Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2363 og 437* PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 30. árg. Reykjavfk, þriðjudaginn 1. okt. 1940 177. blað Samvinnumenn hafa eignazt stærsta skip íslenzka flotans Kveðjusamsöngvar Karlakórs Reykja- Skipið á að halda uppi beinum flutuingum milli dreifbýlishafnanna og útlanda Skip það, sem Samband ísl. samvinnufélaga keypti í Ítalíu og hlotið hefir nafnið Hvassafell, kom til Akureyrar um klukkan 7 síðastliðinn föstudagsmorgun. Blaðamönnum var boðið í flugvél norður til þess að skoða skipið og sitja hóf sambandsstjórnarinnar að Hótel KEA í tilefni af komu þess. Hvassafell er fyrsta skipið, sem Sambandið eignast, og má segja, að myndarlega sé af stað farið, þar sem skip þetta er stærsta og vandaðasta skip íslenzka flotans. Ákveðið hefir verið, að heimahöfn Hvassafells verði Akureyri, og verður skipið notað til þess að flytja vörur beina leið frá útlöndum og til hafna utan Reykjavíkur, einkum á Norðurlandi. Hvassafell fer næstu daga hlaðið síld til Finnlands og kemur þaðan aftur með timburfarm til samvinnufélaganna. Strax og komið var til Akur- eyrar var gestum boðið um borð í hið nýja skip, sem þá var lagzt að bryggju. Sýndi skip- stjóri, Gísli Eyland, skipið sem er mjög vandað að öllum frá- gangi. Er betur séð fyrir þörfum skipverja en áður hefir sézt í islenzkum skipum. Yfirbygging skipsins er öll að aftan, og þil- farsrúm því í einu lagi, og not- ast við það betur en ella. Tveir klefar eru á skipinu handa farþegum, og er útbún- aður þeirra eins og hið bezta, sem þekkist á farþegaskipum. Er hver klefi fyrir tvo farþega. Þá er einnig sérstakur klefi fyr- ir hafnsögumann. Gerð skipsins. Skipið er byggt af Ansaldo Ltd. — skipasmíðastöð í Genúa, samkvæmt samninga dagsett- um 2. apríl 1946, gerðum af Gunnari Larsen f. h. Sambands íslenzkra samvinnufélaga. — Skipið er 1665 brúttó smálest- ir að stærð, 1208 smálestir nettó, burðarmagn 2.300’ smálestir. Lengd 83,6 metrar. Breidd 12,3 m. Meðal djúprista 17*4 fet full- hlaðið. Það er því langstærsta |Jónsson bæjarfulltrúi, Sigurður Jónsson á Arnarvatni og fleiri. Margra ára draumur rætist. Einar Árnason þakkaði öllum þeim er stuðlað hefðu að því, að Sís gat eignazt þetta skip. Hann þakkaði og áhöfn skipsins og sklpstjóra. Hann skýrði frá því, að Akureyri ætti að verða heim- Einar Árnason á Eyrarlandi, formaður S. í. S. skipið sem íslendingar eiga nú. Aðalaflvél skipsins er Ansaldo- fiat dieselvél, 1200 til 2000 hest- öfl, að auki er það búið öllum nauðsynlegum hjálparvélum. Skipið er einnig útbúið með olíu- kyntum gufukatli fyrir vindur skipslns, stýrisvél, til upphitun- ar og fleira. Veizla að Hótel KEA. Stjórn Sambandsins og' fram- kvæmdastjóri höfðu boð inni að Hótel KEA fyrir ýmsa forystu- menn samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi og nokkra aðra, er sérstaklega hafði verið boðið. Undir borðum voru fluttar margar ræður, sem ekki er rúm til að rekja hér, þótt full á- stæða væri til. Meðal þeirra, er ræður fluttu, voru Einar Árnason á Eyrar- landi, formaður S. í. S., sem setti hófið og bauð gesti vel- komna, Vilhjálmur Þór forstjóri S. í. S., sem rakti aðdraganda þess, að skip þetta er nú komið til landsins og lýsti því, Pálmi Loftsson forstjóri, Þorsteinn M. Vilhjálmur Þór, forstjóri S. f. S. ili þessa fyrsta skips, Sis. Hann minntist á nauðsyn þess, að Sambandið annaðist sjálft flutninga á milli landa, og með komu þessa skips rættist margra ára draumur íslenzkra sam- vinnumanna, sagði Einar á Eyr- arlandi. Norðlendingar fá beinar sigl- ingar til útlanda og frá. Vilhjálmur Þór, forstjóri S. í. S., rakti ýtarlega sögu skipa- kaupanna. Hann skýrði frá því, að í vor hefði Sambandið ráðið sænskan skipaverkfræðing til að fara suður á Ítalíu til að skoða skipið og hefði hann gefið þann úrskurð. að skipið virtist i alla staði hið vandaðasta og (Framhald á 4. síöu) víkur Hér sést „Hvassafell," hið nýja skip S.Í.8. við Torfunefsbryggjuna á Akureyri, skömmu eftir komuna. Hópur manna virðir það fyrir sér með aðdáun. — Það er sameiginieg ósk allra íslenzkra samvinnumanna, að því megi fylgja farsœld og blessun, islenzkri alþýðu og verzlunarsamtökum til handa. Ljósm. Edvard Signrgeirsson. Fjórir tugir manna, sem marga undanfarna mánuði hafa komið saman fjögur kvöld í viku hverri til söngiðkana, gáfu höfuðstaðarbúum kost á að dæmp, um árangur iðju sinnar 1 sl. viku. Karlakór Reykjavíkur hefir sem sé búið sig kappsam- lega og af afsláttarlausri ósér- plægni undir hina mestu land- kynningarför, er nokkur flokkur íslenzkra söngmanna hefir far- ið. Um ferðalagið sjálft er óþarfi að fjölyrða nú, því að frásögn af því birtist mjög nýlega hér í blaðinu. En um sönginn getur „áhuga- maður í faginu“ varla sagt öllu meira en það, að hann er ein- hver sá allra bezti, sem heyrzt hefir til ísl. karlakórs. Á þriðja og seinasta kveðjusamsöng kórsins var t. d. lag söngstjórans, „Þér landnemar," betur sungið en undirritaður minnist að hafa heyrt það áður. Af heildarsöng- skrá Vesturheimsfararinnar, 32 lögum, sungu þeir hvert sinn Menntaskólinn settur í 101. sinn Menntaskólinn verður settur í dag 1 hátíðasal skólans kl. 1.30 eftir hádegi. Þetta er i 101 skipti, sem skólinn er settur og má þvi segja, að merkileg tímamót séu í sögu hans. Um afmælisrit skólans, sem er nýkomið út, blrtir blaðið grein í dag eftir dr. Þorkel Jó- hannesson. Dreng bjargað frá drukknnn Eins og bæjarbúum er kunnugt er iðulega margt barna að leikjum á hinni gömlu Kveldúlfsbryggju við Skúla- götu. Á laugardaginn voru þar mörg börn að venju, meðal annars að veiða seyði á handfæri. Tókst svo slysalega til, að smá- drengur, á að giska fimm ára, féll af bryggjunni 1 sjóinn. Til allrar hamingju flaut drengur- (Framhald á 4. síðu) Brezk skilaboð til * Islendinga íslenzka utanríkisráðuneytinu heflr borizt svohljóðandi til- kynning frá ríkisstjórn Breta: „Ef íslenzka ríkisstjórnin og Alþingi samþykkja ekki það samningsfrumvarp vlð Banda- ríkin, sem nú liggur fyrir, og þannig að ástæðulausu hindra nauðsynlegt samband við setu- lið Bandaríkjanna í Þýzkalandi, mun það mælazt illa fyrir í Bretlandi." I Mynd þessi er tekin á stjórnpallinum á „Hvassafelli“. Sést vel yfir þilfarlð. Ljósm. Edvard Sigurgeirsson. Brennumennirnir dæmdir Sakadómari hefir nú kveðið upp dóm sinn yfir þeim mönn- um, sem stóðu að ikveikjum þeim, er upp komust 1 vetur. Kveiktu þeir meðal annars í sláturhúsinu á Akranesi og brenndu þar vörur, er þeir höfðu vátryggt. Og ennfremur höfðu þeir gert tilraunir tll fleiri íkvikna. Snorri Jónsson og Jóhannes Pálsson fengu þýngsta dóma og var hvor þeirra dæmdur í sex ára fangelsi. Ástráður Proppé og Sigurður Jónsson voru dæmdir í þriggja ára og sex mánaða fangelsi hvor. Gisli Kristjánsson var dæmdur í 2 ára fangelsi, Þórður Halldórsson í 18 mánaða fangelsi, Baldur Þorgilsson var dæmdur i 15 mánaða fangelsi og Þorgils Hólmfreð Georgsson var dæmd- ur í eins árs fangelsi. Allir voru þeir sviftir kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og almennra kosninga. Ennfremur voru hinir seku dæmdir til að greiða vátrygg- ingarfélögunum samtals 160 þús. krónur í skaðabætur, sem greiddar skulu innan 15 daga frá birtingu dómsins. Auk þess skulu þeir og greiða allan sak- arkostnað og hver um sig greið- ir kostnað víð gæsluvarðhald sitt. Þess skal skal getið, að timi sá, sem þeir hafa setið i gæzlu- varðhaldi, verður dreginn frá þeim tíma, er þeir þurfa að sita inni til fullnægingar dóms- ins. Stofmm félags til verndar sjálfstæði landsins í gær héldu reykvískir og hafnfirskir borrgarar með sér fund. Fundarefni var stofnun félagsskapar, sem stæði á verði um sjálfstæði landsins. Kjörin var nefnd til að annast undir- búning að stofnun slíks félags. í nefndinni eiga sæti: Frú Að- albjörg Sigurðardóttir, Bergur Jónsson sakadómari, Bolli Thor- oddsen bæjarverkfr., Hákon Bjarnason skógræktarstj., dr. Jón Jóhannesson, Sigríður Ei- ríksdóttir hjúkrunarkona og Sigurbjörn Einarsson dósent. Nefndin biður háskólastúd- enta alla að koma til fundar við hana á Gamla Garði i kvöld kl. 6 Sigurður Þórðarson, nál. helming, að meðtöldum aukalögum. Frammistaða kórs- ins var að öllu samanlögðu svo góð, að ómögulegt var annað en að hugsa með aðdáun til þeirrar (Framhald á 4. síOu) Raráttau við sjúkdómaiia: Gigtarlækningar í heitu lofti Ráðstefua norrænna gigtarlækna í Kaup- mannahöfn í fyrri hluta septembermánaðar koma gigtarlæknar frá Norðurlöndum saman til fundar í Kaupmannahöfn. Báru menn þar saman ráð sín og reynslu á þessu sviði og ræddu nýmæli þau, sem fram hafa komið hin síðustu ár. Meðal annars flutti sænskur yfirlæknlr frá Lundi erindi um orsakir gigtarsjúkdóma og lækningatilraunir sínar, og voktu kenningar hans hina mestu athygli. Af fslendinga hálfu mun Kristján Hannesson læknlr hafa setið ráðstefnu þessa, en hann er ekki enn kominn heim. Tilraunir i heitu loftslagl. Menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sumir gigtarsjúk- dómar séu smitandi. Sýkilllnn, sem veldur gigtinni og hefir aðsetur I hálsi manna, lifir ekki i heitu loftslagi. Gunnar Edström yfirlæknir og dósent í Lundi, sem lengi hefir helgað sig rannsóknum á gigtarsjúkdómum, lét þess vegna útbúa tilraunastofu, þar sem andrúmsloftið var með sér- stökum tækjum gert sem lík- ast því, sem loítslagið er í heit- um löndum. Flytur hann siðan sjúklinga sína í þessa tilrauna- stofu, þar sem hann rannsakar nákvæmlega sýklana og hring- rás þeirra i hinum sjúku líkams- hlutum. Þessar rannsóknir geta haft mikla þýðingu í baráttu lækn- anna við gigtarsjúkdómana í framtíðinni. Lekandi og gigt. Annar sænskur læknir hefir gert þá uppgötvun, að fólk, sem sýkzt hefir af lekanda, er miklu móttækilegra fyrir gigt en aðr- ir, jafnvel þótt sýkingin sé væg, og hlutaðeigendur hafi ekki orðið hennar varir sjálfir. Eink- um er þetta greinilegt, þegar konur eiga hlut að máli. Alvarlegur gigtarsjúkdómur læknaður með röntgengeislum. Tanberg yfirlæknir frá Osló hefir uppgötvað byrjunarein- kenni nýs alvarlegs gigtarsjúk- (Framhald á 4. síOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.