Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1943, Blaðsíða 4
348 TÍMBVIV, þrlðjndaglim 7. sept. 1943 87. blað ÚR BÆNrW Tveir málarar, Þorvaldur Skúlason og Gunnlaugur Schewing hafa nýlega opnað sýningu í Listamannaskálanum S’'mir Þ. S. um 22 málverk og nokkrar teikningar og G. S. um 27 málverk og nokkrar teikn- lngar. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—22. í Æskulýðshallarnefnd. Ríkisstjórn og bæjarstjóm heflr orð- ið sammála um að skipa í nefnd, sem vlnnur að undirbúningi væntanlegrar æskulýðshallar, þessa þrjá menn: Ingi- mar Jóhannesson kennara, sem verður formaður nefndarinnar, Einar Pálsson verkfræðing og Einar Erlendsson byggingarmeistara. Verðlagsbrot. Eftirgreind fyrirtæki hafa nýlega verið sektuð fyrir brot á verðlags- ákvæðum: 1. Nýja Efnalaugin fyrir of hátt verð á fatapressun kr. 300,00 2. Verzlun Guðmundar Gunnlaugsson- ar, Hringbraut 38, fvrir of hátt verð á fatnaði kr. 500,00. Ólöglegur ágóði kr. 78,65 gerður upptækur1. 3. Gunn- ar Magnússon, klæðskeri, fyrir of hátt verð á kvendragt kr. 800,00. Ólöglegur hagnaður kr. 83,00 gerður upotækur. 4. Hattav. Sigríðar Helgadóttur, fyrir of hátt verð á kvenhöttum kr. 2400,00. Leiðrétting. I afmælismimiinp-u um Try gva Á. Pálsson frá Kirkjubóli hefir mis- prentazt i fyrirsögn I nokkrum hluta upplagsins: Kirkjuból í Önundarfirði, í stað Kirkjuból í Skutulsfirði. Enn- íremur hefir misprentazt í miðjum 1. dálki: Valshvammi í stað Valshamri. Þá hefir fallið niður að Tryggvi hafi verið 5 ár að Gufudal neðri. Ennfremur misprentast í síðasta dálki á 4. síðu: „Kunni bæði að kneyfa bikar o keyra fólk“, en á að vera: „Kunni bæði að kneyfa bikar og knýja fák“. Lögþíngid Hið nýkjörna lögþing Fær- eyja kemur saman til fyrsta fundar í dag. Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, eiga sæti á því 12 Fólkaflokksmenn, 5 jafnað- menn og 8 Sambandsmenn. En einn þingmaður Sambands- flokksins, Poul Niclasen, er inni- lyksa í Danmörku, og getur varamaður eigi tekið sæti, nema þingið sjálft samþykki það. Hafa flokkarnir því jöfn atkvæði í þinginu, Fólkaflokkurinn og hinir flokkarnir tveir, er stutt hafa danska amtmanninn til valda á Færeyjum síðan Dan- mörk var hernumin. Er allt í óvissu, hvernig mál kunna að skipast á lögþinginu, og hvort Sambandsflokkurinn og jafn- aðarmenn muni halda áfram samstarfi sínu. íslendingar fylgjast með vax- andi athygli með því, sem gerist meðal færeysku frændþjóðar- innar, ekki hvað sízt í frelsis- málum hennar. llvað verður gert . . . (Framh. af 1. slðu) Chronicle" lagði nýlega fyrir hann þá spurningu, hvað ætti að gera við Þýzkaland eftir stríðið. Aðalefnið í svari hans var á þessa leið: Eins og ég hefi alltaf haldið fram, stafar nú- verandi styrjöld ekki af því, að Þýzkalandi væri leyft að verða of öflugu, heldur af því, að við og Bandamenn okkar urðum of vanmáttugir, vegna pólitísks sofandaháttar og vesalmennsku. Við eigum að lofa Þjóðverjum að njóta hæfileika sinna í friði, en við eigum að gæta þess að vera alltaf miklu öflugri en þeir. Við eigum að hafa flugvelli og reiðubúinn flugher víðsvegar við þýzku landamærin. Við eigum að hafa strangar gætur á öllum vígbúnaðartilraunum Þjóðverja og gæta þess að vera alltaf miklu sterkari. Við eigum að sjá um, að þau lán, sem við veitum þeim, fari ekki til vígbúnaðarins, eins og reynslan var eftir síðustu styrjöld. Lltlu löndin austan og sunnan viðNÞýzkaland (Pólland, Tekkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Grikkland, Júgóslavía) eiga að hafa öflugt bandalag, svo að Þjóðverjar geti ekki ráðizt á eitt þeirra í einu. 8é alls þessa vel gætt, þarf ekki að óttast Þjóðverja eða nýtt þýzkt stríð. Það eru aðallega Bretar og Bandaríkjamenn, sem hafa rætt um meðferðina á Þjóðverjum eftir styrjöldina. Rússar hafa lítið lagt til þeirra mála, Það kom stjórnmálamönnum Banda- manna því mjög á óvart og vakti mikil blaðaskrif hjá þeim, þeg- ar tilkynnt var fyrir nokkru á fremstu síðum rússneskra blaða og 1 mörgum rússneskum út- varpsstöðvum, að þýzkir flótta- Afstaða Fontenay .... (Framh. af 1. síöu) banna fólki að vera úti að kvöldi og nóttu og loka matsölu- stöðum og kaffihúsum. Þá skal fyrirskipa ritskoðun blaða og koma upp skyndidómstólum til að dæma athafnir, sém stríða gegn öryggi og reglu í landinu. Dauðahegningu skal þegar í stað taka upp gegn þeim, sem vinna skemmdarverk, eða taka þátt í árásum gegn þýzka hern- um og hermönnum í honum, einnig skal dauðarefsing liggja við því að hafa í fórum sínum skotvopn og sprengiefni.“ Danska ríkisstjórnin svaraði þessum kröfum á þann veg, að ef þær kæmu til framkvæmda, myndi það gera að engu mögu- leika ríkisstjórnarinnar til þess að halda uppi ró og reglu meðal þjóðarinnar —og að ríkisstjórn in gæti því ekki átt þátt í fram- kvæmd nefndra ráðstafana. Nóttina milli 28. og 29. ágúst lýsti yfirmaður þýzku hersveit- anna síðan yfir hernaðarástandi um alla Danmörku. — Var sam- kvæmt því framkvæmdavaldið, meðan hernaðarástandið ríkti, 1 höndum þýzka hersins. Frjálsræði konungsins var ekki heft og stöðu hans sam- kvæmt stjórnarskránni var ekki breytt formiega. En vegna hern- aðarástandsins hlaut konungur- inn að vera raunverulega hindr- aður í stjórnarstörfum sínum. Eftir þetta afhenti stjórn Scaveniusar konunginum lausn arbeiðni sína og hætti strax st j órnarstör f um. En áður en þetta skeði hafði ráðuneytiö gefið út svolátandi ávarp: Á þessum alvarlegu tímum fyrir land vort viljum vér enn á ný hvetja þjóðina til að sýna ró og gætni. Sérstaklega teljum vér nauðsynlegt að lýsa yfir, að vér vonum, að allir embættis- menn ríkisins haldi áfram störf- um sínum þann tíma, sem hern- aðarástandið ríkir, sem vonandi verður aðeins stutta stund og í vitundinni um embættisábyrgð sína vinni til gagns fyrir iand og þjóð, þannig að reynt sé að koma í veg fyrir að til árekstra komi milli stofnana ríkisins og hinna þýzku yfirvalda, sem i krafti hernaðarlaga og hernað- arástandsins fer með sérstakt vald.“ Konungurinn var samþykkur þessu ávarpi. Umboðsstjórnin í ráðuneytun- um og í hinum opinberu skrif- stofum er enn fyrst um sinn í höndum viðkomandi skrifstofu- stjóra og forstjóra. Þjóðln þarfnast . . . (Framh. a1 1. slðu) drengskapareiffa sína til þess að geta leitt þjóðina út í sundr- ungu og ófrið tveggja illvígra þingkosninga. Það eru menn- irnir, sem sögðu það tilvinnandi að hafa þrennar kosningar, ef þeir gætu þannig eyðilagt einn þeirra flokka, sem þeir bjóða nú samstarf! Það eru mestu friðar- spillar þjóðfélagsins, sem nú reyna að blekkja almenning með því að látast vera friðar- boðar. Hitt er satt, að það þarf að gera ráðstafanir gegn hinu yf- irvofandi atvinnuleysi og það þarf öflugt samstarf til þess að tryggja þær ráðstafanir. En slík- ar ráðstafanir verða aldrei gerð- ar með samstarfi við menn, sem hafa reynzt ábyrgðar- minnstir í fjárhagsmálum þjóð- arinnar og drengskaparminnstir í samstarfi. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að allt samstarf við slíka menn yrði tilgangslaust og til ills eins, því að það byggðist að verulegu leyti á sandi ábyrgðar- leysis og ódrengskapar. Það, sem þjóðin þarf, er á- byrgt, drengilegt samstarf. Þá menn, sem reynslan hefir sýnt, að ekki geta tekið þátt í slíku samstarfi, verður að útiloka. menn og herfangar hefðu stofn- að „þýzka frelsisnefnd“ í Moskvu. í nefndinni eiga m. a. sæti kommúnistar, er áður voru fulltrúar á þýzþa ríkisþinginu. í ávarpi þessarar nefndar, sem rússneskar útvarpsstöðvar hafa margsinnis útvarpað á þýzku, er sagt, að hún berjist fyrir frjálsu Þýzkalandi, þar sem stjórn- málafrelsi og trúarbragðafrelsi sé viðurkennt. Þjóðverjum er og að öðru leyti heitið hinum beztu Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á þriggja hellu innlendum rafmagnseldavélum: í heildsölu .................................. kr. 825,00 í smásölu: (a) í Reykjavík og Hafnarfirðl ............. kr. 880,00 (b) Annarstaðar á landinu .................. kr. 880,00 að viðbættum sannanlegum flutningskostnaði. Ákvæðl tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 6. september 1943. Reykjavik, 3. september 1943. V erðlagsstj ór inn. Sundlaug Haíníírðinga (Framh. af 2. siðu' þegar tekin til starfa. Mun hún verða dýrmæt heilsulind og öfl- ugt tæki, til þess að gera alla Hafnfirðinga synda, er fram líða stundir. Héraðsmót U. I. A. (Framh. al 2. siðu) Árnason, í. H., 2,76 m., Björn Jónsson, í. H., 2.70 m. (Austur- landsmet: Björn Magnússon, Umf. Hróar, 3.04 m.). Þrístökk: Ólafur Ólafsson, í. H., 12.50 m., Björn Hólm, Umf. Hróar, 12.00 m., Björn Magnús- son, Umf. Hróar 11.91 m., Guð- mundur Björgvinsson 11.62 m. (Austurlandsmet: Ólafur Ólafs- son, í. H., 12.66 m.). Spjótkast: Tómas Árnason, í. H., 51,67 m., Þorvarður Árnason, í. H., 49,32 m., Snorri Jónsson, í. Þ. Neskaupstað, 45.31 m., Atli Jensen, Umf. Austri, 39,35 m. (Austurlandsmet: Tómas Árnason, 52,25 m.). Kringlukast: Þorvarður Árna- son, í. H., 38,30 m., Jón Ólafsson, Umf. Stígandi, 35,23 m., Tómas Árnason, í. H., 32,35 m. Harald- ur Hermannsson, í. H., 30,64 m. (Austurlandsmet: Þorvarður Árnason, 38,30 m. Kúluvarp: Þorvarður Árna- son, í. H., 12,38 m., Jón Ólafs- son, Umf. St., 11,94 m. Snorri Jónsson, í. Þ., Neskaupstað, 11.74 m., Tómas Árnason, í. H., 10,66 m. (Austurlandsmet: Þor- varður Árnason, 12,66 m.). 50 m. bringusund karla: Garð- ar Stefánsson, Umf. Skriðdæla, 41.00 sek., Ragnar Magnússon, Umf. Hróar, 41.00 sek., Ásgrím- ur Halldórsson, Einherjum Vopnafirði, 42.00 sek., Ingimar Jónsson, 42.50 sek. (Austurlands- met: Garðar Stefánsson, 41.00 sek.). 100 m. bringusund karla: Ingi- mar Jónsson, 1 mín. 34.5 sek., Garðar Stefánsson, Umf. Stíg- andi, 1 mín. 34.6 sek., Ásgrímur Halldórsson, Einh. Vopnafirði, 1 mín. 34.6 sek. (Austurlands- met: Ingimar Jónsson, 1 mín. 34.5 sek.). Seyðfirðingar hlutu flest stig á mótinu. Veður var óhagstætt, hvasst og kalt, en mótið var fjöl- mennt og fór ágætlega fram Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) í kosningunum, er urðu þar fyr- ir nokkru. Hinsvegar getur Þjóðviljinn ekki neitt um fylgi það, sem flokkurinn hafi hlotið. en úr honum er allt yfirlæti um sig- ur „sinna manna" í Ástralíu, en fyrst í stað reyndi hann að túlká sigur Alþýðuflokksins þar á þá leið. Kosningarnar í Ástralíu fóru þannig, að Alþýðuflokkúrinn fékk meirihluta þingsætanna, en kommúnistar ekkert. Slíkt er álit ástralskra verkamanna á kommúnistum. Getur það ekki orðið islenzkum verkamönnum umhúgsunarefni? kjörum. Sum amerísku blöðin hafa látið í ljós, að Rússar ætli að vinna sér meiri hylli hjá Þjóðverjum en Bandamenn með því að bjóða þeim betri friðar- skilmála. Hafa þau frekar hall- mælt Rússum fyrir slíka sam- keppni, en jafnframt sagt, að hér sé um mál að ræða, er Bandamenn og Rússar þyrftu að koma sér saman um sem fyrst, þ. e. meðferð Þýzkalands eftir styrjöldina. Fjárbólusetníngar- sprautur (10 gramma) sérstaklega vönduð og hentug gerð fyrir fé með 2 nálum kr. 22.00 varagler — 3.00 nálar — 1.50 Sendar gegn póstkröfu um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Blátt og brúnt Dragta- og Pílsefni komið aftur. VERZLUN H. T Of t Síml 1035. Skólavörðustíg 5. Silíurplett Matskeiðar, Gafflar og Hnífar, settiff á kr. 20.00 Ávaxtaskeiffar — 13.00 Desertskeiðar — 4.50 Rjómaskeiffar — 6.75 Sultuskeieðar — 6.75 Sósuskeiðar — 12.75 Kökugafflar — 6.75 Kjötgafflar — 12.75 Borffhnífar — 6.75 Smjörhnífar — 6.75 Smjörhnífar — 5.00 Ávaxtahnífar — 7.75 K. EINARSSON & BJðRNSSON Bankastrætí 11. Ntúlknr óskast til fiskflökunar. Hátt kaup. Frítt húsnæði I nýtízku húsum. HR AÐFR Y STISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Okur og launsala í Bandaríkjunnm (Framh. af 3. siðu) anda. Brot gegn settum reglum varðar þungum refsingum. All- ur peningur er skrásettur og bændur mega ekki slátra heima. Öll slátrun verður að fara fram í löggiltum sláturhúsum. Heild- salar og smákaupmenn verða að hafa sérstakt leyfi til að verzla með kjöt, og þeir eru jafnskjótt sviptir leyfinu, ef þeir brjóta af sér. Þetta skipulag hefur gefizt vel. Fyrsta skrefið til að vinna bug á svarta markaðinum er að setja einfaldar en strangar reglur um kjötkaup frá framleiðendum, afhendingu til kjötbúðanna og refsingu fyrir afbrot. í öðru lagi, og það er ef til vill fyrir mestu, — verða hús- mæðurnar að vaka yfir verðlag- inu í búðunum. Þær verða að gæta þess að hámaxksverð sé látið gilda og ennfremur, að allt kjöt sé stimplað með löggiltum merkjum. Óstimplað kjöt er smyglvara og hvort tveggja í senn, ólögleg og stórhættuleg fyrir líf og heilsu almennings. Burt með svarta markaðinn! —1 1 1 GAMLA PtA---- ---( A hálum ís (Silver Skates). Amerísk söngva- og skauta mynd. Skautadrottningin B E L I T A PATRICIA MORISON, KENNY BAKER. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 31/2—6 y2 DAUÐADALURINN WALLACE BEERY, LEO CARRILLO. Börn fá ekki aðgang. Þakka innilega auffsýnda samúð viff andlát og jarffarför mannsins míns, Þorgelrs Þorsteinssonar, bónda, Hlemmiskeiði. Fyrir mina hönd, barna minna og tengdasona. VILBORG JÓNSDÓTTIR. tjr.. /JA BÍO ■ .. 1 Stríðsfréttarit- ariun (Confirm Or Deny). DON AMECHE, JOAN BENNETT, RODDy McDONALD. Aukamynd: FRAM TIL SIGURS. (March Of Time). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hjartans þakkir til allra vína minna, er sóttu míg heim, á fimmtugsafmœli mínu. Sérstaklega þakka ég Skagfirð- ingum auösýndan vinarhug, með heimsókn þeirra og^höfð- inglegri gjöf. Guömundur Guðmundsson, Fossum. _________________________________________________—l Þakka af hrcerðu hjarta alla vinsemd mér auðsýnda á sextugs afmœli minu. Valdimar V. Snævarr. Tilkyiming Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hefir, hinn 24. ágúst 1943, sent okkur svohljóðandi bréf: „Meðan á þvl stendur að koma i kring tryggingum fyrir farþega í flugvélum Flugfélagsins, vill ráðuneytið taka það fram, að það telur sjálfsagt, að félagið bendi farþegum, sem ætla að ferðast með flugvélum þess, á það mjög eindregið um leið og fars er béiðst, að þar sem félagið geti ekki tryggt þá, sé þeim rétt, að reyna að fá sig slysatryggða á ferðinni hjá einhverju félagi hér, áður en þeir leggja af stað 1 flugferð. Óskar ráðuneytið enn fremur að Flugfélagið auglýsi þetta hér 1 blöðum, þar sem erfitt getur verið fyrir fólk að útvega sér tryggingu, ef það fær fyrst að vita um það á síðustu stundu að það sé ekkl slysatryggt af félagsins hálfu.“ Samkvæmt þessu er væntanlegum farþegum okkar ráðlagt að útvega sér slysatryggingu hjá einhverju viðurkenndu vátrygg- ingarfélagi áður en lagt er af stað í flugferð. Stjórn Flugfélags fslands h.f. Haltfiiknr þurrkaður og pressaður f heildsölu til verzlana. — ÓDÝR OG MJÖG GOÐUR. — Hafliði Baldvinsson Sírni 1456. imnritöð vor er opin da^lega frá kl. 8 til kl. 6 e. h. H.F. RÆSIR Skúlagötu 59. Sími 1228.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.