Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „ÞETTA eru svona mismunandi dekurmál mín, sem mig langar til að koma á framfæri“, segir nýr bæj- arlistamaður Seltjarnarnesbæjar, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, um tilnefninguna, en í umsókn sinni lagði hún áherslu á löngun sína til að efla enn frekar tónlistarmenningu á Seltjarnarnesi. Það hyggst hún gera með því að efna til tónlistartengdra viðburða fyrir eldri sem yngri ald- urshópa. Auður, sem var formlega tilnefnd bæjarlistamaður við hátíð- lega athöfn í Bókasafni Seltjarn- arness á laugardag, segir að það sé svo margt sem tónlistarfólk geti miðlað á sviði tónlistar með öðrum hætti en hefðbundinni spilamennsku. „Samhliða henni hef ég alltaf verið að kenna mikið. Í kennslunni sér maður svo glöggt hvað einstakling- urinn þroskast í gegnum tónlistina og sjálfsmyndin verður sterkari. Og það er það sem mig langar til að leggja mesta áherslu á hérna á Nes- inu á þessu ári. Mig langar til að fara inn í skólana og gera tónlistina snertanlega. Ég ætla jafnvel að taka nemendur mína með mér til að spila fyrir krakkana og láta þau vera þátttakendur með þeim hætti. Og reyna að láta börnin koma til móts við okkur – kannski fá þau sem kunna á hljóðfæri til að koma fram – eða þá jafnvel að virkja þau til að koma með einhvers konar önnur verkefni á móti.“ Tónlistin sem forvörn Auður segist ekki vera búin að móta þessar hugmyndir sínar að fullu enn sem komið er, en það muni hún nú gera, m.a. í samstarfi við tón- menntakennara. Því markmið henn- ar er að fara inn í almenna skólakerf- ið, en ekki bara inn í tónlistarskóla. „Sannleikurinn er sá, þótt það gleymist oft í hringiðunni hérna í dag, að við þurfum að tala meira um tónlistina sem forvörn. Mér er mjög umhugað um að koma því á fram- færi. Að koma því upp á yfirborðið hvað tónlistin er mikilvæg forvörn, hún er uppbyggjandi og þáttur í al- mennri menntun sem allir ættu að búa yfir. Í forvörnunum er svo mik- ilvægt að þroska sjálfsmynd barnanna. Hver og einn hefur sinn karakter og getur í rauninni fundið sjálfan sig í gegnum tónlistina.“ Umhugað um uppeldishlutverk tónlistar Auður hlær og viðurkennir að henni sé mjög umhugað um uppeldis- hlutverk tónlistarinnar – í víðum skilningi – ekki einungis fyrir þá sem ætla sér að verða tónlistarmenn. „Því þeir þurfa kannski síst á því að halda,“ segir hún. „Ég vil fara með tónlistina til allra; út á meðal fólks- ins, eins og maður segir. Stundum heldur fólk að tónlistin sé svo ósnert- anleg og óskiljanleg, og það eru ein- mitt þeir múrar sem ég vil brjóta niður.“ Það sama segir hún eiga við um tónlist fyrir eldra fólkið á Nesinu. „Hátíðleikinn, sem er hluti af tónlist- inni, verður auðvitað að vera með, en tónlistin getur líka verið hluti af dag- legu lífi. Mig langar til að mynda að koma fram á sögustundum sem eru einu sinni í viku á bókasafninu og spila fyrir börnin. Slíkar ferðir yrðu líka farnar inn á öldrunarheimili, markmiðið er að miðla tónlistinni sem hluta af daglegu lífi, án þess að fólk þurfi alltaf að setja sig í stell- ingar til að hlusta og njóta.“ Auður Hafsteinsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, aðeins sautján ára gömul. Að því loknu stundaði hún framhaldsnám við New England Conservatory í Boston og lauk þaðan Bachelor of Music gráðu með hæstu einkunn. Meistaranámi í tónlist lauk hún síðan árið 1991 frá Háskólanum í Minnesota. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum sem fiðluleikari og fékk m.a. C.D. Jack- son verðlaunin sem framúrskarandi strengjaleikari á alþjóðlegri tónlist- arhátíð í Tanglewood árið 1995 og fyrstu verðlaun í Schubert Club Soloist keppninni í Minneapolis árið 1988. Hún var konsertmeistari Óp- eruhljómsveitar Minnesota á ár- unum 1989–91 og borgarlistamaður Reykjavíkur til þriggja ára frá 1991. Hún er kennari í fiðluleik við Tónlist- arháskólann í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands. Langar að breyta aðeins til Auður hefur verið mjög ötul í tónlist- arlífi landsmanna síðan hún sneri heim og ljóst er að eitthvað hlýtur að vera á döfinni hjá henni á þeim vett- vangi líka. „Þegar maður kemur heim eftir nám er maður kominn í fjórar mismunandi kammergrúppur áður en maður veit af,“ segir hún. Nú telur hún sig standa á þeim tímamót- um að mögulegt sé að breyta aðeins til. „Mig langar til að vinna meira að verkefnum sem eru mér sjálfri hug- leikin. Sem dæmi um slíkt má nefna Tíbrártónleika sem verða í Salnum núna í byrjun mars; einleikstónleikar með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Huldu Björk Garðarsdóttur. Við ætlum m.a. að flytja verk eftir Grieg og Hjálmar H. Ragnarsson. Þetta verður þá bæði íslenskt og róm- antískt, þannig að segja má að ólíkir heimar mætist. Jafnframt verð ég með í kammertónleikum hér á landi í sumar og sömuleiðis erlendis. Af öðrum spennandi verkefnum má nefna kammertónleika í Berlín, sem Jóhann Jóhannsson, höfundur tón- listarinnar í Englabörnum, bað mig um að taka þátt í. Við munum spila hans tónlist og í þessu verkefni fæ ég svolítið að leika mér,“ segir Auður. „Ég verð þar ásamt félögum úr Eþos, en þetta er svolítið annar heimur en sá klassíski. Mér finnst skemmtilegast að prófa að vinna í ólíkum heimum. Árið fer sem sagt í að virkja hinn almenna borgara í list- inni, stunda mína eigin spila- mennsku og svo væntanlega að taka upp geisladisk. En ég vil ekki tala um hann strax!“ segir Auður Haf- steinsdóttir, bæjarlistamaður Sel- tjarnarnesbæjar, hlæjandi að lokum. Morgunblaðið/Þorkell „Í kennslunni sér maður svo glöggt hvað einstaklingurinn þroskast í gegnum tónlistina og sjálfsmyndin verður sterkari,“ segir Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari og bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2005. Hér er hún ásamt Sólveigu Pálsdóttur, formanni menningarmálanefndar Seltjarnarnesbæjar. Hefur ánægju af mismun- andi heimum Tónlist | Auður Hafsteinsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2005 fbi@mbl.is SIGURVEGARAR í fimm flokkum Whitbread-bókmennta- verðlaunanna keppa nú um tit- ilinn Bók ársins, en verðlaunin þykja ein hin virtustu á sviði bókmennta þar í landi. Bæk- urnar fimm hafa þegar hlotið verðlaun að upphæð 5.000 pund. Í úrslitum eru: Skáldsagan Small Island eftir Andreu Levy, barnabókin Not the End of the World eftir Geraldine McCaughrean, skáldsagan Eve Green eftir Susan Fletcher sem er frumraun höfundar, ævisag- an The Life of Mary Queen of Scots eftir John Guy og ljóða- safn Michaels Symmons Ro- berts. Dómnefnd verðlaunanna skipa meðal annars sir Trevor McDonald, leikarinn Hugh Grant og rithöfundarnir Joanne Harris, Jenny Colgan og Am- anda Craig. Verður tilkynnt um val á Bók ársins hinn 25. janúar næstkomandi. Verðlaunaféð fyr- ir þann titil er 25.000 pund. Whitbread-bók ársins valin Andrea Levy er einn þeirra höf- unda sem þykja líklegir til að hreppa Whitbread-verðlaunin bresku fyrir bók ársins, en verk hennar varð hlutskarpast í flokki skáldsagna ársins. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 LJÓSMYNDIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.