Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hræsni, 8 hestar, 9 skíma, 10 guð, 11 rétta, 13 virðir, 15 hrasa, 18 eyktamörkum, 21 ótta, 22 lítil saurkúla, 23 granni málmpinninn, 24 vofa. Lóðrétt | 2 eldiviðurinn, 3 kroppa, 4 reika, 5 klúrt, 6 eldstæðis, 7 langur sláni, 12 veiðarfæri, 14 glöð, 15 fák, 16 stétt, 17 hægt, 18 skelfingin, 19 freistuðu, 20 hönd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 lyfta, 4 kesja, 7 gervi, 8 loppa, 9 net, 11 náin, 13 hrín, 14 ýlfra, 15 sjór, 17 ljón, 20 eða, 22 tréni, 23 gælur, 24 metta, 25 sinna. Lóðrétt | 1 lygin, 2 forði, 3 alin, 4 kalt, 5 sópar, 6 afann, 10 erfið, 12 nýr, 13 hal, 15 sátum, 16 ólétt, 18 jólin, 19 narra, 20 eina, 21 agns.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er nýtt tungl og hugsanlegt að ný manneskja komi inn í líf þitt. Sam- ræður við vinkonu reynast heilla- drjúgar og gefandi. Vertu opinn fyrir nýjum kynnum, hrútur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Af einhverjum völdum ertu meira áberandi þessa dagana en allajafna. Fólk er að fylgjast með þér núna. Hugsaðu um það áður en þú fram- kvæmir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýtt tungl ýtir undir þörf þína fyrir að feta ókunna stigu. Skipuleggðu ferðalag á stað sem þú hefur aldrei komið til. Lestu eitthvað glænýtt og leggðu á minnið áhugaverðar stað- reyndir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er ekki úr vegi að strengja þess heit að leysa deilur sem tengjast sam- eiginlegum eignum. Þetta er besti tíminn, ekki síst ef um fasteignir er að ræða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er nýtt tungl í steingeit. Notaðu tækifærið og hugsaðu um nána vini þína og sambönd. Er hamingjan þín? Nýtt tungl markar nýtt upphaf, mundu það. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Er þetta ekki jafngóður tími og hver annar til þess að spá í umbætur í vinnunni? Á nýju tungli, sem er í dag, gefst tækifæri til þess að byrja upp á nýtt. Hvaða nýjungar leggur þú til? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ný ástarsambönd eru möguleiki fyrir marga í vogarmerkinu þessa dagana. Einnig kemur til greina að vinir verði elskendur. Skapandi verkefni eru líka á lausu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Á nýju tungli er tækifæri til þess að bæta tengslin við heimilið og fjöl- skylduna. Hvernig væri að vera hlý- legri í viðmóti? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allt bendir til þess að þú kynnist nýju fólki í dag eða á morgun. Ýmis smáat- riði tengd lífi þínu taka breytingum. Kannski þú festir kaup á nýju sam- göngutæki? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Margir í steingeitarmerki fá nýja vinnu á næstunni eða tækifæri til þess að breyta núverandi starfi til hins betra. Það er ekki laust við að stein- geitin hafi verið að eflast að und- anförnu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nýtt tungl ýtir hugsanlega undir til- finningasemi af þinni hálfu. Kannski væri ekki vitlaust að fara í leiðangur og kaupa sér ný föt og fylgihluti til að bæta ímyndina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn leggst í sjálfsskoðun á nýju tungli. Hættu að hugsa um efnisleg gæði. Ef allt er í heimi hverfult og eyðist á endanum, hvað er þá mik- ilvægast? Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú leggur jafnan hart að þér og einbeitir þér að markmiðum þínum í lífinu. Þú vilt ná árangri en ert jafnframt einræn manneskja sem ekki hleypir mörgum ná- lægt sér. Þú ert dálítið ginnkeypt fyrir fylgihlutum velgengninnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Salurinn | Vegna gríðarlegrar aðsóknar verða tónleikar Víkings Heiðars Ólafs- sonar endurteknir í kvöld kl. 20. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu- mót lista og minja. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki? Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverr- issal og Apóteki. Sigrún Guðmundsdóttir er myndhöggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýni- leg? Ljósmyndasýning. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skólinn býður upp á námskeið í barna- dönsum, freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambói og salsa. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir full- orðna í s.–amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 5536645 eða með tölvu- pósti til dans@dansskoli.is. Kennsla hefst miðvikud. 12. janúar. Fundir Félagsheimilið Tjarnarborg | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund í Félagsheimilinu Tjarnarborg, kl. 20. Yf- irskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Arnbjörg Sveins- dóttir alþingismaður. Hótel Selfoss | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Sel- foss kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag- sæld. Framsögumenn: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður og al- þingismennirnir Kjartan Þ. Ólafsson og Bjarni Benediktsson. Kaffihúsið Sogn | Sjálfstæðisflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund á Kaffihús- inu Sogni kl. 17.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður. Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Sigurjón Örn Sig- urjónsson gengst undir meistarapróf í rafmagns- og tölvuverkfræði í dag kl. 15, í stofu 158 í VR-2. Erindið nefnist „Notk- un stærðfræðilegrar formfræði við flokk- un fjarkönnunargagna af þétt- býlissvæðum.“ Námskeið Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 og Alfa 2 hefst með kynningu á morgun, þriðjudag kl. 19 og eru allir velkomnir. Alfa 1 er á þriðjudögum kl. 19–22 og Alfa 2 á mánudögum kl. 19–22. Skráning og nánari upplýsingar á safnaðarskrifstofu í síma 5354700. ITC-samtökin á Íslandi | Námskeið á vegum ITC 12. jan.–2. mars, að Digranes- vegi 12 Kópavogi. Fjallað verður um ímynd, raddþjálfun og líkamsbeitingu. Námskeiðið verður á miðvikud. kl. 18–20. Nánari uppl. gefur Ingibjörg í síma 8221022 og Hildur s. 6632799. http:// www.simnet.is/itc Útbr.nefnd ITC. KFUM og KFUK | Alfa námskeið hefst hjá KFUM og KFUK með kynningu kl. 20. Námskeiðið stendur fram að páskum og verður farið í helgarferð síðustu helgina í febrúar. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum á mánudögum kl. 18. Allir velkomnir ekk- ert þátttökugjald. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Bd2 Rgf6 12. 0-0-0 Be7 13. De2 0-0 14. Kb1 c5 15. d5 Rxd5 16. Re4 c4 17. g4 Db6 18. g5 hxg5 19. h6 f6 20. Be3 Da6 21. hxg7 Kxg7 22. Rfxg5 fxg5 23. Bxg5 Bxg5 24. Rxg5 R7f6 25. Rxe6+ Kf7 26. Rg5+ Kg7 Staðan kom upp á lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Groningen í Hollandi. Friso Nijboer (2.567) hafði hvítt gegn Merab Gagunashvili (2.567). 27. Hxd5! Rxd5 28. Hh7+ Kg6 29. Dh5+ Kf5 30. Rf7+! og svartur gafst upp þar sem hann yrði mát eftir t.d. 30. ... Ke4 31. De5+ Kf3 32. Hh3+ Kg2 33. Dg3+ Kf1 34. Hh1+ Ke2 35. Dg4+! SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. LJÓSMYNDASÝNING danska ljósmyndarans Sørens Solkær Star- bird, sem ber yf- irskriftina „Er sálin sýnileg?“, var opnuð á laugardag. Myndir Sør- ens eru svart/hvítar portrettmyndir af tólf Brahma Kumaris- jógum. Myndunum er raðað í hring, sem ger- ir áhorfandanum kleift að standa í miðju hringsins og horfa á fleiri en eina mynd í einu. Starbird tók myndirnar í höf- uðstöðvum Brahma Kumaris World Spirit- ual University í Ind- landi, en þangað fór hann til að hugleiða sjálfur. Brahma Kumaris- jógarnir eru ávallt hvít- klæddir. Við sólarlag ganga þeir á fjall, kon- ur og karlar, ungir sem aldnir, og safnast sam- an á fjallstoppinum til að hugleiða. Jógarnir trúa að sál þeirra sé ljós staðsett í þriðja auganu, á miðju enni mitt á milli auga- brúnanna. Þeir iðka Raja-jógahugleiðslu og hugleiða með augun opin. Starbird bað jóg- ana að sitja fyrir á myndunum og hug- leiða. Þannig vildi hann reyna að fanga þann frið og hamingju sem hann skynjaði frá jógunum á filmu og jafnframt leitast við að svara spurningunni „Er sálin sýni- leg?“ Ljósmyndasýningin hefur farið víða, hún var fyrst opinberuð í New York í mars mánuði árið 2003. Hún hefur einn- ig verið sýnd í Kaupmannahöfn, Brat- islava og nú á Íslandi. Sýningin verður opin út janúarmánuð í Ráðhúsi Reykja- víkur og munu kennarar á vegum Brahma Kumaris-Lótushúss leiða hug- leiðslu daglega á milli klukkan 12 og 12:30. Ýmsir fyrirlestrar og aðrar uppá- komur verða hvern laugardag klukkan 17 meðan á sýningunni stendur og er al- menningur velkominn á þær uppákomur líkt og hugleiðsluna. Friður og hamingja á filmu í Tjarnarsal Þó líði ár og öld. Norður ♠5 ♥ÁK62 S/Allir ♦Á108763 ♣Á3 Suður ♠ÁK63 ♥DG10 ♦K5 ♣K762 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 6 grönd Allir pass Sex grönd er hinn besti samningur og það er vel að honum staðið í sögn- um. Fyrst spyr norður um háliti og sýnir svo sterk spil og tígul. En suður lætur sér fátt um finnast og meldar þrjú grönd, sem norður hækkar í sex. Útspil vesturs er laufdrottning og sagnhafi sér strax að slemman er borðleggjandi ef tígullinn skilar sér. En hvernig á að spila tíglinum? Það er spurningin stóra. Þetta er ekkert vandamál ef lit- urinn brotnar 3–2, því það má gefa einn slag á litinn. Ennfremur er ein- falt að ráða við 4–1-leguna ef austur á stakt lykilspil, drottningu, gosa eða níu. Segjum að sagnhafi spili kóngi og fái gosann í frá austri. Þá spilar hann næst á tíuna (eða áttuna) í örygg- isskyni. Norður ♠5 ♥ÁK62 ♦Á108763 ♣Á3 Vestur Austur ♠8742 ♠DG109 ♥9754 ♥83 ♦9 ♦DG42 ♣DG109 ♣854 Suður ♠ÁK63 ♥DG10 ♦K5 ♣K762 Vandinn er meiri ef vestur er stutt- ur í tígli, en þó má ráða við níuna blanka með því að spila tíunni úr borði og láta hana fara ef austur dúkkar! Þessi íferð kostar ekkert, því ef austur á stakt mannspil (eða níuna) drepur suður og spilar svo litlu á átt- una. Þetta er falleg íferð, sem vert er að setja í vopnabúrið, en því miður er ósennilegt að slík spilamennska gefi arð við borðið. Líkurnar á þessari legu eru svo litlar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.