Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 30
30 V E S T M A N N A E Y J A R Hagnaður Vinnslustöðvarinnar fyrir afskriftir reikningsárið 1. september 2000-31. ágúst 2001 var yfir einn milljarður króna (nánar tiltekið 1.026. milljónir. kr. samkvæmt uppgjöri sem birt var á Verðbréfaþingi Íslands í október sl.). Hagnaður fyrir- tækisins fyrir vexti og afskriftir hefur þannig rúmlega tífaldast á aðeins tveimur árum. Rekstarárið 1999- 2000 skilaði fyrirtækið ríflega 500 milljónum króna hagnaði fyrir afskriftir en þar áður, 1998-1999, var samsvarandi tala 105 milljónir króna. Umskiptin hjá Vinnslustöðinni (VSV) eru ótrúlega mikil á fáeinum misserum. Fyrirtækið var nánast á hliðinni snemma árs 1999, stórskuldugt með alvar- legar meinsemir í rekstrinum. Núna, síðla árs 2001, staðfesta tölur hins vegar að rekstur fyrirtækisins er traustur, framlegð mikil en skuldir eru svipaðar og fyrir tveimur árum. Fjármagnsgjöldin setja hins veg- ar skarð í afkomugleðina eins og hjá svo mörgum öðr- um fyrirtækjum, sem skýrist fyrst og fremst af rúm- lega 700 milljóna króna gengistapi á rekstrarárinu öllu. Út úr töflunni hér til hliðar má lesa að Vinnslustöðin er ekki lengur eitt af skuldugustu sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins á mælikvarða nettó- skulda á þorskígildi. Athygli vekur til dæmis að bæði Grandi og Þorbjörn-Fiskanes eru skuldugri fé- lög en VSV. Rétt er samt að benda á að þennan mælikvarða verður að skoða í samhengi við aðra þætti. Þannig á Grandi t.d. mikið af hlutabréfum sem standa á móti skuldum félagsins. Til að gefa hugmynd um breytingar til batnaðar hjá Vinnslustöðinni má rifja upp ástandið fyrri hluta árs 1999 og ráðstafanir til að draga út kostnaði og styrkja þá þætti sem skiluðu mestum árangri: • Landfrystingu bolfisks var hætt, sem leiddi til þess að rekstur VSV í Þorlákshöfn var lagður af. Heimamenn og sveitarstjórnin mótmæltu og vændu ráðamenn VSV um svik. • Starfsmönnum var fækkað í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn, úr 320 í 150. Viðfangsefnin voru erfið og ýmsar ráðstafanir sárs- aukafullar en úrslitum réði að þarna skapaðist sam- staða stjórnar, stjórnenda og starfsfólks um að bjarga fyrirtækinu frá hruni. Og það tókst. Ákveðið var að endurskipuleggja allan reksturinn og m.a. leggja meiri áherslu en áður á saltfiskvinnslu VSV í Eyjum. Hún hafði gengið vel en stjórnendur fyrirtækisins höfðu ríka ástæðu til að ætla að þar væri eftir meiru að slægjast, sem reyndist rétt. Í stórum dráttum er staðan orðin þessi síðla árs 2001: • Vinnslustöðin er öflugra fyrirtæki en um árabil og rekstrarárangur þess er með því besta sem gerist í sjávarútveginum. • VSV er traustur vinnustaður, starfsfólk nýtur meira öryggis en löngum áður. Umskipti í rekstri Vinnslustöðvarinnar hf.: Hagnaður fyrir vexti og afskriftir tífaldast á tveimur árum Nettóskuldir Þorskígildis- (kr. á kg. þorskígildis) tonn alls 2000 - 2001 Tangi 820,5 2.400 Síldarvinnslan 599,5 7.414 Hraðfrystihús Eskifjarðar 510,3 6.760 Grandi 356,8 17.543 Þorbjörn - Fiskanes 325,2 18.709 Vinnslustöðin 324,9 10.873 Þormóður rammi - Sæberg 300,7 21.133 Haraldur Böðvarsson 284,6 17.709 Guðm. Runólfsson 268,6 6.000 Hraðfrystihúsið Gunnvör 245,8 13.840 Skagstrendingur 240,7 7.220 Útgerðarfélag Akureyringa 199,3 22.700 Samherji 176,6 34.921 Nettóskuldir = Skuldir án skuldbindinga - veltufjármunir Þorskígildistonn skv. Fiskifréttum í sept 2000 Skuldir skv. 6. mánaða uppgjörum en í lok ágúst hjá Vinnslustöðinni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.