Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 15

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 15
15 R A N N S Ó K N I R Aðferðir til stýringar örveruflóru í startfóðrun lúðulirfa Með aukinni þekkingu á fjölda og samsetningu örvera í stríðeldi lúðulirfa verða aðgerðir sem miða að því að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra markvissari. Markmið rannsókna á örverum í stríðeldi lúðulirfa er að geta stjórnað fjölda og ekki síst sam- setningu þeirra á sama hátt og unnt hefur reynst að stjórna öðr- um þáttum sem hafa áhrif á eldið, s.s. lýsingu, hita og súrefni. Rannsóknaverkefni sem tengst hafa þessum þætti, hafa leitt í ljós að með ýmsum aðgerðum má slá á þennan bakteríufjölda eða jafnvel breyta samsetningu hans lúðulirf- unum í vil og bæta afkomu lirfa í startfóðrun að verulegu leyti. Af- koma lirfa í startfóðrun getur þannig orðið yfir 90% ef vel tekst til. Rannsóknir sem tengst hafa þessum þætti eldisins hófust á ár- inu 1998. Í verkefninu „Ör- veruflóra í stríðeldi lúðulirfa á Ís- landi“ var rannsökuð örveruflóra (bakteríur) lúðulirfa í startfóðrun. Fylgst var með breytingum sem urðu á heildarfjölda og fjölda Vibrio baktería í meltingarvegi lúðulirfanna, eldisvökva og í fóð- urdýrum við breytta meðhöndlun í gegnum startfóðrunartímabilið sem stendur yfir í um 60 daga. Rannsóknir þessar sýndu meðal annars að unnt er að fækka bakt- eríum í fóðurdýrum að verulegum hluta og mikilvægt er að sú með- höndlun sé framkvæmd á réttum tíma. Jafnframt voru gerðar til- raunir til þess að nota ríkjandi en skaðlausar bakteríur úr eldinu til þess að hamla vexti óæskilegra tegunda. Verkefnið var samstarfsverkefni Fiskey og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og hlaut styrk frá Rannsóknaráði Íslands og Sjávar- útvegsráðuneytinu. Verkefnið hlaut einnig styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna og Háskólanum á Akureyri en nemendur við Sjáv- arútvegsdeild Háskólans unnu við afmarkaða hluta verkefnisins í sumarvinnu. Við verkefnislok beindust sjón- ir manna aðallega að því lífræna álagi sem í eldiskerjunum er og þeim vandamálum sem það skap- ar. Lífræn efni bera með sér og safna að sér örverum og mikil hætta er á að lífræn efni sem bætt er í kerin og lífrænn úrgangur í kerjum sé gróðurstía fyrir ýmsar tegundir baktería. Óæskilegar tegundir baktería geta því náð miklum fjölda á stuttum tíma og valdið skyndilegum og víðtækum afföllum á seiðum þegar minnst varir. Mikill áhugi var því fyrir því að kanna hvort unnt væri að nota ólífrænt efni í stað þörunga til þess að ná réttri skyggingu í startfóðrunarkerjum og minnka með því lífrænt álag. Í byrjun árs 2001 var því stofnað nýtt verk- efni: „Aðferðir til stýringar ör- veruflóru í startfóðurkerjum lúðulirfa“ og eru verklok áætluð í árslok 2002. Í þessu verkefni er megináhersla lögð á að nota ólíf- ræn efni í stað þörunga til þess að ná réttri skyggingu í startfóður- kerjum. Forkannanir bentu til þess að notkun ólífrænna efna hefði hverfandi áhrif á fóðurinn- tak og afkomu lúðulirfa í start- fóðrun og bundu menn sterkar vonir við að þessar aðgerðir myndu leiða til fækkunar og/eða breytinga á samsetningu og við- veru örvera í startfóðurkerjunum. Jafnframt verður haldið áfram að leita annarra leiða til þess að stýra örveruflóru fóðurdýra og lúðulirfa í startfóðrun og eru miklar vonir bundnar við probiotika-tegundir sem henta í stríðeldi lúðulirfa. Niðurstöður rannsókna á þessu sviði benda til þess að ákveðnar tegundir henta í eldi á ákveðnum tegundum sjávarlífvera en síður eða jafnvel alls ekki við eldi ann- arra tegunda. Enn og aftur er lúð- an í sérstöðu þar sem eldi fer fram í tiltölulega köldum sjó en vonir eru helst bundnar við að svara sé að leita í tegundum sem einangr- aðar eru úr fullvöxnum lúðum, þ.e. foreldrafiskinum. Gengið er út frá því að í meltingarvegi full- vaxinna, heilbrigðra fiska sé að finna örveruflóru sem er fiskunum nauðsynleg við meltingu fóðurs og jafnframt fiskinum skaðlaus. Vonir eru bundnar við að í þessari flóru sé að finna stofna sem hent- að gætu sem probiotika bakteríur við startfóðrun lúðuseiða. Óæskilegar tegundir baktería geta náð miklum fjölda á stuttum tíma og valdið skyndilegum og víðtækum afföllum á seiðum þegar minnst varir. Það er ekki hægt að segja að lúðuseiðin séu stór. Lúðuseiðin í eldiskerjunum hjá Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalteyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.