Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um þjjóðfélatjsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir9 sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 2. FERR. 1945 9. blað 7 MNÁLL TÍMAHÍS Erlenduir: 29. janúar, mánudagur: Her Znkovs brý/( inn í Þýzkaland. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu að her Zukovs hefði brotist inn í Þýzkaland á all- breiðri víglínu beggja megin Schneidemuhl og rofið þar járnbrautina milli Berlínar og Danzig. Her Konevs hefir tekið borgirnar Beuthen og Katto- witz. í Austur-Prússlandi unnu Rússar á. Vesturvígstöðvarnar: Litlar breytingar urðu á vígstöðunni, þrátt fyrir snarpar orustur, Bandamenn gerðu miklar loft- árásir á þýzkar borgir, m. a. Berlín. Júgóslavía: Pétur konungur fól sérstöku ríkisráði að fara með völd sín, unz atkvæða- greiðsla hefði farið fram í Jugó- slavíu um það, hvort vera ætti þar konungsstjórn eða forseta- stjórn. 30. janúar, þriðjudagur: Hitler flyí wr ræðu. Þýzkaland: Hitler flutti ræðu í tilefni af 12 ára stjórnarafmæli sínu. Hann boðaði sleitulaust stríð og skoraði á Þjóðverja að verjast hvað sem á dyndi. Austurvígstöðvarnar: Her Zu- kovs hélt áfram sókninni inn í Þýzkaland í tveimur fylking- um. Önnur sækir til P’rankfurt við Oder og átti eftir 50 .km. þangað. Hún átti eftir álíka langt til Stettín. í Austur-Prúss- landi unnu Rússar talsvert á. Vesturvígstöðvarnar: Frakk- ar unnu á við Colmar og Banda- Luzon: Mikill bandarískur her gekk á land á nýjum stað á vesturströndinni, rétt norðan við Bataan. Landgangan gekk vel og kom Japönum á óvart. 31. janúar, miðvikudagur: Rússar 72 km. frá Berlín. Austurvígstöðvarnar: Her Zu- kovs hélt áfram sókninni í Brandenburg á 80 km. víglínu. Hann tók borgina Landsberg við Warthefljót, en þaðan eru 112 km. til Berlínar. Þjóðverjar sögðu, að Rússar væru komnir allt til Oderbrúck, sem er 72 km. frá Berlín. í Austur-Prússlandi ríkjamenn við Monschau. unnu Rússar á og hafa nú % hluta þess á valdi sínu. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn unnu víðast á, einkum á bardagasvæði 3. hersins. Þjóð- verjar hafa nú víðast horfið til Sigfriedlínunnar, þar sem hún liggur meðfram landamærum Belgíu og Luxemburg. Luzon: Bandaríkjamenn áttu eftir 25 km. til Manilla. Tékkóslóvakía: Tékkneska stjórnarnefndin í London viður- kenndi Lublinstjórnina sem stjórn Póllands. Innlendur: 27. janúar, laugardagur: Fliigferðasamn- Ingur undirrltaður Forsætisráðherra íslands og sendíherra Bandaríkjanna hér undirrituðu flugferðasamning milli ríkjanna samhljóða þeim, er Alþingi samþykkti einróma fyrir skömmu síðan. 28. janúar, sunnudagur: Formaður I 26. sinn. Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur var Sigurjón Á. Ólafsson kosinn formaður fé- lagsins í 26. sinn. Ólafur Frið- riksson var kosinn varaformað- ur, Garðar Jónsson ritari og Sigurður Ólafsson gjaldkeri. Fé- lagsmenn eru nú 1522 og námu eignir félagsins 265 þús. kr. 29. janúar, mánudagur: Sendinefnd til Bretlands. Tilkynnt var, að íslenzk samninganefnd, skipuð fjórum mönnum, væri komin til Bret- lands til viðræðna um brezk- íslenzk viðskiptamál við ensk stjórnarvöld. (Nánari frásögn í seinasta blaði). Talin voru atkvæði við stjórnarkosningu í verkalýðsfé- laginu Dagsbrún. (Sjá frásögn í seinasta blaði). 30. janúar, þriðjudagur: Bifreið ekið á ríðandi maim. Það slys varð á Suðurlands- braut, að bifreið ók á ríðandi mann, er kom á móti henni, með þeim afleiðingum, að hest- urinn drógst nokkra metra til baka með bifreiðinni, en mað- urinn, sem sat hestinn, kastað- ist aftur yfir bifreiðina. Var hann fluttur meðvitundarlaus í Landsspítalann. Hann meiddist þó ekki mikið. Hann heitir Guðmundur Jónsson frá Hlíð við Breiðholtsveg. — Hestinn varð að skjóta þegar í stað. 31. janúar, miðvikudagur: Bær brennnr. Bærinn Saurbær í Saurbæj- arhreppi, Eyjafirði, brann til kaldra kola. Engir húsmunir björguðpst af efri hæð hússins en að miklu leyti af- neðri hæð- inni. Slökkvilið frá Akureyri kom á staðinn en gat ekki að- hafst vegna vatnsskorts. Bónd- inn að Saurbæ er Daníel Svein- björnsson. Jarða átti móður bóndans sama daginn og bær- inn brann. Viiumheimili S.Í.B.S. teknr til starfa. að koma þarna upp saumastofu fyrir stúlkurnar. í hverju húsi eru 4 herbergi, 3 einbýlisher- bergi og 1, sem ætlað er fyrir hjón. Auk þess er í hverju húsi vistleg setustofa, búin smekk legum húsgögnum, bað og lítið eldhús fyrir vistmenn til að hita sér kaffi o. þvíl. Vistmennirnir, sem voru komnir í gær, báðu blaðamenn- ina að færa allri þjóðinni hjart ans þakkir fyrir,. velvilja og margháttaða hjálp við að koma þessu heimili upp og gefa þeim þannig tækifæri til þess að njóta lífsins í ríkari mæli, en þeim annars væri kleift. Jarðræktarlagafrv. (Framhald af 1. síðu) hluti landbúnaðarnefndar, Páll Hermannsson og Þorsteinn Þor steinsson, hafa mælt með því. Stjórnarliðarnir í nefndinni hafa enn engu áliti skilað og forseti hefir þrjózkazt við að taka málið á dagskrá, þótt þess væri óskað fyrir meira en viku síðan. Verði það niðurstaðan, að stjórnarliðið ætli þannig að svæfa þetta mikilvæga mál, hefir þar fengizt óvefengjanleg asta sönnunin um áhugaleysi þess fyrir „nýsköpun" landbún aðarins og andúð þess á málum hans. Er það þá bændanna að minnast þess vel, þótt síðar verði. Frá U, M. F. I. . Söngkennsla. Kjartan Jóhannesson söng kennari frá Ásum hefir að til hlutun Ungmennafélags íslands kennt í vetur söng hjá þessum ungmennafélögum í Árnes- og Rangárvallasýslu: Umf. Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Umf. Samhyggð Gaulverjabæjar- hreppi og Umf. Ásahrepps í Holtum. í ráði er að hann kenni hjá fleiri félögum síðar í vetur. Launalagaírumvarpið (Framhald af 1. síðu) sér Ijóst, að setning nýrra launalaga væri fyllsta nauðsyn, vegna ríkjandi ósamræmis í launagreiðslum og ‘ of lágra launa einstakra starfsmanna- hópa. Flokkurinn hefir jafn- framt viljað fá skýr og sam- ræmd ákvæði um réttindi og skyldur embættismanna og að framkvæmt yrði allsherjar end- urskoðun á ríkiskerfinu með Dað fyrir augum að fækka starfsmönnum og koma á öðs- um launasparnaði. Þótt launalagafrv. það, sem fyrv. ríkisstjórn lét undirbúa, væri á ýmsan hátt ábótavant, taldi Framsóknarflokkurinn rétt að gerast meðflytjandi þess og reyna að fá áorkað í þinginu þeim breytingum, sem hann áliti til bóta. Virtist þetta enganveg- inn útilokað í haust, en stjórn- arsamvinnan lagðist hér í veg- inn fyrir skynsamlegar aðgerðir, eins og í mörgum öðrum málum. Framsóknarflokkurinn vildi þó reyna að fá skynsamlega lausn á málinu. Fulltrúi hans í fjárhagsnefnd efri deildar, Bernhard Stefánsson, bar því fram við 2. umr. tillögu um nokkura lækkun allra helztu launaflokkanna. Sú lækkun var svo lítil ,að hún skipti hvern einstakan launþega sára litlu, og fyrir alla þá, sem lakar höfðu verið settir, t. d. kennara og presta, var frv. eftir sem áður mikil endurbót. Hins vegar munaði þetta rikissjóð nokkrum milj. kr. og var þannig aukin trygging þess, að ríkið gæti staðið við þær skuldbindingar, sem það veitir opinberum starfsmönnum með launalög- um. Þessi breytingartillaga Bernharðs fékk engar undir- tektir meðal stjórnarliðsins og var því felld. Við 3. umr., þegar Ijóst var orðið í hvert óefni stefndi, bar Hermann Jónasson fram svo- hljóðandi tillögu: „Ríkisstjórnin skal nú þegar hefja rannsókn á þvf, hvernig opinberum störfum og embætt- um verði fækkað og starfs- mannakerfi ríkisins gert ein- faldara ogódýrara en nú er. Skal ríkisstjórnin leggja til- lögur um þessi atriði fyrir næsta þing. Enn fremur skal ríkisstjórnin leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um rétt- indi og skyldur embættis- manna og opinbera starfs- manna. Þegar lög eða ályktanir um þessi atriði, fækkun opinberra starfa og embætta og réttindi og skyldur embættismanna, hafa tekið gildi, ganga lög þessi og í gildi samtímis“. -QAMLA BÍÓ- Bindindismálasýn- ingin. (Framhald af 1. síðu) , um. Fyrsta deildin er nefnd Bakkusarhof. Fyrir gafli þeirrar deildar er altari vínguðsins, á altaristöflunni er mynd vínsal- ans, og umhverfis hann eru margar smærri myndir, er sýna áhrif og afleiðingar áfengis- nautnarinnar. Á veggjum hofs- ins eru málverk úr lífi þess ves- lings fólks, sem fallið hefir vín- guðnum á vald. Önnur deild sýningarinnar er nefnd knæpan. Þar eru málverk, teikningar og sýnishorn af ginn- ingum áfengisauglýsinga hins „menntaða heims“. í deildinni er gerður samanburður á nyt- semi mjólkur og áfengis, sýnd mismunandi áhrif hvorutveggja. Þar sést, að fyrir andvirði einn- ar brennivínsflösku má fá 29 mjólkurflöskur og hinsvegar að næringargildi 18 ölflaskna jafn- ast á við næringargildi einnar mjólkurflösku. Þriðja deildin nefnist Dóms- salur. Þar eru sýnd margs konar línurit og annar skjalfestur fróðleikur um áfengisbölið. Þar sést m. a., að flest afbrot og glæpir, sem framdir éru, eru framdir undir áhrifum áfengis og eru því bein afleiðing áfeng- isnautnar. Fjórða deildin er frá hinu já- kvæða starfi bindindismanna i Tillaga þessi var byggð á því, að með hinni stórfelldu út- gjaldaaukningu, sem frv. fyrir- hugaði, yrði ríkinu gert ókleift að standa undir lögboðnum út- gjöldum, og launalögin myndu því fljótt verða markleysa, ef ekki yrði séð fyrir sparnaði, sem kæmi til móts við hækk- anirnar. Það er líka flestra álit, að slíkur sparnaður og hér um ræðir, sé næsta framkvæman- legur og myndi' það flýta fyrir framkvæmd hans að tengja þessi mál saman. Vegna þessarar athugunar, þurfti ekki heldur að verða nein tilfinnan- leg töf á launamálinu, þar sem hæglega mátti ljúka afgreiðslu þessara mála næsta haust og á meðan mátti veita þeim opin- berum starfsmönnum, sem verst eru settir, t. d. kennurum, nokkrar launabætur. Þessi tillaga Hermanns fékk heldur ekki neinar undirtektir stjórnarliðsins og var felld. Eina tillagan, sem Framsókn- armenn feng.u fram, var um af- nám ýmsra aukatekna emb- ætúsmanna. Flutti Bernharð Stefánsson slíka tillögu eftir að stjórnarliðið hafði gert tillögu um, að aukatekjurnar héldust að verulegu leyti áfram. Treyst- ust stjórnarliðar þá ekki til annars en taka upp tillögu Bernharðs, en ekki mátti þó samþykja hana, heldur varð að bera fram nýja tillögu um sama efni! Ríkissjóði mun á þenn- an hátt skapast nokkrar auknar tekjur. Eins og launalagafrv. var úr garði gert, þegar það fór frá efri deild, treystu Framsóknarmenn sér ekki til annars en að greiða atkvæði gegn því. Þetta þýðir þó ekki, að Framsóknarmenn séu andvígir skynsamlegri af- greiðslu launalaganna á þessu þingi og munu þeir því reyna sitt/ til að koma því í viðunan- legt horf. Hvað gerist I ncðri deilcl? Eins og lýst er að framan, hafa hrossakaup stjórnarsinna um launamálið í efri deild, tek- izt svo hörmulega, að tveir helztu forvígismenn þeirra þar treysta sér ekki til annars en að lýsa vanþóknun á frv. og heita á neðri deild að bæta úr vitleysunum, sem stjórnarliðið hafi gert í efri deild! Eins og stjórnarliðinu er háttað í neðri deild, verður að teljast næsta vafasamt, að frv. fái þær endurbætur, sem nauð- synlegar eru, heldur jafnvel hætt við, að þar verði enn meiri handahófsvinnubrögð en í efri deild, þar sem skemmri tími verður til stefnu. Úr því, sem komið er, .væri það vafalaust heppilegast að fresta málinu til haustsþingsins og tryggja end- anlegri lausn þess þannig vand- aðri og víðtækari undirbúning. Annars er meðferð launalaga frv. í efri deild gott sýnishorn þess, hvernig samstarfi stjórn- arflokkanna muni yfirleitt vera háttað. Átökin, sem verða þar milli hinna andst^eðustu sjónarmiða, eru til lykta leidd með slíkum hrossakaupum, sem ekki geta leitt til annars en aukins glundroða og ófarnaðar í hlutaðeigandi málum. FLAKKARAR í GÆFLLEIT (Happy Go Lucky) Amerísk söng- og gam- anmynd í eðlilegum lit- um. — Mary Martin, Betty Hutton, Dick Powell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ► ITÝJA B.O. XJOSMRFðR KAFBÁTSIXS („Destination Tokyo“) Spennandi mynd byggð á sönnum viðburðum. CARY GRANT, JOHN GARFIELD, DANE CLARK. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. SKEMMTUN FYRIR ALLA Fjörug gamanmynd með RITZ bræðrum. Sýnd kl. 5. landinu. Þar eru sýndar myndir af mörgum helztu mönnum bindindissamtakanna, niyndir frá landnámi templara að Jaðri o. fl. Þar er einnig sýnd bóka- og blaðaútgáfa bindind- ismanna, svo sem útgáfa Æsk- unnar, blaðið Einingin, bækurn- ar Eyðandi eldur og Seiðurinn mikli, auk þess ýms smárit. Nefndin, sem gengizt hefir fyrir sýningunni er samvinnu- nefnd Stórstúku íslands, í- þróttasambands íslands, Ung- mennafélags íslands og Sam- bands bindindisfélaga í skólum, en aðalhvatamaður sýningar- innar mun hafa verið Pétur Sigurðsson og hefir hann unnið mikið starf að undirbún- ingi hennar. Sýningin verður opin daglega dAðir VORU DRÝGÐAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. i TJARNARBÍÓ Konungs- veiði (Kungajakt) Spennandi sænsk mynd frá dögum Gústafs III. INGA TIDBLAD, LAURITZ Falk. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR eftir Henrik Ibsen. . Leikstjóri: Frú Gerd Grieq. LEIKFLOKKUR FRÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR. Sýning í kvöld klukkan 8. UPPSELT. ATHS. Aðgöngumiðar þeir, sem gilda að sýningunni i kvöld, eru gulir að lit og merktir með tölunni 31. U R B Æ N U M Bygging fyrir starfsemi kirkjunnar. Biskupinn yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson hefir snúið sér bréflega til bæjarráðs og sótt um lóð fyrir kirkju- ráð til að reisa stórhýsi á Skólavörðu- hæð í Reykjavík. Þessi bygging á að verða húsnæði fyrir ýmsa kirkjulega starfsemi kirkjuráðs, sem hefir á hendi yfirstjórn hinnar innri starf- semi íslenzku kirkjunnar. Bæjarráð. hefir ekki enn tekið afstöðu til máls- ins, en fól borgarstjóra að ræða við bislíup um það. Náttúrulækningafélagið ætlar að kaupa gróðurhús. Á fundi í Náttúrulækningafélagi ís- lands, er haldinn var nýlega, var samþykkt að fela stjórn félagsins að kaupa fjögur gróðurhús og lítið íbúð- arhús, er félaginu gefst kostur á að kauþa í landinu Laugarás í Biskups- tungum. Gróðurhúsin ætlar félagið að reka í sambandi við matstofu þess, en fleirum félagsmönnum un þó verða gefinn kostur á að kaupa framleiðslu gróðurhúsanna. Bálför. Stefáns Stefánssonar fór fram í Edinburgh Crematorium þann 23. jan. Eining, mánaðarblað um bindindismál, 1. blað 3. árg., er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Stúkan Víkingur 40 ára, Kveðja til íslenzkra templara eftir prófessor Richard Beck, Verndar- engill hinna gálausu barna, Gleðilegt nýjár, kvæði eftir ritstjórann, Pétur Sigurðsson, Endurheimtum mikilvæg- asta sjálfstæðið og auk þess fjöldi annarra smærri greina. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af sr. Bjarna Jónssyni Áslaug Sigurðardóttir og Pétur Andreas Maack Jóiisson, bæði til heimilis á Túngötu 2 Heimili þeirra verður við Túngötu 2. eftir hádegi. A kvöldin verður sýningargestum sýndar fræðslu- kvikmyndir. Óvíst er enn hvað sýningin mun standa lengi, en ráðlegast er þeim sem hafa í hyggju að sjá hana að koma sem fyrst. Sýningin talar skýru máli um bölvun áfengisins, á- hrif þess á þjóðir og einstakl- inga. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sig- urðssyni ungfrú Þóra Finnbogadóttir, Njálsgötu 84 og Haraldur V. Ólafsson, Flókagötu 12. Heimili brúðhjónanna verður á Flókagötu 12. Hjúskapur. Fyrir nokkru voru gefin saman í hjónaband Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja í Norðtungu og Einar Hall- dórsson kennari. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Margrét Ásgeirsdóttir (Gunnlaugssonar kaupmanns) og Her- steinn Pálsson, ritstjóri Vísis. Heimili þeirra er við Njálsgötu 112. Félag garðyrkjumanna í Reykjavik hélt aðalfund sinn s. 1. sunnudag. Þessir voru kosnir í stjórn: Halldór Ó. Jónsson, formaður; Haukur Kistó- fersson, ritari; Einar Vernharðsson. gjaldkeri; Axel Magnússon og Sigurð- ur Sveinson, meðstjórnendur. Nýtt lag eftir Kaldalóns. Biaðinu hefir borizt nýtt lag eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Aðfangadagskvöld jóla. Lagið er bæði fyrir blandaðan kór og orgel. V. Urbantschitsch hefir raddsett. Sigvaldi tileinkar það æskuvini sínum, Júlíusi Árnasyni. Um verk þetta er óþarft að fjölyrða, það er nóg að geta þess, að það er eftir Sigvalda Kalda- lóns og þá vita menn að hér er á ferð- inni fagurt og listrænt verk. Heftið er smekklega út gefið, prentunin skýr og góð. Tímaritið Stígandi er nýkomið út. Af efni ritsins má nefna: Vetrardraumur eftir Guðmund Frímann, Benedikt á Auðnum eftír Sigurjón Friðjónsson, Hinn óþekkti hermaður eftir Hannes J. Magnússon, Myndir eftir Edvard Sigurgeirsson, Fjöl úr Auðunnarstofu eftir Kristján Eld- járn, Horfin Yrsa Danadrottning eftir Kára Tryggvason, Hið gullna ryk eftir Helga Valtýsson o .fl. Fylgízt med Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. það ekki ennþá. Siml 2323. Geri^t áskriíendur, séuð þið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.