Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 2
TlMlM, langardaglnn 23. mai 1943 51. MatS 198 ‘gíminn Laugardag 23. maí Rökvillur og hótanir Ólaís Thors & Co. í útvarpsræðum sínum töluðu þeir Ólafur Thors og Haraldur Guðmundsson báðir í dimm- rödduðum hótunartón um þann möguleika, að Framsóknar- flokkurinn fengi nægilegt þing- fylgi í kosningunum í vor, til að stöðva framgang stjórnar- skrármálsins í því formi ó- skapnaðar, sem það er nú í. Þeir töluðu í ógnandi tón um þær skelfilegu afleiðingar, sem það gæti haft fyrir Framsókn, ef slík ógæfa — „ég segi ógæfa“ (Ó. Th.) — ætti eftir að hénda flokkinn að fá aðstöðu til að stöðva „réttlætismálið." Þeir rökstuddu þessa örlaga- þrungnu aðvörun með því, að Framsóknarflokkurinn hefði ekki meiri hluta kjósenda í landinu að baki sér og því væri það brot á öllu lýðræði og sann- girni, að flokkurinn gæti stöðv- að mál, sem þeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson, og allt þar á milli, væru fylgjandi. Meiri rökvilla hefir sjaldan heyrzt á Alþingi. — Það ætti að vera hverjum meðalgreindum manni ljóst, að því aðeins getur Framsóknarfl. fengið aðstöðu og vald á Alþingi til að stöðva framgang stjórnarskrármálsins í sumar, — og þar með haust- kosningarnar, — að nægilega margir af kjósendum landsins feli honum þetta vald í kosn- ingunum í vor. Framsóknarflokkurinn getur þetta ekki með núverandi þing- afli og ekki með þeirri kjós- endatölu, sem hann hafði við síðustu kosningar. Hann getur það því að eins, að kjósendur, sem að jafnaði hafa veitt öðr- um flokkum brautargengi, en eru á móti braskinu með stjórn- arskrána, móti hinum pólitísku sifjaspellum þeirra Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar, móti tvennum kosningum slag í slag og ófriðarbálinu, sem af þeim mun standa, — að þeir feli Framsóknarflokknum umboð til að taka í taumana og kveða þetta niður. Og það er þetta, sem þeir fé- lagar óttast undir niðri. Annars gripu þeir ekki báðir til þess að setja fram hinar gegnsæju blekkingar sínar og falsrök, um stöðvunarvald Framsóknar- flokksins, í þessum dauðadjúpa ógnartón. Framsóknarflokkurinn er eini flokkur þingsins, sem hefir ákveðna andstöðu gegn þeirri svívirðingu, sem breiðfylking í- halds, krata og kommúnista ætlar að fremja gegn viðkvæm- ustu og dýrmætustu lögum þjóðarinnar. Þeir ætla að sam- þykkja stjórnarskrárfrumvarp, þar sem því er í upphafi lýst yfir, að ísland sé konungsríki og arfgengt í ætt Danakonungs, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar sínar um lýðveldi og þvert ofan í einróma yfirlýsingar alls Al- þingis fyrir ári síðan. Að vísu segjast þeir ætla að breyta þessu ákvæði — síðar. — En hver trúir þessum mönnum í raun og veru, mönnum, sem hafa í verki beitt hinu japanska sjónarmiði í stjórnmálum alveg nýverið? Enginn sjálfstætt hugsandi maður treystir þeim. Þeir vita þetta. Þeir vita um andúð og fyrirlitningu í sínum eigin flokkum, rétt utan við þingveggina. Þeir vita fyrir víst um marga úr liði sínu, sem munu Ijá Framsóknarflokknum brautar- gengi í þeim átökum, sem nú eiga sér stað. í orðum þeirra er ekki hótun til Framsóknar- manna, heldur hótun til eigin flokksmanna, sem eru alls ó- fúsir að fylgja þeim út í fá- ræði það, sem þeir eru nú að stofna til. Þetta ættu kjósendur að hugleiða: Þeir geta falið Fram- sóknarflokknum vald á Alþingi til að stöðva helgispjöllin á grundvallarlögum þjóðarinnar. Þeir geta haft í hendi sér að stöðva síðari kosningarnar 1 Sextugur Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri Möðruvallaskólinn var ein- kennileg uppeldisstöð. Fyrsta aldarfjórðunginn, sem sá skóli starfaði, varð hann aðalvakn- ingastöð fjölmargra manna, sem síðar úrðu brautryðjendur í margháttuðum framförum. Skólatíminn var stuttur. Húsa- kynnin fátækleg og kennaralið- ið fámennt. En þrátt fyrir þessa svokölluðu ytri erfiðleika, safn- aði skólinn einkennilegri auð- legð í lærisveinum sínum. Mjög margir af hinum fyrstu kaup- félagsstjórum og nálega allir af áhrifamestu forstöðumönnum Sambandsins eru gamlir Möðr- vellingar. Um eitt skeið voru svo að segja allir ritstjórar landsins nemendur úr þessum skóla. Fjölmargir forustumenn í búnaði, útvegi, héraðsstjórn og landsmálastarfsemi höfðu feng- ið svo að segja alla skólagöngu- menntun sína hjá Jóni Hjalta- lín á Möðruvöllum. Einn af hinum mörgu þjóð- kunnu nemendum Möðruvalla- skólans er Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, sem átti sextugsafmæli sitt 13. maímán- aðar nú síðastliðinn. Þegar hann kom í skólann laust eftir aldamótin, var hann ekki að- eins þroskaður og vel undirbú- inn, heldur hafði hann þá feng- ið mjög fullkomna umgengnis- menningu, sem annars var fremur sjaldgæft um hina blá- fátæku skólasveina. Jakob Kristinsson þótti því mest glæsimenni í skólanum. Hann var hár vexti, beinvaxinn og vel limaður, fríður sínum, hárið sumar og þar með stytt það hundadagatímabil í íslenzkum stjórnmálum, sem nú er að renna upp, undir forustu Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar. Framsóknarmenn vilja breyta stjórnarskránni samkvæmt yf- irlýstum vilja allra þingfull- trúa, — en þeir vilja ganga svo frá undirbúningi þess verks, að þeir sjálfir, Alþingi og þjóðin öll þurfi ekki að bera kinnroða fyrir. Þeir telja það höfuðmál þjóð- arinnar að sigla þjóðfélaginu og þjóðarheiðri íslendinga á rétt- um kili út úr brimum og boðum ófriðarins. Framtíð okkar veltur meir á því en margir virðast hyggja, að við komumst með sæmd frá þeirri siglingu, en ekki sem fyrirlitin, vanþroska þjóð, sem eigi ekki frelsi né sjálfstæði skilið. + hrafnsvart, augun dökk, skörp og skýrleg. Hann var þá þegar æfður og snjall ræðumaður og vel ritfær. Hann var snyrti- maður mikill um klæðaburð, ög í einu djarfmannlegur og kur- teis í framgöngu. Skólafélagar Jakobs Kristinssonar þóttust vissir um, að þessi félagi þeirra myndi verða þjóðnýtur maður. Að loknu námi í Möðruvalla- skóla hélt Jakob áfram skóla- göngu í menntaskólanum og síð- ar í guðfræðideild. Að loknu prófi gerðist hann um nokkur ár prestur í kirkjudeild séra Rögnvaldar Péturssonar í Wyn- yard í Kanada. Það er fjölmenn og blómleg íslendingabyggð. Hafa þar að öllum jafnaði starf- að skörulegir guðfræðingar. Jakob Kristinsson fór líkt og flestum löndum, sem koma vestur á fullorðinsaldri, að hann gat ekki fest yndi þar nema um stutta stund. En dvölin þar hafði verið þroskandi fyrir hinn unga mann. Hann kynntist vestan hafs straumum og stefn- um, sem áttu þátt í að móta til fullnustu skapgerð hans og lífsskoðun. Þegar Jakob Kristinsson kom heim, tók hann að starfa með guðspekifélaginu í Reykja- vík. Það var áhugasamur en ekki fjölmennur söfnuður. Kaaber bankastjóri var einn af helztu forgöngumönnum þess félagsskapar, og hann miðlaði af auðlegð sinni frá stórkaup- mannsdögum sínum með miklu örlæti til að kaupa og búa sem bezt samkomuhús félagsins í Reykjavík. En söfnuðurinn þurfti ekki að eyða miklu fé til að launa sínum andlega leið- toga. Hann bjó einn og fátæk- ur námsmaður í dálitlu her- bergi í samkomuhúsinu og hafði ekki meiri þörf fyrir laun, heldur en trúboðar hinnar fyrstu kristni. Það er venjulega erfitt að gera grein fyrir trúarskoðunum annarra manna, allra sízt þeirra, sem ekki binda lífsstefnu sína við niðurstöður kirkju- þinga. En ég held, að þá sé farið með rétt mál, ef sagt er, að Jakob Kristinsson unni kjarna kristindómsins og hinni göfugu siðfræði Krists, en þótti minna koma til kennisetning- anna, sem guðfræðingar átján alda hafa hlaðið utan um innsta neista hinna kristnu trúar- bragða. Smátt og smátt hafði hann og ýmsir frændur hans hneigst að indverskri speki, sem er á margan hátt náskyld anda kristindómsins. Um mörg ár bjó Jakob Kristinsson eins og einsetumaður í herberginu við guðspekikirkjuna og skýrði efni o$ anda hinnar huldu sið- fræði með mikilli mælsku og miklum einfaldleika fyrir fé- lagsmönnum guðspekireglunn- ar. Margir frændur Jakobs Krist- inssonar, þar á meðal Hall- grímur bróðir hans, hafa í einu haft hneigð til dulspeki og þrá til athafna. Eftir margra ára starf fyrir guðspekifélagið, svo að segja innan klausturmúr- anna, fann Jakob Kristinsson sterka löngun til að ganga út á græna velli lífsbaráttunnar. Honum var þá boðin forstaða Eiðaskólans. Hann tók vel þeirri málaleitun og var um tíu ára skeið forstöðumaður þessa heimvistarskóla. Síðari árin á Eiðum kenndi hann nokkurrar heyrnarbilunar og taldi sig ekki fullfæran til kennslustarfa. Þá var sótt eftir að hann tæki að sér forustu fræðslumálanna í landinu. Hann gerði það, nokk- uð hikandi samt, vegna heilsu sinnar, en sem betur fer nýtur hans nú vel í því starfi. Þeir, sem þekkja hann bezt, treysta því, að hann geri þar enga ráðabreytni fyr en aldursmörk- in byrja að gera vart við sig. Jakob Kristinsson nýtur í einu mikilla vinsælda og mikils trausts, bæði sem skólastjóri og forustumaður skólamálanna. Allir, sem þekkja hann, verða hrifnir af drenglund hans, gáf- um hans og djúptækri og víð- feðmri menntun. f skólastjórn sinni á Eiðum voru þessir eig- inleikar að öllum jafnaði nægir við stjórn í þessum stóra heima- vistarskóla. En ef meira þurfti með, þá skorti ekki einbeittni eða festu viljans. Þar sem leið- togi ungra manna er gæddur öllum þessum eiginleikum, þarf ekki að óttast um hag skólans. Þar ríkif góður friður og heilsu- samlegur æskubragur. Aust- firðingar söknuðu mjög Jakobs Kristinssonar, er hann lét af stjórn Eiðaskóla. En þeir skildu Ameríska tímariíið „Fortime^: Skipulag Þjóðverja í Norðurálfu Aðgerðir Þjóðverja í hinum hernumdu lönðum er að- eins sýnishorn af skipulagi því, sem þeir hafa í hyggju að koma þar á að stríðinu loknu, — ef þeir hera hærra hlut. Síðastliðið sumar komst verkamálaleiðtogi nazista, Ro- bert Ley, svo að orði: „Þriðja ríkið er að umsteypa Norður- álfuna á þá leið, að öll ríki á meginlandinu munu verða far- in að framleiða af fullum krafti' eftir 1—2 ár, og þau munu framleiða handa Þýzkalandi." — Nú þegar hafa nazistar um- turnað hagkerfi Norðurálfu svo greipilega, að þótt þeir bíði ó- sigur, mun það taka heilan mannsaldur að koma því í samt lag. Viðskiptalögmál mótast af hugmyndum borgaranna um ætlunarverk þjóðfélagsins. í lýðfrjálsum löndum er sú skoð- un ríkjandi, að auðæfi ráði úr- slitum í ófriði, en nazistar ganga hins vegar út frá, að ó- friður afli auðæfa. Landvinn- ingar eru því undirstöðuatriði í viðskiptalögmáli nazista. Undirokaðar þjóðir eiga að svara sköttum og skyldum til sigurvegaranna. Þýzkaland á að vera sem voldugt miðalda- virki, er hefir lyklavöld að öll- um iðnaði og auðæfum í léns- löndum um alla álfuna. Þegar á árinu 1935 tóku Þjóð- verjar að undirbúa yfirráð sín í sérhverju ríki í Norðurálfu og æfa fylkisstjóra til að stjórna verzlun og viðskiptum í undir- okuðum löndum. Jafnskjótt og nýtt ríki hefir verið undirokað, eru sendir þangað hertogar, sem þekkja landið út og inn og hafa áður dvalizt þar sem ræðismenn eða sendisveitarfull- trúar. Þessir menn taka þegar að draga björg í búið eins og maurar væru að verki. Þeir heimta matvæli og iðnvarning í sínar hendur og senda hvern farminn eftir annan af slíku herfangi heim í ríki sitt. Þeir loka sumum verksmiðjum, um- steypa öðrum og taka fyrirtæki í sínar hendur. í stuttu máli: Þjóðverjar hafa gert rán að viðskiptalögmáli. Þessi skipulögðu rán fá kyn- legan blæ á sig, vegna hinnar skringilegu tilhneigingar, sem Þjóðverjar hafa til að gefa þeim löglegt yfirskin. Við hvert rán, eignarnám eða nauð- ungarsölu, gefa þeir út lög eða úrskurð, er veitir þeim rétt til að framkvæma þetta. Þetta stafar af einkennilegri veilu í þýzku lundarfari, — fótum troðinni löngun til að vera heið- virðir. Auðveldasta aðferðin til að ræna, er að leggja á þunga hernámsskatta, sem ekki eru reiknaðir eftir raunverulegum kostnaði, heldur hemaðarút- gjöldum viðkomandi þjóðar fyr- ir hernámið. Frakkar greiða 400.000.000 — fjögur hundruð milljónir franka — á dag, sem svarar til allra útgjalda þeirra til vígbúnaðar áður en landið var sigrað. Bæheimur og Mæri verða að greiða 114% af fyrri hernaðarútgjöldum fyrir land- varnir Þjóðverja. Rúmenía verður að gjalda 84% að sínu leyti. Á þennan hátt sýgur Þýzkaland árlega um 4.200.000. 000 — eða yfir fjóra miljarða dollara — út úr hinum herteknu löndum. Hvað gerir Þýzkaland við allt þetta fé? f Frakklandi kosta þeir t. d. ekki til nema 125.000. 000 franka til hers og starfs- manna. Afganginn, 275.000.000 franka, nota þeir til að kaupa franskar iðnvörur eða hluta- bréf í frönskum fyrirtækjum. Á þennan hátt leggja þeir inn- lend fyrirtæki undir slg í her- teknu löndunum fyrir peninga, sem þeir draga sér þar. Fyrir mjólkina, sem þeir áskilja sér, kaupa þeir sjálfa kúna að lok- um. Á árum Versalafriðarins greiddu Þjóðverjar allt um 10 Numarbeimili preníara Frentarafélagið ætlar að koma npp sumar- dvalarstað fyrlr prentara að Miðdál í Laugardal. Tíðindamaður Tímans hefir snúið sér til fasteignanefndar félagsins og fengið hjá henni þessa frásögn viðvíkjandi starfrækslu Prentarafélagsins eystra: — Eins og kunnugt er keypti Prentarafélagið jörðina Miðdal í Laugardal síðastl. haust. Stóð til að keypt yrði bæði jörðin og búið, en þó réðust mál svo að lokum, að horfið var frá að kaupá búið, en jörðin nieð hús- um og öðrum hlunnindum var keypt. Kaupverðið voru rösk 30 þúsund krónur. • — Hver eru aðalhlunnindi jarðarinnar? — Þau eru meðal annars, að stækka má túnið mjög mikið, sérstaklega með skurðgrefti og uppþurrkun. Þó yrði mikið land afgangs til engjaheyskap- ar. Þá er skóglendi mikið á landeigninni, sem að vísu er nú mjög óhrjálegt sums staðar vegna rányrkju, sérstaklega beitar. En vafalaust má bæta það mjög með því að friðá ein- hvern hluta þess. Enda hefir nefndin ákveðið að gera því til góða, svo fljótt sem tök eru á. Það var ekki hvað sízt vegna þessarra miklu skógar- leifa, að ráðizt var í að kaupa einmitt þessa jörð. — Auk þessa falla ár um landeignina. Hefir vatnsaflið þegar verið notað til að knýja^rafstöð til lýsingar á bænum. Stöð þessa má mikið stækka og auka til muna orkumagnið. Ennfremur er veiðiréttur í Laugarvatni fyrir landi jarðarinnar. Hvers ástæður hans og beygðu sig fyr- ir því. Jakob Kristinsson hefir alla æfi lagt stund á andlegt erfiði. Hann hefir jafnvel fremur flestum löndum sínum sýnt í verki, að það er hægt að kom- ast leiðar sinnar án þess a$ ein- beita huganum alla leiðina milli vöggu og grafar að leit eftir efnalegum gæðum. Þrátt fyrir sextíu ára afmælið, er hann enn gæddur fullri starfs- orku. Enginn af samlöndum hans standa honum framar um mælsku og ræðusnilld, og fáir jafnfætis. Honum hefir verið mikið lán- að, og hann hefir ávaxtað sitt pund með mikilli trúmennsku. J. J. virði hann er, verður framtíð- in að skera úr. Einnig er ó- rannsakað hvort hægt verður að gera ár þær, er um landið falla, að nytsömum veiðiám. — Hyggst félagið að taka við búrekstri á jörðinni í náinni framtíð? — Nei. Jörðin hefir verið leigð seljandanum um 20 ára skeið. Þó getur farið svo, að félagið taki fyr búrekstur í sínar hend- ur. Samkomulag getur t- d. orð- ið um það. Þá getur og farið svo, að núverandi ábúandi segi jörðinni lausri fyr en ábúðar- tími er útrunninn. — Við leigu jarðarinnar tók félagið þó und- an til sinnar starfrækslu nokk- urt land til bygginga og frið- unar. — Hverjar eru framtíðará- ætlanir félagsins með það land? — Þær eru meðal annars að koma upp dvalar- og samkomu- heimili fyrir félagsmenn og skyldulið þeirra, um sumar- tímann. Þá er fram líða stundir getur starfsemin orðið víðtæk- ari og fjölþættari, eftir því sem aðstæður þá skipast og leyfa, en um það er enn of fljótt að gera áætlanir. Ennfremur að gefa einstökum félagsmönnum og starfsmannasamtökum kost á að koma sér þar upp sumar- bústöðum og leggja þeim til varanlegan samastað. — Hvaða landsvæði hefir fé- lagið tekið til sinna nota? — Það eru tungurnar fyrir vestan bæinn, allt vestur að Skillandsá. Félagið sjálft mun taka fyrir eigin framkvæmdir svæðið vestur að vestri Ljósá, en tungan á milli vestri Ljósár og Skillandsár er ætluð undir sumarbústaði einstaklinga. — Hvenær hefjast byggingar- framkvæmdir á landsvæðinu? — Þær eru nú þegar hafnar af einstaklingum með byggingu nokkurra sumarbústaða í sum- ar. Hæpið er þó, að félagið sjálft leggi í nokkrar verulegar framkvæmdir á þessu ári, því eins og ástandið er nú, eru margir örðugleikar í vegi fyrir skjótum athöfnun. Friðunar- staðir skógarleifa hafa enn ekki verið athugaðir til hlítar. — Hvernig geðjast félags- mönnum að staðnum? — Þeim fáu mönnum, sem austur hafa farið, lízt prýðilega á staðinn. í sumar má búast (Framh. á 4. síðu) billjónir marka frá 1924—1931. Á einu ári hafa þeir endur- heimt allt þetta fé með skött- um og skyldum á herteknu löndin. Fyrsta verk þeirra í herteknu landi, er að banna alla eigna- sölu nema með sínu samþykki. Á þennan hátt fá þeir svigrúm til að kynna sér alla eignaskipt- ingu og eigendur. Það, sem þeir girnast, gera þeir svo upptækt eða setja undir „eftirlit“ eða í „samvinnu“ við Þýzkaland. Samkvæmt yfirliti sem gert hefir verið um setuliðsskatta, eignarnám og bein rán á gulli og öðrum verðmætum, hafa Þjóðverjar þegar sölsað undir sig um 36 billjónir dollara, og svarar það til allra útgjalda til vígbúnaðar Þýzkalands fyrir stríðið. En loktakmarkið er að ná í sína þjónustu öllu iðnkerfi Norðurálfu. Sú „nýskipun" er þegar hafin. í löndum, sem eiga að leggja til landbúnaðarvör- ur og hráefni, loka þeir verk- smiðjum, t. d. í Póllandi. Alls staðar loka þeir verzlunarfyrir- tækjum, sem keppa við Þýzka- land. Iðjuver, sem halda áfram, verða nauðug viljug að fram-, leiða fyrir Þýzkaland eingöngu. Frá Frakklandi hafa verið flutt firnin öll af dýrmætustu iðnaðarvélum til Þýzkalands. Franskar og hollenzkar efna- gerðir hafa fengið skipun um að hætta. Til að losna við sam- keppnisfyrirtæki, hefir reynzt prýðilega að setja þau í sam- band við þýzkar verksmiðjur til að koma á „haganlegri verka- skiptingu." Annað úrræði er, að synja þeim um kol eða önn- ur hráefni. Þannig hefir gler- iðnaði Tékka og ullarverksmiðj - um verið útrýmt. Niðurstaðan af öllu er strangt þýzkt eftirlit með framleiðslu, framboði og verðlagi. Undirokuðum verksmiðjum hefir verið breytt eftir hernað- arþörfum. Frá Citroen-verk- smiðjunum í París fá Þjóðverj- ar bifhjól. Renaultssmiðjurn- ar smíða skriðdreka. Silkiverk- smiðjurnar í Lyon vefa þýzkar fallhlífar. Þýzk viðskiptaskrifstofa í París annast vörupantanir frá frönskum firmum. Greiðsla fer fram eftir venjulegum verzlun- arreglum — í frönskum gjald- eyri úr hinum digra sjóði setu- liðsgj aldsins. Um það bil helm- ingur allrar iðnframleiðslu Frakka rennur á þennan hátt til Þjóðverja. Þjóðverjar „kaupa“ hreint og beint banka og önnur fyrir- tæki í herteknu löndunum. Með þvingun og öðrum bellibrögðum hafa þeir náð meirihluta í 18 stórbönkum utan Þýzkalands fyrir lítið verð. Mest hefir kveð- ið að þessu í Tékkóslóvakíu, Hollandi, Belgíu og Rúmeníu. í Frakklandi eíga Þjóðverjar nú um 49% af hlutafé banka, tryggingastofiiana og iðnaðar- og verzlunarfyrirtækja. Allt flutningakerfi í herteknu löndunum er í höndum „ríkis- ins“, beint eða óbeint. Járn og stál, almin, efnagerðarvörur og trjákvoða er allt í sömu greip- um. „Kolaverzlun ríkisins" sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.