Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 2
346 TÍMIM, þrigjndaginn 7. sept. 1943 87. blað ^tmtnn Þriðjudayur 7. sept. Iþróiiafréitir Tímans Auknar námsferðir til Bretlands Kunnur íslendingur, sem hafði víða farið, lét svo um mælt eftir fyrstu dvöl sína í Bretlandi, að sér hefði sárnað að bæði leið sín og flestra annarra íslend- inga", er farið hefðu utan, hefðu oftast legið annað en þangað. íslendingar hefðu áreiðanlega tapað miklu á því, að göturnar hefðu um of legið í aðrar áttir. Það má vissulega teljast furðulegt, hversu lítið íslending- ar hafa gert sér far um að sækja menntun og fræðslu til Bret- lands. Þangað hefir þó verið styzt að fara og þar hefir mátt kynnast mörgu því bezta og full- komnasta, er erlend menningar- lönd hafa haft að bjóða. Fyrir þá, sem hafa viljað leggja stund á’ félagsleg efni, hefði Bretland átt að vera hið fyrirheitna land. Hvergi hefir þingræðið náð fastari fótum eða samvinnuhreyfingin og verka- lýðssamtökin náð öruggari rót- festu og í félagsmálalöggjöf hef- ir Bretland verið fremst stór- veldanna. Fyrir þá, sem hafa viljað nema verklega mennt, hefir heldur ekki verið í kot visað, þar sem Bretland er. Bretland er vagga vélamenning- arinnar og brezkur iðnvarning- ur hefir jafnan verið í fremstu röð. Það má nefna sem tvö dæmi, er sýna að Bretar halda þar enri velli, að flugvélar þeirra hafa sýnt mikla yfirburði í þess- a.ri styrjöld og hið nýja furðu- tæki, radar, er finnur skip og flugvélar i órafjarlægð, hefir hvergi náð eins mikilli full- komnun og hjá þeim. Hæfni brezkra verkfræðinga má og vel marka á þvi, hversu fljótir þeir voru að finna varnir gegn helzta leynivopni Þjóðverja í þessari styrjöld, segulmagnaða tundur- duflinu. Það ber þó ekki sízt að nefna í þessum efnum, að Bretar eru þjóð, sem er lærdómsríkt og mikilsvert að kynnast. Ekkert nema heilsteypt og haldgóð skapgerð hefir getað gert Breta að þeirri öndvegisþjóð, sem þeir eru. Landið er ekki stórt og fremur fátækt. Auðlegðin heima fyrir hefir ekki gert Breta vold- uga. En þeir hafa sótt burtu, séð og sigrað. Meðlætið hefir þó ekki gert þá að liðleskjum, eins og oft áður hefir orðið hlut- skipti sigursælla þjóða. Það sýndu þeir bezt, er þeir stóðu einsamlir gegn hinu nazistiska ofurefli og tóku böli loftárás- anna með hversdagslegri ró. Hefðu Bretar ekki staðizt þá raun, myndi ógnaröld Möndul- veldanna nú ná um heiminn mest allan. Auk þessa, sem nú er nefnt, eru tvær ástæður, sem gera það mikilsvert, að við sækjum fræðslu til Bretlands einmitt nú. Fyrri ástæðan er sú, að engin þjóð reynir nú öllu meira að gera sér ljóst, hvernig1 leysa beri hin félagslegu og fjárhags- legu vandamál eftirstríðsár- anna, Ályktanir og tillögur sín- ar um þá hluti byggja Bretar þó ekki á neinni skýjaglópsku, heldur þeirri raunsæi, sem þeir eru frægir fyrir. Hin ástæðan er sú, að Bretar hafa gerbreytt landbúnaði sín- um seinustu fjögur árin. Þeir hafa stóraukið framleiðslu hans, ekki aðeins með því að auka ummál ræktaða landsins, held- ur oft og tíðum með því að tvö- falda og þrefalda afrakstur þess lands, er áður var í rækt- un. Þessum aðferðum hafa Bret- ar náð með nýjum ræktunarað- ferðum, sem margar eru byggð- ar á ítarlegum vísindalegum at- hugunum. Jarðvegurinn hefir verið rannsakaður, útrýmt úr honum óhollum efnum, og bæt't i hann þeim efnum, er hann vantaði. Sennilega eru vísindin hvergi meira notuð í þágu land- búnaðarins en nú er gert í Bret- landi. Er vafasamt, hvort ís- lenzkur landbúnaður gæti sótt annað hollari fyrirmyndir og reynslu en til Bretlands, þar Héraðsmót ungmenna- félaganna Tíminn hefir áður skýrt frá úrslitum í íþróttakeppni á héraðsmótum ungmennafélaganna, nema þeim tveim- ur, sem sagt er frá hér á eftir. Síðar mun verða sagt frá minni íþróttamótum, sem haldin hafa verið úti á landi, auk yfirlits um beztu árangra íþróttamanna í Reykja- vík. En þar hafa verið haldin svo mörg íþróttamót, að ekki er rúm til að segja frá þeim öllum. Skarphéðinsmótið var haldið að Brautarholti á Skeiðum sunnudaginn 6. júní. Átta ungmennafélög tóku þátt í mótinu. Þátttakendur voru 40. Þessi urðu úrslit í mótinu: 100 m. hlaup: Ólafur Jóns- son, Umf. Skeiðamanna, 12,6 sek., Hjálmar Tómasson, Umf. Biskupstungna, 13,1 sek,, Krist- inn Auðunsson, Umf. Trausti, 13,2 sek. 800 m. hlaup: Þórður Þor- geirsson, Umf. Vaka, 2 mín. 24,5 sek., Ögmundur Hannes- son, Umf. Selfoss, 2 mín., 28,9 sek., Sigurður Þorsteinsson, Umf. Biskupstungna, 2 mín, 30,2 sek. Þrístökk: Ólafur Jónsson, Umf .Skeiðamanna, 12,51 m., Stein- dór Sighvatsson, Umf. Sam- hygð, 11,73 m., Guðmundur Benediktsson, Umf. Hvöt, 11,49 metra. Langstökk: Ólafur Jónsson, Umf. Skeiðamanna, 5,70 m., Marteinn Friðriksson, Umf. Sel- foss, 5,47 m., Magnús Kristjáns- son, Umf. Selfoss, 5,45 m. Hástökk: Guðm'undur Odds- son, Umf. Samhygð, 1,63 m., Gunnlaugur Ingason, Umf. Hvöt, 1,58 m., Magnús Krist- jánsson, Umf. Selfoss, 1,58 m. Kringlukast: Guðm. Bene- diktsson, Umf. Hvöt, 31,16 m., Sigfús Sigurðsson, Umf. Sel- foss, 28,71 m. Marteinn Frið- riksson, Umf. Selfoss, 28,22 m. Kúluvarp: Guðmundur Bene- diktsson, Umf. Hvöt, 11,05 m., Sigfús Sigurðsson, Umf. Selfoss, 10,36 m., Guðmundur Ágústs- son, Umf. Vaka, 10,05 m. Spjótkast: Magnús Kristjáns- son, Umf. Selfoss, 39,70 m., Gunnlaugur Ingason, Umf. Hvöt, 38,18 m., Sigfús Sigurðs- son, Umf. Selfoss, 37,40 m. Glíma: 7 þátttakendur. Sig- urvegari varð Guðmundur Á- gústsson, Umf. Vaka. Annar Guðmúndur Guðmundsson, Umf. Trausti og þriðji Loftur Kristjánsson, Umf. Biskupst. Umf. Selfoss vann mótið með 18 stigum, en næst urðu Umf. Hvöt í Grímsnesi og Umf. Skeiðamanna, hlutu 11 stig hvort Flest stig af einstakling- um fékk Ólafur Jónsson úr Umf. Skeiðamanna, 9 stig, og næstur Guðmundur Benedikts- sem aðstaðan er líka á ýmsan hátt svipuð hér og þar. Það er a. m. k. fullkomlegt athugunar- efni fyrir íslenzka búnaðarfröni- uði að láta ekki ganga úr greip sinni það, sem nú er hægt að læra af Bretum. Síðan leiðin til Norðurlanda lokaðist, hefir straumur ís- lenzkra námsmanna yfirleitt hnigið til Ameríku. Um það getur verið gott eitt að segja. En hitt er jafn víst, að það væri ekki síður nauðsynlegt, að all- margt íslenzkra námsmanna færi til Bretlands og flyttu það- an félagslega og verklega þekk- ingu. Sú leið ætti heldur ekki að lokast aftur, þótt telja megi ^víst, að eftir styrjöldina verði fjölförnust námsleiðin til Norð- urlanda, því að óvíða er betur til kennslu vandað en þar og frændsemin hefir líka sína miklu þýðingu. Bretar eru svo mikil menning^ arþjóð, hafa svo margt að bjóða og munu vonandi eiga við okkur svo mikil viðskipti í framtíðinni, að menningar- og námstengslin við þá eru okkur nauðsynleg. Þess vegna væri viturlegt að ýta undir nárrisferðir þangað og leita eftir samkomulagi við ensk stjórnarvöld og menning- arstofnanir um sæmilega áð- stöðu fyrir íslenzka námsmenn þar. Þ. Þ. son úr Umf. Hvöt Grímsnesi með 7 stig. Að íþróttunum loknum flutti Sigurður Greipsson, skólastjóri, ræðu. Mótið var fjölsótt. Héraðsmót U.M.I.A. var haldið að Eiðum 1. ágúst. Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskifirði, forseti U. í. A. setti mótið með ræðu, því næst flutti Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi ræðu, en að því loknu var gengið til leikja. Úrslit á mótinu urðu þessi: 100 m. hlaup: Guttormur V. Þormar, Umf. Fljótsdæla, 11,8 sek., Björn Jónsson, íþróttafél. Huginn, Seyðisfirði 12,1 sek., Ólafur Ólafsson, í. H., 12,3 sek., Jóhann Jónsson, í. H. 12,5 sek. (Austurlandsmet: Guttormur V. Þormar, 11,3 sek.). 200 m. hlaup: Guttormur V. Þormar, Umf. Fljótsdæla, 23,6 sek., Björn Jónsson, í. H. 24,4 sek., Jóhann Jónsson, í. H., 26,8 sek., Snæþór Sigurbjörnsson, Samvirkjafél. Eiðaþinghár 26,9 sek. (Austurlandsmet: Gutt- ormur V. Þormar, 29,6 sek.). 800 m. hlaup: Magnús Björnsson, Einherjum Vopna- firði, 2 mín., 20,7 sek., Sveinn Davíðsson, Umf. Egill rauði, Norðfirði, 2 mín. 25,7 sek., Páll Halldórsson, Umf. Austri Eski- fírði, 2 mín., 27 sek., Gunnar Davíðsson, Umf. Egill Rauði, 2 mín., 27 sek. Austurlandsmet: (Rögnvaldur Erlingsson, Umf. Fljótsd., 2 mín, 8,3 sek.). 3000 m. hlaup: Sigurður Björnsson, Einherjum Vopnaf., 10 mín. 56,2 sek., Magnús Björnsson, Einherjum Vopnaf., 10 mín. 58,6 sek., Sveinn Da- víðsson, Umf. Egill rauðí, 11 mín. 5,0 sek., Gunnar Davíðsson, Umf. Egill rauði, 11 mín. 20,0 sek. (Austurlandsmet: Einar Halldórsson, Umf. Fljótsd., 10 min. 5,7 sek.). Langstökk: Björn Jónsson, I. H„ 6.11 m„ Björn Hólm, Umf. Hróar, Hróarstungu, 6.05 m„ Björn Magnússon, Umf. Hróar, 6.01 m„ Guðmundur Björgvins- son, 5,75 m„ (Austurlandsmet: Björn Jónsson, í. H. 6.40 m.). Hástökk: Jón Ólafsson, Umf. Stígandi, Álftafirði, 1,65 m„ Björn Magnússon, Umf. Hr. 1.60 m„ Borgþór. Þórhallsson, Sam- virkjafél. Eiðaþ., 1.60 m„ Tómas Árnason, í. H„ 1,48 m. Stangarstökk: Björn Magnús- son, Umf. Hróar, 2.98 m„ Tómas (Framh. á 4. síSu) Gcorge Kent; Oknr oj» launsala i Bandarik|nnnm Grein þessi fjallar um klækjabrögff, sem amerískir stríðsgróffa- menn og fjárplógsmenn beita til aff okra á kjöti og fara í kring- um verölagseftirlit. Slík okursala á laun, sem víffa á sér stað nú á tímum þar, sem matur er af skornum skammti, er almennt kölluff „svarti markaffurinn.“ Greinarhöfundur sýnir fram á, hve erfitt er aff koma viff verðlagseftirliti, þegar eftirspurn eftir vör- um — effa vinnu — eykst úr hófi fram. Má í því efni segja, aff „víffa sé pottur brotinn“. — Grein þessi birtist upphaflega f tíma- ritinu American Hercury. Kj ötskorturinn hefir blásið nýju lífi 1 launsalana, þetta gráðuga illþýði, sem almenning- ur kannast við frá brennivíns- öldinni eftin siðustu styrjöld. Ástandið er hið ákjósanlegasta fyrir starfsemi þeirra. Fjöldi verkamanna 1 hergagnaiðnað- inum veður í peningum, en vör- ur eru af skornum skammti. Kjöt er mjög eftirsótt, en hörg- ull á því. Kjötkaupmenn álíta, að þeir gætu selt 10 billjónir kg. eða langt fram yfir það, sem fáanlegt er og tvöfalt móts við mestu neyzlu áður. Eftirlits- menn með verðlagi eru fáir og vegna stríðsins og skorts á mannafla eru litlar líkur til að úr því verði bætt. Með haustinu mun verða ennþá meiri hörgull á kjöti. Þarfir hersins aukast og kröfur um kjöt með „láns- og leigu- kjörum“ fara vaxandi. Fóður- birgðir eru takmarkaðar, fénaði hefir fækkað og verkafólksekla við landbúnaðarstörf er tilfinn- anleg. Okkur mun verða fyrir- skipað að herða mittisólina meira en nokkru sinni fyrr. En við erum góðu vanir, og sumir vilja ekki vera án steikarinnar, hvað sem hún kostar. Blaðamaður einn í Chicagó kvað upp úr með það, að hús- freyjurnar í borginni mundu greiða 1000000 dollara á mánuði fyrir smyglað kjöt.Verðlagsstjóri borgarinnar, Raymond Mc- Keough sagði, að þetta væri allt of lágt áætlað. Wiskard landbúnaðarráðherra áætlar, að 20% af kjötfram- leiðslunni sé selt á laun gegn okurverði. Kemur þetta heim við álit það, er kjötkaupmaður einn hefir kveðið upp úr með, að 13000000 nautgripa sé slátrað á laun og kjötið selt með okur- verði. Slátrun 1 löggiltum sláturhús- um hefir minnkað stórkostlega, t. d. hefir kálfum fækkað um 26%, uxum um 28% og öðrum nautgripum um 12%. Þetta verður aðeins skýrt á einn veg: Skepnunum er slátrað á laun, og kjötið selt á „svarta markað- inum.“ Afleiðingin er sú, að margir kjötkaupmenn standa uppi ráðalausir. Eitt slíkt fyrirtæki, sem áður verzlaði með 1500— 2000 kálfa á viku, fær nú aðeins 150—200. Sláturhús, sem vana- lega slátraði 700 nautgripum á viku fær nú innan við 200 til slátrunar. Af þessu leiðir það, að fjöldi kaupmanna getur ekki séð við- skiptamönnum sinum fyrir kjöti. Þeir eiga aðeins um tvennt að velja: að loka búðinni eða kaupa á svarta markaðinum. Flestir fara á markaðinn! Þrír aðilar eru þarna að verki: kjötsalar, bændur og okrarar. Eitthvert mesta okurfyrirtæk- ið var nýlega afhjúpað. Slæp- ingur einn, að nafni Peter Golas, sem eitt sinn hafði fengizt við sláturfjárkaup, var látinn sæta hegningu. Með fjármagni, sem hann fékk hjá fjárglæframönn- um, náði hann undir sig isjö sláturfélögum í Vestur-ríkjun- um og græddi milljónir dollara á fáum mánuðum. í desember- máriuði einum saman gengu um 5000000 kg. af nauta- og kálfa- kjöti í gegnum greipar hans. Af Sundlaugín í Neskaupstað Glæsilcgt í|>róttamaimvirki komið í íiotkun. í Neskaupstað var þann 8. þ. m. vígð ein hin myndarlegasta útisundlaug á landinu. Allmörg ár voru þá liðin síðan fyrst var farið að ræða um byggingu laug- arinnar. Á þeim tíma hafa ýmis félög og einstaklingar í bænum unnið ötullega að- framgangi málsins. Fé hefir verið safnað á ýmsan hátt meðal almennings. Tveir næstliggjandi hreppar hafa lagt fram smáupphæðir. En langmestur hluti kostnaðar er þó lagður fram úr bæjarsjóði og íþróttasjóði ríkisins. Talið er, að laugin ásamt tilheyrandi mannvirkjum og fyrirhuguðum lagfæringum á umhverfi muni kosta allt að 200 þús. króna. Sundlaugin stendur í dálitlu. gili eða kvos nærri miðju bæjar- ins. Hæðirnar umhverfis er ráð- gert að taka í stalla og gróður-, setja þar tré og fleira. Með hlið- um laugarinnar, utan gangstétt- anna, er steyptur lágur skjól- veggur, en fyrir norðurendan- um, í botni gilsins, eru búnings- og baðklefarnir ásamt herbergi : kennara. Eru þeir hinir vönduð- ustu, hlýir og rúmgóðir. Þar er og gert ráð fyrir gufubaði síðar. Ekki verður komizt að lauginni nema í gegnum klefana, og er það til mikils þrifnaðar. Laugin sjálf er 25 m. löng. í hana er leitt kælivatn frá vél- um rafstöðvarinnar og er hiti þess aukinn með reyk-„pústi“ vélanna. Lítur út fyrir að þetta ætti að reynast ágætlega. Eins og áður segir, var laugin vígð síðastliðinn sunnudag, þ. 8. þ. m. Ræður fluttu þeir Oddur Sigurjónsson, skólastjóri, Stefán Þorleifsson, fimleikakennari og Lúðvík Jósefsson, alþm. Lítill drengur, Axel Óskarsson, lagð- ist fyrstur til sunds og vígði hina nýju laug. Síðan syntu hópar karla og kvenna, og loks var svo almenningi boðið að stinga sér. Urðu margir til að þiggja það góða boð. Kennsla byrjaði þegar á mánudag. Er þess að vænta, að hlutaðeigendur noti til hins ýtr- asta þau ágætu skilyrði til sund- náms, sem nú hafa verið sköpuð á þessum stað. Austfirðingar hafa til skamms tíma verið án heitra sundlauga. Laugarnar að Eiðum og í Nes- kaupstað eru stór spor í rétta átt. En fleiri slík þarf að stíga í náinni framtíð. Þessi mann- virki kosta mikið fé, ekki sist þar, sem jarðhiti er ekki fyrlr hendi. En þess ber að minnast, að því fé, sem þannig eyðist, er ekki á glæ kastaff. Allir unnendur líkamsræktar og íþrótta austur hér, sam- gleðjast hjartanlega forvígis- mönnum Nes-laugar, er sáu hugsjón sína rætast á sunnu- daginn var. Ég þakka þeim gott og mikið star,f og óska fyrirtækinu alls hins bezta. 11. ágúst 1943. Vilhjálmur Hjálmarsson. Sundlaug Hafn- fírðingfa Sunnudaginn 29. ágúst var vígð í Hafnarfirði sundlaug, að viðstöddu miklu fjölmenni. Voru margar ræður fluttar, en en karlakórinn Þrestir söng og lúðrasveitin Svanur lék. Sundlaugin er sjólaug, óyfir- byggð, hituð upp með kolum og rafmagni. Sjónum er dælt í laugina með rafmagnsdælu og hreinsaður með fullkomnum hreinsunartækjum. Laugarþró- in er 25X8.5 m. að stærð. Dýpt 90 cm. við grynnri endann og 3 m. við dýpri endann. Húsameist- ari ríkisins teiknaði laugina og hafði yfirumsjón með verkinu, í samráði við íþróttanefnd ríkis- ins og íþróttafulltrúa. Fjárframlög voru einkum úr bæjarsjóði og ríkissjóði, en einnig mikið samskotafé frá fé- lögum og einstaklingum. Fjár- söfnun og umsjón með sundlaugarbyggingunni hafði sundlaugarnefnd á hendi og skipuðu hana: Guð- mundur Gissurarson formaður, Hallsteinn Hinriksson, Loftur Bjarnason, Grímur Kr. Andrés- son, Jóngeir Davíðsson og Her- mann Guðmundsson. Byggingin hófst árið 1940, en seinkaði vegna efnisskorts og ónógs vinnuafls. í sambandi við laug- ina er gufubaðstofa. Útlit allt er hið glæsilegasta og Hafnfirð- ingum og öðrum, sem að fram- kvæmdinni hafa unnið, til mik- ils sóma. Hafnarfjarðarbær rekur sundlaugina og er hún (Framh. á 4. slSu) því tók hann 2000000 dollara í sinn vasa fram yfir löglegt há- marksverð. Haft er eftir einum af trúnaðarmönnum Golas: „Það mætti sekta mig um 1000 dollara á hverjum einasta degi, og samt mundi ég græða.“ Golas notaði þá aðferð að afla sér fyrst ítaka í sláturhúsum. Því næst tók hann að yfirbjóða aðra löggilta kjötkaupmenn og kaupa allan þann fénað, sem hann gat með nokkru móti komizt yfir. Kjötið sendi hann síðan til .New-York og Fila- delfíu. Þar var það selt til milli- liða við hámarksverði, svo að allt virtist löglegt, ef eftir var grennslazt. En enginn kjötsali gat fengið kjöt frá Golas án þess að greiða hátt aukagjald. Og vitanlega urðu neytendurnir að lokum að greiða kjötsalanum, er þeir verzluðu við, okurverðið, sem Golas og félagar hans stungu í sinn vasa. Eftir því sem launsalan breið- ist út, nálgast hún meira og meira það takmark að verða ráðandi verzlunaraðferð. Slátr- arar í smábæjum, ' sem áður fengust lítils háttar við slátr- un, slátra nú í stórum stíl og græða á tá og fingri. í héraði einu í Pennsylvaníu, þar sem áður voru 40 slátrarar, eru nú 105. Allmargir bændur hafa líka fergið reynslu fyrir því, að þeir fá miklu meira fyrir kjötið með þvl að slátra heima, í stað þess að selja á fæti. í einni borg, þar sem ég þekki til, voru þrir kjötkaupmenn, sem fengu allar kjötbirgðir sín- ar frá sama sláturhúsi. Slátur- húsið hætti störfum og kaup- mennirnir gátu hvergi útvegað sér kjöt, hvernig sem þeir reyndu. Loks lagði einn þeirra af stað út í sveit og kom heim með kjötskrokk. Hann hagnaðist á sölunni og sók upp reglu- bundnar ferðir til kjötkaupa nokkrum sinnum á viku. Brátt kom að því, að hann hafði á hendi alla kjötsöslu í borginni í staðinn fyrir þriðjunginn. Þegar ég vissi síðast var hapn að því kominn að fara að verzla með kjöt í annarri borg í nágrenn- inu. Þessi saga er gott dæmi um upphaf og þróun launsölunnar. Stórsmyglararnir fara bæ frá bæ og kaupa gegn beinhörðum peningum hverja skepnu, sem fáanleg er. Engar hömlur eru gegn því, að bændur selji fénað sinn á þennan hátt. Afhending- in fer fram á næturþeli og laun- salarnir, sem láta sér hreinlætið í léttu rúmi liggja, slátra hvar sem vera skal á víðavangi, úti í skógi og í óhreinum hlöðum og kofum. í sláturhúsi einu við Kyrra- hafið, bar svo við einn dag, að enginn starfsmaður mætti til vinnu. Er þeir sýndu sig daginn eftir og yfirmaður þeirra.spurði, hvar þeir hefðu verið, svöruðu þeir: „Við vorum a-ð vinna“. Þeir höf'ðu unnið að sláturstörfum fyrir launsala og fengið 25 doll- ara fyrir dagsverkið. Dæmi eru til að kjötsalarnir hafi farið á bifreið út í sveit, vopnaðir hríðskotabyssum. Þeir stöðva vagninn þar, sem skepn- ur eru á beit, skjóta í hópinn, /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.