Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 20
Ferðamátinn Gestirnir streyma að sýningu Steingríms á þann hátt sem ferðast er í Feneyjum. ÞAÐ voru fleiri farfuglar en lóan sem lentu í veislu Steingríms Eyfjörðs í Feneyjum í fyrrakvöld þegar sýning hans Lóan er kom- in var opnuð. Fjölmenni víða að úr heim- inum heiðraði listamanninn með komu sinni á opnunina og afar vel var látið af sýning- unni. Veislan hófst um áttaleytið og spiluðu bæði Ghostigital og Ólöf Arnalds gestum til skemmtunar. Talsvert af sýningarstjórum, gagnrýn- endum og safnstjórum létu sjá sig, auk fjölda listamanna bæði erlendra og ís- lenskra. Meðal gestanna mátti sjá Matthew Barney bregða fyrir, en hann opnaði sýn- ingu á þriðjudagskvöldið í Guggenheim- safninu, auk Kristjáns Jóhannssonar sem sýndi sig ásamt konu sinni Sigurjónu Sverr- isdóttur. Sigtryggur „Bogomil“ var einnig í góðri sveiflu innan um þá íslensku lista- menn sem þarna tóku rúntinn líkt og á laugardagseftirmiðdegi í Reykjavík. Víst er að íslenskir gestir á Feneyjatvíær- ingnum hafa aldrei verið fleiri og ljóst að áhuginn á þessum viðburði eykst í hlutfalli við umfang sýningarhaldsins og kynninguna í kringum það. Farfuglar flykkjast til Feneyja Gleði Ólöf Arnalds skemmtir gestum á opnuninni. Lóa Steingríms sést fyrir miðri mynd. Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð, fulltrúi Íslendinga. 20 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÍÐUSTU tónleikar í þrennu Listahátíðar helgaðir ungum ein- leikurum fóru fram á fimmtudags- kvöld. Hitann og þungann bar að þessu sinni Tinna Þorsteinsdóttir, er sérhæft hefur sig í píanótónlist okkar samtíma. Fylgir því veruleg ábyrgð, því gæði frumflutnings ráða oft miklu um afdrif nýs tón- verks og spanna allt frá upphafn- ingu umfram efni til kviksetningar í varanlegri gleymsku. Ósjaldan án þess að aðrir en höfundurinn geri sér fulla grein fyrir kostum og göll- um. En að svo miklu leyti sem séð varð stóð Tinna sig með stakri prýði, ekki sízt ef marka má hversu mörg ólík tjábrigði henni tókst að laða fram úr verkunum fimm eftir jafnmarga höfunda. Þar með er ekki sagt að afurðir kvöldsins hafi beinlínis hrifið mig upp úr skónum, þó öll ættu þau sér sín augnablik – og kynnu sér magamál í tæka tíð sem sízt ber að vanþakka. Tokkötukennd Sonatinna [9’; 2005] Jónasar Tómassonar bar hressan blæ af stundum djasslit- aðri Balkanrytmík. Synonymus For Piano – meitlað í stein [7’; 2006] eftir Hilmar Þórðarson, tileinkað Stephen heitnum Mosko, sat ekki eftir sem skyldi; kannski sumpart vegna þess að myndhliðin datt út og ekki í fyrsta sinn að tæknin stríðir þeim geðljúfa höfundi. Sí- hreyfi og þráfrum voru meðal ein- kenna Brainstorm in a tea cup [7’; 2007] eftir Gunnar A. Kristinsson er endaði sjálfhæðið með víðfeðm- um fítonsslætti á útjöðrum bassa og diskants. Áki Ásgeirsson fór andstæða leið í SOOSOOS f. píanó & 4 hátalara [9’; 2007]; einmanalega sparneytnu verki með áhrifamiklu veikróma niðurlagi í anda „less is more“. Loks var lengsta verk kvöldsins [12’], Partita Karólínu Eiríksdóttur frá 2005 í 5 þáttum. Hver þeirra var sagður e.k. hugleiðing um ákveðið efni. Nákvæmlega hvað var aftur á móti ekki gefið upp og hlustendum því frjálst að láta hug- ann reika við streymandi afstrakt vitundarflæði verksins er að mínu viti náði póetísku hámarki í mið- þættinum, þó svo að kraftur og virtúósar perlurunur léðu stykkinu glansandi niðurlag við hæfi í loka- þætti. Minna er meira TÓNLIST Ýmir Ný píanóverk eftir Jónas Tómasson, Hilm- ar Þórðarson, Gunnar Andreas Krist- insson, Áka Ásgeirsson og Karólínu Ei- ríksdóttur. Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Fimmtudaginn 24. maí kl. 20. Listahátíðartónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/ÞÖK Góð „En að svo miklu leyti sem séð varð stóð Tinna sig með stakri prýði, ekki sízt ef marka má hversu mörg ólík tjábrigði henni tókst að laða fram úr verkunum fimm eftir jafnmarga höfunda.“ MELÓDÍA, stærsta sönglagasafn Íslendinga frá fyrri öldum (um 1660), er um margt jafn merkt og það er stórt. Því þó að mörg laganna hafi á síðari árum verið rakin til er- lendra höfunda frá 16.-17. öld, hafa þau oft færzt það mikið til í hér- lendri munnlegri geymd, fram að skráningu hins enn ókunna skrásetj- ara, að þau teljast íslenzkari en ella. Þetta og margt fleira kom fram á vel sóttum tónleikum Carmina á þriðjudag af fróðlegum kynningum Árna Heimis Ingólfssonar, er kryddaðar voru samhengisauðgandi umhugsunarkveikjum á við „i-pod [hlaðvarp] síns tíma“ um vasavænt handritið með uppáhaldssöngperlur safnarans. Í meðferð annarra en hins vandvirka vísindamanns hefðu þær hæglega getað umsnúizt í ábyrgðarlaus vindhögg. En hér hittu þær í mark, og flaug ugglaust fyrir fleirum en mér að Árni hefur þróazt upp í þvílíkan útvaldan almennings- miðlara á jafn „erfiðu“ fornmenning- arefni að fjölmiðlar og hátíðahald- arar ættu með réttu að bítast um liðveizlu hans við álíka tilefni. Efnisskráin taldi 20 lög eða tæp 10% af lagasafni Melódíu, þ. á m. fimm eftir ókunna höfunda, og var ekki sízt athygliverð fyrir fjölda klið- sætra og jafnvel hressilegra verald- legra laga er gáfu ólíkt aðra hug- mynd um söngmennt Íslendinga á dimmasta rétttrúnaðarskeiði lúth- erskunnar en nú er oftast uppi. Flest ýmist sungin af einsöngvurum a cap- pella eða við sembalundirleik kór- stjórans, en fáein í upprunalegum erlendum kórútsetningum – að ógleymdri bráðfallegri aldaspann- andi útsetningu Hildigunnar Rún- arsdóttur á sálmalaginu Hygg að og herm hið sanna, eina dæminu utan Melódíu-safnsins. Hinir sjö meðlimir hópsins skiptust á einsöngslögum í afburðagóðri túlkun, og vakti m.a. athygli ofursamstilltur únis- tvísöngur Mörtu G. Halldórsdóttur og Kirstínar E. Blöndal á tveim ís- lenzkuðum latneskum hymnum. Tilefni tónleikanna mun hafa verið aðsteðjandi geisladiskur kamm- erkórsins. E.t.v. var tímasetning þeirra tilviljun, en hefði annars vel átt við á þessum þjóðhátíðardegi Dana, þar eð Melódía varðveittist í handritasafni hins tónelska Íslands- vinar Rasmusar Rask. Hlaðvarpssmellir 17. aldar TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Sönglög úr Melódíu. Kammerkórinn Carmina u. stj. Árna Heimis Ingólfssonar. Þriðjudaginn 5. júní kl. 20. Einsöngs- og kórtónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson VÍÐA í óbyggðum heimsins – í Kína, Ísrael, Bólivíu, Chile, Ástralíu, á Srí Lanka og nú síðast á Íslandi – er að finna stóra grjótgarða, yfirleitt þrjá á hverjum stað. Séðir úr lofti mynda þeir ýmis tákn á yfirborði jarðar, sum þekkjanleg en önnur óræðari. Yfir þeim svífur forsögulegur andi enda mörg hver eftirmyndir ævafornra tákna sem er að finna (í talsvert smærri mynd) á umræddum svæð- um. Eitt steingarðatáknið, Lífstakt- inn, er að finna á öllum stöðunum og er það hannað af Rogers sjálfum sem myndlíking fyrir eilífa hringrás lífs- ins. „Lífstakturinn“ er reyndar yf- irskrift þessa viðamikla myndlist- arverkefnis sem sprottið er af hug- sjón ástralska listamannsins Andrew Rogers. Lesa má um þetta æv- intýralega verkefni, sem enn er í mót- un, í bráðskemmtilegri og vandaðri bók sem Listasafnið á Akureyri hefur nýlega gefið út í tilefni yfirlitssýn- ingar á verkefninu. Sýningin er skrá- setning í formi ljósmynda, texta og heimildamynda um atburðarásina hingað til. Í gjörningi sínum beitir Rogers fagurfræðilegum aðferðum samtím- ans í anda landlistar og hefur áhuga á gagnvirku sambandi mannsins við umhverfi sitt og aðra. Táknmynd- irnar sækir hann til staðbundinnar, fornrar menningararfleifðar en reyn- ir jafnframt að varpa ljósi á samhljóm táknmynda frá ólíkum menningar- heimum, í leit að sammannlegri reynslu. Notuð eru jarðefni sem fyrir eru á staðnum og nýtur Roger að- stoðar íbúa nærliggjandi bæja við tæknilegan undirbúning og hleðsluna sjálfa og er þess jafnan gætt að verk- in hafi sem minnsta umhverfisröskun í för með sér, í raun aðeins tilfærslu jarðefna. Verkefnið gefur tilefni til heim- spekilegra vangaveltna um list- hugtakið, menningu og náttúru og raunar tilveruna yfirhöfuð. Verkin sjást aðeins almennilega úr lofti líkt og Rogers vilji senda „uppstækkuð“ hnattræn skilaboð til heimsins og framtíðarinnar og skýrir það stærð verkanna og staðsetningu þeirra. Óneitanlega vakna þó spurningar um tilgang þess að setja mark mannsins, m.a. „vörumerki“ Rogers sjálfs (Lífs- taktinn), á lítt snortin svæði. En for- senda verkefnisins er auðvitað menn- ingin og kjarni listgjörningsins felst í hinu samhenta átaki – samvinnunni. Í því samhengi er vert að nefna al- þjóðlega nektargjörninga Spencers Tunicks, sem einnig hefur sýnt og unnið á Akureyri, en hann leggur mikla áherslu á hið gjöfula samstarf fólksins. Talsverð hátíðarstemning, jafnvel með tilheyrandi helgihaldi, virðist hafa ríkt í kringum fram- kvæmdir Rogers. Í myndum af hópi barnshafandi kvenna við grjót- garðana í Ísrael (1999) og á Íslandi (2006) undirstrikar Rogers lykilatriði ferlisins – sköpunina sem grunntakt lífsins, fæðinguna sem grunntakt sköpunarinnar. Grunntaktur sköpunarinnar? Myndlist Listasafnið á Akureyri Til 24. júní 2007. Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Aðgangur 400 kr. Ókeyp- is fyrir eldri borgara og börn, og á fimmtu- dögum. Andrew Rogers – Lífstakturinn (Rhythms of Life) Anna Jóa Kjarninn „En forsenda verkefnisins er auðvitað menningin og kjarni list- gjörningsins felst í hinu samhenta átaki – samvinnunni.“ KÓRASTEFNA hófst í Mývatnssveit í gær- kvöldi, með þátttöku fjölda kóra og Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Kórarnir mæta til leiks, halda tón- leika í sveitinni í kvöld, en höf- uðverkefnið er að æfa saman fyrir lokatónleika stefn- unnar á sunnudag. Þar verður flutt Mass of the Children – Messa barnanna, eftir breska tónskáldið John Rutter. Messan var frum- flutt í Carnegie Hall í New York árið 2003 undir stjórn tónskálds- ins. Messan heyr- ist nú í fyrsta sinn á Íslandi. Þá munu 120 konur úr kvennakórum landsins æfa og flytja heimstónlist undir stjórn bandaríska kórstjórans Lynnel Joy Jenkins. Lögin eru m.a. frá Kína, Rússlandi, Filipps- eyjum og Bandaríkjunum og öll sungin á frum- málinu. Lokatónleikarnir verða í íþróttahúsinu í Reynihlíð kl. 15, með þátttöku Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, en auk þess verða kórarnir Uppsveitasystur, Sálubót, Vestfirsku valkyrjurnar og Kvennakór Akureyrar með tónleika í hraunhvelfingu Laxárstöðvar í kvöld kl. 20.30. Lynnel Joy Jenkins Kórastefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.