Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 18

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 18
JONAS ÞORBJARNARSON STRÁKASAGA Hann vill deyja. Gott og vel. En ekki í fyllingu tímans, eftir sextíu áttatíu ár, viöurkenndur gæfumaöur og tuttugu barna faöir, ævi hans og ástir efni í minningargreinar, erfiljóð, og upp af leiðinu risi stór steinsúla: Omar Sól- mundarson, fæddur og dáinn. Ómar Sólmundarson vinur minn. Af hverju geturðu ekki hundskast til aö lifa! Ég vil sjá þig eldast, missa hár og tennur, og svo veröum viö aftur litlir snaggaralegir strákar, og bökum drullukökur hvor ofan í annan. Nei þér líst ekki á þaö. Þú ert fífl, og þegar þar aö kemur skal ég öskra þaö yfir þér dauðum: fífl! og ekki bara þaö, sá sem ekki getur þraukaö eitt mannslíf er aumingi. Ég veit ekki af hverju ég, sem kemst vel af án vina, er orðinn vinur svona náunga. Hann hugsar varla um annaö en að deyja. Maður eins og ég, segir hann, sem er og verö ekki neitt á að hafa vit á að deyja eins fljótt og auðið er: Á hátindi óhamingjunnar, barnlaus, ókvæntur. Ó! Þetta er dálítið sorglegt, þaö hlýtur aö vera. Dálítiö asnalegt, þykir mér, gerir mig snarringlaðan, ég kann ekki að hugsa um þetta. Og það er ekki nema von, þetta er svo fjarstæðukennt. Það gæti engan grunað hvað hann er með á prjónunum ef hann ekki segði manni það skýrt og skorinort, undir fjögur augu, tíu fingur upp til Guðs og ég veit ekki hvað þarf til áður en hægt er að trúa slíkri firru. En hann er vita- skuld ekki að gaspra því í Pétur og Pál, þótt hann hafi að vísu sagt mér það, daginn sem við kynntumst. Ég sagði bara jæja. Því svonalagað þarf að secjja mér oftar en þrisvar. Og það vantar reyndar ekki að hann tönnlist á þessu við mig, enda er mig nú farið að gruna að honum sé alvara. Og þá sem sagt býst ég við að þetta sé hið alvarlegasta mál. Skrattinn sjálfur. Ég er sá eini sem veit áform hans, reyndar eini maðurinn í Reykjavík sem hann þekkir, því hann er hér um bil sami einfarinn og ég, utanbæjar- maður eins og ég. Furðuleg tilviljun að við skyldum kynnast. Geðveiki. Er þetta ekki hrein og klár geðveiki? Eða er ég bara svona ungur og fáfróður um mennina? Og finnst þetta þess vegna skrítið? Ég veit það ekki. Ég veit jú að ég er dálítið ungur og fáfróður um flest, og skal meira að segja viðurkenna að það hefur aldrei hvarflað að mér að mitt líf gæti orðið of langt, en samt: Manstu eftir unga myndarlega manninum fyrir framan þig í röðinni í búðinni, hávöxnum með stutt skollitt hár; hann snéri að vísu í þig baki, en þú mætir honum iðulega þegar þú ferð í bæinn, og þá horfist þið í augu eitt andartak, og kannskí lengur, varla þætti þér, hver sem þú ert, ég á við: Það getur engum þótt neitt vit í því ef Ómar tæki upp á þeim fjanda að hvolfa í sig hundrað svefn- töflum, svo að eftir klukkutíma væri útilokað að hann myndi svo mikið sem rumska þótt tígrisdýr öskraði upp í eyrað á honum - martröð sem ég hef oft fengið - og hótaði að bíta af honum höfuðið, víst til að standa við það. Nei, ég er viss um það þætti flestum einkennilegt athæfi ef jDessi maður, sem greinilega er hinn hraust- asti og á ævina fram undan, tæki upp á því að vera allt í einu orðinn svo dauður að hann myndi ekki vakna við slíkan voða. Hvað svo sem yrði um hann ef hann vaknaði, það er önnur saga; ég bakka ekki með það að þetta sé hrein og klár geðveiki. En rneira veit ég ekki, ég veit ekki hvernig á að lækna manninn. Efast um að það sé hægt. Flestir alvarlegir sjúkdómar eru ólæknandi. Það má sjá hann á gangi upp eða niður Laugaveginn á öllum tímum dags, og oft um nætur líka; hann fer út að ganga ef hann getur ekki sofið. Nei Ómar vinur minn er ekki róni. Hann er yfirleitt edrú, og alltaf hinn snyrtilegasti, í þessum stóra góða frakka sínum, með þykkan trefil marg- vafinn um hálsinn, og í nýburstuðum Lloydsskóm. Honum liggur ekkert á, og það er ekki gott að segja af hverju hann er að vafra þetta um bæinn. Ekki er hann að skoða í búðaglugga, gjóar ekki svo mikið sem öðru auganu þangað sem gefur að líta bak við glerið nýjustu tísku í karlmannafatn- aði, og fáklæddar kvengínurnar sér hann ekki heldur sama hvernig þær glenna sig. En það þýðir ekki að hann sé náttúrulaus þótt hörð plastbrjóst vekji ekki áhuga hans eða girnd; ég er náttúrulaus, ekki hann. Við erum já ólíkir um margt, og sýnist sitt hvorum, þótt við séum báðir nákvæmlega 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.