Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 16

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 16
Sr. Gísli Brynjólfsson skrifar utn BieElinn, sem eldklerkurinn sr. Jón Steingrimsson hafðist við í fyrsta veturinn sinn á Suðurlandi REIKAÐ Klemenz í Görðum við Hellismunnann. IIM REYIMISHVERFI Vegurinn hlykkjast upp snarbratta brekkuna — og þegar upp er komið, erum við stödd á Gatnabrún. Þaðan sést yfir Mýrdalinn, sem ber nafn með rentum. Fyrsta fölva haustsins er að slá yfir breiða mýrarflákana,, en túnin og nýræktarlönd- in bera enn sterkan, grænan lit gróskunnar. En við stöldr- um ekki við á Gatnabrún að þessu sinni, þótt freistandi sé. Við megum ekki vera að því. Á þessari hraðans öld hefur vélin — bíllinn — okkur á valdi sínu og vei þeim, sem ekki lýtur því valdi. Hann er illa staddur. Hann verður stranda- glópur í miðri sveit og verður að leggja land undir fót, ,— vaga eftir rykugum, grýttum þjóðveginum, óhreinn og umkomulaus eins og blankur Breti, sem ferðast á puttanum. Þess vegna er okkur ekki til setunnar boðið á Gatnabrún. Áfram — áfram, en ekki eftir þjóðveginum. Við tökum afleggjarann til hægri. — Reynishverfi stendur á vegvísinum. Þangað er lika ferðinni heit- ið. Við förum fram hjá Fossbæjunum — Norður-Fossi og Suður- Fossi. ,„Þeir heyra ekki hverfinu til,” segja Hverfingar. Og ekki skulum við efa það„ að þeir séu vel að sér í sögu og landa- fræði sfns pláss. En þegar komið er framfyrir Foss tekur við Hverfið sjálft. Og þar búa tveir kunnir Hverfisbúar sitt hvoru megin við veginn. Gísli á Lækjarbakka fyrir neðan, Sveinn á Reyni fyrir ofan. Þeir eru sjálfsagt önnum kafnir þennan bjarta haustmorgun, svo að við stönsum þar ekki, enda þótt það sé freistandi að skrafa við þá um landsins gagn og nauð- synjar. En við neitum okkur um það í þetta sinn og ökum áfram fyrir ofan kirkjugarðinn gamla, þar sem standa nokkrir gráir bautasteinar upp úr grasinu. Einn þeirra er af gabbró úr Eystra-: Homi, reistur 87 árum eftir dauða þess, sem þar hvílir undir. Hann stendur á gröf eins mætasta sonar þessa lands — Sveins Pálssonar læknis. Hann var jarðsettur á Reyni 13. maí 1840 sunnan megin við ganginn fram af Reyniskirkju. Nokkru fyrir síðustu aldamót var þessi grafreitur aflagaður, og var þá læknis- leiðið löngu týnt. En árið 1927 gerði Gísli Sveinsson gangskör að því að finna leiði lang-afa síns og lét reisa varðann. Fáir þeirra sem í Skaftafellssýslu hafa dvalið eiga skilið jafn veglegan bautastein eins og „læknirinn í Vík„

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.