Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 4
4 TÓirVX. föstmlagiim 2. febr. 1945 9. hlað Úr mínum bæjavdyvum e Efíiv Karl í Koli Tvœr stefnur. Þrátt fyrir velmegun í land- inu hækka alltaf skattar og tollar. Væri lítið við því að segja, ef fénu væri vel varið, en ekki í eyðslu, sukk og ráðleysi. Alltaf fjölgar reglugerðunum, skýrslunum, nefndunum, lögun- um og ýmiss konar flækjum frá því opinbera. Allt er þetta að verða svo flókið, umfangsmik- ið og kostnaðarsamt, að vart er neitt að verða rekandi í þjóð- félaginu á heiðarlegan hátt. Reynslan er farin að sýna það, að þeim heiðarlegustu, sem, eru stöðugt að reyna að fara eft- ir settum lögum og reglum, er mest refsað af þjóðfélaginu. Þeir eru látnir bera hlutfalls- lega mestar byrðarnar og látnir mæta ýmis konar útgjöldum og óþægindum fyrir að vera lög- hlýðnir. Ef menn reyna að vera ráð- deildarsamir og leggja aura sína í banka, þá er þeim refsað með því að gera pen- inga þeirra æ minna virði. Það er líkast því sem þjóðfélagið vilji helzt, að þegnarnir séu ósjálfstæðir^fnalega, svikulir og prettóttir og allt veltist áfram í sukki og ráðleysi. Vilja þá ráðamenn þjóðfé- lagsins máske afnám eignarétt- arins, eintóma öreiga og algerð- an ríkisrekstur? Ef það er ætlunin, þá er þetta framferði, sem nú á sér stað, prýðilegt hjá þeim. En er ekki tími til kominn áð athuga betur hvert stefnir? Stefnurnar virðast tvær í höf uðdráttum: 1. Halda áfram eins og nú horfir, þar til borgaralegt þjóð- félag er úr sögurini og algerður ríkisrekstur er tekinn við, all- ir orðnir aigerðir öreigar og þægir þjónar einhverrar valda- klíku — máske harðstjórnar- klíku —, sem þá tekst að hafa völdin, 2. Endur-oæta þetta þjóðfélag: Fækka lögunum, reglugerðun- um, ákvæðunum, nefndunum og öllu tildrinu og „humbuginu", fækka ónýtu starfsliði, er hang- ir uppi á almanna kostnað, og lækka þá skattana, tollana og allar álögur, sem halda tildrinu uppi, 'en styðja aftur á móti að því, að sem allra flestir ein- staklingar séu efnalega sjálf- stæðir, frjálsir og félagslyndir. Og slíkir menn byggi svo upp fyrirmyndar þjóðfélag, þótt lítið sé, í stað þess hrófatildurs, er nú virðist vera að þróast í landinu. Dýrtíifin. Mikið er búið að skrafa og skrifa um dýrtíðina — verðbólg- una — síðan hún fór að verða áberandi. Þrátt fyrir ókosti hennar, sýnist mér nú úr mín- um bæjardyrum, að flestir ís- lendingar hafi grætt á henni, fram á sumarið 1942, þegar frá eru skildir sparifjár- eigendur og ýmis konar sjóðir. En þeir hafa orðið fyrir stór- skaða og ranglæti alveg frá stríðsbyrjun. Aftur á móti hafa skuldir þeirra skuldugu t. d. nær því „gufað upp“ og pen- ingaeign almennings stóraukizt, a. m. k. í krónutölu. En þrátt fyrir „kosti“ dýrtíðarinnar hef- ir hún risið ískyggilega hátt síðustu árin. Aðal skuggaHlið dýrtíðarinn- ar er það, að við skulum ekki draga úr henni nú, er líður að stríðslokum. Óðum nálgast þeir tímar, að við íslendingar þurf- um að keppa við aðrar þjóðir með verðlag á vörum, og þá er beinn voði fyrir dyrum að vera með tvöfalt eða þrefalt kostn- aðarmeiri framleiðslu heldur en aðrir. Að við íslendingar köm- umst framar í tækni og nýsköp- un heldur en aðrar þjóðir og getum því framleitt ódýrara, er auðvitað argasta blekking, sem blekkingasmiðunum dettur ekki í hug að trúa sjálfum. Nú undir stríðslokin er það veigamesta öryggið fyrir fram- tíðina að færa allt verðlag nið- ur að því, sem gerist hjá'við- skiptaþjóðunum. Bændur kröfð- ust ekki á s. 1. hausti nærri 10% af afurðaverði því, sem þeim bar. Næsta sporið ætti að vera, að við, sem eitthvað eigum, lát- um 10—20% af eignum okkar, a. m. k. því sem þær hafa hækk- að í stríðinu. Svo ættu allir launamenn að gefa eftir 5—10% af launum sínum í krónutölu. Allir þeir, sem fást við kaup- sýslu, að lækka álagninguna, húseigendur húsaleiguna, bænd- ur kæmu aftur með lækkun o. s. frv. Allt þetta væri gert til þess að lækka verðlagið, en ekki til bess að fylla eyðsluhít lands- stjórnarinnar. Þá ættu skatt-1 arnir að geta lækkað og allur tilkostnaður, sem verður óbæri- legur við allan rekstur, þegar fiskverðið lækkar verulega ytra og herliðið hverfur úr landi. a Nú ættu allir fslendingar að sameinast um það, að snúa ofan af dýrtíðarsnældunni og standa svo eftir efnaðir og þróttmiklir til nýrra átaka og umbóta í stað þess að búast má við, að flest verði að engu og lendi í bágind- um og basli, gengishruni og fá- tækt, ef flotið er áfram að feigð- arósi eins og nú horfir. Sveitir og haupstaSir. Fátt finnst mér leiðinlegra í þjóðlífinu en þessi sífelldi met- ingur og krytur milli sveita- og bæjamarfna. Blómlegar sveitir og velmegun og glæsibragur bæjarbúa ætti að vera fagnað- ar- og kappsmál allra íslend- inga. Sérstök ánægja ætti þó að vera öllum, að höfuðstaðurinn bæri af um glæsileik og hver^ konar menningu. Þar væru víðir og góðir leik- og íþrótta- vellir (sem ennþá vantar að mestu); þar væri góð sundhöll (eins og nú er); þar væru góð íþróttahús, leikhús og sam- komuhús; þar væri gott nátt- úrugripasafn, forngripasafn, listasöfn og bókasöfn í vegleg- um húsakynnum; þar væru skemmtigarðar og hreinar og góðar götur; þar væ’ru traustir atvinnuvegir. Þar væru þó fyrst og fremst myndarlegir, kurteis- ir og frjálsmannlegir og á allan hátt menningarlegir íbúar. Og eins ætti að vera bæjarbú- um fagnaðarefni, að í sveitun- um byggju sem flestir við góð kjör. Þar væru sem flest „bændabýlin þekku“, „dreifð yfir tún og grænar grundir." Hafa ekki flestir kaupstaða- búar tekið eftir því, þrátt fyrir hina miklu örðugleika, sem víða eru í sveitunum, hve gott er fyr- ir börn og unglinga að alast þar upp. Húsdýrin, til dæmis lömb- in, folöldin, kálfarnir, hvolp- arnir og allt annað — hve það er hrífandi fyrir börnin að alast upp með þessu? Starfssviðin eru alls staðar úti í hinni lifandi náttúru. Á sumrin: lækir, ár og vötn með silungum og stundum löxum líka; fossar, brekkur og hvammar, blóm og margs konar fjölbreytni. Á vetrum: skíða- brekkur, skautasvell, snjókaflar til þess að byggja úr snjóhús og snjókerlingar, skepnuhirðingin o. s. frv. „Þá er það bóndabær- inn, sem ber af öllu þó,“ kvað skáldið. Sveitamennirnir og bæjarbú- arnir ættu að hætta þessu sí- fellda narti hver í annan og1 fagna því, ef þeir gætu orðið eitthvað til liðs hvor öðrum. | Blómlegir kaupstaðir og kaun- tún og vei byggðir sveitabæir á fögru og vel ræktuðu túni, það á að vera framtíðarhugsjón allra góðra íslendinga. íhald. Það er til tvenns konar íhald. Annað auðkennist á því, að það vill halda í gomul verðmæti og varðveita þau. Það vill vera traust, bæði í viðskiptum og framkvæmduui, — varkárt í orðum og gerðum. Á þessum kostum hefir einkum borið mik- ið hjá enska íhaldinu. Jón Þorláksson var forustu- maður að því að kalla íhalds- flokkinn íslenzka íhaldsflokk. Hans stefna bar líka ýmsa kosti. Hann vildi hækka sem mest verðgildi peninganna og gerði það — reyndar meira heldur en mörgum þótti heppi- legt þá. Hann vildi traustleika í fjármálum og kosta kapps um að eyða ekki miklu að óþörfu úr þjóðarbúinu. Jón vildi ýmsar framfarir, er hann trúði á að yrðu til heilla, eins og t. d. járn- braut austur á Suðurlandsund- irlendið o. s. frv. En þeir, sem eru arftakar að völdum í flokki Jóns Þorláks- son^r, virðast vera alveg á gagn- stæðri skoðun um margt. Þeir vilja reyndar halda í sérrétt- indi sín eins og Jón og auka möguleikana á óhóflegri fjár- söfnun einstakra manna, yfir- gang þeirra og auðdrottnun En til þess að koma því höfuðmark- miði sínu fram, fara þeir allt öðru vísi að heldur en Jón Þor- láksson. Trylltar „spekúlasjón- ir“ auðkenna aðalarftaka Jóns. Þeir hika ekki við að stofna gjaldeyri þjóðarinnar í hrein- an voða í stað þess, að Jðn lagði áherzlu á að treysta hannoggera verðmeiri. Þeir hika ekki við að kasta fyrir borð því, sem ís- lenzkt er, gamalt og gott. Þeir hika ekki við að gera bantíalag við þá, sem þekktastir eru fyrir að lafa aftan í framandi er- lendum stórveldum. í staðinn fyrir að Jón barðist af alefli fyr- ir því,' að koma járnbraut á austur yfir heiði, berjast arftak- ar hans fyrir að tefja eða eyði- leggja eitthvert mesta þarfamá! allrar jarðræktar í landinu: áburðarverksmiðj una. Nei, arfakar Jón Þorlákssonar ætla að verða frægir fyrir að halda helzt i hvers konar ósóma. Skyldi ekki nokkuð mörgum hyggnari mönnum Sjálfstæðis- flokksins gremjast inn á sér hin algerða kollsteypa, sem flokkur þeirra hefir tekið undir forustu Ól. Th. og hans líka? (Framhald á. 7. síðu) „GÖNGU-HRÓLFUR" sendir Bað- stofuhjalinu langan pistil. Kennir þar ýmsra grasa. Kaflar úr pistlinum fara hér á eftir. „HVOR ER BETRI, bjartsýni eða svartsýni? Um þetta heyrði ég oft þráttað á unglingsárum mínum. Þetta hefir líka verið algengt umræðuefni á málfundum, í ungmennafélögum og nemendafélögum í skólum. Og nú á tímum ber það oft á góma manna í milll. — — — ÉG HELD að bjartsýni sé góð, þ. e. a. s. eins og ég skil það orð. Sumir segja, að hún lengi lifið. Aðrir segja: Bezt að búast við illu. Hið góða skaðar ekki. En í rauninni getur þetta farið saman að mínum dómi. Menn geta búizt viö illu, en treyst því, að þeir muni spjara sig eigi að síður. Bjart- sýni er í því fólgin að láta ekki erfið- leika eða slæmar horfur trufla jafn- vægi hugans eða valda vonleysi. En það er rangt, að blanda bjartsýni saman við oftrú, glámskyggni og and- varaleysi. Það er ekki eðlileg bjartsýni, að geta ekki hugsað sér harðan vetur eða aflabrest á sjó. Og það er ekki eðlileg bjartsýni, að telja sér trú um, að ekkert þurfi fyrir lífinu að hafa í annarri heimsálfu. , HÉR Á LANDI hafa margir hvatt til bjartsýni á undanförnum árum. Kom það eigi sízt fram um það leyti, sem lýðveldið var stofnað s. 1. sumar. Þjóðin var þá hvött til að trúa á gull og græna skóga og til hennar talað eins og hún kæmi nú úr myrkrastofu út á víðan völl, þar sem sól skín í heiði og framtíðin angaði af blómum. Um þetta var margt fagurlega mælt, en sumt vel og viturlega. Þó þykir mér hér vera undantekning á, og vil ég víkja að henni fáum orðum. EINNI STÉTT MANNA hefir af ýmsum verið predikuð svartsýni á framtíð sína, a. m. k. nú á síðustu tímum. Ég á þar við bændastétt lands- ins. Sumir menn virðast örvænta um, að landbúnaöur geti haldið áfram að vera meðal aðalatvinnuvega hér á landi. Þeir vekja athygli á því, að landið sé hart, samanborið við önnur lönd. Þeir segja, að íslenzkar landbún- aðarvörur verði ekki samkeppnisfærar á heimsmarkaðinum og jafnvel ekki í sínu eigin landi. Þeir segja, að menn eigi ekki að leggja vinnu sína í að elta fé út um holt og heiðar. Þeir segja, að þjóðinni sé betra að safnast saman á sjávarströndinni og lifa á hinum óþrjótandi auðæfum hafsins. Þeir segja, að þá geti íslendingar orðið rík þjóð og veitt sér öll lífsins þægindi. Þeir segja, aö við höfum ekki efni á að byggja landið. MÖrgum bóndanum kann að verða svarafátt, þegar svo nýstárlegum kenningum er haldið fram. Mörgum kann að virðast, að naumast myndi slíkt á orði haft af þjóðkunnum mönnum, nema þeir hefðu áður fullvissað sig um, að hvergi skorti rök. Er það þá óeðliiegt, þó að ein- hverjum finnist jörðin skríða undan fótum sér og glati trausti á framtíð sína? Það er því vel, er merkir menn gera^jt til að tala um þessi mál í öðrum tón og benda á staðreyndir, sem hin- um sést yfir í svartsýnishjali sínu. HJÁLMAR BJÖRNSSON, Vestur-ís- lendingur, er dvaldi hér á landi og mörgum er að góðu kunnur, hefir skrifað eftirtektarverða grein um ís- land í timariti Norðurlandabúa vestan hafs. Þessi maður er þaulkunnugur viðskiptum og sésstaklega landbúnað- arframleiðslu í hinni frjósömu Vestur- álfu, og hann er einnig kunnugur hér. Hann segir berum orðum, að sumir menn hér geri of lítið úr þýðingu ís- lenzks landbúnaðar. Hann segir, að þeir gangi fram hjá því, að landbún- aður sé grundvallaratriði í fjármálum flestra þjóða. Hann segir, að þeir gangi einnig fram hjá því, að íslendingar fái aðalfæðu sína frá landbúnaðinum. Hann bendir á, að ekki megi treysta á sjóinn eingöngu. Fiskframleiðsla sé um allan heim nokkuð stopull atvinnu- vegur, eins og glöggt hafi komið fram á íslandi á kreppuárunum fyrir styrj- öldina. Það, sem fyrir honum virðist vaka, er, að þjóðin þurfi að eiga sem fjölbreyttast atvinnulíf, að þjóðarbú- skapurinn þurfi að „standa á mörgum fótum" eins og Egils saga segir um búskap Skallagríms. PÁLL ÞORSTEIN SSON alþingis- maður hefir nýlega vakið athygli á ýmsu því, er verða mætti sveitunum til styrktar á komandi árum í sam- bandi við nútímatækni. Hann bendir þar m. a. á, að framfarir í samgöng- um á landi og í lofti séu að verða svo miklar, að vegalengdir muni í fram- tíðinni skipta mik'u minna máli en fyrr og þá einnig hér innanlands. Honum þykir ekki ólíklegt, að þessar framfarir kunni að reynast svo miklar og kostnaðarlítið að njóta þeirra, að ókostir vegalengdanna hverfi til mik- illa muna, en kostir landsbyggðdtinnar njóti sín hins vegar eftir sem éður, og þó með fyllri árangri. Margt fleira ræðir hann um framtíðarmöguleika sveitanna, sem hér verður ekki rakið. Þetta var hressandi grein og skynsam- leg. Mér kæmi elud á óvart, þó að nútímatækni yrði til að efla sveita- byggðina, en ekki til að gera hana úrelta, ef rett er á haldið — -----.“ SVONA HUGSAR „Göngu-Hrólfur.“ Ýmislegt fleira hefir hann'til málanna að leggja, en við þetta mun nú sitja að sinni. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. voru stórhuga umbótamenn, en heldur stríðlyndir. Fyrir því sagði Jón af sér rektorsstörfum, Hann komst í kynni við ýmsa menn í kirkjustjórnarráðinu, skýrði þeim frá -kirkju- og skólamálum landsins og kvað margt ganga hér á tréfótum í þeim greinum, svo sem var. Hugði hann þeim betur borgið, ef danskir menn eða norskir yrðu settir á biskupsstólana, og fleiri voru tillögur hans miður þjóðlegar, en eigi skorti um- bótaáhugann. Ráðið tók nú þessi mál til rækilegrar íhugúnar og ráðgaðist við Jón rektor, en eigi þótti unnt að hefja umbætur, fyrr en þau hefðu verið rann- sökuð nánar. Steinn Jónsson, biskup á Hólum, lézt 3. des. 1739. Var þá frestað að skipa þangað nýjan biskup, en í stað þess á- kveðið að senda hingað eftirlits- mann, er skyldi kynna sér vand- lega trú-, kirkju- og skólamál í öllum greinum um allt land. Jafnframt var honum falið bisk- upsvald í Hólabiskupsdæmi. Fyrir valinu varð Ludvig Harboe, sóknarprestur að kastalakirkju í Kaupmannahöfn. Hann var þá 32 ára (f. 1709), vel menntaður og hafði orðið fyrir miklum á- hrifum af heittrúarstefnunni. Jón rektor skyldi verða honum til aðstoðar sem túlkur og ritari. Það þótti miklum tíðindum sæta, er hingað spurðist um þessa fyrirætlun, enda höfðu slíkir eftirlitsmenn aldrei verið sendir hingað síðan í kaþólsk- um sið. Alls konar hviksögur komust á kreik um erindi þeirra. Sagt var, að Harboe ætti að koma á nýjum kenningúm, en kollvarpa fornri trú og siðgæði. Níðrit gekk á milli manria þess efnis, að Harboe væri heiðinn. Prestar höfðu beyg af honum, sökum þess að sagt var, að hann mundi tala við þá grísku, og þeir þóttust lítt við búnir, ef hann tæki að grennslast eftir þekk- ingu þeirra í fræðunum. Þeir Harboe og Jón rektor fengu því heldur kaldar viðtökur, er þeir komu þingað sumarið 1741, einkum á biskupssetrinu Hólum, þar sem þeir áttu að hafa að- setur. En viðhorfið breyttist skjótt, er menn komust að raun um, að sögurnar um tilgang ferðarinnar voru uppspuni einn og öll framkoma Harboes bar vitni um mikla mannúð og mildi, þótt hann væri fastlyndur og einarður maður. Varð hann því brátt vinsæll. Hins vegar var Jón rektor heldur óvinsæll, enda var honum kennt um upptök fe.rðarinnar. Hann var einnig strangur og stirðlyndur og vildi láta Harboe beita hörku. Varð samkomulag þeirra þvi eigi sem æskilegast fyrst í stað, en fór batnandi. Harboe komst skjótt að raun um, að margt var í hinni mestu óreiðu í Hólabiskupsdæmi. Hús staðarins voru nærri kolfallin og innstæðan úr sér gengin, bæði kvikfé og húsbúnaður. Ráðsmaður stólsins lét allt reka á reiðanum. Að ráði Harboes voru Skúla Magnússyni, síðar landfógeta, því falin ráðs- mannsstörfin haustið 1741, og reyndist hann hinn röggsamasti í hvívetna. Skjöl stólsins voru í mikilli vanhirðu og sum fund- ust ekki. Varði Harboe löngum tíma í að koma þeim í röð og reglu. Latínuskólinn var í al- gerri niðurníðslu. Kennslubæk- ur og kennsluaðferðir voru úr- eltar og skólaagi horfinn. Þá hafði Sigurður Vigfússon, er kallaður var íslandströll, verið rektor í 17 ár og var þó með 'öllu óhæfur sökum vanþekking- ar og skilningsleysis á skóla- málum. Með lagni fékk Harboe Sigurð til þess að segja af sér og réð í staðinn fyrir rektor Gunnar skáld Pálsson, bróður Bjarna, er síðar varð land- læknir. Fyrsta veturinn, er Harboe dvaldist að Hólum, fékk hann svo góða þekkingu í íslenzku, að hann skildi hana vel á bók og tal manna, en lengstum var honum ótamt að tala íslenzku, enda gerði hann það eigi, nema hann væri til neyddur. Þó varð honum mikil stoð í þeirri þekk- ingu, er hann hóf eftirlitsferðir sínar um landið. Sumurin 1742 og 1743 fór hann um allt Hóla- biskupsdæmi og heimsótti hverja höfuðkirkju. Þangað stefndi hann sóknarmönnum og mönnum úr útkirkjusóknum. Hlýddu menn því kalli heldur vel, að nokkru leyti fyrir for- vitni sakir. Hann kynntist öllum nróföstum og prestum biskups- dæmisins og frétti bæði þá og sóknarmenn um hagi hverrar sóknar og sambúð presta við söfnuði sína. Hann kynnti sér skyldurækni presta i embættis- störfum og lét þá alla predika og spyrja börn og unglinga út úr kristnum fræðum.Víða þótti hon um pottur brotinn í andlegum efnum vegna vanþekkingar presta, hirðuleysis og drykkju- skapar. Þó vék hann enguu; presti frá, en bauð einum, sem ófær þótti vegna fáfræði og vanrækslu, að taka sér aðstoðar- prest. Marga presta tók hann tali einslega og hvatti þá í bróð- erni til að bæta ráð sitt. Mun þeim hafa þótt hann sýna meiri mildi og umburðarlyndi en þeir höfðu vænzt. Hins vegar hefir Harboe vafalaust tekið þar skynsamlegasta ráðið. Þess var enginn kostur að fá þegar í stað sæmilega presta í stað allra þeirra, sem voru starfi sínu lítt vaxnir, og á þennan hátt losnaði hann við ófrið og deil- ur, en vann. sér vinsældir allra. Svo er og sagt, að mjög hafi skipt um til hins betra við eftir- litsferðir Harboes í Norðurlandi og hafi prestar síðan rækt miklu betur ýmis störf sín, einkum barnafræðslu og hús- vitjanir, er Harboe hafði mjög brýnt fyrir þeim. Jón Árnason, biskup í Skál- holti, lézt 8. febr. 1743, án þess að þeir Harboe hefðu nokkurn tíma hitzt. Þá var einnig frestað að skipa nýjan biskup þar, en Harboe veitt biskupsvald yfir Skálholtsbiskupsdæmi, unz hann hefði lokið eftirliti sínu. Hafði hann þá biskupsvald um land allt. Sumurin 1744 og 1745 fór Harboe um allt Skálholtsbisk- upsdæmi, en hafði þó hraðan á. Honum hafði verið veitt bisk- upsembætti í Niðarósi 1743, og vildi hann því komast sem fyrst utan. Stefndi hann prestum og próföstum til fundar við sig á nokkrum stöðum í hverjum fjórðungi, en sótti ekki heim hverja höfuðkirkju eins og nyrðra. Var honum nú miklu betur tekið, eftir að ljóst var orðið, hver ágætismaður hann var. Menntun og siðferði klerka og almennings mun hafa verið svipað í Skálholtsbiskupsdæmi og nyrðra, en þó virðist lestrar- kunnáttan hafa verið minni. Hins vegar hafði skóla og stað í Skálholti verið haldið miklu betur við en á Hólum, enda höfðu flestir Skálholtsbiskupar um langa hríð verið skörungar og dugnaðarmenn, en Hólabisk- upar hver öðrum lélegri um nærri því aldar skeið. Þeir Harboe biskup og Jón rektor fóru utan sumarið 1745 eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Þá voru skipaðir biskup- ar af nýju, Halldór Brynjólfs- son að Hólum (1746) og Ólafur Gislason að Skálholti (1747), báðir að ráði Harbóes. Hvorugur þeirra reyndist þó neinn skör- ungur, og Ólafur hafði ekki í háskóla numið, en á öðrum betri þótti ekki völ. Má nokkuð af því ráða, hve íslenzka klerkastéttin var orðin lítilsigld um þær mundir. Þó voru til ýmsir vel lærðir og mikils háttar klerk- ar, t. d. Finnur Jónsson í Reyk- holti, síðar biskup, er gengið var fram hjá, sennilega mest vegna þess, að Harboe þótti þeir ekki hafa lifað nógu vel í anda heit- trúarstefnunnar. Kirk’justjórnarráðið fylgdist vel með störfum Harboes úti hér, enda sendi hann því skýrsl- ur jafnóðum og bar fram tillög- ur til umbóta. Þegar Harboe kom hingað 1741, var ferming- artilskipunin, er gefin hafði verið út handa Dönum 1736, send hingað meff honum og lög- boðið, að eftir henni skyldi einn- ig farið hér. Ferming hafði tíðkazt hér í lúterskum sið síð- an á dögum Guðbrands biskups, en nú var hún fyrst gerð að skyldu. 1635 hafði klerkum ver- ið skipað að láta öll börn á ís- landi læra fræði Lúthers hin minni utan að og spyrja yau út úr þeim, en allmikill misbrestur hafði á því orðið, að þeirri skip- un væri hlýtt. Nú skyldi úr því bætt, og 1741 var sent hingað með Harboe fræðakver eftir Eirík Pontoppidan Sjálands- biskup og boðið, að börn skyldu látin læra það undir fermingu, en ekki önnur kver. Halldór Brynjólfsson hafði snúið kveri þessu, sem kallað var „Ponti“, á ísienzku, er hann sóttist eftir Hólabiskupsdæmi við lát Steins biskups, og var það prentað í Höfn 1741. Þýðing þessi'var síð- ar nefnd „Rangi-Ponti“ sökum villna, og fékk Harboe síra Högna Sigurðsson (Presta- Högna) til þess að snúa kverinu af nýju.. Sú þýðing var prentuð í Höfn 1746 og var notuð um langan aldur. Harboe og Jóni biskupi Árnasyni var boðið að sjá um, að fyrirmælunum um fermingu og barnafræðslu væri fylgt, og virðast þau efeki hafa mætt neinni sérstakri mótstöðu. (Framh.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.