Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 18
Í hita og þunga dagsins í Skipalyftunni hf. 18 V E S T M A N N A E Y J A R Ægir bankaði upp á hjá þeim Skipalyftumönnum og ræddi málin við Ólaf Friðriksson, fram- kvæmdastjóra. „Við erum fyrst og fremst í við- haldsvinnu og endurbótum á skipum, þ.m.t. lengingum, yfir- byggingum og vélaskiptum. Reyndar höfum við smíðað eitt skip frá grunni sem er lóðsinn hér í Vestmannaeyjum,“ sagði Ólafur. Undirbúningur að þurrkví í Eyjum Eins og áður segir er Skipalyftan rétt um tuttugu ára gamalt fyrir- tæki, það verður tuttugu ára 14. nóvember nk. „Hér voru tvær smiðjur, Magni og Völundur. Þessi tvö fyrirtæki voru síðan sameinuð og Skipalyftan stofnuð. Að grunni til er fyrirtækið því mun eldra en tuttugu ára,“ segir Ólafur. Skipalyftan er eina fyrir- tækið í Eyjum sem getur tekið upp stærri skip. „Við erum með skipalyftu hér sem er 60 metra löng og 12 metra breið. Lyftan getur tekið upp skip sem eru allt að eitt þúsund þungatonn, sem þýðir að við getum þjónustað þessi algengustu loðnuskip, en nýju og stóru skipin ráðum við ekki við,“ segir Ólafur og bætir við að í Vestmannaeyjum séu nú komin tíu fiskiskip yfir þeim stærðarmörkum sem Skipalyftan ræður við að taka upp. „Þessi út- búnaður er auðvitað barns síns tíma og þess vegna er farið að ræða um og komin reyndar inn á fjárlög undirbúningsvinna að gerð þurrkvíar hér í Vestmanneyjum. Slík þurrkví myndi auðvitað breyta verulega okkar aðstöðu og annarra sambærilegra þjónustu- fyrirtækja hér, en fyrst og fremst myndi þurrkví bæta aðstöðu út- gerðarinnar til þess að leita eftir þjónustu hér heima,“ segir Ólaf- ur. Sjómannaverkfallið setti strik í reikninginn Ólafur skýtur á að yfir áttatíu pró- sent af viðskiptum Skipalyftunnar tengist flotanum í Vestmannaeyj- um. „Svo er alltaf eitthvað um það að skip frá öðrum verstöðvum sem eru að veiðum hér skammt frá verði fyrir bilunum og þá koma þau hingað inn. Við höfum líka verið töluvert í viðhaldi báta í Þorlákshöfn og lítillega á Horna- firði. Að öðru leyti eru verkefnin að uppistöðu hér heima.“ Ólafur segir að yfirstandandi ár hafi verið heldur rólegt í skipa- smíðaiðnaðinum. „Sjómannaverk- fallið í vor hafði sín áhrif. Útgerð- armenn héldu að sér höndum Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar hf. í Vestmannaeyjum. Þjónum fyrst og fremst Vestmannaeyjaflotanum - segir Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar hf. Skipalyftan hf. í Vestmannaeyjum er um tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Eins og nafnið gefur til kynna lyfta menn skipum á þeim bæ í orðsins fyllstu merkingu. Skipalyftan er skipasmíðastöð sem gerir þó lítið af því að smíða skip, áherslan er á þessar hefðbundnu slipptökur og viðgerðir. Myndir: Óskar Þór Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.