Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.05.1942, Blaðsíða 4
200 TlMEVTV, laugardaginn 23. mai 1942 51. blað ÚR BÆNUM Ferðafélag íslands efnlr tll farar á Snæfellsnesjökul um hvítasunnuna og verður lagt af stað kl. 6 í kvöld með Laxfossi í Borg- arnes. Frá Borgamesi verður farið í bílum um Mýrar vestur Snæfellsnes alla leið vestur í Breiðuvík. Á sunnu- dag og mánudag verður gengið á Snæ- fellsnes.iökul. Yfir 50 menn höfðu til- kynnt þátttöku sína í förinni í gær. Farfuglar fara á laugardagskvöld í mennta- skólaselið hjá Reykjakoti, Í.R.-ingar fara í hópferð á Heklu og íþróttafélag kvenna efnir til gönguferðar á Skriðu og landsvæðið umhverfis hana. Fjalla- menn fara enga sérstaka hópferð að þessu sinni, heldur munu þeir fara tvístraðir á ýmsa jökla. Auk þessa, sem hér hefir verið drepið á, fara einstak- lingar og önnur félög langar eða stutt- ar ferðir yfir hátíðina. Ungmennafélag Reykjavíkur hélt fyrsta skemmtifund sinn í Odd- fellowhúsinu í íyrrakvöld. Páll Pálson stud, jur., formaður félagsins setti samkomuna með stuttri ræðu. Eggert Stefánsson söngvari söng nokkur lög með aðstoð Sigvalda Kaldalóns . og Jakobs Kristinsson fræðslumálastjóri hélt ræðu. Talaði hann m. a. um hin mannbætandi áhrif, sem æskufólk- ið yrði fyrir í ungmennafélögunum, Þá söng kvartett undir stjóm Áskels Jónssonar söngstjóra og að lokum var dansað. Skemmtifundur þessi fór í alla staði vel fram. í ráði er að félagið stofni til skemmtiferðalaga í sumar, bæði lengri ferða og gönguferða um nágrenni bæjarins. Maður hverfur Þau tíðindi gerðust í Hafnar- firði á fimmtudagsnóttina, að Adolf Björnsson, starfsmaður i Útvegsbankanum, hvarf skyndilega heiman að frá sér. Adolf varð síðast vart um þrjú leytið um nóttina. Ók hann eftir Öldugötu í Hafnarfirði og var þá einsamall í bílnum. Á fimmtudagsmorguninn varð Adolfs hvergi vart. Var þá strax farið að grenslast um hann af vandafólki hans, en hann fannst hvergi. Seinnipartinn á fimmtu- daginn og í gærdag leituðu 150 manns stanzlaust að Adolf í hrauninu kring um Hafnar- fjörð og lengra burtu frá bæn- um, en árangurslaust. Hins veg- ar fannst bifreiðin, sem Adolf var í síðast, er hans varð vart. Stóð hún á veginum, sem liggur til Kaldársels úr Hafnlarfirði. Var hún ólæst en að öðru leyti í bezta lagi. Adolf Björnsson er 30 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Handíðaskólinn Undanfarna daga hefir verið opin sýning í Miðbæjarbarna- skólanuin, þar sem gefur að líta sýnishorn af munum þeim, sem unnir voru í Handíðaskólanum í vetur. Sýningin var opnuð síð- astliðinn laugardag. Þarna eru sýnd verkefni frá dagdeildum skólans og kvöld- námskeiðum. Mesta athygli vekja munir frá myndlistar- og tréskurðardeildinni, sem eru yfirleitt vel gerðir. Bæjarbúar ættu að nota tæki- færið yfir helgidagana og koma á þessa sýningu, því að þar er margt merkilegt að sjá. Að leikslokum Deilan við skáld og hagyrð- inga, listamenn og myndgerðar- menn er nú að enda með al- gerum og nálega dæmalausum hrakförum Nordals og Ragnars í Smárasmjörlíkinu. Þeir hafa tapað leiknum í heild sinni og hverjum einstökum þætti. Klessugerðarlistin hefir fengið að tala fyrir sig til þúsunda í höfuðstaðnum og fengið sinn dóm. List Sigurðar málara og hinna snjöllu eftirmanna hans hefir fengið maklegt hrós. Fá- vizka og þekkingarleysi Lárusar Pálssonar leikara um leikhús- mál er orðin landfræg. Lygar og dylgjur myndgerðarmannanna um óreiðu og misnotkun menn- ingarsjóðs hafa verið hraktar lið fyrir lið með opinberum gögnum. Nordal játar með þögn sekt sína, að hafa vanrækt að láta endurskoða reikningana I sinni formannstíð. Engin rök- Baráttan gegn sultarstefnunni Valtýr ritstjóri Mbl. telur það óviðeigandi, að J. J. segi frá skiptum sínum við ýmsa af hin- um óánægðu liðsmönnum smjörlíkisheildsalans. En um hvað var annað að tala. Hvorki V. St. né félagar hans hafa get- að fundið efnalega að störfum menntamálaráðs, — af því að tilefni hafa ekki fundizt. Allri sókninni hefir verið persónu- lega beitt gegn Jónasi Jónssyni og sumum vandamönnum hans. Þá lá næst að spyrja: Hvað hef- ir J. J. gert, sem orsakaði þenn- an liðsafnað? J. J. varð að leggja fram sín gögn. Og þau komu sér ekki vel fyrir hina 66. Þegar verkin eru látin tala kemur í ljós, að maður eins og Nordal hefir verið athafna- og áhrifalaus um öll þau málefni, sem hér voru til umræðu. Aftur á móti hefir J. J. hafið lands- hreyfingu móti gömlu svelti- kenningunni. Vegna þessarar nýjungar, er hafin bygging þjóðleikhússins, fjarlægðin stytt til útlanda fyrir menn, sem vilja feta í fótspor Matt- híasar, hús byggð yfir húsvilta iðkendur lista- og myndgerðar, sjóður stofnaður og endurreist- ur til eflingar bókmenntum, listum og vísindum. Með hinni athafnasömustu illgirni hefir ekki tekizt að finna, að J. J. hafi nokkurntíma gert minnstu tilraun til að hafa persónulegan hagnað af skiptum við þessa menn. Hann hefir aðeins barizt móti sultarstefnunni. x+y. studd aðfinnsla hefir komið fram um starfshætti mennta- málaráðs. Og upp úr árásunum á Jónas Jónsson persónulega hafa hinir 66 ekki haft annað en óþægilegan samanburð. x+y. Leígan á Gntenbsrg (Framh. af 1. íiSu) allir, sem kynni hafa af stjórn- arráðstöfunum, að þetta ákvæði hefir hingað til ekki verið skilið á þann veg, sem það er túlkað í bréfi núverandi dómsmálaráð- herra. Ég vil spyrja: Samkvæmt hvaða lögum leigði núverandi dómsmálaráðherra ríkiseignina Gimli í Reykjavík? Samkvæmt hvaða lögum hefir öll Bern- höftseignin verið leigð, ein verð- mætasta eign hér í bæ? Sam- kvæmt hvaða lögum var lóðin í Bankastræti leigð Kaupfélagi Reykjavíkur á sínum tíma? Samkvæmt hvaða lögum var hluti af Arnarhólstúninu leigð- ur undir bifreiðastöðina Geysi? Hvar eru þessi lög? Alþingis- menn þekkja þau ekki og aðrir efalaust ekki heldur. Það mætti fylla marga dálka í Alþingis- tíðindunum með upptalningum hliðstæðra leigumála. Þær eru því ekki fáar riftingarnar, sem gera þarf á leigumálum, ef nú á að taka upp þá stefnu, sem núverandi dómsmálaráðherra vill innleiða. Þessar skýringar ættu að nægja til þess að sýna, hvernig þetta stjórnarskrárákvæði hef- ir verið skilið í framkvæmd.“ í Mbl. er því haldið fram í gær, að samkvæmt leigutilboð- inu hafi ríkinu ekki verið tryggð prentun áfram í Gutenberg. Þetta er útúrsnúningur. í samn- ingnum segir, að prentsmiðjan skuli prenta fyrir ríkisstofnanir með svipuðum hætti og áður og þýðir það vitanlega, að prent- smiðjan hefir sömu skyldur viðkomandi ríkinu og verið hef- ir undanfarið. Jóhann féll Þau tíðindí gerðust nýlega á aðalfundi h.f. „Sæfells" í Vest- mannaeyjum, að Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður, sem er stærsti hluthafinn í félaginu, náði ekki kosningu í stjórn fé- lagsins, er hann var þó í áður. Var Ástþór Matthíasson kosinn í stað Jóhanns. Félag þetta er því nær ein- göngu skipað helztu forustu- mönnum íhaldsins í Vest- mannaeyjum. Er þessi breyting á stjórn félagsins almennt tal- in bera vott um fylgistap Jó- hanns Þ. Jósefssonar. Skipulag' Þjóðverja í Nordurálfu (Framh. af 3. siöu) að bræða hin sundurleitu og andstæðu hagkerfi Noröurálfu í eina heild. En þetta er alls ekki takmark nazista. í raun og veru stefnir „nýskipun Norður- álfu“ að því ömurlega markmiði, að skipuleggja alla framleiðslu álfunnar til hernaðarþarfa Þýzkalands. Svo segir Walter Funk: Iðnþróun allra annarra landa mun verða stöðvuð. Þeim mun verða þröngvað til að framleiða það, sem Þýzkaland telur sér og þeim hagfelldast. Á meðan stríðið varir, geta nazistar ekki framfylgt nýskip- un sinni út í æsar. Til þess að fylla hergagnahít sína, verða þeir að halda uppi hergagna- framleiðslu í allmörgum lönd- um utan Þýzkalands, þótt rök- réttara væri að banna hana með öllu. Þeir nota einnig faglærða erlenda starfsmenn og æfa jafnvel fleiri, þótt öll rök hins nýja skipulags hnigi að því, að Þjóðverjar einir eigi að sitja að kunnáttunni. Hreystiyrði Roberts Leys, að innan þriggja ára mundi öll Norðurálfa vinna fyrir Þýzka- land, felur í sér játningu þess, að ennþá sé þetta ekki orðið. í öllum herteknum löndum hefir framleiðslan minnkað. í Hol- landi hefir hún fallið um 25 af hundraði, í Noregi hefir út- flutingsiðnaður minnkað um 37%. í Belgíu hafa % hlutar hlutar iðnaðarins lagzt niður. Hinar háttlofuðu þýzku gervivörur, sem eiga að koma í stað náttúrugæða, er Þýzkaland skortir — hafa þann agnúa, að þær beina iðnaði og vinnukrafti í óeðlilega farveg. Til dæmis mun þurfa þrefalt meiri vinnu til að framleiða einn lítra af þýzku gervibenzíni en sama magn úr amerískum olíulindum. Gerviframleiðsla Þýzkalands er gott dæmi þess, hvernig þeir ráða fram úr einu öngþveiti með því að skapa annað nýtt. Þannig verða þeir sífellt knúðir til nýrra landvinninga. (Þýtt úr Readers Digest, apríl 1942). Reykjavíkurbœr parf að (aka Hafnarfjörð til fyrirmyndar Hafnarfjarðarbær hefir á- kveðið að reisa tveggja hæða stórhýsi við Strandgötu. Á neðri hæð verður stór kvikmyndasal- ur, en á efri hæð skrifstofur bæjarins og allstór salur fyrir bæ j arst j órnarf undi. Hús þetta mun fullgert kosta yfir hálfa miljón króna. Hvenær ætlar Reykjavíkur- bær að reisa sér ráðhús og caka kvikmyndareksturinn í sínar hendur? 510 Victor Hugo: Esmeralda 511 Konungurinn gekk umhverfis smá- hýsi þetta og athugaði það mjög gaumgæfilega, meðan meistari Olivier, sem fylgdi honum eftir, las upp reikn- inginn. Fyrir að fullgera nýtt, stórt búr úr viði níu fet á lengd, átta fet á breidd og sjö fet á hæð, í samræmi við fyrir- mæli konungsins. í búr þetta hafa þeg- ar farið 52 bjálkar og 10 sperrutré, þriggja álna löng, en við að höggva þau til, hefla þau, setja upp, hafa þeg- ar nítján sveinar unnið í tuttugu daga. — Þetta er vandaður eikarviður! mælti konungurinn. — Ennfremur hafa til búrs þessa farið, hélt hinn áfram lestrinum, — 220 þykkar járnstangir, átta og niu feta langar, ásamt hringum, kengjum og nöglum, en allt hefir þetta vegið 3735 pund. — Einnig hefir búrið verið fest niður með 8 stórum múrnöglum, ásamt kengjum og nöglum, og hefir þetta veg- ið 218 pund. Þó hafa ekki grindurnar fyrir glugganum né slárnar verið tald- ar með. — Þetta er nóg til þess að gera hvern meðalmann vitfirrtan, mælti konungurinn. — Upphæðin verður alls 317 dalir 5 súur og 7 hvítingar. — Drottinn minn dýri! varð kon- unginum að orði. Við þessi orð konungs virtist einhver sem vakna inni í búrinu. Það heyrðist glamra í hlekkjum og veik rödd, eins og úr dauðs manns gröf, mælti: — Miskunn! Miskunn! Nú gat maður greint þann er talaði. — 317 dalir 5 súur og 7 hvítingar! endurtók Lúðvík hinn ellefti. Röddin, sem borizt hafði innan úr búrinu, hafði níst hjörtu þeirra, er við- staddir voru, jafnvel sjálfan meistara Olivier. Konungurinn einn virtist ekki hafa heyrt hana. Samkvæmt boði hans hóf meistari Olivier lesturinn að nýju og hans hátign hélt áfram að athuga búrið. — Auk þessa hafa múrarameistara verið greiddir 27 dalir og 14 súur fyrir að höggva götin fyrir járnstöngunum og múra gólfið í herberginu, þar sem búrið stendur, þar sem það gat ekki ella borið báknið uppi. Röddin í búrinu heyrðist að nýju. — Miskunn! Ég sver yður, að ég er saklaus. — Múrarameistarinn er blygðunar- laus fantur! mælti konungurinn. — Haldið áfram, Olivier! Olivier hélt áíram: Sumarheimili prentara (Framh. af 3. síðu) við að félagsmenn fjölsæki austur. Mun heimsókn þeirra þangað ýta undir frekari fram kvæmdir af hálfu félags og ein- staklinga. — Þykir félagsmönnum ekki staðurinn of fjarri Reykjavík? — Sumum þykir það. Öðrum ekki. Fáir mundu vilja hafa sumarheimili mjög nærri höf uðstaðnum. — Að vísu er leiðin austur nokkuð löng nú sem stendur, en hún styttist all- verulega þegar lagður verður fyrirhugaður vegur yfir Lyng- dalsheiði. Leiðin mundi þá liggja um Þingvöll, yfir Lyng- dalsheiði og koma á Laugar- dalsveginn hjá Eyvindartungu. Styttist vegalengdin þá um 25 kílómetra. Frekara er ekki um þetta mál að segja að svo komnu. Enda er hér um framtíðarmál að ræða, mál, er hinir yngri menn stéttarinnar munu aðallega láta til sín taka, enda verða það þeir, sem mest og bezt koma til með að njóta ávaxtanna af framkvæmdum þeim er gerðar verða eystra í nánustu fram tíð. _____QAMLA BÍÖ--- ELSKA SKALTIT nAungam Aðalhlutverkin leika: JACK BENNY og MARY MARTIN. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3%-6V2: B ANKARÆNIN G JARNIR Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. _______KÝJA BlÖ ^ BLÓÐ OG SAIVDI R (Blood and Sand) Amerísk stórmynd gerð eftir samnefndri skáld- skögu eftir Vincente Blas- co Ibaner. Myndin er tek- in 1 eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: TYRONE POWER, LINDA DARNELL. RITA HAYWORTH. Sýnd annan hvítasunnu- dag kl. 4, 6,30 og 9. Tilkyiming frá yfirforingja brezku hersveitaima á Islaudi. Vegna brottfarar nokkurs hluta brezku hersveitanna frá ís- landi ber brýn nauðsyn til þess, að öll óafgreidd mál séu útkljáð án tafar. Fyrir því tilkynnist hérmeð, að framvegis: 1) verða engar kröfur á hendur brezka setuliðinu fyrir seldar vörur, vinnu eða störf framkvæmd fyrir 1. júní 1942 teknar til greina, nema þær séu sýndar þeim liðsforingja, er þeirra ósk- aði, fyrir 1. júlí 1942. 2) verða allar útistandandi kröfur fyrir skemmdir eða tjón vegna framkvæmda brezka setuliðsins, sem gerðar hafa verið fyrir 1. júní 1942 sömuleiðis að sendast fyrir 1. júlí 1942 til Brezku leigumála og skaðabótaskrifstofunnar, Laugavegi 16, Reykjavík, símar 5935 og 5965. 3) verða allir frekari reikningar eða kröfur af því tagi, sem lýst er hér að ofan að afhendast fyrir síðasta dag almanaksmán- aðarins næsta á eftir stofnun skuldarinnar. 4) verða kröfuhafar að afla sér viðurkeninngar fyrir móttöku slíkra reikninga eða krafna frá viðkomandi foringja. Samkomu- lag verður að nást um alla slíka reikninga og kröfur innan eins mánaðar frá því að birt voru. 5) getur svo farið, ef slíkar kröfur eru ekki birtar, eða sam- komulag ekki náðst um þær innan þess tíma og á þann hátt, sem að ofan greinir, að ég neyðist til þess að fresta því að taka þær til athugunar eðaaðákveða um þær, þar til ófriðnum er lokið. Reikningur H.f. Eimskipafélags íslands íyrir árið 1941, liggur frammi í skrifstofu vorri frá í dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 23. maí 1942. STJÓRMA. Breiiilætisvörur frá SJÖFTV mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur miklð ómak við hreingerningarnar IVOTIð S J A F N A R Stangasápu O P A L RÆSTIDUFT rystalsápu Allt frá S j öf n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.