Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, þrigjiidaginn 1. okt. 1946 177. bla« Þorkell Jóhannesson prófessor: Menntaskólabókin Minningar úr menntaskóla. Ritstjórar Ármann Kristinsson og Friðrik Sigurbjörnsson XVI + 456 bls. Rvík 1946. SEXTUGUR Hafliði Guðmundsson bóndf í Búð í Þykkvabæ Þriðjudugur 1. okt. SAMNINGSMALIÐ Morgunblaðið hefir nú bogn- að fyrir staðreyndum í samn- ingsmálinu við Bandaríkin. Það viðurkennir nú, að samn- ingurinn þurfi endurbóta og athugunar við og það sé sjálf- sagt að breyta honum. Fyrir nokkrum dögum hafði Mbl. það eftir forsætisráðherr- anum, að það væri grundvallar- misskilningur hjá Hermanni Jónassyni, að réttindi íslands væru ekki nægilega tryggð sam- kvæmt samningsuppkastinu. í samræmi við þessa fullyrð- ingu hefir Mbl. haldið því fram, að Bandaríkin séu algerlega fallin frá öllum kröfum um landsréttindi, það sé algerlega á valdi íslenzku ríkisstjórnar- innar hve margir Bandaríkja- menn dvelji á flugveliinum og þeir verði að öllu undir íslenzk- um lögum. Nú er það þó farið að tala um að setja ætti í samninginn skýr og greinileg ákvæði um að ís- land hafi fullveldisrétt varð- andi öll umráð og rekstur flug- vallarins. Blaðið segir nú samt, að þessi ákvæðí séu öll glögg í skýring- um forsætisráðherrans, en það er nú að skilja, að tryggara muni þjóðinni þykja, að hafa þau skjalfest og glögg í samningum, heldur en aðeins í munnlegum skýringum ráðherrans. Framsóknarmenn hafa bent á leiðir í þessu máli. Þeir vilja glöggan og greinilegan samning, sem ekki þarf langar útskýr- ingar. Þeir vilja, að íslending- ar semji við Bandaríkin um lendíngarrétt á Keflavíkurflug- vellinum á þeim grundvelli, að rekstur vallarins sé á valdi og á|jyrgð íslendinga og allir starfsmennirnir séu í íslenzkri þjónustu, en Bandaríkin greiði fyrir þetta hóflegt gjald, svo að völlurinn beri sig. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins í utanríkismálanefnd hafa lagt fram tillögu á þessum grundvelli. Það má e. t. v. segja, að ekki muni miklu á þessu og skýringum Ólafs Thors og þar sem ætia má, að þær túlki það, sem talað hefir verið um og fyrir samningsaðilunum vakir, þó að ekki hafi heppnast að segja það glöggt og ótvirætt, standa allar vonir til þess að samkomulag geti orðið. Þó er ekki hægt að ganga framhjá því, að samningsupp- kastið gerir ráð fyrir amerísk- um rekstri og amerískum starfsmönnum í Keflavík, og þeir eigi að búa við tollfrelsi og ýmislegar undanþágur. Myndi það allt verða hreinna og gleggra, ef flugvallarreksturinn væri allur íslenzkur og undir íslenzkri stjórn. Það hefir unnizt á í þessu máli, að samningurinn er tek- inn til endurskoðunar. Og því skyldi hann þá ekki verða færð- ur til samræmis við óskir ís- lendinga, fyrst þær geta fallið saman við óskir Bandaríkja- manna? Ef breytingartillögur Fram- sóknarmanna verða teknar til greina, fær þetta mál góða lausn. Keflavíkurflugvöllurinn verð- ur rekinn undir íslenzkri stjórn og verður alþjóðlegur flugvöll- ur, sem Bandaríkin hafa af þau not, sem þau þurfa, vegna her- námsskyldunnar i Þýzkalandi. Kostnaðurinn við völlinn verð- 1. október 1846 var hið nýja hús latínuskólans í Reykjavík vígt með hátíðlegri athöfn, en kennsla hófst þar rúmri viku síðar. Þessa afmælis var minnst hátíðlega 16. júní í sumar, er 100. stúdentaárgang- urinn var brautskráður úr skólanum. Og þess mun aftur minnst eftir fáa daga, þegar skólinn verður settur, að liðn- um réttum hundrað árum frá vígslu skólahússins og fyrstu skólasetningu. Nemendur skól- ans hafa nú látið prenta bók eina allmikla og veglega í minningu aldarafmælis skól- ans. Þessi bók var mér send fyrir skemmstu með tilmælum um, að ég skrifaði nokkur orð ur greiddur af þeim, sem nota hann og einkum þurfa hans með. íslendingar hafa skýlausan umráðarétt yfir landi sínu. Hér gilda ein lög fyrir alla eins og t. d. hefir verið við Reykja- víkurhöfn öll stríðsárin, þó að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu þar mikla starfsemi. Það munu margir verða fyrir vonbrigðum af Mbl. og mönn- um þess, ef málið verður nú ekki leyst á þennan hátt. Þetta er einmitt í fyllsta samræmi við anda þess, sem Mbl. segir að vakað hafi fyrir þeim, sem upp- kastið gerðu. En það er óneitan- lega betri útfærsla og fram- setning á rétti íslendinga. Það er líka Mbl. sjálft farið að við- urkenna. Þjóðviljinn spyr á sunnudag- inn, hvort íslendingar eigi að lifa á því, að horfa á banda- rískar flugvélar. Sú grein er undirskrifuð útvegsmaður. Þar er því haldið fram, að við eigum ekki að standa í þessum samn- ingum við Bandaríkin, því að Rússar og leppríki þeirra vilji kaupa framleiðslu okkar góðu verði. Tíminn varar sérstaklega við svona spillingu. Þetta er gamla sagan um asnann og gullklyfj- arnar og þann, sem selur rétt sinn fyrir mat. Ef menn finna lykt af æti þá setja þeir það ofar landsréttindum og öllum þjóðlegum viðhorfum. Þessi nafnlausi blaðamaður Þjóðviljans víll láta þjóðina fá markaði í staðinn fyrir þennan samning, — mat fyrir lands- réttindi. Það eru svoleiðis menn, sem yfirgangsríki og á- sælnismenn þurfa, til að þiggja mútur sínar. Þannig menn voru það, sem luku borgarhliðunum upp fyrir gullklyfjum Filippusar Makedoníukonungs og förguðu frelsi grístyra borgarríkja. Þannig menn eru alls staðar eit- ur í sjálfstæðum smáríkjum. Þannig menn verður íslenzka þjóðin að varast, ef hún vill lifa og vera til. Það er skyldugt að leita mark- aða fyrir framleiðslu íslendinga og selja hana sem bezt. En það er óskylt mál öllum samning- um um lendingarrétt o. þ. h. Það má alls ekki blánda því saman. Ef til vill er sú hætta mest í-dag, að of margir samþegnar okkar mæni ósjálfstæðum huga til voldugra landa í fjarlægð í von um mat og peninga þaðan. En stefna íslands í utanríkismál- um má ekki miðast við neina mútusamninga, heldur heilbrigð og heiðarleg viðskiptalögmál. Því einu fylgir framtíðarheill. um hana fyrir lesendur Tímans. Ég vildi ekki skorast undan því, enda þótt ég hefði nauman tíma til slíks. Og að sjálfsögðu ætti ég að sjá ærin missmíði á því ráðlagi að setjast niður og skrifa um bók, sem ég hefi ekki lesið, er lestur geti heitið, aðeins flett lauslega. Hefði ég nokk- urn tíma setið kennslustund í menntaskólanum, sem ég reynd- ar aldrei gerði, myndi ég sjálf- sagt geta jafnað slíku athæfi til þess, er ég eða einhver góður félagi minn varð að ganga upp á „gáfunum“ einum saman, hafandi vanrækt að lesa undir tímann, en um slíkar svaðil- farir má margt lesa í Minning- um úr menntaskóla. Lærdóm- ur sá, er fæst með því að fletta bókum lauslega, mun yfirleitt reynast haldlítill á prófum. En ef til vill nægfr hann að þessu sínni til þess, sem hér skiptir mestu máli, að gefa lesendum blaðsins nokkra hugmynd um afmælisrit menntaskálanem- endanna, vekja athygli á því og jafnvel ofurlitla forvitni, sem leiða kynni til meira eða minna gálauslegra bókakaupa á næstunni. Verði svo einhver fyrir vonbrigðum, sem títt kann við að bera um bókakaup, sem þannig er til stofnað, þá er hér bót í máli. Ágóðinn rennur sem sé til styrktar fátækum nem- endum menntaskólans. Og án þess að ég vilji gerast spámaður, þá ætla ég, að óhætt sé að láta skína í það, að hagnaðurinn muni drjúgur verða, af laglega er á haldið. Því að þetta er stór og falleg bók og hér er margt bráð- skemmtilegt. og ærið fróðlegt. Hér rita 57 höfundar 58 grein- ar og k;v8eði, allt meira eða minna þjóðkunnir menn,nema kannske þeir yngstu, sem verða það þá væntanlega hér með. Gamlir og ungir nemendur menntaskólans munu að sjálf- sögðu öðrum fremur hafa ánægju af að lesa bókina, en því næst allir aðrir, sem gaman hafa af sögu. Því að reyndar er þetta saga, rituð með nokkuð sérstökum hætti, samhengislít- ið og ekki án nokkurra endur- tekninga, en fjörlega og hisp- urslaust yfirleitt. Hér er skóla- vistinni á ýmsum tímum lýst, kennurum skólans, kennslunni og félagsskap nemenda. Sumt gamalkunnugt, sumt nýstárlegt. Ég hefi haft einstaklega gam- an af að blaða í þessari bók. í henni speglast saga þjóðarinn- ar með einkennilegum hætti, svo fjarri sem því fer þó, að til þess væri ætlazt. Þetta átti að- eins að vera safn minninga einstakra lærisveina gamals skóla. Umbrotaandi og leysing áranna kring um þjóðfundinn kemur glögglega fram í frá- sögninni um pereatið. Svo kem- ur þreytandi og þunglamaleg röð áranna fram um þjóðhátíð, með ströngum aga og þrældómi, skáldskap og drykkjuskap. Mestu harðhnjóskuár með miklu munnvatni og guðblessan. Þetta eru skólaár Matthíasar og Kristjáns Jónssonar. Jón Ólafs- son var líka maður þeirra ára, en hann var uppreistarmaður, þoldi ekki okið og brauzt undan þvi. Það var skaði fyrir hann, en að öðru leyti happ, því hver hefði annars átt að yrkja ís- lendingabrag? Svo fengum við landshöfðingjahneiksli í stað- inn fyrir pereat. Með þjóðhá- tíðinni koma nýir tímar. Latínu- skólinn heldur reyndar áfram með góða gamla laginu, eins og flest annað í þessu landi fram um 1890, en undir niðri ólga margvíslegir straumar, sem stundum gára yfirborðið, svo að ekki er um það að villast að þetta er þrátt fyrir allt enginn venjulegur stöðupollur. Upp úr 1890 og fram um aldamót vex ókyrrðin. StjórnmáJabaráttan harðnar, gamli skólinn bifast af púðursprengingum og uppreist- aranda. Þessi gamli skóli er eins og loftþyngdarmælir. En það er svo sem ekki á aílra færi að kunna vel á loftvog. Það fer stundum fyrir þeim eins og skipstjóranum, sem fleygði loft- voginni í sjóinn þegar honum leiddist landlegan, og sigldi svo í djöfulmóð beint út í garðinn, sem af einhverjum ástæðum hafði orðið á eftir áætlun. Hver myndi hafa trúað því, að púðursprengingar og djöful- dómur margs konar, sem hrjáði latínuskólann upp úr aldamót- um, vissi á heimastjórn, véla- öld á sjónum og nýja sókn í sjálfstæðismálum þjóðarinnar? Nei, það er alt annað en ó- skemmtilegt að lesa sögu, sem skráð er með þessum hætti. Og svo kemur nútíminn með sinn sérstaka svip. — Öðruvísi skrif- uðu nú gömlu mennirnir, kann þá einhver að segja. Og mikið má það vera, ef þeir séra Jón Símon, Loguardía, Einstein og Molotoff hafa nokkru sinni hagað sér líkt þessu í skóla, svo maður nefni nú ekki þá allra stærstu þrjá eða fjóra. — Og víst er það grænt, en það er ein- hvern veginn öðruvísi grænt, eins og karlinn sagði um jörð- ina, er hann flutti búferlum úr Laxárdal og yfir í Kinn, og það var óyndi í karlinum. Aumingja karlinn, til hvers fjandans ætli það svo sem gagni manni að vera með óyndi þótt jörðin sé jafnvel ofboðlítið öðruvísi græn í einum dal en öðrum. Það má líka mikið vera, ef karlinum búnaðist ekki heldur betur i Kinninni, eftir allt saman, en 1 Laxárdalnum áður. Nei, þetta er prýðilegt allt saman og bezt fyrir þá, sem nú gerast gaml- aðir, að bíða bara glaðir og ró- legir eftir því, hvaða stórmerki í sögu þjóðarinnar verði á sín- um tíma lesin út úr síðari hluta þessarar bókar. En væntanlega verða þeir löngu komnir til Maríu sinnar, þegar sér fyrir endann á því öllu saman. í stað heftiplásturs Englendingar hafa fundið upp litlausan vökva, sem þeir nefna „plastic-skin“ og á meðal annars að koma að sumu leyti í stað heftiplásturs. Beztu eiginleikar þessa vökva eru þeir, að hann lokar skeinum og smásárum og eyðir óþægindum, sem stafa af flugnabiti. í vökva þessum eru ýms efni, meðal annars klóróform. Ef menn rispa sig eða hrufla, er vökvinn borinn á skeinuna, og myndar hann þá þegar yfir hana himnu, sem þvæst af. Sár- ið er lokað, og óhreinindi og bakteríur komast ekki að því. Eins hjaðnar byrjandi bólga, sem stafar af flugnabiti, ef vökvi þessi er notaður, og öll óþægindi, sem frá því stafa, hverfa innan lítillar stundar. Nú, hinn 30. september, varð einn hinna merkustu bænda austanfjalls, Hafliðl Guð- mundsson, óðalsbóndi í Búð í Þykkvabæ, sextugur. Þórhallur Bjarnason biskup, lýsti hlutskipti bóndans með þeim orðum, „að það væri svo gaman að skapa með guði.“ Tvímælalaust hefir engin kyn- slóð íslenzkra bænda eins og sú, sem nú er að verða við aldur, mátt finna til þessarar gleði, sem hinn mikli landbúnaðarvin- ur og vitmaður lýsti svo fagur- lega. Og einn þeirra bænda, sem í ríkum mæli mætti hafa orðið sköpunargleðinnar aðnjótandi er Hafliði í Búð. Hann hefir skapað með guði, fyrirmyndar sveitaheimili, rækt- að jörðina, kynbætt búfénað sinn, en þó einkum gengið framarlega í félagslegum fram- kvæmdum eins þess byggð- arlags, er mestum stakkaskipt- um hefir tekið um hvers konar menningarframkvæmdir. á síðasta mannsaldri. Þessu til sönnunar er þessi upptalning: Hafliði hefir verið formaður sóknarnefndar og safnaðarfull- trúi síðan 1914, í fræðslu- og skólanefnd síðan 1918, eftir- litsmaður Nautgriparæktarfé- lagsins frá 1914, útibústjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar með- an það var starfrækt í byggð- inni, í hreppsnefnd Djúpár- hrepps síðan hreppurinn var stofnaður við skiptingu Ása- hrepps 1935, og sýslunefndar- maður einnig frá þeim tíma, sáttanefndarmaður, skatta- nefndarmaður, í stjórn veiði- og fiskræktarfélags Rangárvalla- sýslu, i stjórn mjólkursamsöl- unnar síðan sú stofnun komst í hendur framleiðenda, og enn fleiri félagsstörf hefir Hafliði af hendi leyst. En sögulegast er þó, að Haf- liði hefir borið gæfu til að gjörast aðalhvatamaður að tveimur stórframkvæmdum, má önnur heita að hafa bjargað frá auðn hinum 30 býlum Þykkva- bæjarins, en hin er eins konar þakkargjörð byggðarlagsins, fyrir það að hin fyrri heppn- aðist. Er hér átt við fyrirhleðslu Djúpóss, sem allt fram til Þverár-hleðslunnar er eitt mesta mannvirki sinnar teg- undar hér á landi. Þessi fram- kvæmd bjargaði undan vatni hinu frjósama engjalandi Safa- mýrar, en þangað sótti Þykkva- bærinn að kalla allan heyskap sinn. Nokkru eftir þennan sigur réðust Þykkbæingar í að friða og girða hina geysivíðáttu- miklu sandsléttu, hina svo nefndu Gljá, allt frá Þjórsá að Hólsá, og mun þarna á næsta mannsaldri gróa upp álíka víð- áttumikið nytjaland og öll Safamýri, en hún er talið stærsta samfelt engjaland á ís- landi. Mætti þessari viðleitni verða meiri gaumur gefinn en raun er á og verða öðrum byggðar- lögum til eftirbreytni, sem ættu eyðimerkur innan vébanda sinna, því alveg er það ótrú- legt hverju friðunin ein getur áorkað, að maður tali ekki um, ef henni er þá rétt hjálpar- hönd með sáningu. En sú er að sjálfsögðu sköpunargleðin virðulegust „sem hugsar ekki í árum en öldum, og alheimtir ei daglaun að kvöldum“, svo sem Steph. G. Stephansson kvað. Þykkbæingar eru einnverjir ágætustu félagsmenn, og má það því vera lofsamlegt, að hafa verið kjörinn til að vera einn hinn fremsti þeirra á hinu mikla framfaratímabili byggð- arlagsins, síðasta mannsaldri. Vinsældir Hafliða í Búð, og hinnar góðu konu hans, Guð- rúnar Daníelsdóttur frá Kald- árholti, kom mjög ánægjulega í ljós, þegar þau hjónin áttu silfurbrúðkaup fyrir fáum ár- um. Þá heimsóttu þau ekki að- eins samsveitungar heldur vin- ir þeirra víðs vegar að og færðu þeim hinar virðulegustu gjafir. Hafliði er borinn og barnfædd- ur í Búð, sonur Guðmundar bónda Runólfssonar, eins hins snyrtilegasta og fjörmesta at- hafnamanns í bændastétt, og Sigríðar Ólafsdóttur frá Skarði í Þykkvabæ, ágætrar greindar- og fróðleikskonu. Sex börn eiga þau Hafliði og Guðrún, 4 sonu og 2 dætur, öll uppkomin og mannvænleg. Þegar sá, sem þetta ritar, hitti Hafliða í Búð að máli eigi alls fyrir löngu, og vék að hinni fé- lagslegu athafnasemi hans, fór- ust honum orð á þá leið, að þrátt fyrir allmargt, sem hann hefði orðið að hafa afskipti af, og orkað kynni að hafa tvímæl- is sumt, þá hefði hann aldrei orðið var kala til lengdar frá nokkrum manni, og „þegar lítið væri um öxl, væru sólskinsdag- arnir yfirgnæfandi.“ Munu margir óska Hafliða í Búð sem flestra áframhaldandi sólskinsdaga. G. M. Á sextugsafmæli Hafliða Guð- mundssonar Búð, Þykkvabæ mun þeim, sem þekkja hann, verða hugsað til þess, hversu mikið gagn hann hefir unnið bændastéttinni íslenzku. Og sveitungum hans mun vera það efst í huga, að bera fram þakkir honum til handa fyrir það sem hann hefir afrekað þeim til hagsbóta. Trú hans á íslenzka gróður- mold og búnaðarframkvæmdir grundvallaða á vitsmunum og athafnasemi, hlutu að vekja sveitunga hans til athugunar um að slíkum manni var gott að fela fyrirgreiðslu sinna mála. Enda mun það sannast sagna að hann hefir lagt góðan skerf til allra stærri framfaram'ála Rangæinga. Og dómur þeirra, sem til þekkja mun vera einróma sá, að öll trúnaðarstörf, sem hon- um eru falin, leysir hann svo vel af hendi að á betra verður ekki kosið. Það var mikilsvert að slíkur maður, sem hann er, var einn af ötulustu forvígismönnum þess mikla nauðsynj amáls að bjarga Þykkvabænum frá á- gangi og eyðingu Þverár, með þeim afleiðingum, sem flestum er kunnugt, að nú er það ein af beztu og blómlegustu sveit- um landsins þrátt fyrir margs konar eril og annir í sveitamál- um hefir heimili hans ekki orð- ið útundan. Og þar hefir hann að sjálf- sögðu notið aðstoðar sinnar á- gætu konu frú Guðrúnar Dan- íelsdóttur. Þar er allt með þeim fram- fara og myndarbrag að til fyr- irmyndar er talið af sveitung- um og hinum fjölmörgu gest- um, sem njóta þar hinnar fyllstu gestrisni. Húsbóndinn, sem lætur lítið yfir sér, er fróð- ur og gerhugull. Og gaman er á góðviðrisdegi að ganga með honum um gróð- (Framháld á 3. siOu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.