Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 1
KI'fSTJÖHI: ÞÓRARINN ÞÓRARINS30N ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMEÐJ AN EDDA hi. Simar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. AEGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Siml 2323. 27. árg Reykjavík, þriðjndaglim 7. sept. 1943 87. blað Þjóðin þarfnast ábvrgs og drengi- IdKS samstarfs om atvinnumálin Jón Jóhannesson settur prófessor Árnl Pálsson, prófes«or 1 sögu við Háskóla íslands, hefir fengið lausn frá embætti, en hann er orðinn 65 ára. Dr. Jón Jóhann- esson hefir verið settur til að gegna þessu embætti. Dr. Jón Jóhannesson er mjög efnilegur fræðimaður. Hann lauk stúdentsprófi við Akureyr- arskólann 1932, kandidatsprófi í norrænum fræðum 1937 og varði doktorsritgerð við háskól- ann 1941. Fjallaði hún um gerðir Landnámu. Landrádamál Sakadómari hefir nýlega felt dóm 1 máli valdstjórnarinnar gegn Andreas J. Godtfredsen fyrir níðgrein, er hann reit um íslendinga í enskt blað. Var Godtfredsen dæmdur 1 sex mán- aða fangelsi. Kvöldvökur ísl. stú- denta í Kaupm.höío Samkvæmt skýrslu, er ríkis- stjórninni hefir borizt, hefir Fé- lang ísl. stúdenta í Khöfn hald- ið 13 kvöldvökur á tímabilinu 6. okt. 1942 til 17. júní 1943. Á kvöldvökum þessum voru aðal- lega lesið upp úr íslenzkum bók- um, gömlum og nýjum. Til jafn- aðar sóttu þær um 80 manns. Stjórn þeirra annaðist Jón Helgason prófessor og Jakob Benediktsson bókavörður. Þá hefir félagið gefið út söng- bók með 145 íslenzkum kvæðum. Jón Helgason og Jakob Bene- diktsson önnuðust val þeirra. Fyrstu afleiðingarnar af upplausnarstjórn Sjálfstæðisflokksins koma í ljós Fyrstu afleiðingarnar af upplausnarstjórn Ólafs Thors íyrir atvinnulífið eru að koma í ljós. Bæjarstjórn Reykja- jvíkur þykist sjá fyrir atvinnuleysi á komanda vetri og ■ hefir kjörið sérstaka nefnd til að undirbúa tillögur um þau mál. Þegar þannig horfir meðan útvegurinn býr við stórum hagstæðara afurðaverð en vænta má síðar og enn er veruleg hernaðarvinna í landinu, geta menn séð, hvert ástandið verður, þegar verðfallið kemur og hernaðarvinnan hverfur alveg. mgsuppbæturnar, verða að gera sér ljóst, að þær eru fyrst og fremst afleiðing verðbólgunnar í stjórnartíð Ólafs Thors. Það kemur nú alltaf betur og betur í ljós, hvílíkt óhappaverk Sjálfstæðisflokkurinn vann fyrir tilverknað Ólafs Thors, þegar hann rauf samkomulagið um stöðvun dýrtíðarinnar vorið 1942, braut niður allar hömlur gegn henni og varpaði þjóðinni í upplausn tveggja kosninga. Þótt nokkuð af þeirri upplausn, sem þá skapaðist, megi skrifa á reikning kommúnista, hlýtur þó ábyrgðin fyrst og fremst að lenda á þelrri rikisstjórn, er þá tók völdin með þvi skilyrði fyrir stuðningi kommúnista, að hún stofnaði ekki til neins á- greinings við þá, þó allra sízt í dýrtíðarmálunum. Hver halda menn að yrði t. d. þróun þess- ara mála 1 Bandaríkjunum, ef Roosevelt gerði slíkt samkomu- lag við John Lewis? Ef ríkis- valdið stendur ekki gegn kröf- um ofstækismanna, er ekki von að vel fari. Og ófarirnar eru þá ekki fyrst og fremst sök ofstækis þeirra, heldur lélegra og ábyrgðarlausrar forustu rík- isvaldsins. Ef dýrtíðinni og kaupgjald- inu hefði verið haldið 1 þeim skorðum, sem það var í vorið 1942, myndi atvinnulífið vera hér hið blómlegasta. Þá myndi Astæðan til þess, að atvinnu- leysið er þannig á næstu grös-. um, er fyrst og fremst hin mikla grunnkaupshækkun og dýrtíð- araukning, sem varð hér í stjórnartíð Ólafs Thors sumarið 1942. Grunnkaupið hækkaði þá um 25—50% og dýrtíðin meira en tvöfaldaðist. Þessi mikla kaupaukning hlaut vitanlega fyrr en síðar að verða atvinnu- lífinu ofviða. Fyrstu merkin eru byrjuð að koma í ljós, eins og áðurgreind samþykkt bæjar- stjórnar Reykjavikur sýnir. En það eru aðeins fyrstu merkin, Þungbærustu afleiðingarnar eru enn eftir. Margir bæjarmenn, ekki sízt í Sjálfstæðisflokknum, látast vera undrandi yfir því, að nú þurfi að greiða talsverðar uppbætur á útflutningsvörur landbúnaðar- ' ins. Þeir telja þetta merki þess, ! að landbúnaðurinn sé illa rek- inn. En sama mætti þá segja um : sjávarútveginn, þegar verðfallið | kemur og hann fær ekki staðið undir núverandi kaupgjaldi. Ef landbúnaðarvísitalan byggðist nú á sama kaupgjaldi og var hér fyrir stjórnartíð Ólafs Thors, myndu bændur ekki þurfa hærra verð en það, að engar eða sáralitlar útflutnings- uppbætur þyrfti að greiða á landbúnaðarvörur. Sjálfstæðis- menn, sem telja eftir útflutn- Afstaða Fontenay sendiherra tit atburðanna í Danmörku Sendiherra Dana hér, Fr. de Fontenay, hefir lýst yfir ekkert atvinnuleysi vera fram- undan og kjör verkamanna sízt lakari, þvi að aukin dýrtíð hefir etið upp kauphækkanir þeirra. Hins vegar hefðu þeir tryggingu fyrir atvinnu í stað þess, að at- vinnuleysið bíður nú við dyr þeirra. því, að hann munl, meff því aff engin lögleg stjórn sé sem stendur í Danmörku, ekki taka við neinum fyrirmælum frá Kaupmannahöfn fyrst um sinn. Hefir hann þar með tekið ná- kvæmlega sömu afstöffu til þess, sem gerzt hefir í heimalandi hans, og starfsbróffir hans í Stokkhólmi, Kruse, sendiherra Dana Yfirlýsing de Fontenay sendi- herra hljóðar þannig orðrétt: „Þar eð Danmörk sem stendur hefir ekki neina löglega stjórn, sé ég mér ekki fært að taka við neinum fyrirmælum frá Kaup- mannahöfn um sinn. Meðan þetta ástand helst, mun ég —- á svipaðan hátt og 1 samráði við starfsbræður mína á helztu stöðum — rækja störf mín eins og hingað til sam- kvæmt því löglega umboði, sem mér á sinum tíma var falið af Hans Hátign konunginum." Þá hefir sendiherrann sent blöðum svohljóðandi greinar- gerð um atburði þá, sem gerzt hafa í Danmörku undanfarið: „Samkvæmt upplýsingum frá áreiðanlegum heimildum hafa síðustu atburðir í Danmörku verið eins og hér segir: „Laugardaginn 28. ágúst ber þýzka ríkisstjórnin fram þessar kröfur: „Stjórn Danmerkur verður Fontenay sendiherra þegar i stað að lýsa yfir hern- aðarástandi um land allt. Skal þar með banna alla fundi og samkomur, banna verkföíl og (Framh. ú 4. siOu) Fr iða r spillar gerast friðarboðar! Það er fróðlegt að lesa for- ustugreinar Mbl. um þessar mundir. Þar er nú stöðugt rætt um, að ríkisvaldið þurfi að gera ráðstafanir gegn hinu yfirvof- andi atvinnuleysi og allir flokk- ar þurfi að sameinast um þær ráðstafanir. Hverjir eru þeir, sem hér hrópa um ráðstafanir gegn at- vinnuleysinu? Það eru menn- irnir, sem tvöfölduðu dýrtíðina á fáum mánuðum 1942, lögðu þannig óbærilegar byrðar á at- vinnulífið í framtíðinni og eyddu þannig umframtekjum ríkissjóðs í dýrtíðarbætur og út- flutningsbætur, svo að hann hefir lítið fé handbært til at- vinnuframkvæmda, er hörðu árin koma. Það eru mennirnir, sem þannig buðu atvinnuleys- inu heim. Hverjir eru þeir, sem hér hrópa á samstarf og samheldni flokkanna? Það eru mennirnir, sem rufu samstarfið um dýr- tíðarráðstafanirnar voríð 1942 og unnu það til að fótumtroða (Framh. d 4. síSu) Engin bók, sem he/ir jjallaö um stjórnmál, hefir náð eins mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum og rit Wendell Willkie, er hann nefnir: Einn heimur. í riti þessu, sem kom út nokkru eftir áramótin, lýsir Willkie hinu mikla ferðalam sínu í fyrra, er hann heimsótti m. a. Churchill, Stalin, Chiang Kai Shek, Tyrklandsforseta, leiðtoga Indverja o. s. frv. Jafnframt dregur hann a) þvi, er hann sá og heyrði i ferðalaginu, ályktanir sinar um hinn komandi frið. Þegar hafa selst IV2 millj. eintaka af þessu riti Willkies. Hér á myndinni sést Willkie vera að kveðja Kight flugmajór og fjölskyldu hans, en Kight stjórnaði flugvélinni, er Willkie ferðaðist með i þessu heimsferðalagi sínu. Erlent yfirlit 7. sept.: Hvað verður gert við Þjóð- verja eítir styrjöldina? Umiiiæli Dorothy Tliompsou og Douglas Reed. í löndum Bandamanna er nú rætt melra og meira um skil- mála þá, er setja beri Þjóðverj- um, ef þeir bíða lægra hluta í styrjöldinni, en það þykir nú víst. Fer fjarri því, að menn séu þar á einu máli, en allir þeir, sem um þetta hafa ritað, telja sig þó miða tillögur sínar við það, að skapazt geti varanlegur friður. Lengi vel fylgdu flestir þeirri skilgreiningu, að ekki bæri að telja þýzku nazistana og þýzku þjóðina eitt og það sama. Þjóð- verjar ættu því ekki almennt að að gjalda ofbeldisstjórnar naz- ista, þegar friður yrði saminn. Þessi kenning sætti brátt mót- mælum og er Robert Vansittart, er lengi var aðalskrifstofustjóri í brezka utanríkisráðuneytinu, einna kunnastur þeirra, sem hefir stimplað hana blekkingu eina. Hann og fylgismenn hans segja: Nazisminn er ekkert stundarfyrirbrigði hjá Þjóðverj- um, heldur óhjákvæmilegur ávöxtur af skapgerð þeirra og uppeldi. Þýzki yfirdrottnunar- og hernaðarandinn deyr ekki, þótt Hitler og fylgifiskum hans sé útrýmt. Öll þýzka þjóðin er samábyrg fyrir styrjöldinni og verður að taka á sig réttmæta refsingu, ef ekki eiga að vera styrjaldir í Evrópu með nokk- urra áratuga millibili. Þessari síðari kenningu, að nazisminn og þýzki þjóðarand- inn verða ekki sundurgreindur og friðarkostir Þjóðverja eigi að miðast við það, virðist hafa auk- izt fylgi I seinni tíð. í brezkum blöðum ber stöðugt meira og meira á því, að ekki sé talað um ofbeldisverk nazista, eins og gert var í stríðsbyrjun, heldur of- beldisverk Húnanna, en svo voru Þjóðverjar oft nefndir í fyrri heimsstyrjöldinni. Á ársþingi brezkra Verkamannaflokksins í sumar bar þetta mál mjög á góma og voru þeir þar í meira- hluta, er hölluðust að þessari kenningu og vildu refsa Þjóð- verjum þunglega. Einkum voru fulltrúar verkalýðsfélaganna á- kveðið þeirrar skoðunar. Meðal þeirra, er mölduðu í móinn, voru Morrison ráðherra og Bevan þingmaður, sem er einn aðal- fyrirliði róttækasta hluta flokks- ins. Þeir, sem hafa hallazt að þess- ari síðarnefndu skoðun, hafa látið í veðri vaka, að Bandamenn ættu að hernema Þýzkaland um langan tíma, atvinnulíf landsins ætti að vera undir eftirliti Bandamanna, sögukennslu I þýzkum skólum ætti að endur- skipuleggja, og þótt málfrelsi og stjórnmálafrelsi yrði bráðlega leyft, ætti að setja strangar hömlur gegn starfsemi ofstæk- isflokka. í ameríska tímaritinu Ame- rican Mercury hefir einn fræg- asti blaðritari Bandaríkjanna, frú Dorothy Thompson, gert þessar tillögur að umtalsefni. Hún segir þar, að þær séu hinar fráleitustu, ef skapa eigi varan- legan frið. Það sé ætlazt til, að Þjóðverjar séu beittir sömu fantabrögðum og þeir beita nú í hernumdu löndunum og afla þeim nú mestra óvinsælda. Ekk- ert skipulag annað en það, sem hér sé rætt um', sé líklegra til að efla hina þýzku þjóðernis- kennd og gera Evrópu að nýju hæli fjandskapar og sundur- lyndis. Ef varanlegur friður eigi að fást, verði Þjóðverjar að fá þá hlutdeild í uppbyggingu hinnar nýju Evrópu, er geri þá' sæmilega ánægða með hlut sinn. Það sé mesta bábilja, að allir Þjóðverjar séu vondir, eða þýzka þjóðin eitthvað verri en aðrar þjóðir, ef aðstaðan leiði hana ekki á villigötur. Þess má geta, að frú Thomp- son hefir frá fyrstu tíð verið svarlnn andstæðingur nazista og varaði Ameríkumenn við naz- istahættunni sennilega meira en nokkur annar blaðamaður. Hinn þekkti enski blaðamað- ur, Douglas Reed, hefir einnig tekið þátt í þessum umræðum. Enska blaðið „The Sunday (Framh. d 4. siðu) Seinustu fréttír Brezkar og kanadiskar her- sveitir réðust til landgöngu á Kalabrfuskagann á Ítalíu, gegnt Sikiiey, síffastlifflnn föstudags- morgun. Hersveitirnar hafa þegar tekiff nokkra bæi þar á ströndinni. Mótstaffa möndul- herjanna hefir en verið lítil. Rússar halda áfram sókn sinni á öllum suðurhluta vlg- stöðvanna. Virðist nú, að um skipulagt undanhald sé að ræða hjá Þjóðverjum og er talið lík- legt, að þeir ætli að koma sér upp svokallaðri „vetrarlínu" við fljótin Dnépr og Desna. A vtðavangi ÓLÍKAR AÐFERÐIR. Morgunblaðið segir í seinasta Reykjavíkurbréfi sínu, að illa farist Framsóknarmönnum að bregða Sjálfstæðisflokknum um samstarf við kommúnista, þar sem þeir hafi reynt síðastliðinn vetur að semja við þá um stjórn- armyndun. Þessum útúrsnúningi Mbl. er næsta auðvelt að svara. Fram- sóknarmenn tóku ekki upp neina samvinnu við kommún- ista, heldur kynntu sér til hlít- ar með allmörgum viðræðum, hvort unnt myndi vera að hafa samstarf við þá til að koma fram ákveðnum umbótamálum. Þar sem sýnt þótti, að slíkt væri ókleift, kom ekki til neinnar samvinnu. Hinsvegar myndaði Sjálfstæð- isflokkurinn ríkisstjórn vorið 1942, sem byggði tilveru sína á hlutleysi kommúnista. Þetta hlutleysi keypti Sjálfstæðis- flokkurinn því verði, að stjórn hans mátti ekki stofna til neins ágreinings við kommúnista, þó allra sízt í dýrtíðarmálunum. Það var m. ö. 0. samið um það, að kommúnistar fengju að ráða stefnunni, eins og raunin lika varð í dýrtíðarmálunum. Á þessum tvennum aðferðum i samneyti við kommúnista er svo augljós munur, að hann þarfnast ekki neinnar skýringar. „ÁÆTLUN“ KVELDÚLFS - KLÍKUNNAR. Þrátt fyrir reynslu þá, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk af samstarfi við kommúnista á fyrra ári, eru foringjar hans enn að reyna að efna til svipaðs samstarfs. Ástæðan til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir sett á oddinn, að lýðveldisstjórnar- skráin sé samþykkt á þessu þingi, en ekki á þinginu 1944, þótt það sé eðlilegra, þar sem hún á ekki að taka gildi fyrr en 17. júní það ár, er eingöngu sú, að flokksforustan heldur að núverandi ríkisstjórn muni eigi una þeim vinnubrögðum og biðjast lausnar. Það hefir nefni- lega fregnast, að sumir ráðherr- anna telji rétt, að sambands- slitin verði alveg byggð á ákvæð- um sambandslaganna, en sam- kvæmt þeim getur Alþingi ekki samþykkt lýðveldisstjórnar- 'skrána fyrr en á þinginu 1944. Ef það tækist, að koma nú- verandi stjórn frá með þessu móti, er það „áætlun“ Kveldúlfs- klíkunnar, að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi minnihlutastjórn, er njóti hlutleysis kommúnista. Eiga kommúnistar að rökstyðja hlutleysi sitt með því, að þeir styðjí stjórnina til að koma fram sambandsslitum. í fyrra veittu kommúnistar hlutleysi með þeirri afsökun, að þeir styddu stjórnina til að koma fram kjördæmamálinu. Kveldúlfsklíkan væntir sér ekki neins stuðnings frá Al- þýðuflokknum eða Framsókn- arflokknum, þar sem þeir flokk- ar munu eigi styðja stjórn, án viðtæks málefnasamnings. Hins vegar er stuðningur kommún- ista næsta líklegur, þar sem þeir vilja núverandi stjórn feiga og telja veika íhaldsstjórn líkleg- asta til að skapa upplausnar- ástand. í sumar voru iðulega fundir milli forsprakka kommúnista og Sjálfstæðismanna um þessi mál. Aðalsamningamennirnir voru Sigfús Sigurhjartarson og Bjarni Ben. Það mun bráðlega sjást, hvort þessi mál „ganga eftir áætluninni". ÁSTRALSKIR VERKAMENN OG KOMMÚNISTAR. Þjóðviljinn upplýsif-, að það sé rangt að Kommúnistaflokk- urinn sé bannaður i Ástralíu. Bannið hafi verið upphafið og flokkurinn haft frambjóðendur (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.