og Frakklands. „Bresk stjórnvöld myndu ekki standa í vegi fyrir kaupum franskra eða þýskra fyrirtækja á Kauphöllinni í London en hins vegar á ég erfitt með að sjá fyrir mér að frönsk stjórnvöld myndu samþykkja kaup breskra eða þýskra fyrirtækja á Kauphöllinni í París,“ segir Sir Howard Davies og heldur áfram: „Ég hef lesið mér til um Ísland og veit að það eru ekki neinir erlendir viðskiptabankar með starfsemi í Reykjavík. Þetta hamlar að mínu mati íslenskum fjármála- markaði og það sama er uppi á ten- ingnum í þeim löndum sem tak- marka yfirtökur yfir landamæri.“ Takmarkanir hamla fjármála- mörkuðum Sir Howard Davies STJÓRN Og Vodafone staðfesti fyrir helgi tillögu forstjóra að breytingum á stjórnskipulagi fé- lagsins. Helstu breytingar í yf- irstjórn verða þær að Viðar Þor- kelsson verður aðstoðarforstjóri Og Vodafone auk þess að vera fjármálastjóri samstæðu félags- ins. Hann mun jafnframt hafa umsjón með starfsmanna- og upplýsingatæknimálum Og Vodafone. Framkvæmdastjórar Og Vodafone verða þrír: Anna Huld Óskarsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs, Gestur G. Gests- son framkvæmdastjóri, sem mun stýra sameinuðu sölu- og markaðssviði, og Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskipta- sviðs. Auk forstjóra munu fram- angreindir aðilar sitja í fram- kvæmdastjórn félagsins. Pétur Pétursson sem verið hefur forstöðumaður upplýs- inga- & kynningarmála lætur af því starfi, en mun þess í stað sinna sérverkefnum fyrir for- stjóra næstu mánuði. Þá heyra beint undir forstjóra félagsins, Dóra Sif Tynes, for- stöðumaður lögfræði & stjórn- sýslu, auk forstöðumanns innra eftirlits samstæðu, en þar er um að ræða nýja stöðu sem ráðið verður í á næstunni. Í kjölfarið hafa Óskar B. Hauksson og Einar Birkir Ein- arsson hætt sem framkvæmda- stjórar og horfið til annarra starfa. Skipulags- breytingar hjá Og Vodafone Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.