Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 10
Kenneth Barclay, blístraði hljóðlega meðan hann rannsakaði hálsbindasafn sitt. Hvaða háls- bindi myndi hæfa þessum degi, sem nú fór 1 hönd? Hann leit út um gluggann. Þetta var dýriegur v-ormorgun í apríl. Sólskinið ljómaði á ferskum, grænum laufblöðum álmtrjánna þriggja í litla garðinum í úthverfinu. Grænt var iitur dagsins. Hann hnýtti hálsbindið um- hyggjusamlega og hélt áfram að blístra. Hann fór jafnvel að raula, en hætti því jafnsnögg- lega. Mildred hafði ákaflega næmt eyra fyr- ir tónlist og gat ekki þolað að heyra hann syngja. Hann gat ekki sungið neitt lag rétt, það vissi hann ofur vel, þótt hann hefði ekki komizt að raun um það fyrr en eftir að hann giftist. í tilhugalífinu hafði hann óspart og af hjartans gleði sungið fyrir Mildred og hún hafði leikiö undir á píanó. Þau voru fyrir- myndarpar hafði hann haldið þá. Nú, það voru þau náttúrulega enn, hann hafði aðeins látið sönginn fyrir róða, að minnsta kosti í heima- húsum. Hann söng eingöngu við vinnu sína, í tilraunastofu háskólans, meðan hannn að- fkildi litlu frumurnar sínar, lét þær æxlast og fylgdist með hegðan afkomenda þeirra und- ir smásjánni. „Ég er blómið, þú ert hunangs- flugan", söng hann ánægður og áhyggju- laus. Enginn heyrði til hans á tilraunastofunni, enginn nema Marion Crowne, aðstoðarstúlka hans og hægri hönd, eins og hann kallaði hana. Þegar hann fékkst við flóknar tilraunir, rann- sakaði vef, sem var eins viðkvæmur og reykjarstrókur rétti hann út höndina eftir næsta tæki og vissi að það mundi ekki skeika, að það lægi tilbúið á rétt- um stað. Þegar hann eitt sinn að lokn- um árangursrikum vinnudegi söng sigri hrósandi fullum hálsi, þagnaði hann skyndilega í miðjum klíðum við hand- laugina, þar sem hann þvoði hendur sín- ar og leit á hana: „Heyrið þér annars, mér hefur aldrei dottið í hug að spyrja yður, hvort þér getið afborið sönginn minn.’ „Ég elska hann,” svaraði hún bros- andi, meðan hún gekk frá rannsóknar- tækjunum. Hún talaði sjaldan og þegar hún tal- aði horfði hún beint framan í þann, sem hún talaði við og léði þannig orðum sínum áherzlu og sannfæringarkraft. „Það er gott,” sagði hann þá. ,,Kon- an mín er á öðru máli, hún er nefni- lega mjög músíkölsk, skiljið þér“. Hún svaraði engu; hann þurrkaði sér um hendurnar og brosti til hennar. „Góða nótt,” hrópaði hann. „Góða nótt, doktor Barclay,” svaraði hún. Þess vegna blfstraði hann mjög hljóð- lega, meðan hann hnýtti á sig háls- bindið. Það var æðilangt sfðan hann hafði sungið. Barclay hefði orðið mjög hissa, ef einhver hefði sagt hon- um að hann gæti það. Hann hefði brosað og slegið því föstu, að það skipti engu máli — honum var meira f mun að Mildred væri á- nægð. Hún var svo töfrandi, þegar hún var ánægð. Hann tók tveed- jakkann, sem hékk á stólbakinu og fleygði honum yfir öxl sér — grænt og brúnt, það voru fall- egir litir. Hann gæti gert tilraun með þá litasamsetningu í dag, einfaldlega í því skyni að fagna vorinu. Þótt hann væri fimmtugur var hann ekki of gamall til að skynja vorið og hann brosti við sjálfum sér í speglinum. Bömin hans bæði voru vaxin úr grasi — Bob kvongaður, Molly trúlofuð — hrokkið hár hans var orðið hvítt og þó skynjaði Barclay endurkomu vorsins! Hann flýtti sér niður stigann og blístraði í sífellu, þagnaði þó fyr- ir framan borðstofudymar, Hann vissi nákvæmlega hvað beiö hans, — nema þegar hún var á ferðalagi, þegar hann opnaði dymar, eins og sérhvem dag í tuttugu og fimm ár en sú vitneskja olli honum engra leiðinda. Náttúmlega kom það fyr- ir — en því fór fjarri í dag. Á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.