Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Þessar ljóðlínur í sálmi Jóns Magnússonar koma mér í hug þegar horft er til sjáv- arbyggðanna vítt og breitt um landið. Mér verður hugsað til Flat- eyrar og fleiri byggða þar sem flaggskip nýrrar sóknar und- anfarinna áratuga í út- gerð og fiskvinnslu voru gerð út. Bæirnir byggðust upp vegna nálægðar við gjöful fiskimið. Arðurinn af útgerðinni og fisk- vinnslunni varð að stórum hluta um kyrrt á stöðunum, vegleg hús og mann- virki bera stórhug íbúanna glöggt vitni. Þó eitt sjávarútvegsfyrirtæki hætti rekstri tóku nýjar sókndjarfar hendur við, því að áfram átti byggð- in sjálfgefinn rétt til veiðanna, auð- lindarinnar. Landsmenn börðust fyrir útfærslu landhelginnar, fyrst í 3 mílur, svo í 4, 12, 50 og loks í 200 mílna fiskveiðilögsögu, allt til að tryggja verndun fiskimiðanna og forgangsrétt íbúa sjávarbyggðanna að auðlindinni. Þar fór saman hagur þorps og þjóðar. Fólk veltir nú fyrir sér til hvers var barist þegar okkar eigin skip sarga grunnslóðina upp í fjörur með enn stórvirkari veið- arfærum oft á tíðum en þau skip voru með sem við rákum út úr land- helginni. Syrtir að í sjávarbyggðunum Vissulega þurfti að stýra sókninni í auðlindina og tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu hennar. Tekið var upp svo kallað kvótakerfi. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta at- vinnu og byggð í landinu. Hjól peningagræðginnar fóru nú að snúast. Íbúarnir í sjávarbyggðum sem áttu með sér sameiginlega sókn í þessa auðlind stóðu allt í einu rétt- lausir eftir. Veiðiheimildum var út- hlutað á einstakar útgerðir. Skömmu síðar voru þær gerðar veð- hæfar og gátu gengið kaupum og sölum hvert á land sem var. Lífs- brauð sjávarbyggðanna laut nú lög- málum frumskógarins. Ógnin hangir eins og bert sverð yfir höfðum íbúanna sem eiga ekki meiri rétt en trollin eða krókarnir á veiðarfærum skipanna. Frumburðarréttur íbú- anna til auðlindarinnar sem þeir hafa sótt í tugi eða hundruð ára eru í höndum víxlara í must- eri mammons. Ætli þeir að fara á sjó verð- ur að greiða víxl- aranum 200 krónur í leigu fyrir þorskkílóið eða 3.000 krónur fyrir veiðikvótann. Þeir útgerðarmenn sem vilja vinna byggðarlaginu sínu eru að kikna undan óréttlætinu. Sá árangur sem átti að nást með fiskveiðistjórnunarlögunum hefur snúist í andhverfu sína. Sjáv- arbyggðunum blæðir út og þorsk- stofninn nánast í sögulegu lágmarki að mati Hafrannsóknastofnunar. Að svara kalli byggðanna strax Kveða þarf skýrt á um að auðlind- ir sjávar séu raunveruleg sameign þjóðarinnar og einstökum byggð- arlögum tryggður réttlátur skerfur veiðiheimilda. Setja verður enn frek- ari skorður gegn samþjöppun veiði- heimilda og tryggja virka nýliðun í greininni. Afnotaréttareðli veiði- heimildanna verði undirstrikað og komið í veg fyrir brask. Nú er flutt út yfir 50 þús. tonn af óunnum fiski í gámum á fiskmarkaði erlendis sem innlendar fiskvinnslur eiga enga möguleika að bjóða í. Tryggja þarf að íslenskar fiskvinnslur fái tæki- færi á jafnréttisgrunni til að bjóða í þann fisk sem veiddur er hér á mið- unum og ekki fer í eigin vinnslur innanlands. Útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækið Kambur á Flateyri ákvað fyrir skemmstu að segja upp öllu starfsfólki, um 120 manns, og selja bæði skip og fiskveiðiheimildir. At- vinnuréttur heillar byggðar er seld- ur. Þetta þurfti ekki að koma á al- gjörlega óvart. Hér er endurtekning frá sjávarbyggðum vítt og breitt um landið á undanförnum vikum, miss- erum og árum. Þingflokkur Vinstri grænna heim- sótti Flateyri, Ísafjörð og Bolung- arvík sl. föstudag til að kynna sér stöðu mála á vettvangi. Ljóst er að grípa þarf þegar í stað til kröftugra aðgerða ef koma á í veg fyrir fjölda- flutninga fólks af svæðinu. Hugarfarsbreyting má til Eftir 16 ára samfellda stjórn Sjálfstæðisflokks er ljóst að stefnan í fiskveiðistjórnun og byggðamálum hefur beðið algjört skipbrot. Í bréfi bæjarstjórnar Ísafjarðar til forsætisráðherra 5. mars sl., en afrit var sent þingmönnum kjör- dæmisins, er kallað eftir hugarfars- breytingu hjá stjórnvöldum hvað varðar atvinnulíf og uppbyggingu á störfum á Vestfjörðum: Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að algera hug- arfarsbreytingu þarf og pólitíska samstöðu hjá stjórnvöldum til að snúa við óheillaþróun síðustu ára … Undir þessi orð tek ég heilshugar, en því miður boðar ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar í stjórnarsáttmála sínum áfram óbreytta „Kambsstefnu“ í málefnum sjávarbyggðanna. Þar bólar ekki á þeirri hugarfarsbreytingu sem bæj- arstjórnin óskaði eftir. Við þing- menn Vinstri grænna eru reiðubúnir til samstarfs á þverpólitískum grunni um endurskoðun fisk- veiðistjórnunarkerfisins og ráð- stöfun aflaheimilda þar sem tekið verði á öllum þáttum sjávarútvegs- ins og unnið á grunni sjálfbærrar þróunar í verndun og nýtingu auð- lindarinnar með hagsmuni íbúa sjáv- arbyggðanna í forgangi og þjóð- arinnar allrar. Föðurland vort hálft er hafið Jón Bjarnason skrifar um sjávarbyggðir landsins » Þar bólar ekki áþeirri hugarfars- breytingu sem bæj- arstjórnin óskaði eftir. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. ÞEGAR tungutækniverkefni menntamálaráðuneytisins var og hét kvisaðist fljótt út að von væri á nýjum íslenskum talgervli sem Hex-hugbúnaðarhús væri að þróa. Og nú er þessi talgervill kominn. Reyndar frétti ég að Hex, Sím- inn og fleiri, hefðu lagt fram umtalsvert fjármagn til þess að þróa talgervilinn og menntamálaráðu- neytið styrkti verk- efnið mjög. Fyrir nokkru óskaði ég eft- ir að fá nýja íslenska talgervilinn, Röggu. Fullyrt var að hann myndi virka mun bet- ur en eldri talgervill á ýmsum forritum, sem ég nýti mér. Ragga barst svo í hús fyrir nokkrum dögum. Það hefur verið unnin mikil þróunar- og þekkingarvinna varð- andi nýja talgervilinn og ný hugljúf rödd, nú mannsrödd notuð í hann. Því ætti notkun að vera auð- veldari og reyna minna á eyru þeirra, sem nýta sér talgervilinn. Auk þess er hann hugsaður fyrir nútíma tölvubúnað. Það var með eftirvæntingu og tilhlökkun, sem ég beið eftir upp- setningunni. Þá komu erfiðleikarnir í ljós. Vandamál virðast vera í uppsetn- ingu, þannig að einungis er á færi vel upplýstra tæknimanna að setja hann upp. Þá kom röddin. Þegar Ragga, sem heitir í höf- uðið á Ragnheiði Clausen, eiganda raddarinnar, var til kynningar á heimasíðu Hex-hugbúnaðarhúss, þá virtust allnokkrir hnökrar á henni. Þessir hnökrar virðast enn því miður í nýju útgáfunni. Ragga er klökk og það heyrist þegar hún hækkar eða lækkar röddina í stig- um, þannig að hún hljómar eins og gömul lífsreynd kona, full af sorg. Það má segja að hún „trappi“ sig upp og niður. Þá virðist tíðni, sam- plingrate, raddarinnar vera mjög lágt þannig að Ragga verður óskýr í samanburði við aðra eldri talgervla og illa greinanleg. Í orðum sem nota 1 r virðast þau fleiri í framburð- inum. Það hefði átt að verða mikil framför með Röggu fyrir okk- ur talgervilsnotendur, en því miður er raunin allt önnur. Nú veit ég að þróun Röggu var dýr. Höfundar tal- gervilsins, Hex hug- búnaðarhús og for- svarsmenn tungutækniverkefnis menntamálaráðu- neytis, verða að svara fyrir þessi mistök, sem greinilega hafa átt sér stað. Fullyrt er að framleiðendur hafi fengið fullkominn tal- gervil. Það er und- arlegt að útkoman skuli verða slík í fram- leiðslunni að talgervillinn nýi skuli vera nær ónothæfur og í raun mun verri en tæplega 20 ára gamall tal- gervill, sem nú er talinn úreltur. Ragga gæti lofað góðu, en eins og hún er nú myndi hún flokkast und- ir einhverja verstu talgervla sem til eru hvað skýrleika varðar og blæbrigði raddar. Það sem verra er að hún er mun seinni að taka við sér en eldri talgervill. Þá hefði ver- ið gott fyrir þá sem framleiddu tal- gervilinn að fá valinn hóp fólks til þess að prófa hann á ýmsum stig- um og sérstaklega þegar fullbúin framleiðsla er auglýst tilbúin. Inn- flytjandi talgervilsins, Örtækni hlýtur að sjá til þess að fólk fái fullunna vöru, en ekki nær ónýta eins og nú er. Ragga er með hálfbrostna rödd Gísli Helgason segir frá hönn- unargalla í nýjum talgervli Gísli Helgason » ...að tal-gervillinn nýi skuli vera nær ónothæfur og í raun mun verri en tæplega 20 ára gamall talgervill... Höfundur er blokkflautuskáld. LEIÐARI Morgunblaðsins síð- astliðinn laugardag fjallar um kvóta- kerfið og áhrif þess á íslenskar sjáv- arbyggðir. Í leiðaranum er fullyrt að Íslendingar vilji ekki að sjáv- arþorpin leggist í eyði – að það sé ekki vilji þjóðarinnar að þorri sjó- manna verði leiguliðar hjá fáum, stórum kvótaeigendum. Hvort þess- ar fullyrðingar eru réttar skal ósagt látið, en nú er það spurning hvort kvótaeigendurnir sjálfir séu að verða eða jafnvel orðnir þrælar kerfisins með milljarða skuldir á bakinu sem veðsettar eru í fiskinum í sjónum sem þeir mega svo ekki veiða til að greiða þær niður. Eina leiðin til að greiða nið- ur skuldir af kvóta- kaupum er að leigja veiðiréttinn áfram til þeirra annarra sem enn nenna að leggja á sig að sækja sjóinn fyrir örfáar krónur sem þeim fellur í skaut fyrir erfiðið. Þetta er alveg svakaleg staða. Nú hefur Hafrann- sóknastofnun birt til- lögur sínar um veiði- heimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Þó þessar tillögur hafi alvarleg áhrif á þjóðarbúskapinn og fjármálamark- aðinn og valdi víða ótta verði eftir þeim farið, eru þær í sjálfu sér ekki svo mikið áfall fyrir þá sem hafa unnið í sjávarútvegi síðustu tvo ára- tugi eftir allt það sem á undan er gengið í þessum brösótta og brot- hætta atvinnuvegi. En það hlýtur þó að vera áfall fyrir kvótaeigendur. Hver á að borga bæturnar fyrir veiðiréttindi á fiski sem ekki má veiða? Það er rétt sem kemur fram í leið- ara Morgunblaðsins að nú verður sjávarútvegsráðherra, hvort sem honum líkar betur eða verr, að fara að taka á þessu máli. En þetta er auðvitað ekki hans einkamál. Þetta er grundvallarákvörðun um að end- urskoða þetta stórgallaða fisk- veiðikerfi sem ekki hefur skilað því sem ætlast var til í upphafi, að vernda og byggja upp fiskistofna. Þess vegna verður að breyta því. Og það getur fylgt því fórnarkostnaður fyrir ríkið. Meira að segja talsverður. En hann mun leiðréttast þegar fram líða stundir. Ég geri hér með að tillögu minni að Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra setji á laggirnar Rík- iskvótabanka. Ég legg til að hann byggi sex hæða glerhöll við hafn- arkantinn í Bolung- arvík – heimabyggð sinni – þar sem útsýni er yfir ægifagurt Ísafjarð- ardjúpið sem Þuríður sundafyllir landnámskona í Bolungarvík fyllti af fiski í upphafi búsetu sinnar. Glæsi- legt og vel byggt hús fyrir umsýslu á verðmætustu eign þjóðarinnar er vel við hæfi – og að það verði byggt í elstu verstöð landsins. Ég legg til að Ríkiskvótabankinn hefjist svo handa við að kaupa til baka allan kvóta sem er til sölu á hverjum tíma, allt þar til bankinn hefur öðlast eignarrétt yfir auðlindinni allri þjóðinni til heilla. Stopp segir nú einhver – þjóðin á kvótann, hann verður ekki keyptur til baka! Hættu nú segir annar – það verð- ur aldrei hægt að breyta þessu! Jú, það er hægt en það kostar ákveðnar fórnir sem svo má segja. Staðreyndin er bara sú að það er ekki hægt að spóla til baka og tala um gjafakvóta sem er jafnvel fyrir löngu kominn úr höndum upp- runalegra eigenda. Arðurinn jafnvel komin í steinsteypu, sumarhús er- lendis eða aðrar atvinnugreinar. Auðnum sem varð til í íslensku sjáv- arbyggðunum hefur verið eytt ann- ars staðar en þar. Fæstir þeir sem hafa hagnast af kvótanum hafa fjár- fest í heimabyggð þar sem auðurinn varð til. Það virðist því sem eig- endur þessa fjármagns hafi sjálfir takmarkaða tiltrú á framtíð byggð- arinnar sem skóp þeim aðstæðurnar til að skapa það. Á þessu eru þó sem betur fer undantekningar. Ríkiskvótabankinn í Bolungarvík mun á endanum eignast allan kvót- ann og þaðan verður veiðirétturinn svo leigður og jafnvel á meðan á endurreisnartímabilinu stendur verður því stýrt hvert hann fer. Enginn getur leigt kvóta nema sá sem ætlar sér að veiða hann. Þannig verður á einhverjum tíma hægt að byggja upp sameign þjóðarinnar að nýju þar sem allir munu njóta hagn- aðarins en ekki fáir útvaldir. Þannig verða þá líka til mörg störf í Rík- iskvótabankanum og þá gæti ráð- herrann jafnvel sjálfur orðið banka- stjórinn þegar fram líða stundir! Það þarf ekki að vera að hugsa um að sækja vatnið yfir lækinn (olíu- hreinsunarstöð!), heldur er auð- urinn sóttur við bæjardyrnar í hverju þorpi fyrir sig, rétt eins og verið hefur í gegnum aldirnar og ís- lenskt velferðarsamfélag hefur byggst upp á. Þetta mikilvæga verkefni þarf hin nýja ríkisstjórn nú að ráðast í og vinna verkið saman, óhrædd og kjörkuð. Það er mál að linni þessari endaleysu. Ríkiskvótabankinn í Bolungarvík Soffía Vagnsdóttir skrifar um kvótamál » Íslenskar sjáv-arbyggðir eru í erf- iðleikum. Tiltrú á kvóta- kerfið veikist enn. Við þessu verður að bregð- ast. Ríkiskvótabanki rísi í Bolungarvík! Soffía Vagnsdóttir Höfundur er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hóll kynnir Raðhús við Réttarholtsveg Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Á 2 hæðum + kjallari á svæði 108 Reykjavík. Þrjú svefn- herbergi 2 baðherbergi. Stofa og eldhús. Garður m/sólpall og skjólvegg. Íbúð þarfnast við- gerðar. Lækkað verð 26,7 millj. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Sölumaður Margrét, sími 693 4490.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.