Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 23

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 23
brosti og sagöi glaðlega, „Skríðandi? Jæja, að minnsta kosti færist ég úr stað." „Þú talar ekki við mig lengur," sagði hún, „þú leikur á mig eins og kúluspil til þess að safna stigum." „Góðan daginn, Hamlet," svaraði ég, sat í stól mínum og beið þolin- móður eftir því sem hún hafði að segja næst. En hún mælti ekki orð, hún fór og lokaði hurð vinnuherberg- isins hljóðlega á eftir sér. „í september 1870“, byrjaði M frá- sögn sína í áheyrn langafa míns, áskotnuðust mér viss skjöl sem ekki aðeins ógilda öll grundvállar- atriði vísinda okkar um hagnýta rúmfræði, heldur grafa einnig undan heildarkerfi eðlisfræðilög- mála okkar og neyða okkur til að endurskilgreina stöðu okkar í heildargerð náttúrunnar. Þessi plögg eru þyngri á metunum en samanlögð verk þeirra Marx og Darwins. Mér voru þau falin í hendur af ungum bandarískum stærðfræðingi, en höfundur þeirra er annar stærðfræðingur, David Hunter, sem er Skoti. Bandaríkja- maðurinn hét Goodman. Um ára- bil hafði ég skrifast á við föður hans í sambandi við vinnu hans að kenningunni um tímabundnar blæðingar, sem er enn ekki al- mennt metin að verðleikum hér á landi þótt ótrúlegt megi virðast. Ég hitti Goodman yngri í Vínarborg, en þar hafði hann sótt alþjóðlega stærðfræðiráðstefnu ásamt Hunt- er og fleirí stærðfræðingum frá ýmsum löndum. Goodman var föl- ur yfirlitum og allur í uppnámi er ég hitti hann og ráðgerði að snúa aftur til Ameríku næsta dag þó að ráðstefnunni væri enn ekki hálf- lokið. Hann fól plöggin i mínar hendur með þeim fyrirmælum að ég skyldi afhenda David Hunter þau, ef ég öðlaðist einhvern tíma vitneskju um dvalarstað hans. Eftir miklar fortölur og þrákelkni af minni hálfu fékk ég hann síðan til að segja mér hverju hann hefði orðið vitni að á þríðja degi ráð- stefnunnar. Ráðstefnufundir hóf- ust á hverjum morgni klukkan hálf tíu með því að flutt var erindi en á eftir fylgdu almennar umræður. Klukkan ellefu voru bornar fram veitingar og margir stærðfræðing- anna stóðu upp frá löngu gljá- fægðu borðinu sem þeir sátu í kring um, röltu um stóran glæsi- legan salinn og tóku þátt I óform- legum umræðum við starfsbræður sína. Ráðstefnan stóð tvær vikur, og samkvæmt rótgrónu fyrirkomu- lagi lásu kunnustu stærðfræðing- arnir sínar ritgerðir fyrst, því næst þeir sem voru dálítið minna þekktir og þannig áfram niður virðingar- stigann þessar tvær vikur út í gegn. Þetta olli stundum djúpri öfund eins og títt er meðal bráð- gáfaðra manna. Þótt Hunter væri stórsnjall stærðfræðingur, var hann ungur og í raun óþekktur utan háskóla síns, sem er í Edin- borg. Hann hafði sótt um að flytja erindi um hagnýta rúmfræði sem hann kvað vera geysimikilvægt, en þar sem hann var ekki í háum metum í þessu menntahófi, hafði hann verið settur á mælendaskrá næstsíðasta dag ráðstefnunnar, en þegar þar að kæmi myndu flestir hinna mikilvægustu fulltrúa hafa horfið aftur hver til síns heima. Því varþað á þríðja degi, er þjónarnir voru að bera inn veiting- arnar, að Hunter stóð skyndilega upp og ávarpaði starfsbræður sina í þann mund sem þeir voru að risa úr sætum. Hann var stórvaxinn, strýhærður maður, og þótt hann væri ungur að árum hafði hann sérstakt viðmót sem þaggaði klið samræðnanna algerlega niður. „ Herrar mínir, “ tók Hunter til máls, „ég verð að biðja yður að afsaka þetta ósæmilega ávarps- form, en ég hef dálítið gífurlega mikilvægt að segja yður. Ég hef uppgötvað hinn yfirborðslausa flöt. “ Umkrlngdur háðslegum brosum og hljóðlátum hæðnis- hlátri tók Hunter stórt hvítt papp- írsblað af borðinu. Með vasahníf skar hann um það bil þriggja þum- lunga langa skurð í blaðið, örlítið til hliðar við miðjuna. Því næst gerði hann nokkur snögg, flókin brot i blaðið og á meðan hann hélt því hátt á lofti svo allir mættu sjá, virtist hann draga eitt horn þess gegnum rifuna og við það hvarf blaðið. „ Sjáið, herrar mínir, “ mælti Hunter og beindi tómum höndum sínum í átt að þingheimi, „yfir- borðslausa flötinn. “ Maisie kom inn í herbergið, nýþvegin og lyktaði dauflega af ilm- sápu. Hún kom og tók sér stöðu bak við stólinn sem ég sat á og lagði hendur sínar á axlir mér. „Hvað ertu að lesa?“ spurði hún. „Bara glefsur úr dagbókinni sem ég hef ekki litið á áður." Hún hóf að nudda herðar mínar blíðlega. Mér hefði þótt fróun í því ef enn hefði verið um fyrsta hjónabandsár okkar að ræða. En þetta var sjötta árið og þetta olli eins konar spennu sem breiddist niður eftir hryggnum á mér. Það var eitthvað sem Maisie var að sækjast eftir. Til að halda aftur af henni lagði ég hægri hönd mína á vinstri hönd hennar. Hún misskildi þetta sem alúð, laut fram og gaf mér koss undir eyrað. Andardráttur hennar lyktaði af tannkremi og ristuðu brauði. Hún togaði í öxl mér. „Komdu inn í svefnherbergi," hvíslaði hún. „Við höfum ekki elskast í nærri tvær vikur núna.“ „Ég veit," svaraði ég. „Þú veist hvernig þetta er. . . með vinnuna mína.“Ég fann ekki fyrir neinni löngun til Maisie né nokkurrar annarrar konu. Það eina sem mig fýsti að gera var að fletta næstu síðu í dagbók langafa míns. Maisie létti höndunum af öxlum mér og stóð við hlið mér. Það var slík grimmd í þögn hennar að ég fann spennu færast um mig líkt og sprett- hlaupara á viðbragðslínu. Hún teygði sig fram á við og tók upp innsigluðu krukkuna sem geymdi Nicholls skip- stjóra. Þegar hún lyfti henni leið reðurinn sem í draumi enda á milli í ílátinu. „ Þú ert svo SJÁLFUMGLAÐUR," skrækti Maisie og þeytti síðan gler- flöskunni í vegginn fyrir framan skrif- borð mitt. Ósjálfrátt huldi ég andlit mitt með höndunum til að skýla því fyrir glerbrotunum. Er ég lauk upp augun- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.